Fleiri fréttir

2B synjað um atvinnuleyfi

Vinnumálastofnun synjaði í gær beiðni atvinnumiðlunarinnar 2B um atvinnuleyfi fyrir 36 Pólverja sem starfa hér á landi. "Okkur sýnast ekki vera lagaforsendur til þess að afgreiða þessar umsóknir," segir Gissur Pétursson, forstjóri stofnunarinnar.

Verðvernd til hagsbóta fyrir neytendur

Fyrirtæki á heimilis- og byggingarvörumarkaði, Húsasmiðjan og BYKO, eru nú farin að bjóða viðskiptavinum sínum upp á þjónustu sem kallast verðvernd, en í henni felst að viðskiptavinurinn getur skilað vöru sem hann sér auglýsta á lægra verði, innan tuttugu daga frá kaupunum, og fengið mismuninn greiddan til baka.

Bótakrafa lögð fram aftur

Endurskoðaða bótakröfu upp á 2,5 milljónir króna er að finna í nýrri stefnu sem lögð var fram við í fyrir­­töku í ­máli Auð­ar Lax­ness á hend­ur Hannesi Hólm­steini Gissurarsyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Auður stefndi Hannesi fyrir höf­und­ar­rétt­ar­brot eftir að út kom eftir Hannes bókin Halldór, en í henni er fjallað um ævi nóbels­skálds­ins Halldórs Kiljans Lax­ness.

Parið situr inni fram að dómi

Réttað verður í Suður-Afríku 18. apríl á næsta ári í máli morðingja Gísla Þorkels­sonar, að sögn Andy Pieke, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar.

Engin mannekla né biðlistar

Engin börn eru á biðlista eftir leikskólaplássum í Mosfellsbæ og jafnframt eru allar deildir skólanna fjögurra fullmannaðar. Ríflega 100 manns starfa á leikskólum bæjarins og líta eftir um 450 börnum.

Auðvelt að hlera farsíma

"Í Bandaríkjunum eyða menn árlega um 48 milljörðum íslenskra króna í búnað til hlerunar," segir Friðbert Pálsson, fulltrúi hjá írska markaðsfyrirtækinu EFF.

Djúpavík fær nettengingu

Þessa dagana stendur yfir vinna við að koma á ISDN-tengingu við bæi á Ströndum. Á fimmtudag siðastliðinn var gengið frá slíkri tengingu á Djúpavík en þar hefur verið rekin ferðaþjónusta árum saman. Áfram verður unnið við að tengja fleiri staði þar vestra, svo sem ystu byggðir í Bæjar­hreppi og í Bjarnarfirði.

Norðurlandasamstarf á krossgötum

Endurskipulagning Norðurlandasamstarfsins er nauðsynleg, segir Sigríður Anna Þórðardóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda. Stjórnmálamennirnir eru áhugalausir segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.

Að lækka rafmagnsreikninginn

Þó rafmagnsreikningarnir séu ekki veigamestu útgjöld heimilanna kostar rafmagnið sitt. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Sambandi sveitarfélaga, segir hægan vanda að haga rafmagnsnotkun þannig að reikningurinn lækki.

Gáfu Kvennaathvarfinu milljón

Starfsmenn apótekanna Lyf og heilsu færðu Kvenna­athvarfinu eina milljón í styrktarfé í gær þar sem konur sem starfa innan lyfjafyrirtækisins gáfu kvennafrídaginn eftir á mánudaginn.

Betur komin án þeirra

Mikil umræða hefur skapast um starfsmannaleigur og eru kærur og meiðyrðamál í farvatninu eftir hörð átök verkalýðshreyfingarinnar við starfsmannaleiguna 2B.

Norrænt samstarf er athvarf og heimili

Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að aðild að Evrópusambandinu reki engan fleyg milli Norðurlandaþjóða utan og innan sambandsins. Í samtali við Fréttablaðið fjallar hann um gildi samstarfsins og aðsteðjandi hættur.

Minnumst og höldum áfram

"Við minnumst þessara atburða en látum þá ekki trufla okkur og höldum ótrauð áfram," segir Sigurður Hafberg, grunnskólakennari á Flateyri. Húsfyllir var í íþróttahúsinu á Flateyri í gærkvöldi en þar fór fram minningarathöfn í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að snjóflóð féll á bæinn með þeim hörmulegu afleiðingum að tuttugu manns létu lífið.

Krefst milljóna króna vegna tryggingasvika

Forstjóri Tryggingastofnunar telur stofnunina ekki hafa nægilegar heimildir til að geta gengið að verki gegn tryggingasvikum. Engu að síður hefur stofnunin krafið einstaka viðskiptavini um endurgreiðslu milljóna króna.

