Fleiri fréttir

Sal­man Rus­hdi­e stunginn á sviði

Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans.

Fundu mænusótt í skólpi í New York

Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug.

Dæmi um að ferðamenn gangi af sér skóna

Frá því að eldgosið í Meradölum hófst eru dæmi um að björgunarsveitir hafi þurft að skutla ferðamönnum til baka vegna þess að ekkert er eftir af skóbúnaði þeirra. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biðlar til þeirra sem ætla að ganga að gosinu að undirbúa sig vel.

Minkur skýtur Hafnfirðingum skelk í bringu

Íbúa nokkrum sem búsettur er á Norðurbakka í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór í bílakjallara sinn fyrir tæpri viku. Hann segir í samtali við Vísi að minkarnir séu farnir að sækja mikið inn í byggðina.

„Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“

Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um.

Reiknað með leik­skóla og neðan­sjávar­veitinga­stað við Gufu­nes­bryggju

Borgarráð hefur samþykkt að hefja viðræður við Þorpið-Vistfélag á grundvelli verðlaunatillögu um uppbyggingu við Gufunesbryggju, sem felur meðal annars í sér byggingu leikskóla og veitingastað sem verði að hluta til neðansjávar.  Kanna á hvort raunhæft sé að staðsetja leikskóla á umræddu svæði.

Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín

Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda vill að for­stjórar stærstu fyrir­tækja landsins lækki laun sín og sýni gott for­dæmi fyrir kjara­við­ræður. Honum þykir mörg stór­fyrir­tæki hafa sýnt á­byrgðar­leysi í verð­bólgu­á­standinu.

Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum

Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum.

Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu

Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó.

Akcja ratunkowa na szlaku do wulkanu

Wczoraj w nocy na szlaku A, który prowadzi do miejsca erupcji, ekipy ratunkowe pomagały osiemnastu turystom, którzy zgubili drogę.

Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap

Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei  hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019.

Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár

Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár.

Óttast að of­beldis­menning taki yfir verka­lýðs­hreyfinguna

Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal.

Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver

Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust.

Voru að leita að trúnaðar­gögnum um kjarn­orku­vopn

Fulltrúar Bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem gerðu húsleit á heimili Donald Trump í Mar a Lago í Flórída voru meðal annars að leita að trúnaðargögnum er vörðuðu kjarnorkuvopn. Þetta herma heimildir Washington Post. 

Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt

Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland.

Nýr rafbíll frá MG

Nýr rafbíll frá MG er væntanlegur til BL á haustmánuðum. Um er að ræða hlaðbak sem ber heitið MG4 sem er sérlega vel búinn fimm manna fjölskyldubíl í C millistærðarflokki. Forsala á MG4 hófst í vikunni og eru fyrstu bílarnir væntanlegir til BL við Sævarhöfða í lok október.

Skoða það að taka Freyju af lífi

Yfirvöld í Noregi eru nú með það til skoðunar hvort það eigi að taka rostunginn Freyju af lífi. Freyja hefur upp á síðkastið tekið sér lúr í bátum í höfnum Noregs og sökkt einhverjum þeirra í leiðinni.

Faldi sprengjuna í gervi­fæti

Afganski sjeikinn Rahimullah Haqqani var í dag myrtur í sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talið er að morðinginn hafi falið sprengjuna í gervifæti sínum og sprengt sig er hann var við hlið Haqqani.

„Nei mér finnst það ekki boðlegt“

Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega.

Edda fór yfir fimm­tíu ára feril í frétta­mennsku

Edda Andrésdóttir á fimmtíu ára feril að baki í fjölmiðlum og hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í þrjátíu ár. Í kvöld las hún kvöldfréttir Stöðvar 2 í síðasta sinn og fór yfir feril sinn í Íslandi í dag hjá Sindra Sindrasyni í kjölfarið.

Hestar í torfhúsi á Lýtingsstöðum í Skagafirði

Fallegt torfhesthús er á bænum Lýtingsstöðum í Skagafirði þar sem nokkrir hestar geta verið inni. Þar er líka mikið af gömlum reiðtygjum, sem gestir og gangandi geta fengið að skoða. Íslenski fjárhundurinn er líka í hávegum hafður á bænum.

Á­rásar­gjarn höfrungur nartar í Japani

Höfrungur hefur bitið að minnsta kosti sex strandgesti í Japan en í gær þurfti að flytja eitt fórnarlamba hans á spítala vegna sára sinna. Yfirvöld hafa sett upp tæki og tól til að reyna að komast hjá árásunum.

Rekin í gegn af fljúgandi sólhlíf

Strandgestur í Garden City í Suður-Karólínu lést af sárum sínum eftir að sólhlíf sem hafði fokið úr festingu sinni lenti í bringu hennar.

Hópur fólks hafi komist til valda með of­forsi og ein­eltis­til­burðum

For­maður Öldunnar, stéttar­fé­lags innan Al­þýðu­sam­bandsins (ASÍ), segir fram­tíð verka­lýðs­hreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undan­farið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með of­forsi og ein­eltis­til­burðum, sem fáir séu spenntir að vinna með.

Tók banka í gíslingu til að geta tekið út spari­fé sitt

Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. 

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Talsverður hiti var í fólki þegar það ræddi málin við borgarstjóra og borgarfulltrúa. Við sýnum frá mótmælunum í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir