Fleiri fréttir

Ríkið fær Dynjanda að gjöf

RARIK hefur fært íslenska ríkinu Dynjanda við Arnarfjörð að gjöf í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands.

Viðræður í Venesúela runnar út í sandinn

Sex vikur eru síðan fulltrúar stjórnvalda sögðu sig frá viðræðum sem Norðmenn höfðu milligöngu um. Stjórnarandstaðan segir nú að útséð sé um að þeim verði haldið áfram.

Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum.

Opinberuðu ekki árásir Kína af ótta við afleiðingar

Starfsmenn leyniþjónustu Ástralíu komust fyrr á þessu ári að þeirri niðurstöðu að Kína beri ábyrgð á tölvuárásum sem beindust gegn þingi ríkisins og þremur stærstu stjórnmálaflokkum þess skömmu fyrir þingkosningar í maí.

Alvarleg vannæring ógnar lífi barna í Mósambík

Tæplega ein milljón íbúa Mósambík býr við vannæringu og matarskort, þar af 160 þúsund börn yngri en fimm ára. Þetta segir í tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)

Hvassviðri framan af degi

Landsmenn mega eiga von á hvassviðri á landinu framan af degi en lægja mun síðdegis.

Viðræður í skötulíki

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram.

Hvetur fólk til að borða diska og hnífapör

Bartosz Wójcik rekur fyrirtækið Eco Ísland sem selur ætan og umhverfisvænan borðbúnað. Hann hefur búið á Íslandi í áratug og segir dvöl sína í hreinasta landi heims hafa haft áhrif á hugmyndir hans um umhverfismál.

Útgjöld eftirlitsstofnana aukast áfram

Umfang eftirlitsstofnana ríkisins hefur aukist umtalsvert á síðustu átta árum. Árið 2014 var sett vinna í gang við að fara yfir regluverk stofnananna með gögn OECD um hagkvæmni og skilvirkni til hliðsjónar en sú vinna rann út í sandinn vegna fjárskorts.

Efast um lögmæti niðurstöðu Hæstaréttar

Ilhan Omar, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi vera siðferðilega og lagalega ranga að sínu mati.

Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“

Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann.

Undirritunardagurinn kom og fór

Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Forsætisráðherra segir að ástandið innan lögreglunnar geti ekki gengið svona áfram. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef persóna Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, standi í vegi fyrir því að samskipti innan lögreglunnar séu í lagi eigi löggæslan í landinu að vega þyngra.

Segir innflutning á kjöti átakanlegan í landi sauðkindarinnar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, kallar eftir því að auðlindir jarðarinnar verði nýttar með ábyrgari hætti, enda sé náttúran komin að þolmörkum. Það muni þýða breyttar neysluvenjur og segir formaðurinn í því samhengi ótækt að Íslendingar flytji matvörur um langan veg.

Alvarlegt umferðarslys varð á Borgarfjarðarbraut

Í samtali við Vísi staðfesti Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að um mjög harðan árekstur hafi verið að ræða þar sem tveir bílar keyrðu beint framan á hvorn annan.

Sjá næstu 50 fréttir