Fleiri fréttir

Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki

Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið.

Um­­­sóknir um al­­þjóð­­lega vernd aldrei verið fleiri

Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. 

Eldur í íbúð við Írabakka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu fyrir klukkan níu í morgun eftir að eldur kom upp í íbúð við Írabakka í Breiðholti í Reykjavík. 

Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara

Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara.

Eldur í gámahúsum á Örfirisey

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í gámahúsi á Örfirisey í Reykjavík um klukkan átta í morgun. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn og þrír sjúkrabílar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Verk­föllum haldið til streitu eftir við­burða­ríkan dag

Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar.

„Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“

Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir.

Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum

Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu.

Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan

Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Trúir því ekki að ríkis­sátta­semjari ætli að þvinga fram að­för

Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla.

Fjölmörg bílslys seinni partinn

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningar um fjölmörg bílslys seinni part dags. Þar á meðal var minnst fimm bíla árekstur á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg en mörg slysanna má rekja til mikillar hálku sem myndaðist í dag.

Mikil röskun á flugi á morgun

Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað.

„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“

Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum.

Hvert húsið hrundi á eftir öðru

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg í kjölfar öflugra jarðskjálfta sem orðið hafa í Tyrklandi og Sýrlandi. Fjölmargir eru dánir en þeim mun líklegast fjölga mikið á næstu dögum. Skjálftarnir ollu gífurlegum skemmdum í báðum löndum.

„Lúmsk hálka“ á höfuðborgarsvæðinu

Nokkuð hefur verið um hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn í dag. Vaktstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði lúmska hálku hafa verið á götunum.

Bjargað úr sjávarháska á stolinni snekkju

Starfsmenn Strandgæslu Bandaríkjanna björguðu á föstudaginn manni úr sjávarháska undan ströndum Oregon-ríkis. Maðurinn var um borð í snekkju sem hann hafði stolið fyrr um daginn.

„Mamma, það er eldur!“

Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði héraðsdómur að ríkissáttasemjari fær aðgang að kjörskrá Eflingar. Fjallað verður ítarlega um deiluna í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30 og rætt við ríkissáttasemjara um stöðu mála.

Gatna­mótin eru aftur ljós­laus

Umferðarljós á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar biluðu aftur í dag. Þau höfðu verið óvirk um helgina og voru löguð í morgun. Sú viðgerð virðist ekki þó hafa haldið þar sem ljósin biluðu aftur í dag.

Sextán vilja sæti í stjórn VR

Elva Hrönn Hjartardóttir og Ragnar Þór Ingólfsson eru í framboði til formanns VR. Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í dag og vilja sextán komast í stjórn félagsins.

Sąd orzekł, że strajk jest legalny

Sąd Rejonowy w Reykjaviku wydał dziś po południu orzeczenie, że strajk związków zawodowych Efling jest legalny. Tak więc pomimo sprzeciwu ze strony Islandzkiej Konfederacji Pracodawców/ SA, związki zawodowe będą mogły rozpocząć strajk, który jest planowany na 7 lutego.

Drífa ný talskona Stígamóta

Drífa Snædal hefur verið ráðin talskona Stígamóta og tekur við starfinu þann 1. mars af Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur sem hefur ráðið sig til almannatengslafyrirtækisins Aton JL. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stígamótum.

Nadciąga kolejny sztorm

Islandzkie Biuro Meteorologiczne wydało pomarańczowe ostrzeżenia z powodu burzy z południa lub południowego-zachodu, która nadciągnie jutro rano.

Verk­­fall Eflingar fær grænt ljós og Sól­veig heldur fast í kjör­skrána

Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax.

Halla vill komast í stjórn VR

Halla Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að bjóða stig fram til setu í stjórn stéttarfélagsins VR. 

Þóra Arnórs­dóttir hættir hjá RÚV

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn.

Borgin gefur út enn eitt starfs­­leyfið fyrir skot­­svæðið á Álfs­nesi

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara.

Héraðsdómur segir Eflingu að afhenda sáttasemjara félagatalið

Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu á öðrum tímanum.

Lagningu Vest­manna­eyja­strengs flýtt frá 2027 til 2025

Ákveðið hefur verið að flýta lagningu nýs Vestmannaeyjastrengjar og búið að senda leyfisumsókn þess efnis til Orkustofnunar. Áætlað er að leggja strenginn sumarið 2025 í stað 2027 og verður hann 66 kV og sambærilegur við Vestmannaeyjalínu.

Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni

Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög.

Iva klippt út úr mynd­bandi um gott að­gengi vegna skoðana sinna

Söngkonunni og laganemanum Ivu Marín Adrichem var illa brugðið þegar settur ferðamálastjóri, Elías Bj. Gíslason, tilkynnti henni að brugðið hafi verið á það ráð að taka myndband sem fjallar um bætt aðgengi á ferðamannastöðum úr birtingu og klippa hana út.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Jarðskjálftinn öflugi í Tyrklandi og Sýrlandi verður til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sjá næstu 50 fréttir