Fleiri fréttir

Ók utan vega við Lakagíga

Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs.

Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir

Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi.

Heimsfrægar geitur í útrýmingarhættu

Ef fram fer sem horfir verður meirihluta geita í eina geitaræktarbúi landsins slátrað eftir rúman mánuð, þrátt fyrir að íslenski geitastofninn sé á válista yfir dýr í útrýmingarhættu. Það sem gæti þó komið til bjargar er söfnun sem erlendir aðilar hafa ýtt úr vör, en þar vekja hlutverk geitana í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones mikla athygli.

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkar

8 kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í júlí og hefur fækkað 41% samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Áframhaldandi stríð mæti Ísrael ekki kröfum Hamas

Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum hinna stríðandi fylkinga á Gasa og sagði talsmaður talsmaður Hamas í dag að stríðinu við Ísrael myndi ekki ljúka fyrr en Ísraelsmenn samþykktu kröfur þeirra um að opna landamæri Gasa að nýju.

Dregur úr stuðningi við ríkisstjórnina

Lítil breyting er á fylgi stjórnmálaflokkanna í nýjustu skoðanakönnun MMR. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 36,2% en mældist 38,0% í síðustu mælingu.

Pandi allur að braggast

Þrátt fyrir að lofbyssukúlan sitji enn föst í brjóstholi kattarins er Pandi aftur farinn að taka til matar síns og þrek hans eykst með hverjum deginum sem líður.

Skapar þúsundir verðmætra starfa

Störfum í sjávarútvegi fjölgaði úr 7.200 árið 2008 í 9.100 í árslok 2012. Betri aflabrögð skýra fjölgun starfa, ekki síst vinnsla makríls til manneldis. Fiskvinnslufólki fjölgaði um 1.200 á tímabilinu. Breytingarnar í greininni sjást vel á Austfjörðum. Sjávarútvegur á Austfjörðum skilaði 4,2 prósentum af landsframleiðslu árið 2012, ríflega þrefalt meira en landbúnaður í landinu. Fyrirtækin greiddu um 9 prósent af tekjuskatti lögaðila það ár. Verðmætasköpun er mikil og framleiðni hefur rúmlega tvöfaldast frá 2005.

Segir Minjastofnun í Indiana Jones-leik

Átta fornleifafræðingar gagnrýna Minjastofnun Íslands harðlega. Stofnunin sinni verkefnum sem eigi að vera á hendi sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga án þess að taka gjald fyrir.

Betur gengur að hemja eldana

Enn er barist við skógareldana miðsvæðis í Svíþjóð og nú er áhersla lögð á að beita þyrlum og flugvélum sem geta sleppt miklu magni vatns yfir skóginn.

Áberandi hve erlendir ferðamenn eru oft teknir fyrir hraðakstur

Erlendur ferðamaður var stöðvaður eftir að bíll hans mældist á 116 kílómetra hraða í grennd við Akureyri í gærkvöldi og var hann sektaður um 30 þúsund krónur. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er áberandi hversu stórt hlutfall erlendir ferðamenn eiga í heildarfjölda þeirra sem stöðvaðir eru fyrir hraðakstur.

Ráðist á konu í Kópavogi

Ráðist var á konu, sem var ein á göngu í Kópavogi um miðnætti. Árásarmaðurinn var horfinn þegar lögregla kom á vettvang en konan leiltaði sér aðhlynningar á slysadeild.

Rauðir Khmerar í lífstíðarfangelsi

Tveir af fyrrverandi leiðtogum Rauðu Khmeranna sem stjórnuðu Kambódíu með afar harðri hendi á áttunda áratugi síðustu aldar hafa verið dæmdir í lífsstíðarfangelsi.

Sjá næstu 50 fréttir