Fleiri fréttir Eldur kom upp í rútu í Vogum Eldur kom upp í rútu í Vogum á Vatnsleysuströnd á áttunda tímanum. Ekki er vitað nánar um tildrög eldsins. Rútan stendur í íbúðabyggð en samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki talin hætta á ferðum. Verið er að slökkva eldinn og talið að því verði lokið innan stundar. 23.12.2005 07:00 Játaði manndráp en neitaði ásetningi Ungur maður játaði fyrir dómi að hafa orðið öðrum að bana með því að stinga hann með hnífi. Hann neitar ásetningi. Aðalmeðferð fer fram í janúarlok. Foreldrar látna piltsins gera kröfu um tæpar 5,4 milljónir króna í bætur. 23.12.2005 06:00 Strætó fer nýjar leiðir Orðið við óskum sjónskertra um akstur strætisvagna um Hamrahlíð. 23.12.2005 06:00 33 árekstrar í Reykjavík í dag Alls urðu 33 árekstrar í Reykjavík í dag frá klukkan sjö að morgni til klukkan ellefu nú í kvöld. Engin slasaðist alvarlega og var einungis um minniháttar meiðsl að ræða í nokkrum tilvikum. Þetta er nokkuð mikill fjöldi árekstra en alls verða um 13 árekstrar að meðaltali á degi hverjum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 22.12.2005 22:49 Þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi Dráttarvél og sorphirðubíll rákust saman á Skagastrandavegi nú í kvöld. Þá valt einnig lítill jeppi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu í dag. Í gær varð svo önnur bílvelta í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi en bíll valt í nágrenni Enniskots. Enginn slasaðist í umferðaróhöppunum. Mikil hálka er nú í Húnavatnssýslunum. 22.12.2005 22:36 Reyndi að snúa á keppinautana Íbúðalánasjóður reyndi að snúa á keppinauta sína á íbúðalánamarkaði með því að bjóða út íbúðabréf á meðan markaður var lokaður. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn gerir það. 22.12.2005 22:06 Atvinnuflugmenn eru í þrefalt meiri hættu á að fá ský á auga en aðrir Atvinnuflugmenn eru í þrefalt meiri hættu á að fá ský á auga en aðrir. Ský á auga getur valdið blindu. Ástæðan eru geimgeislar og hættan eykst eftir því sem menn fljúga lengur og hærra. Áður fyrr flugu farþegavélar í um það bil 20.000 feta hæð en þotur nútímans fljúga í 30-40.000 feta hæð. Læknir segir að flugmenn eigi erfitt með að verjast hinni skaðlegu geislun. 22.12.2005 22:03 Segir það ekki borgarstjóra að ákveða hvort laun hans hækki eða lækki Stefán Jón Hafstein, frambjóðandi til leiðtogasætis Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í vor segist skilja pólitískar ástæður Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra fyrir því að afsala sér launahækkun frá kjaradómi. Hún hafi hins vegar ekkert átt með það að lækka launin sín sjálf. 22.12.2005 21:33 Engan sakaði þegar bíll valt í Egilsstaðaskógi Bílvelta varð í Egilsstaðaskógi í dag. Ung kona var ein á ferð í bílnum og sakaði hana ekki. Talið er að ísing á veginum hafi orðið til þess að bíllinn valt með þeim afleiðingum að bíllin fór út af veginum og rakst á tré. Bíllinn er mikið skemmdur. 22.12.2005 21:24 Forsætisráðherra undrandi á úrskurði Kjaradóms Forsætisráðherra er undrandi á úrskurði Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna og kallaði formann dómsins, Garðar Garðarson, á teppið í morgun. Óskaði ráðherrann eftir því að Garðar útskýrði ákvörðun sína fyrir þjóðinni. Játti Garðar því. Forystumenn stjórnmálaflokkanna lýsa flestir yfir furðu á dómnum og vera kann að það verði tekið fyrir á Alþingi. 22.12.2005 20:54 Hyggst halda áfram í hungurverkfalli uns kjör öryrkja verða bætt Öryrkinn Sonja Haralds hefur ekki neytt matar í 28 daga og hyggst halda hungurverkfallinu áfram uns kjör öryrkja verða bætt eða hún sjálf deyr. Hún hefur gengið þannig frá málum að ef ástand hennar verður lífshættulegt má ekki gera tilraunir til að lífga hana við. Aðstoðarlandlæknir segir fólk ráða lífi sínu og ekki sé hægt að þvinga það til að þiggja læknismeðferð. 