Fleiri fréttir

Prufukeyra kerfi rafrænna kosninga

Ölfusingar verða fyrstir til að prófa nýtt kerfi Þjóðskrár um rafrænar íbúakosningar. Kosið verður í mars um hug til sameiningar öðrum sveitarfélögum. Hluti af þróun kerfis sem nota á í framtíðinni.

Hringingar í kirkjuklukkum eru ekki umhverfisvandamál

"Hringingar frá kirkjuklukkum framkvæmdar samkvæmt því verklagi sem þjóðkirkjan hefur ákveðið verður að telja að séu eðlilegur hluti af borgarumhverfi.“ segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Aldraðir fá ekki böðun eftir pöntun

Ekki hafa allir eldri borgarar sem búa á hjúkrunarheimilum val um það hvenær og hversu oft þeir fá að fara í bað. Formaður Félags eldri borgara segir félagið hafa miklar áhyggjur af stöðu aldraðra og langri bið eftir að komast á hjúkrunarheimili.

Tíu tíma tók að telja peningana

Lögregla á Ítalíu hefur gert upptækar 53 milljónir í fölsuðum evruseðlum sem fundust í kjallara íbúðarhúss í þorpinu Villaricca, nærri Napólí, á Ítalíu. Lögreglan kynnti fund sinn á blaðamannafundi í gær. Er þetta með hæstu upphæðum sem fundist hafa í fölsuðum seðlum.

Lengd jarðstrengja mörkum háð

Jarðstrengur um Sprengisand getur að hámarki orðið 50 kílómetra langur vegna tæknilegra takmarkana í núverandi raforkukerfi.

Spá fárviðri á Suðurlandi í nótt

Veðurstofan spáir stormi úr austri með suðurströndinni og að í Öræfasveit megi gera ráð fyrir hviðum 35 til 45 metra á sekúndu seint í nótt.

Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart

Björn Þorvaldsson, saksóknari segir að dómurinn sem kveðinn var upp í hæstarétti yfir sakborningunum í Al Thani málinu vera í samræmi við það sem lagt var upp með.

Chevrolet frá Hermanni Jónassyni í uppáhaldi

Lárus Sigfússon, fyrrverandi forseta-og ráðherrabílstjóri, lagði bíllyklana á hilluna rétt fyrir hundrað ára afmæli sitt fyrr í mánuðinum. Hann segist alla tíð hafa verið mikill bílaáhugamaður og hefur átt hátt í tvöhundruð bíla í gegnum tíðina.

Vill auka sveigjanleika varðandi eftirlaunaaldur

Hækkandi lífaldur þjóðarinnar og betri heilsa kallar á aukinn sveigjanleik varðandi eftirlaunaaldur að mati framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Eignir sjóðanna jukust um tæpa þrjú hundruð milljarða í fyrra.

Í öryggisgæslu vegna hnífstunguárásar

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm yfir manni sem í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra var sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps og þess í stað gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Iceland jails former Kaupthing bank bosses

Four former bosses from the Icelandic bank Kaupting have been sentenced to between four and five and a half years in prison in the Surpreme Court of Iceland.

Spáir stormi með suðurströndinni

Spáð er austan stormi með suðurströndinni og í Öræfasveit má gera ráð fyrir vindhviðum 35- 45 metrum á sekúndu seint í nótt.

Frítt í sund í Hafnarfirði

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í morgun að dagana 25.febrúar - 1. mars, þegar skipulagsdagur og vetrarfrí eru i leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar, verði öllum veittur ókeypis aðgangur í sundlaugar bæjarins.

Haldið sofandi í öndunarvél

Ökumaðurinn sem slasaðist alvarlega eftir árekstur tveggja bíla við Rauðavatn í Reykjavík í gærkvöldi liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans.

Sjá næstu 50 fréttir