Fleiri fréttir

Frost og kyrrð yfir landinu í dag

Kuldateppi liggur nú yfir landinu og mældist 21,4 stiga frost við Mývatn í nótt. Það er mesta frost sem mælst hefur á landinu í vetur. 

For­eldrar byssu­mannsins í Michigan á­kærðir

Foreldrar hins fimmtán ára Ethans Crumbley, sem er ákærður fyrir að hafa skotið fjóra táninga til bana og sært sjö til viðbótar í skólanum sínum í Oxford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi.

Cyclot­honið verið hjólað í síðasta sinn

Síminn Cyclothon, sem var stærsta hjólreiðakeppni landsins, verður ekki haldin á næsta ári. Stofnendur keppninnar þakka öllum sem komið hafa að keppninni frá stofnun hennar árið 2012.

Gott ef veiran þróast í átt til minni veikinda en það taki langan tíma

Yfirlæknir á Landspítalanum segir mögulegt að omíkrón-afbrigði kórónuveirunnar reynist meinlausara en fyrri afbrigði. Hann telur ekki sérstaka ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu sem stendur en bendir þó á að á næstu vikum muni umfang og alvarleiki afbrigðisins líklega koma betur í ljós.

27 milljarðar á tveimur árum

Heims­far­aldurinn hefur kostað heil­brigðis­kerfið um 27 milljarða á síðustu tveimur árum. Heil­brigðis­stofnanir hafa fengið þau skila­boð úr heil­brigðis­ráðu­neytinu að spara ekki í bar­áttu sinni gegn veirunni - öllum kostnaði verði mætt.

Lögfræðingar virðuleg stétt en skilja ekki vísindarannsóknir

Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir Íslenska erfðagreiningu að sögn Kára Stefánssonar ef úrskurður Persónuverndar um að fyrirtækið hafi brotið lög stendur. Sóttvarnalæknir segir úrskurðinn ekki breyta viðhorfi hans til fyrirtækisins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól. Heimir Már verður í beinni frá Alþingi í fréttatímanum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö á eftir.

Dómur Jóns Páls þyngdur í Lands­rétti

Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, var í dag dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms um hálft ár. Brotið átti sér stað fyrir þrettán árum eða árið 2008.

Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært

Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19.

Hlaupið nái sennilega hámarki á sunnudag

Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og eykst rennsli stöðugt úr jöklinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að hlaupið muni sennilega ná hámarki um helgina og er ekki hægt að útiloka að gos fylgi í kjölfarið.

Tók langan tíma að fatta að vinna þyrfti úr áfallinu

Sólrún Alda Waldorff, sem komst lífs af en brenndist illa í bruna í Mávahlíð í október fyrir tveimur árum, segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á að hún þyrfti að vinna úr áfallinu. Sólrún Alda segir sögu sína í tilefni af eldvarnarátaki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar með Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Ósammála um þyngd refsingar í nauðgunarmáli í Landsrétti

Karol Wasilewski hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Landsréttur staðfesti dóm héraðdóms í dag en einn Landsréttardómari vildi þyngja dóminn í þriggja ára fangelsi. Karol þarf að greiða konunni sem hann braut á 1,8 milljónir króna í bætur.

Sunna Valgerðardóttir í Kompás

Sunna Valgerðardóttir er nýr liðsmaður fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem hún mun sinna fréttamennsku á öllum miðlum. Sunna mun einnig hafa umsjón með fréttaskýringaþættinum Kompás ásamt Erlu Björgu Gunnarsdóttur, ritstjóra fréttastofu, og Kolbeini Tuma Daðasyni fréttastjóra. 

Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar

Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum.

Mætti með gervihönd til að komast hjá bólusetningu

Ítalskur maður stendur frammi fyrir ákæru fyrir svik eftir að hann reyndi á frumlegan hátt að verða sér út um bólusetningarpassa án þess þó að láta bólusetja sig. Maðurinn mætti í bólusetningu með gervihönd fasta við sig.

Ásdís Halla ráðin til að undirbúa nýtt ráðuneyti Áslaugar Örnu

Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem segir að Ásdís muni mun starfa hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti en vinna náið með öðrum starfsmönnum Stjórnarráðsins að þessu verkefni. 

Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól

Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs.

Nýr dómur gæti fært tilteknum hópi ökumanna réttindin á ný

Nýlegur dómur í Landsrétti þýðir að ökumenn sem hafa verið látnir sæta refsingu á grundvelli þess að tetrahýdrókannabínólsýru fannst í þvagi þeirra eiga að öðru jöfnu rétt á niðurfellingu refsingar sem hefur ekki verið framkvæmd, þar á meðal niðurfellingu sviptingu ævilangs ökuréttar.

Lyf­lækninga­deild lokað: Omíkron ein­angrað við Akra­nes

Lyf­lækninga­deild Sjúkra­hússins á Akra­nesi hefur verið lokað tíma­bundið og eru sjúk­lingar hennar og starfs­fólk í sótt­kví. Beðið er eftir niður­stöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-af­brigði kórónu­veirunnar á landinu var sjúk­lingur á deildinni.

„Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“

„Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust.

Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur

Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri.

Heimila lánadrottnum að hafa samband við skuldara í gegnum samfélagsmiðla

Bandarískir lánadrottnar mega nú senda skuldurum innheimtuskilaboð á samfélagsmiðlum og í gegnum smáskilaboð. Gagnrýnendur segja breytinguna geta leitt til þess að fjöldi skilaboða muni fara framhjá fólki og að um sé að ræða enn eina leiðina fyrir óprúttna aðila að svindla á grandalausum einstaklingum.

Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi

Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi.

Höfnuðu nýju svínabúi í Árborg vegna fjölda andmæla

Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt tillögu skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins, sem lagði til að fallið yrði frá áformum um deiliskipulag fyrir svínabú á jörðinni Hólar. Þá lagði nefndin einnig til að fallið yrði frá hugmyndum um að skilgreina iðnaðarsvæði á umræddum stað.

Rafbíllinn MG ZS EV Luxury með 440 km drægni

BL við Sævarhöfða kynnir á morgun laugardag, 4. desember milli kl. 12 og 16, uppfærðan og útlitsbreyttan MG ZS EV Luxury með 72 kWh rafhlöðu með uppgefinni 440 km drægni samkvæmt WLTP mælingum í blönduðum akstri. MG ZS EV er fimm manna fólksbíll sem hjá BL kostar 5.490 þúsundir króna.

Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum

Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 

Sjá næstu 50 fréttir