Fleiri fréttir Söluaukning um 13,3 prósent Sala Marels fyrstu níu mánuði þessa árs nam 94,3 milljónum evra, eða jafnvirði 7,5 milljarða íslenskra króna. Þetta er um 13,3 prósenta aukning frá fyrra ári. 3.11.2005 18:15 Krónan styrkst enn frekar Krónan hefur styrkt sig um núll komma tuttugu og eitt prósent í dag og hefur gengisvísitalan að líkindum aldrei verið jafn sterk, að minnsta kosti ekki frá 1992. 3.11.2005 18:00 554 milljónir í hagnað 554 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Og fjarskipta eftir tekjuskatt fyrstu níu mánuði þessa árs samanborið við 367 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. 3.11.2005 18:00 Betri útkoma hjá ríkissjóði en áætlað var Breyting á handbæru fé frá rekstri ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins er jákvæð um 14,6 milljarða króna á tímabilinu. 3.11.2005 18:00 Libby lýsir sig saklausan vegna lekamáls Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóri Dicks Cheneys, varaforseta Bandaríkjanna, lýsti sig saklausan við upphaf réttarhalda yfir honum vegna hins svokallaða lekamáls í dag. 3.11.2005 17:30 Víða hálka og hálkublettir Nokkur éljagangur er með Norðausturströndinni. Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum um allt norðanvert landið.Að mestu er greiðfært um Suðurland og Vesturland. 3.11.2005 17:22 Merck ekki skaðabótaskylt vegna Vioox Kviðdómur í New Jersey í Bandaríkjunum komst í dag að þeirri niðurstöðu í dag að lyfjafyrirtækið Merck hefði gert læknum nægilega grein fyrir aukaverkunum af gigtarlyfinu Vioox og hefði því ekki blekkt neytendur við markaðsetningu lyfsins. Fyrirtækið væri því ekki skaðabótskylt gagnvart sextugum póstburðarmanni sem lögsótti fyrirtækið og sagðist hafa fengið hjartaáfall vegna notkunar lyfsins. 3.11.2005 17:15 Refsing vegna líkamsárásar felld niður Tuttugu og átta ára gamall karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af líkamsárás í ágúst í fyrra í miðbæ Reykjavíkur. Hann var árkærður fyrir að hafa slegið annan karlmann hnefahöggi í andlitið og veitt honum talsverða áverka. 3.11.2005 17:15 Ástþóri dæmdar bætur vegna frelsissviptingar Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Ástþóri Magnússyni 150 þúsund krónur vegn frelsissviptingar, en Ástþór var handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi í fjóra daga síðla nóvember 2002 fyrir að hafa sent orðsendingu um að hætta væri á hryðjuverkaárás á íslenska flugvél. 3.11.2005 17:00 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 45 daga fangelsi fyrir tvöfalda líkamsárás. Og einnig til greiðslu þjáningar- og miskabóta til beggja þolenda. Líkamsárásin var framin á veitingastaðnum Klúbbnum í október í fyrra. 3.11.2005 16:45 Tillögur að deiliskipulagi áfram til sýnis Ákveðið hefur verið að framlengja sýningu á tillögum sem bárust í samkeppninni um deiliskipulag fyrir nýtt sjúkrahús á lóð Landspítalans við Hringbraut um nokkrar vikur vegna mikils áhuga. 3.11.2005 16:36 Prófkjör Samfylkingar í Hafnarfirði Næstkomandi laugardag fer fram lokað prófkjör hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði. Nú þegar eru tvö þúsund manns á kjörskrá og leyfilegt er að skrá sig í flokkinn fram að kjörfundi. Kjörfundur hefst klukkan tíu og stendur til sex og kjörgengir eru þeir sem orðnir eru sextán ára á kjördag. 