Fleiri fréttir

Bætist í hóp her­foringja sem gagn­rýna Trump

Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins.

Helgi Björns segir að í laxveiði beri sig allir vel

Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum.

Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins

Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af.

Búast við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild

Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda.

George Floyd minnst í Minneapolis

Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn.

Töldu meiri smit­hættu af því að vísa fólki af sam­stöðu­fundinum

Smithætta hefði aukist hefði fólki, sem viðstatt var samstöðufundi á Austurvelli í gær vegna ástandsins vestanhafs, hefði verið vísað af Austurvelli. Lögreglumenn sem staddir voru á fundinum töldu það ekki þjóna markmiðum sóttvarna og að betra væri að láta fundinn klárast en um þrjú þúsund manns voru viðstaddir þegar hæst lét.

Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa

Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra.

Sex ára barn féll þrjá metra gegnum loft­ræstigrind

Sex ára gamalt barn féll niður um þrjá metra þegar það var á gangi fyrir framan Kórinn í Kópavogi í gær. Barnið var á leið á æfingu og gekk yfir loftræstigrind fyrir utan húsið sem ekki hafði verið gengið almennilega frá og féll barnið niður um grindina.

Um hundrað fleiri í sóttkví en ekkert nýtt smit

Fólki í sóttkví fjölgar um rúmlega hundrað á milli daga þrátt fyrir að ekkert nýtt kórónuveirusmit hafi greinst í fimm daga í röð. Undanfarna tvo daga hefur fólki í sóttkví fjölgað um á annað hundrað.

Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni

Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu.

Guðlaugur segir nú ljóst að framganga Íslands skipti máli

Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Utanríkisráðherra segist vona að skýrslan leiði til góðs.

Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag.

Mótmæla lokun hraðbanka í Færeyjum

Betri Banki í Færeyjum hefur ákveðið að loka hraðbönkum um eyjarnar og fækka þeim svo aðeins átta hraðbankar á þeirra vegum verði eftir á eyjunum.

Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga

Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin.

Sjá næstu 50 fréttir