Fleiri fréttir

Flensuorðrómur ekki staðfestur

Sóttvarnalæknir hefur sérstaklega birt tilkynningu um að orðrómur um að inflúensan í ár verði skæðari en undanfarin ár hafi ekki verið staðfestur.

Ætla að græða 90.000 hektara lands

Endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu gengur vel. Hekluskógaverkefnið er borið uppi af víðtæku samstarfi og þegar hafa 2,3 milljónir trjáplantna verið gróðursettar - sem graðga í sig íslenskt kjötmjöl. Stjórnvöld skoða að hefja svipuð verkefni í öðrum landshlutum.

Fólksbíll á hliðina á Suðurlandsbraut

Slökkviliðsmenn og sjúkrateymi voru klukkan 15:43 kölluð út á Suðurlandsbraut nærri gatnamótunum við Grensásveg þar sem fólksbíll fór á hliðina.

Sögusagnir um andlát Fidels Castro

Ekki hefur verið boðað til blaðamannafundar á Kúbu í dag að sögn fréttaritara AFP, eins og dagblað í Miami greindi frá í morgun.

Bent Sch. Thorsteinsson látinn

Bent Sch. Thorsteinsson, fyrrverandi fjármálastjóri Rafmagnsveitna ríkisins, lést þann 7. janúar á Landsspítalanum við Fossvog.

Hærri frístundastyrkur á Akureyri

Íþróttaráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum fyrir áramót að hækka frístundastyrk ungmenna í bænum til íþrótta– og tómstundastarfs í 12.000 krónur eða um 20% frá og með 1. janúar 2015.

Bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum er forgangsmál

Bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum er forgangsmál og sérstakur starfshópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur það hlutverk að meta leiðir til að bæta þar um hefur skilað árlegri skýrslu sinni um raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Tvískiptar metanbifreiðar í sorphirðunni

Sorphirða Reykjavíkurborgar hefur fengið þrjá nýja metanknúna Scania bíla til að sinna losun grárra og blárra tunna í borginni og mun fá þann fjórða á næstu dögum.

Veiðiréttarhafar stefna ríkinu vegna dvínandi vatns í Grenlæk

Veiðiréttarhafar við Grenlæk vilja að dómstólar viðurkenni að ríkinu og Skaftárhreppi beri að bæta þeim tjón vegna aðgerða sem heft hafi náttúrulegt rennsli vatns fram Eldhraun í Landbroti og leitt til minnkandi veiði á vatnasviði árinnar.

Vilja þakið af en ná ekki í eigandann

Bæjaryfirvöld í Garði gáfu nú um áramótin húseiganda fjögurra vikna frest til að lagfæra þak með lausum þakplötum. Helst vill bærinn fá að taka þakið strax af húsinu.

Rafmagnslaust á stórum hluta Suðurlands

Rafmagnslaust varð á stórum hluta Suðurlands og í Vestmannaeyjum uppúr klukkan ellefu í gærkvöldi eftir að eldingu sló niður í spennivirki Rafmagnsveitu ríkisins við Hvolsvöll með þeim afleiðingum að öllu sló út.

Víða snjóþekja á vegum

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi.

Ofbeldi í nánum samböndum hefur áhrif á heilsu þolenda

Ný rannsókn sýnir að af 306 konum höfðu 55 orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Sautján þeirra höfðu þróað með sér einkenni áfallastreituröskunar. Ofbeldið hefur mikil áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu.

Sjá næstu 50 fréttir