3.11.2005 16:30 Vilja rannsókn á þróun valds og lýðræðis Efnahagsleg völd eru að færast á hendi færri manna og því er mikilvægt að lýðræðið sé virkt og Alþingi samþykki reglur til að geta veitt framkvæmdavaldinu aðhald við samningu reglna fyrir samfélagið. Þetta kom meðal annars fram í máli þingmanna Samfylkingarinnar við umræður um þingsályktunartillögu sem þeir leggja saman fram um að fram skuli fara rannsókn á þróun valds og lýðræðis í íslensku samfélagi. 3.11.2005 15:58 Október í kaldara lagi Veður í október var í kaldara lagi en meðalhiti í Reykjavík mældist 3 stig og er það 1,4 stigum undir meðallagi. Októbermánuður í ár var sá kaldasti síðan árið 1998. 3.11.2005 15:44 Sundabrautarmálið aftur á byrjunarreit? Meirihlutinn í borgarstjórn er kominn aftur á byrjunarreit í Sundabrautarmálinu að mati fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fulltrúi meirihlutans vísar þessu á bug og kennir prófkjörsskrekk um yfirlýsingagleði sjálfstæðismanna. 3.11.2005 15:08 Í berhögg við íslensku stjórnarskrána Það er brot á alþjóðlegum samningum og gengur í berhögg við íslensku stjórnarskrána að heimila flug um íslenska lofthelgi með fanga, til yfirheyrslu í löndum þar sem þeir geta átt von á pyntingum. Þetta segir meðal annars í greinargerð með þingsályktun sem Össur Skarphéðinsson og níu aðrir Samfylkingarmenn ætla að leggja fyrir Alþingi. 3.11.2005 14:05 Lofar lögum um starfsmannaleigur Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill strax láta setja lög um starfsmannaleigur og undrast hægagang ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Félagsmálaráðherra lofar lögum um starfsmannalegur fyrir jólafrí. 3.11.2005 12:06 Innheimtumiðstöð sekta á Blönduósi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar verði sett upp á Blönduósi. Markmiðið með þeim breytingum er að samræma, einfalda og efla innheimtu sekta og sakarkostnaðar í öllu landinu og stuðla að eflingu sýslumannsembættisins. 3.11.2005 12:01 Baugsmál: Óvíst hvenær málið verður tekið fyrir Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær ákæruliðirnir átta, sem eftir standa í Baugsmálinu, verða teknir fyrir í Héraðsdómi. Ákæruliðirnir varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga. 3.11.2005 11:35 Jón hafnar því að hafa svikið samkomulagið Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hafnar því alfarið að hann eða ríkisstjórnin hafi svikið samkomulag sem Jón gerði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við forystumenn öryrkja árið 2003, að sögn aðstoðarmanns hans. 3.11.2005 10:12 Vonbrigði ASÍ með viðbrögð atvinnurekenda Miðstjórn ASÍ hefur lýst yfir vonbrigðum með viðbrögð atvinnurekenda og ríkisstjórnar við áherslum ASÍ í viðræðum um endurskoðun kjarasamninga. Miðstjórnin kom saman í gær í fyrsta skipti eftir ársfund ASÍ í október og ræddi stöðu kjarasamninga. 3.11.2005 10:08 Olís og Esso lækkuðu verð Olís og Esso lækkuðu í gær verð á bensíni og dísilolíu um sextíu aura. Samkvæmt heimasíðu Skeljungs hefur engin lækkun orðið þar. Bæði Esso og Skeljungur lækkuðu verð á bensíni og dísilolíu, einnig um sextíu aura, í fyrradag. 3.11.2005 07:50 Meiri afgangur en búist var við Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður Kópavogs verði rekinn með tvöfalt meiri aðgangi í ár en stefnt var að þegar fjárhagsáætlun bæjarins var samþykkt í fyrra. 3.11.2005 07:45 62 prósent borgarbúa vilja fremur Vilhjálm Sextíu og tvö prósent borgarbúa vilja heldur sjá Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson í fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í næstu borgarstjórnarkosningum en Gísla Martein Baldursson samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir stuðningsmenn Vilhjálms. 