Fleiri fréttir

Gripið til neyðarstöðvunar í eina kjarnorkuveri Írans

Stjórnendur eina kjarnorkuvers Írans gripu til neyðarstöðvunar þess um helgina. Stjórnvöld hafa ekki gefið skýringar á á stöðvuninni en varað við því að rafmagni gæti slegið út tímabundið í nokkra daga.

Bólusett með Janssen og Pfizer í vikunni

Framundan er stór vika í bólusetningum en bólusett verður með bóluefnunum frá Janssen, Pfizer og AstraZeneca, það er að segja ef síðastnefnda berst í tæka tíð.

Varasamir vindstrengir á Vesturlandi

Varað er við snörpum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og víðar á vesturhelmingi landsins í dag. Ekki er ferðaveður fyrir hjólhýsi eða húsbíla sem fjúka auðveldlega í hliðarvindi á þeim slóðum.

Neitaði að segja til nafns og reyndist eftirlýstur

Það var nokkuð annasamt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt en hún stöðvaði meðal annars ökumann um kl. 21.30, grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Flokkur Macron í rétt rúmlega tíu prósentum

Fyrstu tölur benda til að hvorki flokkur Emmanuels Macron Frakklandsforseta né öfgahægriflokkur Marine Le Pen hafi tekist að bæta við sig mörgum mönnum í fyrri umferð héraðskosninga sem fram fóru í landinu í gær.

Pashinyan heldur velli í Armeníu

Flokkur sitjandi forsætisráðherra Armeníu virðist vera sigurvegari þingkosninga þar í landi en fyrstu tölur voru birtar í kvöld.

Nýjustu þríburar landsins dafna vel

Nýjustu þríburar landsins, sem eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir fóru í sína fyrstu sumarbústaðaferð í vikunni með foreldrum sínum og bróður. Þríburarnir, sem eru tveir strákar og eins stelpa dafna mjög vel en þau fá að borða á fjögurra tíma fresti.

Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið

„Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Aldrei hafa fleiri konur verið í forystu í Sjálfstæðislokknum og nú. Þær leiða í helmingi kjördæma eftir sigur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi í gær. Við ræðum við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Silja Dögg afþakkar þriðja sætið

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Astra-dagur verður líklega að Janssen-degi

Fyrirhugaðri bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á fimmtudag verður líklega frestað fram í vikuna á eftir, þar sem útlit er fyrir að efnið berist ekki til landsins í tæka tíð. Stefnt er að því að bólusetja í það minnsta tuttugu þúsund með bóluefnum Janssen og Pfizer á þriðjudag og miðvikudag – og mögulega verður bætt við Janssen-degi á fimmtudag.

Slasaði svif­vængjamaðurinn fluttur á brott með þyrlu

Allar björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag vegna slasaðs svifvængjamanns á Búrfelli í Þjórsárdal. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang á þriðja tímanum og hlúðu að konunni, sem flutt var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Fossvogi.

Fannst látin eftir að hafa sest upp í bíl með ó­kunnugum

Lík bandarískrar konu fannst um helgina í skógi austan við Moskvu í Rússlandi. Konan hvarf þann 15. júní síðastliðinn eftir að hafa sest upp í bíl með ókunnugum. Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið karlmann vegna málsins.

Fagnar góðu gengi kvenna í prófkjörum flokksins

Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna fagnar góðum árangri kvenna í prófkjörum flokksins fyrir komandi kosningar. Kynjahlutföll oddvitanna í kjördæmunum sex eru jöfn og útlit er fyrir að sjö konur muni taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn á næsta kjörtímabili, haldi flokkurinn fylgi sínu.

Eldfjallateppi heklað sem rúmteppi á 280 klukkutímum

Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sem býr í Luton í Bretlandi er ótrúlega manneskja þegar kemur að handverki en hún var að ljúka við að hekla rúmteppi með myndum af gosinu á Reykjanesi. Ragnheiður er fædd og uppalinn á Snæfellsnesi en flutti í Breiðholti á unglingsárum og flutti svo til Bretlands þar sem hún býr í dag.

