Fleiri fréttir

Segir mikla á­nægju með heima­stjórnirnar í Múla­þingi

Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir að hinar svokölluðu heimastjórnir sveitarfélagsins hafa reynst einstaklega vel frá því að þeim var komið á fót. Þær eru nefndir í fjórum byggðakjörnum innan sveitarfélagsins og er markmið þeirra að tryggja áhrif og aðkomu heimamanna á hverjum stað að ýmsum ákvörðunum sveitarfélagsins, sem snúa að þeirra nærumhverfi.

Eld­gosið ógnar sögu­legri lofts­lags­mæli­röð

Athuganastöð sem mælir styrk koltvísýrings á Mauna Loa á Havaí hefur verið stopp frá því að eldgos hófst í fjallinu fyrir rúmri viku. Mæliröðin þar er sú elsta samfellda um vaxandi styrk gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar.

„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“

Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Átta skip og bátar byrjaðir að leita aftur

Leit að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa í gær hófst aftur klukkan tíu í morgun. Átta skip og bátar eru ýmist komnir á staðinn eða væntanlegir en varðskipið Þór stýrir aðgerðunum.

Gengu í geimnum til að setja upp sólar­sellur

Tveir bandarískir geimfarar fóru í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu í gær. Verkefni þeirra var að festa tvær nýjar raðir af sólarsellum utan á geimstöðina. Geimstöðin hefur ný birt myndband frá göngunni.

“Kakókot” í Grunnskólanum á Hellu

Sá skemmtilegur siður hefur skapast í Grunnskólanum á Hellu að öllum nemendum er boðið í “Kakókot” á aðventunni þar sem krakkarnir fá heitt kakó og piparkökur. Þau launa svo boðið með fallegum jólasöng.

Sendir inn 10.000 her­menn til að svæla út glæpa­gengi

Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins.

Fimm réðust á gest veitingahúss í Kópavogi

Veitingahússgestur í Kópavogi hlaut áverka á höndum og fótum þegar ráðist var á hann á öðrum tímanum í nótt. Fimm manns eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni en þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Segir báða aðila hafa gert veru­legar mála­miðlanir

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað.

Skipverjinn ófundinn: Leitað fram á nótt

Leit að manni sem féll útbyrðis af fiskiskipi um klukkan 17 í dag hefur enn engan árangur borið. Fimmtán skip og bátar ásamt tveimur þyrlum eru við leit eins sem stendur.  Ekki hefur tekin ákvörðun um framhald leitar annað en að áfram verður leitað í kvöld og fram á nótt.

Mannréttindamál og viðskiptatækifæri

Það er misskilningur að það sé endilega mjög kostnaðarsamt að tryggja gott aðgengi á ferðamannastöðum, að sögn verkefnastjóra hjá Ferðamálastofu, sem segir mikinn heiður að stofnunin hafi hlotið Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins á alþjóðadegi fatlaðra í dag.

Fyrrum starfs­fólk Siglu­ness tekur höndum saman til að mót­mæla lokun

Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina.

Maður féll útbyrðis í Faxaflóa

Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan leita nú að manni sem féll útbyrðis af fiskiskipi rétt fyrir utan Faxaflóa í dag. 

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjaramálin eru vitanlega efst á baugi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, en síðdegis í dag var undirritaður kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara.

Hafa náð samkomulagi um nýjan kjarasamning

Nú leggur vöffluangan um húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni, því þar var verið að skrifa undir kjarasamninga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins.

VR snýr aftur til viðræðna

VR, LÍV og samflot iðn- og tæknigreina hafa ákveðið að taka höndum saman í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Tölu­verður eldur kviknaði í ál­þynnu­verk­smiðju TDK

Engin meiðsl urðu á fólki þegar eldur kviknaði í framleiðslutæki í álþynnuverksmiðju TDK á Krossanesi við Eyjafjörð í dag. Tveir voru þó fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús til öryggis vegna mögulegrar reykeitrunar, að sögn slökkviliðs.