3.11.2005 07:30 Starfsmaður Impregilo tekinn með 600 grömm af hassi Lögreglumenn frá Seyðisfirði lögðu á mánudag hald á 300 grömm af hassi í söluumbúðum, við húsleit í íbúðaskála hjá Impregilo við Kárahnjúka. Einnig var lagt hald á tölvu og 300 þúsund krónur í peningum. Eigandinn var svo handtekinn á Egilsstaðaflugvelli á mánudag og fundust þá önnur 300 grömm af hassi á honum. 3.11.2005 07:28 Mega áfram gæta fimm barna Ekkert verður af því að hugmyndum um að fækka börnum í umsjón dagforeldris úr fimm í fjögur verði hrint í framkvæmd. Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð þar sem dagforeldrum er eftir sem áður heimilt að gæta fimm barna í senn. 3.11.2005 07:15 Óleyfileg framboðsauglýsing "Okkur hefur borist formleg kvörtun vegna þessa skiltis og hún verður rædd á bæjarráðsfundi í dag og að honum loknum á ég von á því að bæjarstarfsmenn rífi það niður," segir Hansína Á. Björgvinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi. Þar í bæ hefur Ómar Stefánsson, sem sjálfur situr í bæjarráði og er prófkjörsframbjóðandi á lista Framsóknarflokksins, hengt auglýsingaskilti á girðingu í eigu bæjarins. 3.11.2005 07:00 Bubbi krefst milljónabóta Bubbi Morthens hefur stefnt 365 prentmiðlum og Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Hér og nú, vegna umfjöllunar um sig og myndbirtingar henni tengdri. Bubbi krefst þess að ummæli sem fram koma í fyrirsögnum blaðsins verði dæmd dauð og ómerk auk skaðabóta upp á tuttugu milljónir. 3.11.2005 07:00 Vinda verður ofan af íbúðalánaruglinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vilji stjórnvöld slá á þensluna í íslensku efnahagslífi verði þau að vinda ofan af því sem hann kallar íbúðalánarugl. Hann segir ekkert vit í því að hækka vexti, það murki einfaldlega lífið úr útflutningsfyrirtækjum. 3.11.2005 07:00 Sjaldan opnað jafn snemma Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, ofan Akureyrar, verður opnað klukkan 10 á laugardaginn. Guðmundur Karl Jónsson, staðarhaldari í Hlíðarfjalli, segir að svo snemma vetrar hafi svæðið ekki verið opnað í hartnær aldarfjórðung eða frá árinu 1981 en þá var svæðið opnað 17. október. 3.11.2005 06:45 Fangaflutningar til Alþingis Þingsályktunartillaga um fangaflutninga í íslenskri lögsögu verður lögð fram á Alþingi á næstu dögum. Tilefni hennar eru meintir fangaflutningar bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi en sumar flugvélanna á hennar vegum hafa haft viðdvöl hér á landi á undanförnum árum. 3.11.2005 06:45 Mannræningjarnir neita sakargiftum Forsprakki fimmmenninga sem rændu sautján ára pilti neitar að þeir hafi neytt hann til að taka út peninga í hraðbanka. Hann játar hins vegar að hafa hleypt af skotvopni nærri piltinum. Hinir neita sök að hluta eða öllu leyti. 3.11.2005 06:30 Tveggja milljarða hagnaður Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði 2.247 milljóna króna hagnaði á fyrstu þremur ársfjórðungunum sem er metafkoma. Hagnaðurinn á tímabilinu jókst um fimm prósent ef miðað er við sama tímabil í fyrra. 3.11.2005 06:15 Seðlabankinn hækki bindi- og lausafjárskyldu bankanna Útgáfa skuldabréfa í krónum erlendis hefur aukist um ellefu milljarða króna á tveimur dögum. Vegna þessa hækkaði gengi krónunnar enn í morgun og evran hefur ekki verið lægri gagnvart henni í meira en fimm ár. Prófessor í hagfræði segir að Seðlabankinn verði að hækka bindi- og lausafjárskyldu bankanna til að mæta ört vaxandi verðbólgu. 