Fleiri fréttir

Reglur um heimkomusmitgát taka gildi á mánudag

Íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem búa á landinu þurfa að virða svonefnda heimkomusmitgát í fimm daga velji þeir að fara í sýnatöku við komuna til landsins frá og með mánudeginum 13. júlí. Reglurnar eru settar til að minnka líkur á að röng niðurstaða úr prófi á landamærunum leiði til stærri hópsmita á Íslandi.

Telur ó­lík­legt að Þjóð­há­tíð verði að veru­leika í ár

Ekki lítur út fyrir að Þjóðhátíð verði haldin í Vestmannaeyjum í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, segir aðstæður ekki líta vel út og ólíklegt sé að hátíðin fari fram í ár, í aðeisn þriðja skipti skipti í 145 ára sögu Þjóðhátíðar í Eyjum.

Erdogan breytir Ægisif í mosku

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju.

Þrjú aðildarfélög Kennarasambandsins semja

Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla skrifuðu undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt og í morgun.

Hálf öld frá brunanum á Þingvöllum

Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt.

Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli

Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki.

Fimm milljónir í að rífa upp ársgamalt undirlag

Loka hefur þurft af ákveðið svæði Breiðholtslaugar vegna framkvæmda við undirlag leiktækja við laugina. Leiktækin og undirlag þeirra var sett upp síðasta sumar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar nú kosti um fimm milljónir króna.

Fjölskyldan fer í sóttkví í húsbíl á Vestfjörðum

Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst.

Rivera talin hafa drukknað

Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu.

Ferðalangar frá Íslandi ekki skikkaðir í sóttkví í Englandi

Alls eru 59 ríki og svæði sem ferðast má frá til Englands, Wales og Norður-Írlands, án þess að þurfa að sæta sóttkví, frá og með deginum í dag. Ísland er á meðal þessara svæða, og þurfa ferðalangar héðan nú ekki að sæta sóttkví við komuna.

Bóluefni varði hamstra fyrir veirunni

Hamstrar sem hafa verið notaðir sem tilraunadýr í þróun bóluefnis við kórónuveirunni sýkjast ekki af veirunni eftir að hafa verið sprautaðir með bóluefninu.

Hiti víða 8 til 15 stig

Hiti mun ná allt að 20 stigum suðaustanlands í dag og verður bjartviðri á Suðurlandi. Hins vegar verður skýjað norðaustantil og við vesturströndina með lítilsháttar vætu.

Einn mikilvægasti bíll Aston Martin kominn í framleiðslu

Framleiðsla á fyrsta Aston Martin DBX kláraðist í gær og mun afhending á fyrstu eintökunum hefjast seinna í júlí. Bíllinn er einn mikilvægasti bíll í sögu Aston Martin og miklar vonir eru bundnar við sölu á DBX.

Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt

Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt.

Áreitti fólk á Austurvelli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í mjög annarlegu ástandi við Austurvöll upp úr klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá hafði verið að áreita fólk.

Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum

Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember.

Síma­mótið spilað á 37 völlum

Símamótið fer fram í Kópavogi á morgun og um helgina. Að hámarki fimm hundruð manns mega koma saman í einu samkvæmt sóttvarnareglum en von er á tæplega 2500 þátttakendum á mótinu. Þeim fylgja þó foreldrar, dómarar og aðrir gestir.

Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu

Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu.

Sjá næstu 50 fréttir