Ætlar að hjóla 400 kíló­metra með höndunum

Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson hyggst hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring í næstu viku. Tilgangurinn með afrekinu er að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og að safna fyrir fjórum rafmagnsfjallahjólum fyrir hreyfihamlaða.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar ferðumst við til Norðvesturkjördæmis en prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, og jafnframt því síðasta í flokknum, lauk með sigri ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í gær. Konur leiða nú lista flokksins í þremur kjördæmum.

Tyggjók­lessu­hreinsari Reyk­víkingur ársins

Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum.

Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu

Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist.

Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir sam­særis­kenningar

Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið.

Sprengi­sandur: MeT­oo, upp­sagnir á Akur­eyri og hræðsla við Kína

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Hildi Fjólu Antonsdóttur, doktor í réttarfélagsfræði, til að ræða MeToo og rannsóknir sínar á stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum.

Nýr olíu­akur ógnar lífi 130 þúsund fíla

Tugir þúsunda afrískra fíla eru í hættu vegna áforma um að bora fyrir olíu á svæði sem talið er meðal síðustu ósnertu svæða í álfunni. Ætlunin er að olíuakurinn teygi sig frá Namibíu yfir til Botnsvana, sem myndi koma öllu lífríki, og samfélögum, á svæðinu úr jafnvægi.

Þúsundir tóku þátt í gleði­göngu í Pól­landi

Þúsundir gengu í gleðigöngu í Varsjá í gær og var þetta stærsti hinseginviðburður í sögu Póllands. Gangan er talið merki um andstöðu gegn yfirvöldum en hinseginréttindum hefur farið mikið aftur undanfarin ár.

Einn lést í gleðigöngu í Flórída

Einn er látinn og annar særður eftir að pallbíl var ekið inn í hóp fólks sem tók þátt í gleðigöngu í Flórída í gærkvöld. Bíllin var hluti af gleðigöngunni og búið var að skreyta hann með regnbogafánum.

Þór­dís Kol­brún bar sigur úr býtum í próf­kjörinu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, sem einnig sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu, hafnaði í öðru sæti.

Eftirför, líkamsárásir og vegabréfaþjófnaður

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu átti í eftirför á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir að ökumaður bifreiðar stansaði ekki þegar lögregla gaf merki um það með bláum ljósum og hljóðmerkum. Bílnum var ekið yfir gras og eftir gangstéttum en stoppaði að lokum og reyndi þá ökumaðurinn að hlaupa af vettvangi. Ökumaðurinn, sem er ung kona, var handtekin og er hún grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Renault Zoe - eins og félagsheimilið í Með allt á hreinu

Renault Zoe er fimm manna rafdrifinn borgarbíll. Hann er smekklega hannaður og staða ökumanns er afburðagóð. Drægnin er í ofanálag mjög fín. Zoe er meiri bíll en svo að hægt sé að kalla hann borgarsnattara, eins og flokkunin gefur til kynna. Hann er þéttur og góður og því vel hæfur til langkeyrslu.

Haraldur fer upp um sæti sam­kvæmt nýjustu tölum

Nýjustu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi voru birtar nú rétt í þessu. Haraldur Benediktsson er nú í öðru sæti, en samkvæmt fyrstu tölum var hann í því þriðja.

Lúxussnekkjan kveður Ísland

Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar.

Saumar þjóðbúninga á færibandi á Hvolsvelli

Ragnhildur Birna Jónsdóttir á Hvolsvelli er engin venjulega kona þegar kemur að saumaskap því hún hefur saumað á annan tug þjóðbúninga á sitt fólk. Hún segir saumaskap veita sér hugarró.

Varnarvirki í bígerð til að verja Grindavíkurbæ

Unnið er að hönnun varnarvirkja ef ske kynni að hraun úr Geldingadölum færi í átt að Grindavíkurbæ eða Reykjanesbraut. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir missi af Suðurstrandarvegi en að það hefði orðið of kostnaðarsamt að verja hann.

Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta

Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri.

Sjá næstu 50 fréttir