2.11.2005 20:45 Segir kaupmátt margra ASÍ-félagsmanna hafa minnkað Kaupmáttur stórs hluta félagsmanna Alþýðusambandins hefur minnkað undanfarna tólf mánuði að mati hagfræðings sambandsins. Hann segir verðbólguforsendur kjarasamninga löngu brostnar. 2.11.2005 20:30 Kári hyggst kæra stjórnir LÍ og LR vegna greinar Kári Stefánsson hyggst kæra stjórnir Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur til siðanefndar lækna fyrir að fjarlægja ekki grein Jóhanns Tómassonar læknis af vefútgáfu læknablaðsins. Í greininni deilir Jóhann hart á Kára. 2.11.2005 19:52 Bandaríkjamenn hafa ekki svarað fyrirspurnum um fangaflug Bandaríska leyniþjónustan CIA er með leynileg fangelsi fyrir meinta hryðjuverkamenn í Austur-Evrópu og vísbendingar eru um að fangar hafi verið fluttir þangað um Ísland. Bandarísk stjórnvöld hafa engu svarað fyrirspurnum Íslendinga um málið. 2.11.2005 19:30 Segist ekkert vita um sprengju undir bíl Sprengja sprakk undir mannlausum bíl við Mylluna í Skeifunni í nótt. Fjarlægja þurfti sprengjubrot úr fæti á konu sem stóð skammt frá bílnum. Sá sem hafði bílinn til umráða segist enga hugmynd hafa um af hverju sprengja var undir bílnum. 2.11.2005 19:17 Bubbi krefur Hér og nú um 20 milljónir Bubbi Morthens ætlar að krefja útgefanda og ritstjóra tímaritsins Hér og nú um tuttugu milljónir króna í skaðabætur vegna umfjöllunar og myndbirtinga blaðsins um hann. 2.11.2005 19:00 Öxi lokuð tímabundið Vegurinn um Öxi, sem liggur frá Djúpavogi og upp á Breiðdalsheiði, er lokaður tímabundið vegna umferðaróhapps. Þar valt tengivagn á hliðina og lokaði veginum. Engin slys urðu á fólki og starfsmenn vegagerðarinnar vinna nú í því að fjarlægja tengivagninn. 2.11.2005 18:06 Portúgali handtekinn vegna meintrar fíkniefnasölu Eitt hunndrað grömm af ætluðu hassi fundust í sölupakkningum í vistarverum 34 ára Portúgala á Kárahnjúkum í lok október. Einnig var lagt hald á tölvu og tæplega 300 þúsund krónur í peningum. Maðurinn var í frí þegar leitin var gerð og var hann handtekinn á Egilsstaðaflugvelli í gær. 2.11.2005 18:05 Skólaskipið Dröfn á hringferð Skólaskipið Dröfn hélt af stað í dag í hringferð sína um landið. Dröfn mun koma við á helstu þéttbýlisstöðum og sigla með nemendur í efstu bekkjum grunnskkóla. Hringferðin mun standa út nóvember og þar gefst nemendum kostur á að kynnast sjávarútveginujm og vinnunni um borð í fiskiskipum. 2.11.2005 18:00 Skuldabréfaútgáfan ákveðin traustyfirlýsing Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir skuldabréfa útgáfu erlendu bankana í íslenskum krónum ákveðna traustyfirlýsingu við erlendu bankanna en ekki sé þó ljóst hver áhrifin séu. 2.11.2005 17:42 Vafasamt að draga meira úr framkvæmdum Vafasamt er að draga meira úr framkvæmdum en gert er ráð fyrir í fjárlögum að mati Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Framkvæmdir hér á landi eru ekki nema þrír fimmtu af því sem þær voru fyrir tveimur árum. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur að það sé í höndum ríkisstjórnarinnar að ná verðbólgu niður og hún þurfi meðal annars að fresta framkvæmdum. 2.11.2005 17:37 Gefa ekki rétta mynd af hagnaðinum Kaupréttarsamningarnir geta orðið til þess að hagnaðartölur gefi ekki rétta mynd af afkomu fyrirtækja þar sem þeir koma ekki fram í bókhaldi. Þarna getur munað tugum prósenta. 2.11.2005 17:30 Sjá næstu 50 fréttir
