Fleiri fréttir

Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt.

Rannsaka tildrög þess að skipverjinn féll útbyrðis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík í dag hafi verið um borð í bátnum sem fannst í fjörunni í Engey nokkru áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að nauðsynjalausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar

Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands.

Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal

Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar.

Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu

Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri.

Enn bætist á vandræði Borisar

Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“.

Undan­þága veitt frá sótt­varna­reglum á Bessa­stöðum

Nokkurrar undrunar gætir á samfélagsmiðlum vegna þess sem sjá mátti í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Bessastöðum í gærkvöldi, þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent: Ekki verði betur séð en lög um sóttvarnir séu þar þverbrotin. Ekki segir skrifstofa forseta Íslands.

Styrkur til mannúðaraðstoðar í Afganistan

Hjálparstarf kirkjunnar hlaut á dögunum tuttugu milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til að veita mannúðaraðstoð í Afganistan í samstarfi við Christian Aid.

Gömul eldflaug SpaceX stefnir hraðbyr á tunglið

Falcon 9 eldflaug sem starfsmenn SpaceX skutu út í geim frá Flórída árið 2015 virðist ætla að brotlenda á tunglinu á næstu vikum. Síðan þá hefur eldflaugin verið á fleygiferð í kringum jörðina og tunglið.

Líkfundur við Sólfarið

Karlmaður fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík um hálftvöleytið í dag. Umfangsmikil leit hafði þá staðið yfir eftir að mannlaus bátur fannst í fjörunni í Engey á ellefta tímanum í morgun.

Leitinni lokið og skipverjinn fundinn

Umfangsmikil leit stendur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum eftir að bátur fannst mannlaus við Engey. 

Lang­þráð hjarðó­næmi geti náðst eftir um tvo mánuði

„Spurningin sem á öllum brennur þessa stundina er hvenær getum við búist við að faraldrinum muni ljúka eða að minnsta kosti hvenær fer að draga verulega úr honum. Þessu er auðvitað ekki hægt að svara með neinni vissu en þó er hægt að segja að með þessum útbreiddu smitum í samfélaginu sem við erum nú að sjá þá styttist í að við förum að sjá fyrir endann á honum.“

Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið

Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum greinum við frá tíðindum af upplýsingafundi þríeykisins sem haldinn var fyrir hádegið.

Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja

Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum.

27 í­búar greinst í hóp­sýkingu á Grund

27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga.

UNICEF óttast mjög um öryggi barna í Sýrlandi

Vaxandi átök í norðausturhluta Sýrlands eftir árás á Ghwayran-fangelsið í síðustu viku hafa kostað yfir hundrað mannslíf og þúsundir eru á vergangi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um öryggi 850 barna sem eru í haldi, sum hver einungis 12 ára gömul. UNICEF kallar eftir því að öllum börnum í haldi verði tafarlaust sleppt.

Leggja niður allar sótt­varna­að­gerðir í Dan­mörku

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fallið verði frá öllum sóttvarnarráðstöfunum þar í landi frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta þýðir að næturlífinu verða engar skorður settar, grímunotkun ónauðsynleg og svo fram eftir götunum.

Eintak af Tesla Cybertruck hefur verið smíðað

Tesla hefur smíðað Cybertruck og allar efasemdaraddir þurfa því að draga í land um það að Cybertruck yrði aldrei smíðaður. Myndband af bílnum var birt á Youtube-rás Cybertruck eigendaklúbbsins.

Mun aftur svara fyrir veislu­völdin í breska þinginu í dag

Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum.

Óttast um af­drif 39 eftir að smygl­bát hvolfdi við Flórída

Bandaríska strandgæslan leitar nú 39 manna eftir að bát með tugum manna innanborðs hvolfdi undan ströndum Flórída. Báturinn var á leið frá Bahamaeyjum og til Bandaríkjanna með tugi manna innanborðs sem talið er að hafi verið að reyna að smygla til Bandaríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir