Fleiri fréttir

Kosningarnar í Svíþjóð: Heldur dapurlegur sigur Löfvens

Leiðtogi sænskra sósíaldemókrata getur ekki myndað meirihlutastjórn vinstri flokkanna, þrátt fyrir kosningasigur þeirra í gær. Svíþjóðardemókratar eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn, en enginn vill stjórna með honum og rafmagnið var tekið af kosningavökunni.

Býr eldgosið til eitraða rigningu?

Getur verið að eldgosið búi til rigningu og jafnvel úrhellisdembur? Og kannski eitraða úrkomu? Þessara spurninga spurði Kristján Már sig á gosstöðvunum og fékk athyglisverð svör á Veðurstofunni.

Leki í bát við Siglufjörð

Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan 18:30 í kvöld þegar leki kom að báti um þrettán sjómílum norðaustur af Siglufirði.

Viljum halda áfram að gefa út fræðibækur á íslensku

Hækki skattur á bókaútgáfu eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu mun það hafa áhrif á störf sem nokkur hundruð íslenskir fræðimenn sinna. Ekki er gefið að fræðibækur komi út á íslensku í þeim mæli sem nú er, segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis.

Bátur slitnaði frá bryggju

Bátur slitnaði frá bryggju í Kaldrananesi í Bjarnarfirði á Ströndum nú síðdegis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Lögregla leitar Agnesar Helgu

Þeir sem verða varir við ferðir Agnesar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.

Undirbúa hundrað megavatta virkjun

Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík.

Formaður stjórnarskrárnefndar hættir störfum

Sigurður Líndal segir ekki þörf á að breyta stjórnarskrá Íslands mikið og almennt eigi ekki að breyta stjórnarskrám mikið. Þó megi gera viðauka varðandi framsal valds og forsetann.

Met slegið í brennisteinsdíoxíðsmengun

Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir að aldrei áður hafi mælst eins mikil brennisteinsdíoxíðsmengun á Íslandi og frá eldgosinu í Holuhrauni í gærkvöldi. Mengunarmælum verður fjölgað.

Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína

Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum.

Hernámi Ísraels mótmælt fyrir leik

Hópur fólks kom saman fyrir utan Laugardalsvöllinn nú síðdegis fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu við Ísrael.

Sigmundur Davíð flaug yfir gosstöðvarnar

Markmið flugsins var að kynna fyrir forsætisráðherra starf flugdeildar Landhelgisgæslunnar og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og með hvaða hætti Landhelgisgæslan hefur tekið þátt í þeim viðbúnaði sem staðið hefur yfir síðastliðnar vikur vegna eldgossins og óróans á svæðinu.

Icelandair hættir áætlunarflugi vegna ástandsins í Úkraínu

Ástandið í Úkraínu og veiking rúblunnar eru meðal ástæðna þess að Icelandair hættir flugi til eina áfangastaðar síns í austurhluta Evrópu. Síðasta ferðin til Rússlands í ár var farin í síðustu viku og forsvarsmenn félagsins ætla ekki að taka upp þráðinn í vor.

Foreldrar Steencamp gagnrýna dóm Pistorius

Foreldrar Reevu Steenkamp, sem spretthlauparinn Oscar Pistorius skaut til bana á síðasta ári, gagnrýna harkalega að Pistorius hafi verið fundinn sekur um manndráp en ekki morð.

Boðað til mótmæla gegn IS í Danmörku

Boðað hefur verið til mótmæla gegn Íslamska ríkinu í Kaupmannahöfn og Árósum í dag og er búist við að hundruð múslimar taki þátt í þeim. Vel á annað þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin í Kaupmannahöfn í gegnum Facebook.

Gasský leggur til austurs

Gasský leggur frá gosstöðvunum við Bárðarbungu til austurs en mjög hár styrkur brennisteinsdíoxíðs mældist á Reyðarfirði um klukkan tíu í gærkvöld.

Karlmaður ákærður fyrir tilraun til manndráps

Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa ráðist á 21 árs gamla unnustu sína á heimili þeirra í Grafarholti í júlí síðastliðnum.

Sjá næstu 50 fréttir