Söluaukning um 13,3 prósent Sala Marels fyrstu níu mánuði þessa árs nam 94,3 milljónum evra, eða jafnvirði 7,5 milljarða íslenskra króna. Þetta er um 13,3 prósenta aukning frá fyrra ári. 3.11.2005 18:15
Krónan styrkst enn frekar Krónan hefur styrkt sig um núll komma tuttugu og eitt prósent í dag og hefur gengisvísitalan að líkindum aldrei verið jafn sterk, að minnsta kosti ekki frá 1992. 3.11.2005 18:00
554 milljónir í hagnað 554 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Og fjarskipta eftir tekjuskatt fyrstu níu mánuði þessa árs samanborið við 367 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. 3.11.2005 18:00
Betri útkoma hjá ríkissjóði en áætlað var Breyting á handbæru fé frá rekstri ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins er jákvæð um 14,6 milljarða króna á tímabilinu. 3.11.2005 18:00
Libby lýsir sig saklausan vegna lekamáls Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóri Dicks Cheneys, varaforseta Bandaríkjanna, lýsti sig saklausan við upphaf réttarhalda yfir honum vegna hins svokallaða lekamáls í dag. 3.11.2005 17:30
Víða hálka og hálkublettir Nokkur éljagangur er með Norðausturströndinni. Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum um allt norðanvert landið.Að mestu er greiðfært um Suðurland og Vesturland. 3.11.2005 17:22
Merck ekki skaðabótaskylt vegna Vioox Kviðdómur í New Jersey í Bandaríkjunum komst í dag að þeirri niðurstöðu í dag að lyfjafyrirtækið Merck hefði gert læknum nægilega grein fyrir aukaverkunum af gigtarlyfinu Vioox og hefði því ekki blekkt neytendur við markaðsetningu lyfsins. Fyrirtækið væri því ekki skaðabótskylt gagnvart sextugum póstburðarmanni sem lögsótti fyrirtækið og sagðist hafa fengið hjartaáfall vegna notkunar lyfsins. 3.11.2005 17:15
Refsing vegna líkamsárásar felld niður Tuttugu og átta ára gamall karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af líkamsárás í ágúst í fyrra í miðbæ Reykjavíkur. Hann var árkærður fyrir að hafa slegið annan karlmann hnefahöggi í andlitið og veitt honum talsverða áverka. 3.11.2005 17:15
Ástþóri dæmdar bætur vegna frelsissviptingar Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Ástþóri Magnússyni 150 þúsund krónur vegn frelsissviptingar, en Ástþór var handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi í fjóra daga síðla nóvember 2002 fyrir að hafa sent orðsendingu um að hætta væri á hryðjuverkaárás á íslenska flugvél. 3.11.2005 17:00
45 daga fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 45 daga fangelsi fyrir tvöfalda líkamsárás. Og einnig til greiðslu þjáningar- og miskabóta til beggja þolenda. Líkamsárásin var framin á veitingastaðnum Klúbbnum í október í fyrra. 3.11.2005 16:45
Tillögur að deiliskipulagi áfram til sýnis Ákveðið hefur verið að framlengja sýningu á tillögum sem bárust í samkeppninni um deiliskipulag fyrir nýtt sjúkrahús á lóð Landspítalans við Hringbraut um nokkrar vikur vegna mikils áhuga. 3.11.2005 16:36
Prófkjör Samfylkingar í Hafnarfirði Næstkomandi laugardag fer fram lokað prófkjör hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði. Nú þegar eru tvö þúsund manns á kjörskrá og leyfilegt er að skrá sig í flokkinn fram að kjörfundi. Kjörfundur hefst klukkan tíu og stendur til sex og kjörgengir eru þeir sem orðnir eru sextán ára á kjördag. 3.11.2005 16:30
