Fleiri fréttir

Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni

Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40.

Yuko Takeuchi látin

Japanska leikkonan Yuko Takeuchi fannst látin á heimili sínu í Tókýó. Hún var fertug.

Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena

Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí.

Strax grunur um að fólkið ætlaði ekki að virða sóttkví

Þrír erlendir ferðamenn sem voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi voru sektaðir um 250.000 krónur hver. Grunur kviknaði strax um að fólkið myndi ekki virða sóttkví við komuna til landsins.

Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga

Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu.

Einn í öndunarvél með Covid-19

Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum Landspítalans.

Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi

Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær.

Kjaramál og kreppa til umræðu á Sprengisandi

Fjármálakreppa, staða öryrkja, deilur á vinnumarkaði og vinnsla matvæla verður í deiglunni á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær góða gesti í þáttinn til sín sem hefst klukkan 10 og stendur yfir tólf þegar hádegisfréttir fara í loftið á Bylgjunni.

Lægð gengur yfir landið í dag

Rignt gæti af talsverðum ákafa á suðausturhluta landsins í dag, þar á meðal í Mýrdal og í Öræfum, þegar vaxandi lægð sunnan úr hafi gengur norður yfir landið í dag. Vindur snýst í norðlæga átt á morgun með kólnandi veðri.

Sextán fórust í námuslysi í Kína

Kolmónoxíðeitrun varð sextán kolanámumönnum að bana í suðvestanverðu Kína í dag. Aðeins einn þeirra sem festust í námunni komst lífs af og er hann sagður á sjúkrahúsi.

Fjórir erlendir ferðamenn handteknir, grunaðir um brot á sóttkví

Erlendur ferðamaður sem var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi er grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn er sagður hafa verið afar ölvaður og reynt að efna til slagsmála. Þrír aðrir erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í gærkvöldi.

Lofar að skila líki suður­kóresks manns

Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum.

Fann vel fyrir skjálftunum í Grímsey

Þrír jarðskjálftar öflugri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín norðaustur af Grímsey liðna nótt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 segjum við frá því að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi er orðið það hæsta á Norðurlöndum. Almannavarnir hafa lýst yfir áhyggjum af þróuninni.

184 starfsmenn Landspítala í sóttkví og 35 í einangrun

Alls eru nú 184 starfsmenn Landspítalans í sóttkví og 35 í einangrun, að því er fram kemur á vef spítalans. Starfsmönnum í sóttkví hefur fjölgað lítillega síðan í gær en fjöldi í einangrun helst sá sami.

Ríkis­stjórnar­myndun í Líbanon farin út um þúfur

Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa.

„Hefur ömurlegar afleiðingar í för með sér“

Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms og sýknaði dagmóður af ákæru fyrir líkamsárás gegn barni. Lögmaður konunnar segir málið átakanlegt og vonar að hægt verði að draga lærdóm af því

Mætir í vinnuna í skógræktinni af gömlum vana

Böðvar Guðmundsson, sem býr á Selfossi hefur nýlega látið af starfi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Þrátt fyrir að hann sé hættur þá mætir hann áfram í vinnuna af gömlum vana.

Flokksráð Miðflokksins fundar

Fundur flokksráðs Miðflokksins hefst með ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns, flokksins, klukkan 13:00 í dag. Á meðal efni fundarins er tillaga um boðun aukalandsþings.

„Við höfum áfram talsverðar áhyggjur af þessu“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir það áhyggjuefni að fjöldi þeirra sem greinist með kórónuveiruna daglega hér á landi sé jafn hár og raun ber vitni.

Á þriðja tug fórst með herflugvél í Úkraínu

Liðsforingjaefni úr úkraínska flughernum voru meirihluti þeirra að minnsta kosti 25 sem fórust þegar herflugvél brotlenti nærri borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir