Fleiri fréttir

Allir þurfi að huga að smitvörnum

Almannavarnir hafa fengið margar ábendingar um að fólk virði ekki tveggja metra reglu á opinberum stöðum að sögn Ölmu D. Möller landlæknis.

Skima allt að sex hundruð Skaga­menn

Skagamenn hafa sýnt skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi mikinn áhuga og er búist við því að allt að sex hundruð fari í skimun í dag.

Íslendingar vilja ekki vinna við sauðfjárslátrun

Illa gengur að ráða starfsfólk í sauðfjárslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, sem hefst 4. september í haust enda lítill sem engin áhugi hjá Íslendingum að vinna við slátrunina. Í staðinn verður reynt að ráða útlendinga til starfa.

Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku

Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum.

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir látin

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, fyrrverandi þulur hjá Ríkisútvarpinu, er látin, 79 ára að aldri. Hún var ein af þekktustu röddum Ríkisútvarpsins og starfaði þar í 44 ár.

Facebook þarf að loka á stuðningsmenn forseta Brasilíu

Hæstiréttur Brasilíu skipaði Facebook að loka aðgangi nokkurra helstu stuðningsmanna Jairs Bolsonaro forseta sem hafa dreift því sem rétturinn telur ósannindi um dómara. Samfélagsmiðlarisinn segir skipunina ógna tjáningarfrelsi og ætlar að áfrýja.

Fullt í skimun á Akra­nesi

Góð viðbrögð Skagamanna við skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni eru ástæða þess að þeir skimunartímar sem í boði voru fylltust fljótt.

Hyggjast byrja að bólu­setja í októ­ber

Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst.

Svona var 91. upplýsingafundur almannavarna

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni.

Boðað til upplýsingafundar í dag

Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita.

„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum

Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar.

Hátíðleg en lágstemmd athöfn við innsetningu forseta Íslands

Miklar breytingar hafa verið gerðar á hefðbundinni athöfn við innsetningu í embætti forseta Íslands sem fram fer í alþingishúsinu í dag. Gestum hefur verið fækkað úr tæplega þrjú hundruð í tuttugu og níu og ekki verður gengið til messu í Dómkirkjunni.

Fáir á ferðinni á Suðurlandi en lögregla með stíft eftirlit

Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu.

Dauðadómur yfir sprengjumanninum í Boston ógiltur

Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ógilti í gær dauðadóm yfir Dzhokhar Tsarnaev vegna sprengjuárásarinnar á Boston-maraþonið árið 2013. Dómarinn í máli hans var talinn hafa vanrækt að ganga úr skugga um að kviðdómendur væru ekki hlutdrægir gegn Tsarnaev.

Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum

Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur.

Sjá næstu 50 fréttir