Vilja rannsókn á þróun valds og lýðræðis Efnahagsleg völd eru að færast á hendi færri manna og því er mikilvægt að lýðræðið sé virkt og Alþingi samþykki reglur til að geta veitt framkvæmdavaldinu aðhald við samningu reglna fyrir samfélagið. Þetta kom meðal annars fram í máli þingmanna Samfylkingarinnar við umræður um þingsályktunartillögu sem þeir leggja saman fram um að fram skuli fara rannsókn á þróun valds og lýðræðis í íslensku samfélagi. 3.11.2005 15:58
Október í kaldara lagi Veður í október var í kaldara lagi en meðalhiti í Reykjavík mældist 3 stig og er það 1,4 stigum undir meðallagi. Októbermánuður í ár var sá kaldasti síðan árið 1998. 3.11.2005 15:44
Sundabrautarmálið aftur á byrjunarreit? Meirihlutinn í borgarstjórn er kominn aftur á byrjunarreit í Sundabrautarmálinu að mati fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fulltrúi meirihlutans vísar þessu á bug og kennir prófkjörsskrekk um yfirlýsingagleði sjálfstæðismanna. 3.11.2005 15:08
Í berhögg við íslensku stjórnarskrána Það er brot á alþjóðlegum samningum og gengur í berhögg við íslensku stjórnarskrána að heimila flug um íslenska lofthelgi með fanga, til yfirheyrslu í löndum þar sem þeir geta átt von á pyntingum. Þetta segir meðal annars í greinargerð með þingsályktun sem Össur Skarphéðinsson og níu aðrir Samfylkingarmenn ætla að leggja fyrir Alþingi. 3.11.2005 14:05
Lofar lögum um starfsmannaleigur Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill strax láta setja lög um starfsmannaleigur og undrast hægagang ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Félagsmálaráðherra lofar lögum um starfsmannalegur fyrir jólafrí. 3.11.2005 12:06
Innheimtumiðstöð sekta á Blönduósi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar verði sett upp á Blönduósi. Markmiðið með þeim breytingum er að samræma, einfalda og efla innheimtu sekta og sakarkostnaðar í öllu landinu og stuðla að eflingu sýslumannsembættisins. 3.11.2005 12:01
Baugsmál: Óvíst hvenær málið verður tekið fyrir Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær ákæruliðirnir átta, sem eftir standa í Baugsmálinu, verða teknir fyrir í Héraðsdómi. Ákæruliðirnir varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga. 3.11.2005 11:35
Jón hafnar því að hafa svikið samkomulagið Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hafnar því alfarið að hann eða ríkisstjórnin hafi svikið samkomulag sem Jón gerði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við forystumenn öryrkja árið 2003, að sögn aðstoðarmanns hans. 3.11.2005 10:12
Vonbrigði ASÍ með viðbrögð atvinnurekenda Miðstjórn ASÍ hefur lýst yfir vonbrigðum með viðbrögð atvinnurekenda og ríkisstjórnar við áherslum ASÍ í viðræðum um endurskoðun kjarasamninga. Miðstjórnin kom saman í gær í fyrsta skipti eftir ársfund ASÍ í október og ræddi stöðu kjarasamninga. 3.11.2005 10:08
Olís og Esso lækkuðu verð Olís og Esso lækkuðu í gær verð á bensíni og dísilolíu um sextíu aura. Samkvæmt heimasíðu Skeljungs hefur engin lækkun orðið þar. Bæði Esso og Skeljungur lækkuðu verð á bensíni og dísilolíu, einnig um sextíu aura, í fyrradag. 3.11.2005 07:50
Meiri afgangur en búist var við Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður Kópavogs verði rekinn með tvöfalt meiri aðgangi í ár en stefnt var að þegar fjárhagsáætlun bæjarins var samþykkt í fyrra. 3.11.2005 07:45
62 prósent borgarbúa vilja fremur Vilhjálm Sextíu og tvö prósent borgarbúa vilja heldur sjá Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson í fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í næstu borgarstjórnarkosningum en Gísla Martein Baldursson samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir stuðningsmenn Vilhjálms. 3.11.2005 07:30