Göngubrúin er slysagildra

Aðstæður fyrir gangandi vegfarendur við Hringbraut eru víða erfiðar og hættulegar. Göngubrú yfir götuna endar í lausu lofti.

Endurskoðar bensínstyrkinn

Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, segist vera að endurskoða ákvörðun um afnám bensínstyrks til öryrkja. Samkvæmt tillögu ráðherra stóð til að fella hann niður frá áramótum.

Menningarstofnunum fækkað

Norrænum menningarstofnunum verður fækkað stórlega á næstunni. Þetta var staðfest á fundi Norðurlandaráðs í dag.

Fyrirtæki flýja land

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hefur verulegar áhyggjur af flótta íslenskra fyrirtækja til útlanda. Hann segir fjarri því að alltaf sé hægt að tala um jákvæða útrás því fjöldi starfa hafi tapast hér á landi vegna hennar á undanförnum árum.

Íslendingar eru trúaðir

Íslendingar fara með Faðir vorið að meðaltali þrisvar í viku. Barnatrúin er sterk og þeir eru duglegir að biðja bænirnar með börnunum. Kirkjusókn hefur aukist lítillega síðustu árin en þó sinnir landinn einkum trú sinni í gegnum barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar.

Fjárhagslega háð sambýlismanni sínum

Í gær sagði Stöð 2 frá fólki sem hefur rétt yfir 100 þúsund krónur í mánaðarlaun. Í dag hitti fréttastofan starfskonu á leikskóla sem segist háð sambýlismanni sínum vegna lágra launa. Þegar hún var ein átti hún enga möguleika á að kaupa sér íbúð og varð að selja bílinn.

Annan skorar á þjóðir heims til aðstoðar

Hundruð þúsunda þeirra sem þegar eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar í Pakistan, kunna að farast á næstu vikum, ef frekari aðstoð berst ekki áður en harður vetur skellur á. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skorar á þjóðir heims að láta ekki sitt eftir liggja.

Verðstríð háð milli Byko og Húsasmiðjunnar

Byko og Húsasmiðjan há nú mikið verð- og auglýsingastríð. Nokkrar algengar vörutegundir sem fréttastofan kannaði verð á í dag voru í öllum tilfellum ódýrari í Byko.

Samiðn kærir

Samiðn, samtök iðnfélaga, hafa kært sex fyrirtæki sem nýta sér krafta starfsmanna á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Ekkert fyrirtækjanna gat lagt fram atvinnuleyfi fyrir starfsmennina og því voru fyrirtækin kærð.

Auknar líkur á lokun herstöðvar í Keflavík

Líkurnar á að Keflavíkurstöðinni verði lokað stórjukust í dag þegar bandaríska utanríkisráðuneytið baðst undan því að koma að varnarviðræðum við Íslendinga. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna mun framvegis fara með forræði í málinu, sem þykir benda til þess að varnarmálaráðuneytið fái sínu framgengt.

Skuldabréfa útgáfa erlendis í íslenskum krónum nálgast þolmörk

Útgáfa skuldabréfa í íslenskum krónum erlendis er komin nálægt þolmörkum íslenska hagkerfisins að sögn Tryggvs Þórs Herbertsson, forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Útgáfan er nú komin í eitt hundrað milljarða króna eða sem nemur einum þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins.

Sala á framleiðslu jókst um 45%

Sala á framleiðslu Össurar hf. jókst um fjörtíu og fimm prósent í Bandaríkjadölum samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs.

Eiga kost á störfum erlendis

Þeim 40 starfsmönnum sem sagt hefur verið upp störfum hjá Flögu Medcare munu fá aðstoð við að leita sér að nýrri vinnu. Starfsmannastjóri fyrirtækisins útilokar ekki að sumir muni eiga þess kost að vinna hjá höfðuðstöðvum fyrirtækisins erlendis.

Gengi hlutabréfa Flögu Group hf. hefur hríðfallið

Gengi hlutabréfa Flögu Group hf. hafa hríðfallið, eða um nær helming á síðasta árið og náðu hlutabréfin lágmarki fyrr í mánuðinum. Afkoma fyrirtækisins hefur farið versnandi á síðustu árum og áætlanir um bætta afkomu hafa ekki gengið eftir.

Áhersla á vinnustaðatengda íslenskukennslu

Alþjóðahúsið er byrjað að bjóða upp á íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Megináherslan verður lögð á svokallaða ,,vinnustaðatengda" íslenskukennslu þar sem námsefnið er sérhannað fyrir hvern vinnustað og tekur mið af daglegum veruleika starfsmanna.