22.12.2005 20:48 Ráðherra finnst látinn í skipaskurði í Brussel Staðfest hefur verið að lík sem fannst í skipaskurði í Brussel fyrir viku er af fyrrverandi ráðherra í Rúanda 22.12.2005 20:32 Íslensk tónlist selst vel fyrir jólin Íslensk tónlist selst eins og heitar lummur nú fyrir jólin enda er það vinsælt að gefa hljómplötur með íslenskum tónlistarmönnum í jólagjöf. Sala á íslenskri tónlist hefur aukist ár frá ári. 22.12.2005 20:22 Fá 50% meiri launahækkun en ófaglært verkafólk Ráðherrar og þingmenn fá 50% meiri launahækkun en verkafólk á árinu. Laun forsætisráðherra hækka um rúm 10% frá janúar á þessu ári fram í janúar á næsta ári en laun ófaglærðs verkafólks hækka hins vegar um tæp 7% á sama tíma. 22.12.2005 20:15 Má veiða 909 hreindýr Heimilt verður að veiða allt að 909 hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2006, auk hreindýrakálfa sem fylgt hafa felldum kúm. 22.12.2005 19:21 Verð og gæði misjöfn Það er misjafnt hvað fólk leggur mikið upp úr því að hafa jólagjafirnar fallega innpakkaðar. Verð og gæði pappírsins eru líka afar misjöfn. 22.12.2005 19:18 Leikskólakennarar ætla að segja upp störfum Leikskólakennarar á sex leikskólum í Grafarvogi hafa ákveðið að segja upp störfum vegna lágra launa frá og með 1. janúar og er óttast að holskefla uppsagna verði staðreynd á nýju ári. Aðstoðarleikskólastjóri á leikskóla í borginni segir leikskólakennara langþreytta. Hækka verði laun þeirra til að koma í veg fyrir stórflótta úr stéttinni 22.12.2005 18:39 Bíll veltur í Hveradalabrekku Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar jepplingur valt í Hveradalabrekkunni á leið upp á Hellisheiði um fjögurleytið í dag. Í bílnum voru auk ökumanns tvö börn. Voru allir þó fluttir til skoðunar á heilsugæslustöðina á Selfossi. Bíllinn fór tæpar tvær veltur og segir lögreglan að óhappið megi rekja til hálku. 22.12.2005 18:12 Ný stjórn P. Samúelssonar kosin Ný stjórn hefur verið kosin fyrir P. Samúelsson hf. í ljósi breytts eignarhalds. 22.12.2005 17:46 Fjölgar í Ache-héraði í Indónesíu Óvenju margar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni miklu á síðasta ári. Fæðingalæknar og ljósmæður segja að þau þurfi enga tölfræði til þess að vita að miklu fleiri konur eigi von á barni, en venjulegt sé. 22.12.2005 16:57 Norski hrefnukvótinn aukinn Norski hrefnukvótinn fyrir næsta ár telur eitt þúsund fimmtíu og tvö dýr sem er aukning um tvöhundruð og fimmtíu dýr. Norski sjávarútvegsráðherrann, Helga Pedersen, segir þetta vera í samræmi við vilja Stórþingsins og að með aukningunni sé hrefnustofninum haldið innan vistfræðilegra marka 22.12.2005 16:45 Býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Bergur Þorri Benjamínsson stjórnarmaður í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í prófkjöri sem fram fer þann 5. febrúar. Bergur Þorri er 26 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri. 22.12.2005 16:01 BSRB styrkja Mannréttindaskrifstofu BSRB afhenti Mannréttindaskrifstofu Íslands í dag einnar milljón króna styrk til reksturs skrifstofunnar í ár. 22.12.2005 15:15 Svæðin verða friðuð Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð um friðlýsingu Guðlaugstungna, Svörtutungna og Álfgeirstungna (Ásgeirstungna) norðan Langjökuls og Hofsjökuls. 