Fleiri fréttir

Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum

John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Spánverjar varir um sig gagnvart nýju bóluefni

Meira en helmingur Spánverja er ekki tilbúinn að láta bólusetja sig með nýju bóluefni gegn Covid-19 um leið og það verður aðgengilegt ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar. Spænsk stjórnvöld ætla sér að bólusetja 15-20 milljónir manna fyrir mitt næsta ár.

Bein útsending: Jarðarför Salmans Tamimi

Jarðarför Salmans Tamimi, forstöðumanns Félags múslima á Íslandi, fer fram í dag klukkan 12:30. Vegna samkomutakmarkana geta fáir verið viðstaddir jarðarförina en henni verður streymt, meðal annars hér á Vísi.

Veita engin ný leyfi til olíuleitar

Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tólf greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær. Allir sem greindust voru í sóttkví og við ræðum við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í hádegisfréttum okkar um þróun faraldursins.

Sjálfboðaliði í athvarfi Baskins bitinn af tígrisdýri

Tígrisdýr í dýraathvarfi Carole Baskins í Flórída beit konu í gær og er sagt hafa næstum því rifið af konunni hendina. Konan var að fæða tígrisdýrið og er sögð hafa stungið hendinni inn í búrið fyrir mistök.

Sprengingin fleygði mönnum allt að 150 metra

Fjórir létu lífið þegar sprenging varð í tanki í vatnshreinsistöð í Avonmouth, nærri Bristol í Bretlandi í gær. Þrír starfsmenn stöðvarinnar og einn verktaki dóu og einn mun hafa slasast en er ekki í lífshættu.

Vor­misse­ris­um­sóknir 60 prósent fleiri en í fyrra

Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri og eru þær um 60 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum og segir að reikna megi með að um 16 þúsund nemendur verði í skólanum á næsta ári.

Meira en helmingur Covid-sjúklinga fann fyrir truflun á bragð­skyni

Niðurstöður íslenskrar rannsóknar um tíðni og þróun einkenna meðal fólks sem greindist með Covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins sýna að meira en helmingur sjúklinga fann fyrir bragðskyns- og lyktarskynstruflunum. Niðurstöðurnar sýna einnig að nærri helmingur sjúklinganna fann fyrir einkennum í meltingarfærum.

EQV og eVito Tourer frumsýndir í sýndarsal Öskju

Bílaumboðið Askja frumsýndi í gær tvo nýjustu rafbíla Mercedes-Benz, EQV og eVito Tourer. EQV og eVito eru 100% rafmagnaðir fjölnotabílar. Um er að ræða nýja valmöguleika í rafmögnuðum samgöngum en bílanir henta vel fyrir akstur með minni hópa eða allt að níu manns.

Ófært um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs

Súðavíkurhlíð er ófær vegna snjóflóðs að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þá er Holtavörðuheiðin einnig ófær sem og Brattabrekka, Þröskuldar og vegurinn yfir Þverárfjall samkvæmt korti Vegagerðarinnar. Þungfært er á Mývatnsöræfum og skafrenningur.

Líkur á að frí­verslunar­samningur náist hverfandi

Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum.

Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands

Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar.

Lýsir á­hrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann

Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga.

Lést af slysförum í Árnessýslu

Maður sem féll ofan í vök í Árnessýslu á sjöunda tímanum var úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Vand­ræði við bólu­efna­fram­leiðslu Pfizer

Lyfjaframleiðandinn Pfizer gerir ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra Covid-19 bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu.

Heitara vatn í pípunum og fólk gæti því varúðar

Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu eykst nú stöðugt með kólnandi veðri. Búist er við að álagsmet verði slegið á laugardag. Brugðist hefur verið við auknu álagi með því að hækka hitastig á vatninu og er fólk því hvatt til að gæta varúðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

25 nýir hrútar að störfum – Guðni og Sammi eru þar á meðal

Tuttugu og fimm nýir hrútar hafa tekið til starfa á Sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi og verða þeir að gefa sæði fram að jólum. Af þeim eru þrettán hyrndir, níu kollóttir, einn feldhrútur, einn forystu hrútur og svo ferhyrndur hrútur.

Fór niður um vök í grennd við Selfoss

Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir bólusetningar við kórónuveirunni geta hafist í fyrstu vikum næsta árs og hjarðónæmi myndist fljótt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs

Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi.

Sonurinn var ekki fangi móður sinnar

Kona á áttræðisaldri, sem talin var hafa haldið syni sínum föngnum í íbúð sinni í Haninge suður af Stokkhólmi í nær þrjá áratugi, er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekki hafa fundist neinar vísbendingar um að syninum hafi verið haldið í íbúðinni gegn vilja sínum.

Flugvél í árekstri við bíl eftir nauðlendingu

Flugmaður einkaflugvélar lenti í miklum vandræðum í Minnesota í Bandaríkjunum í gærkvöldi og þurfti hann að framkvæma nauðlendingu á hraðbraut hjá borgunum Minneapolis og Saint Paul.

Ólafur Helgi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er kominn í leyfi frá störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Helgi hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssasksóknara að meintu broti á þagnarskyldu hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Sjá næstu 50 fréttir