Starfsmaður Impregilo tekinn með 600 grömm af hassi Lögreglumenn frá Seyðisfirði lögðu á mánudag hald á 300 grömm af hassi í söluumbúðum, við húsleit í íbúðaskála hjá Impregilo við Kárahnjúka. Einnig var lagt hald á tölvu og 300 þúsund krónur í peningum. Eigandinn var svo handtekinn á Egilsstaðaflugvelli á mánudag og fundust þá önnur 300 grömm af hassi á honum. 3.11.2005 07:28
Mega áfram gæta fimm barna Ekkert verður af því að hugmyndum um að fækka börnum í umsjón dagforeldris úr fimm í fjögur verði hrint í framkvæmd. Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð þar sem dagforeldrum er eftir sem áður heimilt að gæta fimm barna í senn. 3.11.2005 07:15
Óleyfileg framboðsauglýsing "Okkur hefur borist formleg kvörtun vegna þessa skiltis og hún verður rædd á bæjarráðsfundi í dag og að honum loknum á ég von á því að bæjarstarfsmenn rífi það niður," segir Hansína Á. Björgvinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi. Þar í bæ hefur Ómar Stefánsson, sem sjálfur situr í bæjarráði og er prófkjörsframbjóðandi á lista Framsóknarflokksins, hengt auglýsingaskilti á girðingu í eigu bæjarins. 3.11.2005 07:00
Bubbi krefst milljónabóta Bubbi Morthens hefur stefnt 365 prentmiðlum og Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Hér og nú, vegna umfjöllunar um sig og myndbirtingar henni tengdri. Bubbi krefst þess að ummæli sem fram koma í fyrirsögnum blaðsins verði dæmd dauð og ómerk auk skaðabóta upp á tuttugu milljónir. 3.11.2005 07:00
Vinda verður ofan af íbúðalánaruglinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vilji stjórnvöld slá á þensluna í íslensku efnahagslífi verði þau að vinda ofan af því sem hann kallar íbúðalánarugl. Hann segir ekkert vit í því að hækka vexti, það murki einfaldlega lífið úr útflutningsfyrirtækjum. 3.11.2005 07:00
Sjaldan opnað jafn snemma Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, ofan Akureyrar, verður opnað klukkan 10 á laugardaginn. Guðmundur Karl Jónsson, staðarhaldari í Hlíðarfjalli, segir að svo snemma vetrar hafi svæðið ekki verið opnað í hartnær aldarfjórðung eða frá árinu 1981 en þá var svæðið opnað 17. október. 3.11.2005 06:45
Fangaflutningar til Alþingis Þingsályktunartillaga um fangaflutninga í íslenskri lögsögu verður lögð fram á Alþingi á næstu dögum. Tilefni hennar eru meintir fangaflutningar bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi en sumar flugvélanna á hennar vegum hafa haft viðdvöl hér á landi á undanförnum árum. 3.11.2005 06:45
Mannræningjarnir neita sakargiftum Forsprakki fimmmenninga sem rændu sautján ára pilti neitar að þeir hafi neytt hann til að taka út peninga í hraðbanka. Hann játar hins vegar að hafa hleypt af skotvopni nærri piltinum. Hinir neita sök að hluta eða öllu leyti. 3.11.2005 06:30
Tveggja milljarða hagnaður Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði 2.247 milljóna króna hagnaði á fyrstu þremur ársfjórðungunum sem er metafkoma. Hagnaðurinn á tímabilinu jókst um fimm prósent ef miðað er við sama tímabil í fyrra. 3.11.2005 06:15
Seðlabankinn hækki bindi- og lausafjárskyldu bankanna Útgáfa skuldabréfa í krónum erlendis hefur aukist um ellefu milljarða króna á tveimur dögum. Vegna þessa hækkaði gengi krónunnar enn í morgun og evran hefur ekki verið lægri gagnvart henni í meira en fimm ár. Prófessor í hagfræði segir að Seðlabankinn verði að hækka bindi- og lausafjárskyldu bankanna til að mæta ört vaxandi verðbólgu. 2.11.2005 20:45
