Fleiri fréttir

Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu

Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi.

Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar

Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld fjöllum við um atvik í Þýskalandi þar sem fjórir létu lífið og tugir særðust þegar sendibíl var ekið á veitingahúsagesti í dag.

Rússar vilja fund með Boris Johnson

Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi.

Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum

Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn.

Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna

Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við.

Í köldu stríði

Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen.

Konan sem Mandela gat ekki fyrirgefið

Winnie Mandela lést nýlega, 81 árs gömul. Rétt eins og maður hennar, Nelson Mandela, helgaði hún líf sitt baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni.

Geðdeyfðarlyf trompa lyfleysu

Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna.

Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn

Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn.

Oddviti Flokks fólksins: „Viljum koma fólki í skjól og undir þak“

Flokkur fólksins setur húsnæðis- og leikskólamál í forgang í stefnuskrá sinni fyrir borgarstjórnarkosningar og að forgangsraða eigi á annan hátt í borginni svo þeir sem minna megi sín fái kost á betra lífi. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur er í fyrsta sæti listans.

Vilja nýta dúkkurnar í starfi með einhverfum

Leikskólabörn klæddust bláu í dag til að auka vitund um einhverfu og í World Class dansaði fólk Zumba til að styrkja átakið. Átta leikskólar fengu afhentar fjörtíu dúkkur sem eiga að koma að gagni í starfi með einhverfum börnum

Úðakerfi hefði verið heppilegt

Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu.

Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum

Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs.

Sjá næstu 50 fréttir