22.12.2005 14:40 Styrkja krabbameinssjúk börn Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa ákveðið að styrkja Félag krabbameinssjúkra barna um 150 þúsund krónur. Rósa Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins veitti styrknum viðtöku fyrir hönd þess fyrr í dag. 22.12.2005 14:38 Boðaði Garðar á sinn fund Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kallaði Garðar Garðarsson formann kjaradóms á sinn fund í morgun og óskaði skýringa á ákvörðun kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna. 22.12.2005 14:16 Fimmtán mánaða fangelsi fyrir sölu fíkniefna Héraðsdómur Reykjaness dæmdi i dag Tuttugu og tveggja ára karlmann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sölu og vörslu fíkniefna. 22.12.2005 14:14 Brugðust rangt við neyðarkalli Starfsmenn færeysku Sjóbjörgunarmiðstöðvarinnar brugðust rangt sjálfvirku neyðarkalli Jökulfellsins sem sökk norðaustur af Færeyjum sjöunda febrúar síðast liðinn að því er fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa á eynni Mön. 22.12.2005 14:03 Á þriðja hundrað milljóna virði Landsmenn spara sér á annað hundrað milljónir króna með því að baka smákökurnar sjálfir fyrir jólin frekar en að kaupa þær. Þetta er niðurstaða starfsmanna fjármálaráðuneytisins sem eru komnir í jólaskap ef marka má nýjasta tölublað vefrits fjármálaráðuneytisins. 22.12.2005 13:11 Sífellt fleiri vilja skötu Það hefur færst í aukana síðastliðin ár að fólk borði skötu á Þorláksmessu og er þessi vestfirski siður einna langlífastur allra íslenskra jólasiða. Vestfirðingar vilja skötuna vel kæsta og borða með henni hnoðmör en vinsælust er millikæst skata, jafnvel söltuð með hamsatólg og kartöflum. 22.12.2005 12:30 Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. 22.12.2005 12:03 74 sveitarfélög innheimta hæsta útsvar 74 sveitarfélög innheimta hæsta leyfilega útsvar af íbúum sínum á næsta ári en það er 13,03 prósent. Þrjú sveitarfélög innheimta hins vegar lægsta útsvar sem þeim er heimilt. Það eru Ásahreppur, Helgafellssveit og Skorradalshreppur þar sem útsvarið er 11,24 prósent. 22.12.2005 11:00 Kristján Þór vill fyrsta sætið Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Hann útilokar ekki að fara í þingframboð. 22.12.2005 10:29 Landsmenn að verða 300 þúsund Landsmenn verða að öllum líkindum orðnir 300 þúsund talsins innan tveggja mánaða. Landsmenn voru orðnir 299.404 1. desember og hafði þá fjölgað um rúmlega sex þúsund á einu ári samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. 22.12.2005 09:21 Annan skammar breskan blaðamann Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna kallaði breskan blaðamann stórt smábarn á blaðamannafundi í gærkvöldi. Blaðamaðurinn var að spyrja Annan spurninga, þegar eitthvað fór mjög fyrir brjóstið á honum og hann jós úr skálum reiði sinnar yfir blaðamanninn. 22.12.2005 09:15 Hálka og hálkublettir víða um land Nokkur hálka er í Borgarfirði, Dölum og á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er víða verið að hreinsa vegi, þar er einnig hálka. 22.12.2005 09:10 Gestur Guðjónsson býður sig fram Gestur Guðjónsson býður sig fram í þriðja sætið á lista Framsóknarflokknins í prófköri flokksins í janúar. Gestur hefur starfað sem umhverfis- og öryggisfulltrúi hjá Olíudreifingu frá árinu 1998. Hann er með meistaragráðu í umhverfisverkefræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur setið í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna frá því árið 2003. Gestur er í sambúð og á eitt barn. 22.12.2005 08:45 Vill endurskoða gjaldskrá presta Umboðsmaður Alþingis vill að dóms- og kirkjumálaráðuneytið taki gjaldskrá fyrir aukaverk presta til endurskoðunar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns í máli manns sem leitaði til hans vegna gjalds sem hann var rukkaður um fyrir fermingu barns síns. 22.12.2005 08:30 Gæsluvarðhald yfir Albana stytt Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Albana sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag í fyrra. Maðurinn bíður framsals til Grikklands og hafði héraðsdómur úrskurðað hann í gæsluvarðhald til þrettánda janúar. 