Fleiri fréttir

Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby

Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári.

Hlýnar smám saman í vikunni

Það mun hlýna smám saman á landinu nú í vikunni ef marka má hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus

Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra.

Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður

Litlar tekjur þóttu ekki fullnægjandi rök systkina til að fá kröfu TR í dánarbú föður þeirra fellda niður. Faðir þeirra hafði ekki gert grein fyrir tekjum úr líf­eyrissjóði og séreignarsparnaði. Formaður ÖBÍ telur kerfið vera ömurlegt.

Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi

Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið.

Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu

Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB.

Telja árásina ekki hafa verið hryðjuverk

Lögreglan í Þýskalandi telur að árásarmaður sem ók bíl inn í hóp veitingahúsagesta hafi verið einn að verki. Hann hafi átt við geðræn vandamál að stríða en hafi ekki haft pólitískar hvatir fyrir gjörðum sínum.

Þegar allt varð vitlaust á landsleik í Höllinni

Fimmtíu ár voru í gær liðin frá fyrsta sigurleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn því danska. Setti mikinn svip á fermingarveislur um land allt. Forseti Íslands bauð leikmönnum og eiginkonum á Bessastaði í tilefni tímamótanna.

Lotta sýnir loftfimleika á Tenór á fleygiferð

Hesturinn Tenór sem er 22 vetra og Þórhildur Lotta Kjartansdóttir, alltaf kölluð Lotta, sem er níu ára úr Þykkvabænum hafa vakið mikla athygli því Lotta geri fimleikaæfingar á baki á meðan Tenór hleypur með hana.

Orbán áfram við völd

Fidesz-flokkur forsætisráðherra Ungverjalands fór með sigur af hólmi í þingkosningunum í Ungverjalandi sem haldnar voru í dag.

Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls

Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls en útlit er fyrir að fyrir að styrkir frá félagsmálaráðuneytinu skerðist um 2,5 milljónir til samtakann á þessu ári.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttast er að hátt í hundrað hafi látið lífið í efnavopnaárás í Ghouta héraði í Sýrlandi. Stjórnarherinn er sagður bera ábyrgð á árásinni.

Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna

Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja.

Verðhækkanir árangursríkasta vopnið gegn tóbaksneyslu

Verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis segir verðstýringu lang öflugasta vopnið gegn notkun nef- og munntóbaks. Neyslan jókst hins vegar talsvert á fyrstu tveimur mánuðum ársins þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir undanfarin misseri.

Sjá næstu 50 fréttir