Fleiri fréttir

Öldruð kona finnst látin

Tæplega áttræð kona fannst látin á heimili sínu í Vesturbænum á aðfangadag. Að sögn lögreglu er ekki hægt að segja til um hversu langt er síðan konan lést fyrr en að krufningu lokinni en ljóst sé að það hafi verið fyrir þó nokkru. Það voru nágrannar konunnar sem kölluðu til lögreglu þegar torkennileg lykt var farin að berast frá íbúðinni.

Fimm fluttir til skoðunar eftir árekstur

Fimm voru fluttir á Heilsugæsluna í Snæfellsbæ til skoðunar eftir árekstur tveggja bíla á Snæfellsvegi rétt austan Ólafsvíkur um hálf fimmleytið í dag. Engin er þó alvarlega slasaður en tveir voru sendir í nánari skoðun á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús. Um var að ræða sendibíl og fólksbíl en var sendibíllinn kyrrstæður þegar slysið átti sér stað.

Auglýsingaiðnaðurinn sameinast um sjóð til stuðnings góðum málefnum

Auglýsingaiðnaðurinn hefur sameinast um sjóð sem hefur það markmið að styðja góð málefni í samfélaginu á markvissan hátt með afli auglýsinga. Sjóðurinn ber nafnið AUGA – auglýsingar, afl til góðra verka. Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum í sjóðinn með auglýsingum í dagblöðum.

Plata Helga Björnssonar í mörgum pökkum

Einn kaupandi var af fjórum af hverjum tíu plötum Helga Björnssonar fyrir jólin. Kaup stórfyrirtækja á diskum og bókum skekkja myndina þannig að sölutölur lýsa ekki endilega vinsældum listamannanna. Í raun er helst að marka lista sem tekinn er saman um plötur sem seldar eru yfir búðarborðið.

Endurskoða þarf úrskurð

Mál málanna er ósk stjórnvalda um að kjaradómur endurskoði úrskurð sinn um laun ráðamanna á Íslandi. Formaður kjaradóms vill ekki tjá sig um beiðni stjórnvalda um að dómurinn endurskoði ákvörðun sína um laun forseta, ráðherra og þingmanna en kjaradómur mun fjalla um beiðnina á morgun. Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu telja að kalla hefði átt Alþingi saman.

Útsölur strax byrjaðar

Nokkuð var um að verslanir væru lokaðar í dag enda margir verslunarmenn þreyttir eftir mikla törn í desember. Útsölur hófust í örfáum búðum í dag en ekki þó í Kringlunni, þar sem húsreglur segja að ekki megi hefja útsölur fyrr en þriðja janúar.

Eldur kom upp í metangasbíl í annað sinn á skömmum tíma

Ökumaður bílsins var á leið vestur Miklubraut þegar hann sá eldglæringar undan bílnum. Slökkviliðið var í nágrenninu og tók því skamma stund að koma á staðinn og gekk slökkvistarf greiðlega. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem eldur kemur upp í metangas bíl en í september þá kom eldur upp í slíkum bíl og voru báðir bílarnir framleiddir af Citroen.

Fundust látin

Maður á fimmtugsaldri og kona á fertugsaldri fundust látin í íbúð sem þau leigðu á Frakkastíg í Reykjavík eftir hádegi í dag. Talið er víst að þau hafi látist af ofneyslu eiturlyfja.

Nítján hafa látist í umferðinni

Nítján hafa látist í umferðinni á árinu en banaslys hafa ekki verið færri í umferðinni síðan byrjað var að taka saman tölur árið 1991. Samkvæmt nýrri skrá Slysavarnarfélagsins Landsbjargar létust alls tuttugu og átta af slysförum á árinu.

Flogið á alla staði innanlands

Innanlandsflug er að komið í samt lag eftir að hafa legið niðri í allan morgun. Lengst af var ófært til Vestmannaeyja en farið var að fljúga þangað aftur nú um fimm leytið.

Kjaradómur endurskoði ákvörðun sína

Ríkisstjórnin hefur óskað eftir því að Kjaradómur endurskoði ákvörðun sína um hækkun launa þingmanna og ráðherra. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tilkynnti forsvarsmönnum aðila vinnumarkaðarins þessa ákvörðun á fundi í Ráðherrabústaðnum klukkan tvö í dag.

Hafa hætt rannsókn

Pólska ríkisstjórnin hefur hætt rannsókn á því hvort leynifangelsi á vegum CIA hafi verið starfrækt í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Póllandi neitaði í dag að segja nokkuð um hvað hafi komið út úr rannsókninni, sem hefur staðið í nokkrar vikur. Skýrslu vegna rannsóknarinnar var skilað til þingnefndar í síðustu viku og þingnefndin var að sögn sátt við skýrsluna og fór ekki fram á frekari rannsóknir.

Akranes tengist leiðarkerfi Strætó

Á morgun verða undirritaðir samningar um almenningssamgöngur á milli Reykjavíkur og Akraness, en þessir samningar hafa verið í burðarliðnum um nokkurt skeið.