22.12.2005 08:15 Annríki hjá slökkviliði Reykjavíkur Mikið annríki var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Tilkynnt var um mikinn reyk í íbúð við Hringbraut um kl. 22.30 í gærkvöld. Í fyrstu var talið að maður væri meðvitundalaus í íbúðinni 22.12.2005 08:00 Hafa hækkað tvöfalt á við aðra Laun ráðherra og þingmanna hafa hækkað tvöfalt meira en launavísitala síðustu sjö árin. Laun ráðherra hafa hækkað um 103 prósent og laun þingmanna um 102 prósent á sama tíma og launavísitala hefur hækkað um 51 prósent að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. 22.12.2005 08:00 Þjófur sætti lagi meðan enginn var heima Ung kona í Reykjavík lenti í að brotist var inn hjá henni um hábjartan dag meðan hún brá sér frá. Þrjár vikur voru síðan hún keypti sér nýja fartölvu. Nýlega var gripinn þjófur sem bankaði upp á í húsum til að gá hvort einhver væri heima. 22.12.2005 06:00 Greiðir 27 milljarða fyrir flutningsvirkin Landsnet kaupir flutningskerfi raforku. 22.12.2005 06:00 Eldur kom upp í íbúð í Vesturbæ Slökkviliðinu í Reykjavík barst tilkynning um eld í íbúð í Vesturbæ rétt í þessu. Slökkvilið er komið á staðinn og er að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er vitað að svo stöddu hvort einhverjir hafi verið fluttir á slysadeild. 21.12.2005 22:35 Aukin áfengisneysla í desember Neysla áfengis eykst mikið í kringum jólin enda tilefnin æri mörg til að fá sér í glas. Lýðheilsustofnunin hefur hafið auglýsingaherferð til að minna fólk á að gæta varúðar í meðferð áfengis. 21.12.2005 22:09 Sjá næstu 50 fréttir
Eldur kom upp í rútu í Vogum Eldur kom upp í rútu í Vogum á Vatnsleysuströnd á áttunda tímanum. Ekki er vitað nánar um tildrög eldsins. Rútan stendur í íbúðabyggð en samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki talin hætta á ferðum. Verið er að slökkva eldinn og talið að því verði lokið innan stundar. 23.12.2005 07:00
Játaði manndráp en neitaði ásetningi Ungur maður játaði fyrir dómi að hafa orðið öðrum að bana með því að stinga hann með hnífi. Hann neitar ásetningi. Aðalmeðferð fer fram í janúarlok. Foreldrar látna piltsins gera kröfu um tæpar 5,4 milljónir króna í bætur. 23.12.2005 06:00
Strætó fer nýjar leiðir Orðið við óskum sjónskertra um akstur strætisvagna um Hamrahlíð. 23.12.2005 06:00
33 árekstrar í Reykjavík í dag Alls urðu 33 árekstrar í Reykjavík í dag frá klukkan sjö að morgni til klukkan ellefu nú í kvöld. Engin slasaðist alvarlega og var einungis um minniháttar meiðsl að ræða í nokkrum tilvikum. Þetta er nokkuð mikill fjöldi árekstra en alls verða um 13 árekstrar að meðaltali á degi hverjum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 22.12.2005 22:49
Þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi Dráttarvél og sorphirðubíll rákust saman á Skagastrandavegi nú í kvöld. Þá valt einnig lítill jeppi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu í dag. Í gær varð svo önnur bílvelta í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi en bíll valt í nágrenni Enniskots. Enginn slasaðist í umferðaróhöppunum. Mikil hálka er nú í Húnavatnssýslunum. 22.12.2005 22:36
Reyndi að snúa á keppinautana Íbúðalánasjóður reyndi að snúa á keppinauta sína á íbúðalánamarkaði með því að bjóða út íbúðabréf á meðan markaður var lokaður. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn gerir það. 22.12.2005 22:06
