Fleiri fréttir

„Samfélagið harmi slegið“

Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stunguárás í Ólafsfirði, viðbragðsæfing vegna hryðjuverka, rannsóknir á hugbreytandi efnum og ráðningar í opinber embætti verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.

Of­skynjunar­sveppir engin töfra­lausn en mikil­væg við­bót

22 þingmenn úr öllum flokkum nema Vinstri grænum hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að heimila rannsóknir og tilraunir hér á landi með hugvíkkandi efni sem finnst í sveppum. Flutningsmaður frumvarpsins segir marga nota ofskynjunarsveppi í lækningaskyni og því sé mikilvægt að skapa lagalega umgjörð utan um notkunina.

Þórður fær lóðir því hann dró ás

Ellefu manns og fyrirtæki sóttu um lóðirnar Mávahlíð 9 til 11 í Grindavík. Umsóknirnar voru teknar fyrir á fundi afgreiðslunefndar byggingarmála í bænum. Til að ákveða hver fengi lóðina var notast við spiladrátt.

Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum

Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 

Stunginn til bana á Ólafsfirði í nótt

Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og hafa þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Enginn er eftirlýstur vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri búsettur á Ólafsfirði.

Bar­áttan gegn verð­bólgunni kemur í veg fyrir hækkun skila­gjalds

Endurvinnslan lagði til að skilagjald fyrir flöskur og dósir yrði hækkað um tvær krónur, úr átján. krónum í tuttugu. Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytisins fór ekki eftir tillögunni sökum þess að berjast þyrfti gegn verðbólgunni. Því væri ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið.

Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð

Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi.

Spurningin sem ungt fólk nennir ekki að vita svarið við

Ísland í dag fór á stúfana í liðinni viku og spurði fólk í yngri kantinum í hvaða lífeyrissjóði það greiddi. Einhverjir vissu svarið, en aðrir alls ekki. „Eru valmöguleikar?“ spurði einn viðmælandinn og þar er svarið já - á þriðja tug sjóða.

Skipað í em­bætti án aug­lýsingar í fimmtungi til­fella

Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent.

Petreaus segir banda­menn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu

David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu.

Segja for­sætis­ráð­herrann mega sitja á­fram

Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherranum Prayuth Chan-ocha sé heimilt að sitja áfram í embætti. Deilur hafa staðið um hvort hann hafi setið lengur í embætti en lög landsins gera ráð fyrir.

Suð­læg átt með skúrum og rigningu

Útlit er fyrir suðlæga átt á landinu í dag með skúrum vestanlands en rigningu suðaustantil. Má reikna með að vindur verði á vilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu og hvassast á annesjum.

„Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar“

Tárin streyma fram við að sjá þetta, segir danskur arkítekt um nýja sýningu sem opnuð hefur verið í Þjóðminjasafninu. Þar er yfirskriftin „Á elleftu stundu“ — en það var einmitt á elleftu stundu sem arkítektinn og kollegar hans drifu sig að mynda og mæla upp íslenska torfbæi á áttunda áratug síðustu aldar, áður en þeir urðu flestir tímanum að bráð.

Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf

Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, og Viaplay hafa útvíkkað samstarf sitt. Max mun ber merki Viaplay á keppnishjálminum sínum frá og með Singapúrkappakstrinum sem fram fór í gær og á derhúfunni sinni frá upphafi næsta keppnistímabils.

Hundur beit skokkara í lærið

Klukkan rétt rúmlega fimm í gær barst lögreglu tilkynningu um hund sem hafði stokkið á mann sem var úti að hlaupa í Laugardalnum og bitið hann í lærið. Maðurinn hlaut minniháttar áverka og verður atvikið tilkynnt til MAST.

„Jón Baldvin hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa sagt sig frá heiðurssæti lista Samfylkingar árið 2007 að beiðni hennar. Hann hafi hins vegar kvartað yfir höfnuninni í sjónvarpi skömmu síðar vitandi að Ingibjörg Sólrún gæti ekki greint frá hinni raunverulegu ástæðu: frásögnum kvenna af kynferðislegum samskiptum við þær sem unglingsstúlkur.

Stefnir í aðra um­ferð í Brasilíu

Miðað við talin atkvæði í brasilísku forsetakosningunum sem fram fóru í dag verða úrslitin á þá leið að efna þurfi til seinni umferðar kosninganna, þar sem Jair Bolsonaro, sitjandi forseti, og Luiz Inácio Lula da Silva, sem var forseti frá 2003 til 2011, munu mætast.

Skotið á stúdenta og setið um háskóla

Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu.

Góð helgi fyrir Úkraínumenn

Frá því Vladimír Pútin lýsti yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu á föstudaginn virðist sem Úkraínumönnum hafi vegnað verulega vel gegn Rússum á vígvöllum landsins. Rússar eru víðast hvar á hælunum í Úkraínu.

Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar

Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Knattspyrnuheimurinn er harmi sleginn eftir annað mannskæðasta slys íþróttasögunnar, sem varð í Indónesíu í gærkvöldi. Að minnsta kosti 125 eru látnir eftir að mannþröng myndaðist á fjölmennum knattspyrnuleikvangi. Einn hinna slösuðu staðhæfir að sumir hafi kafnað, aðrir troðist undir en að allt hafi þetta hafist á táragasnotkun lögreglu. Við sýnum sláandi myndir frá vettvangi og heyrum vitnisburð slasaðra.

Beitt­u íbúa Izy­um kerf­is­bundn­um pynt­ing­um

Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti.

Gætu breytt band­a­rísk­u sam­fé­lag­i næst­u ár­a­tug­in­a

Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri.

Sauðfjárrækt er lífsstíll

Það var mikil stemning á Hellu í gær þegar Dagur sauðkindarinnar var haldin hátíðlegur í Rangárhöllinni. Mikill drifkraftur er í sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu og mikill metingur á meðal bænda hver ræktar besta féð.

Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump

Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins segir þetta svartan dag í sögu knattspyrnunnar. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. Við fjöllum um þennan mikla harmleik í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar

Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku.

Lyman sýni að innlimunin sé farsi

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að undanhald Rússa frá Lyman sýni að tilraunir Rússa til að innlima úkraínskt landsvæði væri „algjör farsi“. Úkraínumenn eru sagðir hafa elt þær rússnesku hersveitir sem hörfuðu og munu bardagar geisa á ný, austur af Lyman.

Rann­sóknar­heimildir og orku­mál í brenni­depli

Lögreglumál, vopnaburður og rannsóknarheimildir verður til umræðu hjá þeim Margréti Valdimarsdóttur og Helga Gunnlaugssyni, sem bæði eru afbrotafræðingar og gjörþekkja þann heim, á Sprengisandi í dag.

Ráðist á fjöl­skyldu­föður á meðan hann keypti mat

Um klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás á veitingastað í Breiðholti. Þar hafði fjölskyldufaðir ætlað að kaupa mat handa sér og fjölskyldu sinni þegar maður í annarlegu ástandi réðst að honum án nokkurs tilefnis.

„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“

Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður.

„Viljum við búa í þannig samfélagi?“

Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir.

Sjá næstu 50 fréttir