Segir kaupmátt margra ASÍ-félagsmanna hafa minnkað Kaupmáttur stórs hluta félagsmanna Alþýðusambandins hefur minnkað undanfarna tólf mánuði að mati hagfræðings sambandsins. Hann segir verðbólguforsendur kjarasamninga löngu brostnar. 2.11.2005 20:30
Kári hyggst kæra stjórnir LÍ og LR vegna greinar Kári Stefánsson hyggst kæra stjórnir Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur til siðanefndar lækna fyrir að fjarlægja ekki grein Jóhanns Tómassonar læknis af vefútgáfu læknablaðsins. Í greininni deilir Jóhann hart á Kára. 2.11.2005 19:52
Bandaríkjamenn hafa ekki svarað fyrirspurnum um fangaflug Bandaríska leyniþjónustan CIA er með leynileg fangelsi fyrir meinta hryðjuverkamenn í Austur-Evrópu og vísbendingar eru um að fangar hafi verið fluttir þangað um Ísland. Bandarísk stjórnvöld hafa engu svarað fyrirspurnum Íslendinga um málið. 2.11.2005 19:30
Segist ekkert vita um sprengju undir bíl Sprengja sprakk undir mannlausum bíl við Mylluna í Skeifunni í nótt. Fjarlægja þurfti sprengjubrot úr fæti á konu sem stóð skammt frá bílnum. Sá sem hafði bílinn til umráða segist enga hugmynd hafa um af hverju sprengja var undir bílnum. 2.11.2005 19:17
Bubbi krefur Hér og nú um 20 milljónir Bubbi Morthens ætlar að krefja útgefanda og ritstjóra tímaritsins Hér og nú um tuttugu milljónir króna í skaðabætur vegna umfjöllunar og myndbirtinga blaðsins um hann. 2.11.2005 19:00
Öxi lokuð tímabundið Vegurinn um Öxi, sem liggur frá Djúpavogi og upp á Breiðdalsheiði, er lokaður tímabundið vegna umferðaróhapps. Þar valt tengivagn á hliðina og lokaði veginum. Engin slys urðu á fólki og starfsmenn vegagerðarinnar vinna nú í því að fjarlægja tengivagninn. 2.11.2005 18:06
Portúgali handtekinn vegna meintrar fíkniefnasölu Eitt hunndrað grömm af ætluðu hassi fundust í sölupakkningum í vistarverum 34 ára Portúgala á Kárahnjúkum í lok október. Einnig var lagt hald á tölvu og tæplega 300 þúsund krónur í peningum. Maðurinn var í frí þegar leitin var gerð og var hann handtekinn á Egilsstaðaflugvelli í gær. 2.11.2005 18:05
Skólaskipið Dröfn á hringferð Skólaskipið Dröfn hélt af stað í dag í hringferð sína um landið. Dröfn mun koma við á helstu þéttbýlisstöðum og sigla með nemendur í efstu bekkjum grunnskkóla. Hringferðin mun standa út nóvember og þar gefst nemendum kostur á að kynnast sjávarútveginujm og vinnunni um borð í fiskiskipum. 2.11.2005 18:00
Skuldabréfaútgáfan ákveðin traustyfirlýsing Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir skuldabréfa útgáfu erlendu bankana í íslenskum krónum ákveðna traustyfirlýsingu við erlendu bankanna en ekki sé þó ljóst hver áhrifin séu. 2.11.2005 17:42
Vafasamt að draga meira úr framkvæmdum Vafasamt er að draga meira úr framkvæmdum en gert er ráð fyrir í fjárlögum að mati Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Framkvæmdir hér á landi eru ekki nema þrír fimmtu af því sem þær voru fyrir tveimur árum. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur að það sé í höndum ríkisstjórnarinnar að ná verðbólgu niður og hún þurfi meðal annars að fresta framkvæmdum. 2.11.2005 17:37
Gefa ekki rétta mynd af hagnaðinum Kaupréttarsamningarnir geta orðið til þess að hagnaðartölur gefi ekki rétta mynd af afkomu fyrirtækja þar sem þeir koma ekki fram í bókhaldi. Þarna getur munað tugum prósenta. 2.11.2005 17:30