Atvinnuflugmenn eru í þrefalt meiri hættu á að fá ský á auga en aðrir Atvinnuflugmenn eru í þrefalt meiri hættu á að fá ský á auga en aðrir. Ský á auga getur valdið blindu. Ástæðan eru geimgeislar og hættan eykst eftir því sem menn fljúga lengur og hærra. Áður fyrr flugu farþegavélar í um það bil 20.000 feta hæð en þotur nútímans fljúga í 30-40.000 feta hæð. Læknir segir að flugmenn eigi erfitt með að verjast hinni skaðlegu geislun. 22.12.2005 22:03
Segir það ekki borgarstjóra að ákveða hvort laun hans hækki eða lækki Stefán Jón Hafstein, frambjóðandi til leiðtogasætis Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í vor segist skilja pólitískar ástæður Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra fyrir því að afsala sér launahækkun frá kjaradómi. Hún hafi hins vegar ekkert átt með það að lækka launin sín sjálf. 22.12.2005 21:33
Engan sakaði þegar bíll valt í Egilsstaðaskógi Bílvelta varð í Egilsstaðaskógi í dag. Ung kona var ein á ferð í bílnum og sakaði hana ekki. Talið er að ísing á veginum hafi orðið til þess að bíllinn valt með þeim afleiðingum að bíllin fór út af veginum og rakst á tré. Bíllinn er mikið skemmdur. 22.12.2005 21:24
Forsætisráðherra undrandi á úrskurði Kjaradóms Forsætisráðherra er undrandi á úrskurði Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna og kallaði formann dómsins, Garðar Garðarson, á teppið í morgun. Óskaði ráðherrann eftir því að Garðar útskýrði ákvörðun sína fyrir þjóðinni. Játti Garðar því. Forystumenn stjórnmálaflokkanna lýsa flestir yfir furðu á dómnum og vera kann að það verði tekið fyrir á Alþingi. 22.12.2005 20:54
Hyggst halda áfram í hungurverkfalli uns kjör öryrkja verða bætt Öryrkinn Sonja Haralds hefur ekki neytt matar í 28 daga og hyggst halda hungurverkfallinu áfram uns kjör öryrkja verða bætt eða hún sjálf deyr. Hún hefur gengið þannig frá málum að ef ástand hennar verður lífshættulegt má ekki gera tilraunir til að lífga hana við. Aðstoðarlandlæknir segir fólk ráða lífi sínu og ekki sé hægt að þvinga það til að þiggja læknismeðferð. 22.12.2005 20:48
Ráðherra finnst látinn í skipaskurði í Brussel Staðfest hefur verið að lík sem fannst í skipaskurði í Brussel fyrir viku er af fyrrverandi ráðherra í Rúanda 22.12.2005 20:32
Íslensk tónlist selst vel fyrir jólin Íslensk tónlist selst eins og heitar lummur nú fyrir jólin enda er það vinsælt að gefa hljómplötur með íslenskum tónlistarmönnum í jólagjöf. Sala á íslenskri tónlist hefur aukist ár frá ári. 22.12.2005 20:22
Fá 50% meiri launahækkun en ófaglært verkafólk Ráðherrar og þingmenn fá 50% meiri launahækkun en verkafólk á árinu. Laun forsætisráðherra hækka um rúm 10% frá janúar á þessu ári fram í janúar á næsta ári en laun ófaglærðs verkafólks hækka hins vegar um tæp 7% á sama tíma. 22.12.2005 20:15
Má veiða 909 hreindýr Heimilt verður að veiða allt að 909 hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2006, auk hreindýrakálfa sem fylgt hafa felldum kúm. 22.12.2005 19:21
Verð og gæði misjöfn Það er misjafnt hvað fólk leggur mikið upp úr því að hafa jólagjafirnar fallega innpakkaðar. Verð og gæði pappírsins eru líka afar misjöfn. 22.12.2005 19:18
Leikskólakennarar ætla að segja upp störfum Leikskólakennarar á sex leikskólum í Grafarvogi hafa ákveðið að segja upp störfum vegna lágra launa frá og með 1. janúar og er óttast að holskefla uppsagna verði staðreynd á nýju ári. Aðstoðarleikskólastjóri á leikskóla í borginni segir leikskólakennara langþreytta. Hækka verði laun þeirra til að koma í veg fyrir stórflótta úr stéttinni 22.12.2005 18:39