Sjúkraliðar látnir sitja á hakanum

Sjúkraliðar hafa vísað launadeilu sinni við launanefnd sveitarfélaga til Ríkissáttasemjara. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir ástæðuna þá að launanefndin hafi ekki gefið sér tíma til að funda með sjúkraliðum.

Gott fólk íhugar að kæra

Verðstríð virðist skollið á á byggingar- og heimilisvörumarkaði á milli Húsasmiðjunnar og BYKO. Fyrirtækin bjóða nú bæði verðvernd fyrir viðskiptavini en auglýsingastofa BYKO sakar Húsasmiðjuna um að hafa stolið hugmyndinni.

Hryggð í bland við feginleika

Minningarnar brjótast fram á Flateyri segir Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands sem er komin þangað vegna minningarathafnar um að tíu ár eru liðin síðan snjóflóð féll á Flateyri og varð tuttugu íbúum að bana.

Mál Auðar gegn Hannesi upp í desember

Máli Auðar Laxness, ekkju Halldórs Laxness, gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor var frestað til 19. desember næstkomandi við fyrirtöku í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun. Auður höfðaði málið vegna meintra brota á höfundarrétti í bók Hannesar um Nóbelskáldið, Halldór.

SFLÍ vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara

Sjúkraliðafélag Íslands vísaði í gær kjaradeilum sínum við Launanefnd sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundurinn hjá honum haldinn var síðdegis í gær þar sem fulltrúar launanefndar lögðu fram nýjar tillögur að kjarasamningi.

Menningarstofnunum og -nefndum fækkað um níu

Níu af tuttugu nefndum og stofnunum í menningarsamstarfinu verða lagðar niður, en starfsemi þeirra verður þó haldið áfram með ýmsu móti. Norrænu menningarmálaráðherrarnir ákváðu einróma á fundi sínum í dag að breyta skipulagi á menningarsamstarfi norrænu þjóðanna og gera það sveigjanlegra.

Greiddu 682 milljónir fyrir ráðgjöf

Morgan Stanley fjárfestingabankinn fékk greiddar 682 milljónir króna fyrir ráðgjöf sína vegna sölu Símans. Tíu milljónir af söluandvirði Símans fóru til framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna nefndarlauna og ferðakostnaðar.

Bjart og fagurt veður á Flateyri

Flateyringar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá snjóflóðinu mikla sem kostaði tuttugu manns lífið. Bjart og fagurt veður er á Flateyri í dag og fátt sem minnir á ógnaratburðinn fyrir tíu árum. Hann er þó ofarlega í hugum manna og hans er minnst á margvíslegan hátt í dagskrá sem stendur í allan dag og lýkur með samkomu í kirkjunni sem hefst klukkan átta í kvöld.

Starfsemi Medcare færð úr landi

Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare-Flögu úr landi og styrkja starfsemi félagsins í Bandaríkjunum og á Evrópumarkaði. Hátt í 40 starfsmönnum hér á landi verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót og hefur það verið tilkynnt á starfsmannafundum.

Máli vegna meintra atvinnréttindabrota vísað frá

Héraðsdómur Reykjaness hefur vísað frá dómi máli ákæruvaldsins gegn fyrirsvarsmanni SK Smáverka ehf. og Perlunnar ehf. um að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að ráða í vinnu til sín sex Litháa.

Minningar brjótast fram vegna snjóflóðs

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, segir miklar minningar brjótast fram þegar hún heimsæki Flateyri aftur, en hún er þar stödd til að minnast þess að tíu ár eru síðan snjóflóð féll á bæinn þar sem 20 manns létust.

Segist hafa fengið margar fyrirspurnir

Flugfélagið Iceland Express er komið á söluskrá og hefur fyrirtækjasviði Kaupþings banka verið falið að annast söluna. Annar eigenda félagsins segist hafa fengið margar fyrirspurnir um félagið.

Aldrei í vafa að Flateyri yrði endurbyggð

Tuttugu létust og stór hluti byggðarinnar þurrkaðist út þegar snjóflóðið féll. Þrátt fyrir það voru flestir heimamenn á því að Flateyri skyldi endurreist. Fyrir tíu árum vaknaði Magnea við að snjóflóð hafði fallið. Hún segir tilfinninguna hafa verið óraunverulega, en skelfilega.

Aukin spurn eftir gæðahúsnæði hækkar vísitölu

Aukin spurn eftir gæðahúseignum hefur hækkað húsnæðisvísitöluna talsvert umfram raunverulega hækkun og þar með skrúfað verðbólgu og neysluvísitölu óeðlilega mikið upp að mati Ásdísar Kristjánsdóttur hagfræðings.

Sjá næstu 50 fréttir