Mörg gæludýr þurfa róandi lyf

Það styttist í áramótin og hunda-, katta- og hrossaeigendur eru margir hverjir farnir að huga að úrræðum fyrir dýr sín sem mörg hver hræðast flugeldana og hávaðann sem þeim fylgir. Sumir kaupa róandi lyf fyrir hunda sína en þess gerist þó ekki þörf fyrir alla hunda.

Góðir gestir heimsóttu biskupsstofu á aðventu

Nokkrir forsvarsmenn nýrrar útgáfu á laginu Hjálpum þeim, fulltrúar Mæðastyrksnefndar og hópur ungs fólks sem safnaði fyrir brunni í Afríku, þáðu súkkulaði og smákökur að lokinni jólahelgistund á biskupsstofu í vikunni fyrir jól.

Nokkuð rólegt á slysadeild

Nokkuð rólegt hefur verið á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús í dag og heldur færri komið en venjulegt er. Að sögn vakthafandi læknis var jólahelgin einnig nokkuð róleg á slysadeildinni.

Kettirnir fá glaðning á jólunum í Kattholti

Hátt í 100 kettir eru nú í óskilum í Kattholti. Augljóst er að þeir sakna eigenda sinna enda magir hverjir búnir að vera fjarri heimilum sínum svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir. Þeir voru ánægðir með athyglina þegar fréttamann bar að garði í Kattholti.

Karl og kona fundust látin

Lík karls og konu milli þrítugs og fertugs fundust í húsi við Frakkastíg í Reykjavík um miðjan dag. Lögregluna grunar að parið hafi tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Nágrannar tilkynntu lögreglu um líkfundinn. Rannsókn á vettvangi stendur enn yfir. Svæðið er lokað almenningi.

Fundust látnir í húsi við Frakkastíg

Óstaðfestar fregnir herma að tveir einstaklingar hafi fundist látnir í bakhúsi við Frakkastíg eftir hádegið í dag. Lögregla vill ekki staðfesta þetta, en mikill viðbúnaður er á svæðinu í kring.

Eldur í þvottavél

Eldur kom upp í þvottavél í íbúð í Hafnarfirðinum fyrr í dag. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á svæðið en reykræsta þurfti íbúðina.

Stífluð niðurföll valda vandræðum

Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna þriggja vatnsleka í dag. Um er að ræða stífluð niðurföll sem verða til þess að það flæðir inn í nærliggjandi íbúðir þegar rigning er og vatn á götum er mikið. Allar íbúðirnar sem flætt hefur inn í eru kjallaraíbúðir og er búið að hreinsa vatn upp í þeim öllum. Um óverulegar skemmdir er að ræða í öllum íbúðunum.

Byrjað að fljúga

Innanlandsflug hófst aftur klukkan þrjú til allra staða á landinu nema Vestmannaeyja. Flug til Vestmannaeyja klukkan 15:45 er í athugun.

Eldur í bíl

Eldur kom upp í metangasbíl á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar rétt fyrir klukkan þrjú. Bílstjórinn var einn í bílnum og kom sér sjálfur úr bílnum áður en mikill eldur braust út. Útkallið kom um tíu mínútur í þrjú og gekk greiðlega að slökkva eldinn. En aðeins tók um fjórar mínútur að slökka eldinn.

Annasamur dagur

Nokkuð mikið hefur verið að gera hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins í sjúkraflutningum í dag. Slökkviliðið hefur farið tæplega fimmtíu sjúkraflutningaferðir það sem af er deginum. Á meðal degi ná flutningarnir ekki fimmtíu fyrr en um kvöldmatarleyti. Flutningarnir eru bæði vegna veikinda og einnig er nokkuð um að verið sé að flytja fólk á milli stofnana.

Ljósmyndasýningin Eftir Tsunami opnuð í Smáralindinni í dag

Ljósmyndasýningin Eftir Tsunami verður opnuð í Smáralindinni klukkan þrjú í dag. Á sýningunni eru myndir frá Indónesíu og Sri Lanka, sem teknar voru af Þorkeli Þorkelssyni ljósmyndara í september síðastliðnum, þegar níu mánuðir voru liðnir frá því að flóðbylgjan skall á löndum við Indlandshaf með þeim afleiðingum að hátt í 200 þúsund manns týndu lífi.

Fá send flugeldagleraugu

Blindrafélagið og Slysavarnarfélagið Landsbjörg senda öllum foreldrum 10 til 15 ára barna gjafabréf fyrir flugeldagleraugum. Um síðustu áramót urðu 9 augnslys, öll hjá strákum á aldrinum 9 til 18 ára en enginn þeirra var með flugeldagleraugu á sér.

Gestur fer fram í prófkjöri

Gestur Kr Gestsson býður sig fram í annað til þriðja sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík sem fram fer nú í lok janúar.

Allt flug liggur niðri

Allt innanlandsflug hefur frá því í gær legið niðri. Viðvörun var gefin út vegna ísingar og ókyrrðar í lofti fyrir neðan 15 þúsund fet yfir suðvesturhluta landsins klukkan sjö í morgun og gildir hún til klukkan 14 í dag. Þá verður kannað hvort hægt verði að fljúga, að sögn Flugfélags Íslands.

