Fleiri fréttir

Ískyggilegar aðstæður á slysaæfingu

Mörgum brá ef til vill í brún vegna elds og mikils viðbúnaðar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var verið að halda stórslysaæfingu á vegum Isavia og almannavarna þar sem æfð voru viðbrögð við umfangsmiklu flugslysi. Hér í innslaginu að ofan má virða fyrir sér aðstæður á „slysstað.“

Tugir sagðir látnir eftir að Ian gekk yfir Flórída

Björgunarstörf er enn yfirstandandi í Flórída eftir að fellibylurinn Ian olli þar gífurlegu tjóni og mannskaða. Vitað er til þess að tugir hafi dáið vegna fellibylsins og þar af flestir í Flórída en enn er verið að leita í rústunum sem Ian skildi eftir sig.

Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt

Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman.

Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna

Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum.

Stór­slys­a­æf­ing á Reykj­a­vík­ur­flug­vell­i

Mörgum brá ef til vill í brún vegna elds og mikils viðbúnaðar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var verið að halda stórslysaæfingu á vegum Isavia og almannavarna þar sem æfð voru viðbrögð við umfangsmiklu flugslysi.

„Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár“

Ungt fólk ver að meðaltali 5 klukkustundum á dag með nefið ofan í farsímanum sínum. Það reiðir sig í æ minna mæli á fréttir úr hefðbundnum fjölmiðlum og fyllist kvíða og vanlíðan ef það er lengi án farsímans.

Hrútadagur á Raufarhöfn í dag

Fegurðarsamkeppni gimbra, hrútaþukl og stígvélakast er meðal þess, sem fer fram á Hrútadeginum, sem haldin er hátíðlegur á Raufarhöfn í dag.

Lyman er í höndum Úkraínumanna

Úkraínumenn hafa rekið Rússa á brott frá bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Talsmaður úkraínska hersins sagði í morgun að allt að 5.500 rússneskir hermenn hefðu verið umkringdir þar en meirihluti þeirra virðist hafa flúið áður en borgin var umkringd.

„Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“

Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Úkraínumenn segjast hafa frelsað þorp nærri bænum Liman í norðanverðu Donetsk-héraði og umkringt þar stóran hóp rússneskra hermanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu verði aldrei viðurkennd. Við fjöllum um stöðuna í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Trump hótaði McConnell lífláti undir rós

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells.

Vætu­samt á landinu öllu

Rigning verður í öllum landshlutum í dag, mest til fjalla á Ströndum og með norðurströndinni. Búast má við allt að ellefu stiga hita og á morgun gæti hiti náð fjórtán stigum.

Árni Þórður út­skrifaður af spítala

Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar.

Vöruðu unga drengi við því að príla

Í gær hafði lögregla afskipti af ungum drengjum sem gómaðir voru uppi á þaki leikskóla í Kópavogi. Lögregluþjónar vöruðu drengina við hættunni sem fylgir slíku príli og tilkynntu foreldrum drengjanna athæfi þeirra.

Polestar 3 verður frumsýndur í október

Sænski bílaframleiðandinn Polestar mun frumsýna nýjustu viðbótina í sínu framboð í Kaupmannahöfn, þann 12. október næstkomandi. Um er að ræða rafjepplinginn Polestar 3.

Silfursvanir á svið á Madeira

Hópur ballerína á sjötugs-og áttræðisaldri hefur æft stíft undanfarið fyrir ballettatriði sem þær verða með á stórri alþjóðlegri hátíð á Madeira í næstu viku. Kennarinn segir sumar þeirra vera að upplifa gamlan draum.

Ekki lengur sent í sótt­kví við komuna til Ástralíu

Ástralía mun hætta að senda ferðalanga sem koma til landsins í sóttkví við komu frá og með 14. október næstkomandi. Landið hefur verið þekkt fyrir einar ströngustu reglur og viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum.

Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver

Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings.

Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun

Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni.

Svíar á svæðinu sólar­hring áður en meint skemmdar­verk átti sér stað

Fjórir lekar fundust á Nord stream 1 og 2 gasleiðslurnar í Eystrasalti á dögunum og telur Atlantshafsbandalagið að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Norrænir jarðskjálftamælar urðu varir við tvær sprengingar á svæðinu. Sænski sjóherinn sinnti eftirliti á svæðinu þangað til sólarhring áður en meintu skemmdarverkin áttu sér stað.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu.

Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu

Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar.

Ludzie proszeni są o szukanie pomocy gdzie indziej

Szpital Landspítali, znajduje się obecnie pod bardzo dużą presją. Bardzo trudna sytuacja panuje szczególnie na oddziale ratunkowym w Fossvogur. Dlatego pacjenci, którzy mogą proszeni są o szukanie pomocy gdzie indziej.

Óska eftir skjótri inngöngu í NATO

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu.

Bölsótaðist út í Vesturlönd

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð

Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar.

Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum

Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla.

Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman

Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Innlimun Rússa á stórum landsvæðum í Úkraínu, ólga innan Flokks fólksins, gjaldskrárhækkun Strætó og skólamál í Reykjavík verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár

Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist.

Sjá næstu 50 fréttir