Bíll veltur í Hveradalabrekku Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar jepplingur valt í Hveradalabrekkunni á leið upp á Hellisheiði um fjögurleytið í dag. Í bílnum voru auk ökumanns tvö börn. Voru allir þó fluttir til skoðunar á heilsugæslustöðina á Selfossi. Bíllinn fór tæpar tvær veltur og segir lögreglan að óhappið megi rekja til hálku. 22.12.2005 18:12
Ný stjórn P. Samúelssonar kosin Ný stjórn hefur verið kosin fyrir P. Samúelsson hf. í ljósi breytts eignarhalds. 22.12.2005 17:46
Fjölgar í Ache-héraði í Indónesíu Óvenju margar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni miklu á síðasta ári. Fæðingalæknar og ljósmæður segja að þau þurfi enga tölfræði til þess að vita að miklu fleiri konur eigi von á barni, en venjulegt sé. 22.12.2005 16:57
Norski hrefnukvótinn aukinn Norski hrefnukvótinn fyrir næsta ár telur eitt þúsund fimmtíu og tvö dýr sem er aukning um tvöhundruð og fimmtíu dýr. Norski sjávarútvegsráðherrann, Helga Pedersen, segir þetta vera í samræmi við vilja Stórþingsins og að með aukningunni sé hrefnustofninum haldið innan vistfræðilegra marka 22.12.2005 16:45
Býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Bergur Þorri Benjamínsson stjórnarmaður í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í prófkjöri sem fram fer þann 5. febrúar. Bergur Þorri er 26 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri. 22.12.2005 16:01
BSRB styrkja Mannréttindaskrifstofu BSRB afhenti Mannréttindaskrifstofu Íslands í dag einnar milljón króna styrk til reksturs skrifstofunnar í ár. 22.12.2005 15:15
Svæðin verða friðuð Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð um friðlýsingu Guðlaugstungna, Svörtutungna og Álfgeirstungna (Ásgeirstungna) norðan Langjökuls og Hofsjökuls. 22.12.2005 14:40
Styrkja krabbameinssjúk börn Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa ákveðið að styrkja Félag krabbameinssjúkra barna um 150 þúsund krónur. Rósa Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins veitti styrknum viðtöku fyrir hönd þess fyrr í dag. 22.12.2005 14:38
Boðaði Garðar á sinn fund Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kallaði Garðar Garðarsson formann kjaradóms á sinn fund í morgun og óskaði skýringa á ákvörðun kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna. 22.12.2005 14:16
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir sölu fíkniefna Héraðsdómur Reykjaness dæmdi i dag Tuttugu og tveggja ára karlmann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sölu og vörslu fíkniefna. 22.12.2005 14:14
Brugðust rangt við neyðarkalli Starfsmenn færeysku Sjóbjörgunarmiðstöðvarinnar brugðust rangt sjálfvirku neyðarkalli Jökulfellsins sem sökk norðaustur af Færeyjum sjöunda febrúar síðast liðinn að því er fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa á eynni Mön. 22.12.2005 14:03
Á þriðja hundrað milljóna virði Landsmenn spara sér á annað hundrað milljónir króna með því að baka smákökurnar sjálfir fyrir jólin frekar en að kaupa þær. Þetta er niðurstaða starfsmanna fjármálaráðuneytisins sem eru komnir í jólaskap ef marka má nýjasta tölublað vefrits fjármálaráðuneytisins. 22.12.2005 13:11
Sífellt fleiri vilja skötu Það hefur færst í aukana síðastliðin ár að fólk borði skötu á Þorláksmessu og er þessi vestfirski siður einna langlífastur allra íslenskra jólasiða. Vestfirðingar vilja skötuna vel kæsta og borða með henni hnoðmör en vinsælust er millikæst skata, jafnvel söltuð með hamsatólg og kartöflum. 22.12.2005 12:30
Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. 22.12.2005 12:03
