Fleiri fréttir

Skemmtistaðurinn Shooters innsiglaður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti. Lögreglan staðfestir þó ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum í aðgerðum lögreglu í miðborginni í tengslum við umfangsmikla brotastarfsemi.

Íbúar á Akureyri ósáttir við steypuframleiðslu

Íbúar í Giljahverfi á Akureyri mótmæla steypueiningaframleiðslu í hverfinu. Formaður hverfisnefndar segir að íbúar hafi áhyggjur af mengandi starfsemi nálægt byggð. Fulltrúi fyrirtækisins segir að það treysti sér til að hanna og byggja verksmiðju sem uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda.

Vonandi ekki skúffuskýrsla í Árborg

Stjórnsýsluúttekt hefur verið gerið á Sveitarfélaginu Árborg, sem Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði vann.

Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu

Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau.

May biður um lengri tíma

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma.

Kuldastillan staldrar stutt við

Víðast hvar er hæglætis veður en færð er enn mjög þung á Austurlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Unnið er að snjómokstri um land allt. Útlit er fyrir breytilega átt þrjá til átta metra á sekúndu og víða þurrt og bjart veður að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Kuldastillan mun þó ekki að staldra lengi við.

Hætt kominn í sundlaug í Austurbænum

Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Maður var hætt kominn í sundlaug í Austurbænum í gærkvöldi en hann var með meðvitund þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði.

85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin

Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð.

Segir opinbert eftirlit afar takmarkað á íslenskum vinnumarkaði

Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi.

Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn

Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013.

Ed Miliband: Horfum til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála

"Horft er til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála,“ segir Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins. Miliband hrósar Jeremy Corbyn, núverandi leiðtoga flokksins, fyrir að rétta Theresu May, forsætisráðherra, hjálparhönd varðandi vandasama úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Lýsa yfir neyðarástandi vegna ísbjarna

Yfirvöld á rússneska eyjaklasanum Novaja Semlja í Norður-Íshafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna tíðra árása ísbjarna á íbúa svæðisins.

Sjá næstu 50 fréttir