Fundur vegna úrskurðar kjaradóms

Forsvarsmenn Alþýðusambandsins hitta Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á fundi klukkan tvö í dag vegna úrskurðar Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna ríkisins.

Um 28.000 börn og unglingar fá send gjafabréf fyrir flugeldagleraugum í ár

Blindrafélagið og Slysavarnarfélagið Landsbjörg senda í ár öllum 10 til 15 ára börnum og unglingum gjafabréf fyrir fulgeldagleraugum í samstarfi við Íslandspóst, Sjóvá og Prentsmiðjuna Odda. Með stuðningi þessa fyrirtækja fá tæplega 28.000 börn send gjafabréf fyrir flugeldagleraugum.

Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs

Allt innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs og verður athugað fyrst með flug um klukkan 11 í dag. Einhver seinkun var á flugi til og frá landinu en er þó er allt á áætlun.

Færð á vegum víðast hvar góð

Færð er víðast hvar góð á landinu en talsvert hvassviðri er á Suðvesturlandi. Á Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi er unnið að snjóhreinsun á vegum, meðal annars um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Gert er ráð fyrir að nokkur hálka verði á því svæði í dag.

Landsnet hf. kaupir flutningsvirki

Landsnet hf. hefur keypt flutningsvirki þau sem voru í eigu Orkubús Vestfjarða, RARIK og Landsvirkjunnar. Söluverðið er 26,8 milljarðar króna og var það greitt með skuldabréfum og hlutabréfum en eignarhlutur Orkubús Vestfjarða er allur í hlutabréfaeign.

Íþróttamaður Árborgar kjörinn 29. desember

Íþróttamaður Árborgar verður kjörinn á uppskeruhátíð Íþrótta- og tómstundanefndar sem haldin verður næstkomandi fimmtudagskvöld í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Þá verða einnig veittar viðurkenningar og styrkjum úthlutað úr afreks- og styrktarsjóði sveitafélagsins. Alls eru tíu íþróttamenn tilnefndir til kjörsins.

Rólegt hjá lögreglunni um allt land

Rólegt var í umdæmum lögreglunnar um allt land þrátt fyrir aftakaveður víða um land. Engin meiriháttar óhöpp voru tilkynnt og er greinilegt að skemmtanaglaðir Íslendingar hafi tekið nóttinni rólega og má slá því föstu að veðrið hafi haft þar einhver áhrif. Einn maður var þó handtekinn á Akureyri fyrir ölvun og gistir hann nú fangageymslu.

Fyrsti kynjaskipti leiksskólinn á Akureyri opnaður á næsta ári

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri Hjallastefnunnar, hafa undirritað samning um rekstur leiksskólans Hólmasólar á Akureyri. Hólmasól verður fyrsti kynjaskipti leikskólinn á Akureyri.

Óskar Bergsson tilkynnir um framboð í efsta sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík

Óskar Bergsson hefur tilkynnt um framboð í efsta sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Óskar kennir óvinsældum flokksforystunnar í ríkisstjórn um lítið fylgi flokksins í höfuðborginni. Þá segist hann hafa þess orðið var að flokksmönnum hafi líkað illa framboð Björns Inga Hrafnssonar í efsta sæti listans.

Ófært vegna snjókomu

Lögreglan á Blönduósi varar við því að ófært er um vegi í umdæmi lögreglunnar vegna mikillar snjókomu. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið núna síðdegis en engin meiðsl á fólki.

Ófært á Hrafnseyrarheiði og Lágheiði

Hrafnseyrarheiði og Lágheiði eru ófærar vegna snjókomu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hins vegar er greiðfært um Hellisheiði og um Þrengsli.

Fá ekki mjólkurpeninga í nautgriparækt

Það kemur ekki til greina að nautgriparæktendur fái hluta þeirra styrkja sem voru eyrnamerktir mjólkurframleiðendum í síðasta búvörusamningi, segir formaður Landssambands kúabænda. Að öðru leyti er hann reiðubúinn að ræða styrki þeim til handa.

Seldu fleiri íbúðir en í meðalviku

Fleiri fasteignir seldust á höfuðborgarsvæðinu í síðustu söluviku fyrir jól en nemur meðalsölu síðustu tólf vikurnar sem á undan komu. 185 fasteignir seldust í síðustu viku og var meðalverð þeirra 23 milljónir króna, tæpum fjórum milljónum lægra en í meðalviku.

Opið í Hlíðarfjalli í dag

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnar í hádeginu og verður opið til klukkan fimm. Klukkan tíu var hitastigið rétt undir frostmarki og starfsfólk Hlíðarfjalls segir að þrátt fyrir hlýindi undanfarinna daga sé mjög góður snór í skíðabrekkunum.

Fáir bátar á sjó

Einn togari og ellefu bátar voru á sjó núna á tíunda tímanum að morgni annars í jólum. Mjög dregur úr sjósókn yfir jólin eins og annarri atvinnustarfsemi en til samanburðar má geta að venjulega eru um 200 skip og bátar á sjó undir hádegi í desember.

Sjá næstu 50 fréttir