Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Móðir ungrar íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi sínu um heiminn segir íslensk stjórnvöld hafa brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins.

Gælu­dýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi

Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs.

Nota geitur og kindur til að sporna við skógar­eldum

Slökkviliðsmenn í Barselóna fengu nýja starfsmenn, eða kannski nýtt starfsfé, til liðs við sig á dögunum til þess að reyna að koma í veg fyrir skógarelda. Alls hafa 290 kindur og geitur verið sendar í stærsta almenningsgarð borgarinnar með eitt markmið. Að éta eins mikið gras og hægt er.

For­múlu­bíll á hrað­braut í Tékk­landi

Formúlubíll sem brunaði fram hjá ökumönnum á D4-hraðbrautinni í Tékklandi er ekki keppandi í Formúlu 1 líkt og marga grunaði þegar myndband af bílnum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða bíl í einkaeigu sem hefur áður valdið usla.

Vilja bið­lista­bætur í borginni

Sjálf­stæðis­menn vilja koma á svo­kölluðum bið­lista­bótum í Reykja­vík fyrir for­eldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leik­skóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meiri­hlutinn tekur ekki illa í hug­myndirnar en segir megin­á­hersluna þá að fjölga leik­skóla­plássum.

Prawie 7000 osób odwiedziło miejsce erupcji

Według obliczeń Agencji Turystycznej wczoraj obszar erupcji odwiedziło łącznie 6685 osób, ale policja twierdzi, że można przypuszczać, że liczba ta była znacznie wyższa.

Bíla­lyfta Herjólfs kramdi tvö öku­tæki

Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki.

Hraunið þekur rúman ferkílómetra í Meradölum

Niðurstöður mælinga úr Pleiades gervitunglingu frá því í gær sýna að hraunið úr eldgosinu þekur 1,25 ferkílómetra í Meradölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 

„Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara á­kveðið að fara ekki að lögum“

Borgarlögmaður var í september 2021 beðinn af borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni um að skoða gjaldtöku í bílastæðahúsum til fólks með bílastæðapassa eða P-passa. Í niðurstöðu lögmannsins segir að Bílastæðasjóður hafi ekki heimild til þess að rukka fatlað fólk með bílastæðispassa í bílastæðahúsum borgarinnar.

Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi

Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú.

Lokuðu fólk inni í IKEA-verslun vegna út­setts við­skipta­vinar

Yfirvöld í Sjanghæ reyndu að loka IKEA-verslun í borginni eftir að í ljós kom að einstaklingur sem var útsettur fyrir Covid-19 smiti væri staddur inni í versluninni. Viðskiptavinir reyndu að brjóta sér leið út í stað þess að dúsa inni í versluninni.

Fjórtán ára meðhjálpari á Rauðasandi

Yngsti meðhjálpari landsins, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er ekki nema fjórtán ára gamall en hann þjónar í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá séra Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Hann segir starfið mjög skemmtilegt þó að það sé unnið í sjálfboðavinnu.

Tæp­lega sjö þúsund manns sáu gosið í gær

Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 

FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma.

Lortur beið lög­reglu eftir inn­brot í Árbæ

Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglan var til að mynda kölluð til vegna innbrots í fyrirtæki í Árbæ. Í stað þess að mæta innbrotsmanninum við komuna á vettvang tók lortur á gólfi fyrirtækisins á móti lögreglunni og innbrotsmaðurinn hvergi sjáanlegur.

Lægð á leiðinni yfir landið í vikunni

Í dag spá veðurfræðingar Veðurstofu Íslands norðvestan golu eða kalda í dag og stöku skúrum norðan- og austantil en léttskýjuðu í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið frá helginni. 

Mikil­vægt að taktur náist fyrir komandi kjara­samninga

Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið.

Lítið hægt að gera ef „menn hverfa í hraunið“

Það er nánast ógjörningur fyrir viðbragðsaðila við gosstöðvarnar í Meradölum að koma fólki til bjargar, ef það lendir í sjálfheldu úti á sjálfu hrauninu. Myndband sem sýnir ferðamenn hætta sér ískyggilega nálægt gígunum hefur vakið athygli.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö segjum við frá því að ferðamenn stofnuðu sér í voða þegar þeir stóðu á nýju hrauni við eldgíg í gær. Við ræðum við fulltrúa lögreglunnar en að sögn hans fara viðbragðsaðilar ekki á slíkt svæði ef eitthvað kemur upp.

Að minnsta kosti 41 látinn eftir kirkjubruna í Kairó

Að minnsta kosti 41 er látinn eftir að eldur kviknaði í Abu Sefein kirkju í Giza á stórhöfuðborgarsvæði Kairó í Egyptalandi í morgun. Meðal hinna látnu eru tíu börn og þar að auki eru sextán slasaðir eftir brunann.

„Við áttum að finna hann þarna“

Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu.

Katrín hleypur fyrir Alzheimer-samtökin

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og hleypur hún fyrir Alzheimer-samtökin. Innblásturinn segir Katrín sækja til Magnúsar Karls Magnússonar og Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur, sem hefi opnað augu margra fyrir alzheimer-sjúkdómnum.

Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan

Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði.

Rómversk stórborg fundin, enginn veit hvað hún hét

Fornleifafræðingar hafa fundið rústir 2.000 ára stórborgar frá tímum Rómaveldis á Norður-Spáni. Málið þykir hið dularfyllsta því enginn veit hvað borgin hét og engin gögn eru til um hana.

Freyja aflífuð vegna ágangs ferðamanna

Rostungurinn Freyja var aflífaður í morgun. Sú ákvörðun var tekin að aflífa dýrið eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að ágengni almennings og ferðamanna væri of mikil og það skapaði hættuástand. Þrátt fyrir ítrekuð áköll hafi ferðamenn og aðrir áhugasamir ekki haldið nægilegri fjarlægð frá Freyju.

Fáir sigur­vegarar í kjara­samnings­við­ræðum í óða­verð­bólgu

Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust.

Sjá næstu 50 fréttir