Bein út­sending: Hvatningar­verð­laun ÖBÍ af­hent

Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka verða afhent á Grand hótel í Reykjavík í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Hægt verður að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi hér á Vísi og hefst dagskrá klukkan 11:30.

Um þrjá­tíu heil­brigðis­starfs­menn kallaðir á vakt vegna slyssins

Um þrjátíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða voru kallaðir til vegna slyssins sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Töluverð hálka var á veginum í gær og þrjú flutt með flugi til Reykjavíkur. Yfirlögregluþjónn segir þau alvarlega slösuð.

Verða að bæta undir­liggjandi rekstur borgarinnar

Bæta verður undirliggjandi rekstur Reykjavíkurborgar til þess að stöðva margmilljarða króna hallarekstur hennar, að sögn Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs. Hann segir tillögur um að lækka laun borgarfulltrúa popúlisma.

Evrópa of háð Banda­ríkjunum í öryggis­málum

Innrás Rússa í Úkraínu sýnir að Evrópulönd séu of háð Bandaríkjunum um eigið öryggi, að mati Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands. Hún vill að Evrópulönd auki vopnaframleiðslu og varnarviðbúnað sinn.

Grímuklæddur maður rændi verslun

Maður sem rændi verslun í póstnúmeri 108 í Reykjavík í gærkvöldi komst undan á hlaupum. Hann var grímuklæddur og hrifsaði með sér fjármuni í sjóðsvél verslunarinnar.

Innlögnum fjölgaði í nóvember og áfram nokkur dauðsföll á mánuði

Enn er nokkur fjöldi að greinast með Covid hér á landi og fjölgaði innlögnum nokkuð mikið í nóvember. Þá látast að meðaltali tveir til fjórir á mánuði vegna Covid. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara varlega yfir hátíðirnar, fara í örvunarbólusetningu og huga að sóttvörnum.

Ráðist á hús­ráðanda þegar hann opnaði úti­dyrnar

Karlmaður hringdi dyrabjöllu húss í hverfi 103 í Reykjavík og réðst á húsráðanda þegar hann opnaði dyrnar skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla telur sig kunna deili á honum.

Engin svör um dánarorsök 135 dögum eftir andlát

Sólveig Hlynsdóttir var 33 ára þegar hún lést skyndilega í júlí síðastliðnum. Fjölskylda hennar hefur allt frá því að hún lést barist fyrir svörum varðandi það hvað í ósköpunum kom fyrir. Þau segjast ekki geta reynt að jafna sig á áfallinu og lifa með sorginni fyrr en þau fái svör. Ekki eru nema tveir réttarlæknar starfandi hér á landi, þar af annar í aðeins 25 til 30 prósent stöðu. 

Friðfinnur Freyr er látinn

Friðfinnur Freyr Kristinsson, maðurinn sem leitað hefur verið að seinustu vikur, er látinn. Þessu greinir bróðir hans frá á Facebook síðu sinni. Hann segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað.

Fylgdust með skýja­fari á Títani með hjálp Webb

Langþráðar myndir James Webb-geimsjónaukans af Títani, stærsta tungli Satúrnusar, gerðu stjörnufræðingum kleift að fylgjast með þróun skýja í lofthjúpi hans í síðasta mánuði. Athugarnirnar eru í samræmi við loftslagslíkön sem spáðu fyrir um að ský gætu hæglega myndast á þessum tíma árs.

Fimm slösuðust í á­rekstri á Hnífs­dals­vegi

Tveggja bíla árekstur varð á Hnífsdalsvegi fyrr í kvöld. Fimm eru slasaðir og komu inn á sjúkrahús á Ísafirði. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð. Tvær flugvélar fluttu þrjá af þeim slösuðu suður. Enginn er sagður látinn. 

Sjá næstu 50 fréttir