74 sveitarfélög innheimta hæsta útsvar 74 sveitarfélög innheimta hæsta leyfilega útsvar af íbúum sínum á næsta ári en það er 13,03 prósent. Þrjú sveitarfélög innheimta hins vegar lægsta útsvar sem þeim er heimilt. Það eru Ásahreppur, Helgafellssveit og Skorradalshreppur þar sem útsvarið er 11,24 prósent. 22.12.2005 11:00
Kristján Þór vill fyrsta sætið Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Hann útilokar ekki að fara í þingframboð. 22.12.2005 10:29
Landsmenn að verða 300 þúsund Landsmenn verða að öllum líkindum orðnir 300 þúsund talsins innan tveggja mánaða. Landsmenn voru orðnir 299.404 1. desember og hafði þá fjölgað um rúmlega sex þúsund á einu ári samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. 22.12.2005 09:21
Annan skammar breskan blaðamann Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna kallaði breskan blaðamann stórt smábarn á blaðamannafundi í gærkvöldi. Blaðamaðurinn var að spyrja Annan spurninga, þegar eitthvað fór mjög fyrir brjóstið á honum og hann jós úr skálum reiði sinnar yfir blaðamanninn. 22.12.2005 09:15
Hálka og hálkublettir víða um land Nokkur hálka er í Borgarfirði, Dölum og á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er víða verið að hreinsa vegi, þar er einnig hálka. 22.12.2005 09:10
Gestur Guðjónsson býður sig fram Gestur Guðjónsson býður sig fram í þriðja sætið á lista Framsóknarflokknins í prófköri flokksins í janúar. Gestur hefur starfað sem umhverfis- og öryggisfulltrúi hjá Olíudreifingu frá árinu 1998. Hann er með meistaragráðu í umhverfisverkefræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur setið í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna frá því árið 2003. Gestur er í sambúð og á eitt barn. 22.12.2005 08:45
Vill endurskoða gjaldskrá presta Umboðsmaður Alþingis vill að dóms- og kirkjumálaráðuneytið taki gjaldskrá fyrir aukaverk presta til endurskoðunar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns í máli manns sem leitaði til hans vegna gjalds sem hann var rukkaður um fyrir fermingu barns síns. 22.12.2005 08:30
Gæsluvarðhald yfir Albana stytt Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Albana sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag í fyrra. Maðurinn bíður framsals til Grikklands og hafði héraðsdómur úrskurðað hann í gæsluvarðhald til þrettánda janúar. 22.12.2005 08:15
Annríki hjá slökkviliði Reykjavíkur Mikið annríki var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Tilkynnt var um mikinn reyk í íbúð við Hringbraut um kl. 22.30 í gærkvöld. Í fyrstu var talið að maður væri meðvitundalaus í íbúðinni 22.12.2005 08:00
Hafa hækkað tvöfalt á við aðra Laun ráðherra og þingmanna hafa hækkað tvöfalt meira en launavísitala síðustu sjö árin. Laun ráðherra hafa hækkað um 103 prósent og laun þingmanna um 102 prósent á sama tíma og launavísitala hefur hækkað um 51 prósent að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. 22.12.2005 08:00
Þjófur sætti lagi meðan enginn var heima Ung kona í Reykjavík lenti í að brotist var inn hjá henni um hábjartan dag meðan hún brá sér frá. Þrjár vikur voru síðan hún keypti sér nýja fartölvu. Nýlega var gripinn þjófur sem bankaði upp á í húsum til að gá hvort einhver væri heima. 22.12.2005 06:00
Eldur kom upp í íbúð í Vesturbæ Slökkviliðinu í Reykjavík barst tilkynning um eld í íbúð í Vesturbæ rétt í þessu. Slökkvilið er komið á staðinn og er að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er vitað að svo stöddu hvort einhverjir hafi verið fluttir á slysadeild. 21.12.2005 22:35
Aukin áfengisneysla í desember Neysla áfengis eykst mikið í kringum jólin enda tilefnin æri mörg til að fá sér í glas. Lýðheilsustofnunin hefur hafið auglýsingaherferð til að minna fólk á að gæta varúðar í meðferð áfengis. 21.12.2005 22:09