Fleiri fréttir

Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla

Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri.

Íbúar í Fellunum lögðu verktaka í tugmilljóna deilu

Verktakafyrirtækið Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. hefur verið dæmt til að greiða húsfélaginu Torfufelli 23-35 í Breiðholti 34 milljónir króna í nærri áratuga langri deilu um framkvæmdir á fjölbýlishúsinu.

Leita í húsum sem tengjast rússneskum ólígarka

Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) leituðu í dag í húsum í Washington DC og New York sem sögð eru tengjast rússneska auðjöfrinum Oleg Deripaska. Atlagan tengist rannsókn FBI en yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt Deripaska refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016.

„Það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á“

Formaður Viðreisnar vill fund með ráðherrum til að ganga úr skugga að þjóðaröryggi Íslendinga sé ekki ógnað með sölu á Mílu, dótturfélagi Símans, til fransks fyrirtækis. Tryggja verði að viðkvæmar upplýsingar rati ekki í rangar hendur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími skemmtistaða lengist um klukkutíma á miðnætti í kvöld. Slakað verður á reglunum í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo með allsherjar afléttingu innanlands eftir fjórar vikur.

Vilja gróður­brýr sem víðast

Vistlok eða gróðurbrýr svokallaðar eru meðal tillagna sem kynntar hafa verið fyrir íbúum í Háaleitis- og Bústaðahverfis. Tillögurnar eru hluti af fyrirhuguðum róttækum breytingum á hverfinu en skiptar skoðanir eru uppi um sumar tillagnanna.

Trump sparkar í látinn mann

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani.

Ó­trú­leg fjölgun hnúð­laxa er hulin ráð­gáta

Finnskur rann­sóknar­prófessor segir enga leið að spá fyrir um af­leiðingar hinnar gríðar­legu aukningar í stofni hnúð­laxa í Norður At­lants­hafinu. Hún gæti orðið dra­stísk ef vöxtur stofnsins heldur á­fram á sömu braut og hann hefur verið á en hann virðist hafa tí­faldast milli ára.

Fann­ey Birna hætt í Silfrinu eftir allt saman

Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem stjórnandi í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV, sem hún hefur stjórnað ásamt Agli Helgasyni um nokkurt skeið. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við fréttastofu.

Salan á Mílu á­sættan­leg að upp­fylltum á­kveðnum skil­yrðum

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila.

Hundruð enn í fangelsi eftir mótmælin á Kúbu í sumar

Kommúnistastjórnin á Kúbu heldur enn hátt í fimm hundruð manns í fangelsi af þeim rúmlega þúsund sem voru handteknir á mótmælum gegn stjórnvöldum í sumar. Mannréttindasamtök segja að fangarnir sæti ýmis konar harðræði.

„Covid er ekki búið”

Kórónuveirufaraldrinum er ekki lokið þrátt fyrir að verið sé að ráðast í umfangsmiklar afléttingar, að sögn sóttvarnalæknis. Hann tekur fram að ekki sé hægt að líta á faraldurinn eins og hefðbundna flensu og segir metfjölda smitaðra í gær áhyggjuefni.

Forsetinn segir seint verða sátt um sjávarútveginn

Forseti Íslands telur að umræður í samfélaginu sýni að seint náist sátt um ríkjandi kerfi í íslenskum sjávarútvegi. Hann boðar útgáfu sagnfræðirits á næsta ári um sögu Landhelgismálsins frá 1961-1972 og segir að sagan sýni okkur að heimskuleg og skammsýn rányrkjustefna skili engu.

Skólp aðeins grófhreinsað við Ánanaust næstu þrjár vikur

Hreinsistöð skólps við Ánanaust verður tekin úr rekstri á morgun og verður óstarfhæf í um þrjár vikur. Skólpið verður á þeim tíma grófhreinsað áður en því verður veitt í sjó. Kólígerlamagn verður því talsvert yfir viðmiðunarmörkum þennan tíma.

Undir­búnings­kjör­bréfa­nefnd á vett­vang talningar í Borgar­nesi

Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu.

„Langt síðan við hættum að horfa sér­stak­lega á smit­tölur“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir hefur ekki á­hyggjur af því að verið sé að ráðast í af­léttingar á sam­komu­tak­mörkunum innan­lands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í sam­fé­laginu. Átta­tíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði.

Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina

Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við af ákvörðun heilbrigðisráðherra um afléttingar innanlands en Tvö þúsund mega koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími skemmtistaða lengist um klukkustund frá og með miðnætti í kvöld. Þá er stefnt að fullri afléttingu eftir fjórar vikur.

Fundu sverð krossfara á hafsbotni við Ísrael

Áhugakafari fann sverð sem er talið hafa tilheyrt riddara sem tók þátt í einni krossfaranna fyrir um 900 árum undan ströndum norðanverðs Ísraels um helgina. Sverðið er sagt í nær fullkomnu ástandi þrátt fyrir að það hafið verið hjúpað sjávarlífverum.

Á annað hundrað milljóna í hættu vegna þurrka, flóða og hita

Allt að 118 milljónir Afríkubúa sem búa við örbirgð verða í hættu vegna þurrka, flóða og öfgahita fyrir lok þessa áratugs verði ekki gripið til mótvægisaðgerða samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) um áhrif loftslagsbreytinga í álfunni.

Maður féll hundrað metra af loftbelg og lést

Karlmaður féll af loftbelg í um hundrað metra hæð og lést í Ísrael í dag. Lögregla segir að maðurinn hafi hangið utan á körfu loftbelgsins. Hann er sagður hafa starfað við loftbelgjaflugið á jörðu niðri.

Spennan milli Pól­lands og Evrópu­sam­bandsins magnast

Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. 

Skutu skotflaug á Japanshaf

Norðurkóreumenn skutu skotflaug í sjóinn undan ströndum Japans í dag. Talið er að flaugin sem var notuð sé hönnuð til að vera skotið á loft frá kafbáti.

Bein útsending: Sjávarútvegsdagurinn í Hörpu

Sjávarútvegsdagurinn fer fram í Hörpu í dag, þriðjudaginn 19. október, en hann hefst klukkan 8:30 og stendur yfir til 10:00. Hægt verður að fylgjast með deginum í beinu streymi hér á Vísi. 

Kórónuveiran á siglingu í Bretlandi

Þeim sem smitast af kórónuveirunni í Bretlandi hefur fjölgað stöðugt í þessum mánuði og í gær greindust tæplega fimmtíu þúsund manns með Covid 19 í landinu.

Sjá næstu 50 fréttir