Fleiri fréttir

Obama skipar nýjan starfsmannastjóra í Hvíta húsið

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað Denis McDonough, aðstoðar þjóðaröryggisráðgjafa, sem starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann tekur við af Jack Lew sem verður fjármálaráðherra Bandaríkjanna. McDonough og Obama hafa unnið saman síðan Obama var þingmaður í öldungardeildinni.

Hjörleifur Guttormsson yfirgefur VG

"Ég kveð Vinstri hreyfinguna grænt framboð hér og nú með blendum tilfinningum, og þakka um leið mörgum ykkar fyrir ánægjulega samfylgd,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og félagsmaður VG frá stofnun, á flokksráðsfundi VG sem stendur nú yfir á Grand Hóteli í Reykjavík.

Um 20% mannkyns smituðust af svínaflensu

Um 20% mannskyns, þar af helmingur skólabörn, smitaðist af svínaflenskuj fyrsta árið sem hún reið yfir heimsbyggðina árið 2009. Þetta sýna gögn frá 19 ríkjum sem fréttastofa BBC vísar til. Talið er að veiran hafi drepið 200 þúsund manns víðsvegar um heiminn. Rannsóknin var gerð á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar var fjöldi fólks sem fékk nokkur einkenni án þess þó að fá þau öll.

Skaut fast á fyrrum félaga

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir að ef þeir sem yfirgefið hafa þingflokkinn hefðu náð að sprengja ríkisstjórnina, hefðu stór mál eins og rammaáætlun í umhverfismálum ekki náð fram að ganga. Hann segir að fara eigi í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Það hefði átt að kalla á lögreglu strax

"Þetta er það alvarlegt slys að það hefði átt að kalla til lögreglu strax," segir Herdís Storgaard verkefnastjóri slysavarna barna og unglinga, um slys sem varð á leikskóla í Reykjavík á þriðjudag þar sem sem þriggja ára stúlka höfuðkúpubrotnaði.

Tromsö eins og að flytja heim á Ísafjörð

Ráðning Íslendings sem framkvæmdastjóra skrifstofu Norðurskautsráðsins er viðurkenning fyrir framlag Íslands til Norðurslóða, segir Magnús Jóhannesson, sem tók við starfinu í vikunni. Íslendingar buðu fram Reykjavík undir höfuðstöðvarnar en Tromsö hafði betur. Þjóðfánar þeirra átta ríkja sem mynda Norðurskautsráðsráðið voru leiddir fram við athöfn sem markaði stofnun fastaskrifstofu ráðsins.

Gunna Dís spennt fyrir kvöldinu

"Það eru búnar að vera æfingar í allan dag og allt búið að ganga eins og í sögu,“ segir Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, sem mun kynna Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld ásamt Þórhalli Gunnarssyni.

"Hún er virkilega hrædd"

Faðir sjö ára stúlku sem var rænt og káfað á henni, er ósáttur við að maðurinn sé ekki í varðhaldi. Hann segir dóttur sína hrædda við manninn, sem býr í næstu götu við þau.

Óvissa með framboð þjóðernissinna

"Það er algjörlega óvíst með framboð til alþingiskosninga þó listabókstaf sé úthlutað," segir Einar Gunnar Birgisson, meðlimur Bjartsýnisflokksins, framboðs hófsamra þjóðernissinna.

Fjögur brot gegn börnum kærð til lögreglu

Þrjú af þeim fimm kynferðisbrotamálum sem lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar voru kærð eftir áramót. Af þessum fimm málum sem eru til rannsóknar snúast fjögur um brot gegn börnum. Fimmta rannsóknin snýr að broti þar sem samkynhneigður karlmaður er grunaður um að hafa brotið gegn sambýlismanni sínum.

Toyota og BMW smíða saman rafmagnssportbíl

Fyrirtækin tvö hafa nú bundist fastari böndum og hyggjast vinna saman að smíði sportbíls sem knúinn verður rafmagni. Í samningi þeirra á milli kveður á um samvinnu í þróun rafhlaða fyrir rafmagnsbíla sem unnið verður að til ársins 2020, þróun næstu kynslóðar vetnisbíla, samvinnu í smíði léttra undirvagna og smíði þessa rafmagnssportbíls. Samningnum fylgir ekki krosseignarhald á milli þessara stóru bílaframleiðanda. Fyrst fréttist af þessu samstarfi BMW og Toyota í desember 2011 en nú virðist samstarfið ætla að verða nokkuð víðtækt. Toyota og BMW hafa einnig bundist með kaupum Toyota á BMW dísilvélum. Munu 1,6 og 2,0 lítra dísilvélar frá BMW sjást í bílum Toyota á næsta ári. Samstarf fyrirtækjanna tveggja tekur einnig til fyrstu rafmagnsbíla BMW sem þýski framleiðandinn ætlar að kynna til leiks síðar á þessu ári í formi i3 borgarbílsins og ári seinna með i8 tvinnbílnum.

Deiliskipulag á Brynjureit samþykkt

Borgarráð samþykkti breytt deiliskipulag fyrir Brynjureit við Laugaveg á fundi sínum í gær, 24. janúar 2013. Samkvæmt nýju deiliskipulagi breytist ásýnd Laugavegar lítið en talsverðar breytingar verða á byggðinni við Hverfisgötu sem samræmd verður byggingum í nágrenninu. Á reitnum mun rísa blönduð og notaleg byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis með göngugötum sem tengja Laugaveg, Hverfisgötu og Klapparstíg.

Skoða aðstæður í Reykjavík fyrir íþróttaleika samkynhneigðra

Sendinefnd á vegum GLISA, alþjóðaasamtaka samkynhneigðra verður í Reykjavík dagana 26. - 27. janúar næstkomandi til þess að skoða aðstæður í borginni vegna umsóknar Reykjavíkurborgar um að halda World Outgames, íþróttaleika samkynhneigðra, árið 2017. Nefndin kemur hingað til lands frá Miami í Bandaríkjunum sem kemur einnig til greina sem gestgjafi leikanna.

Þúsundir flýja Sýrland á hverjum degi

Á síðasta sólarhring er talið að 10 þúsund börn og fjölskyldur þeirra hafi flúið Sýrland yfir landamærin til Jórdaníu. Átök hafa harðnað í suðurhluta Sýrlands með þeim afleiðingum að næstum 20 þúsund flóttamenn hafa flúið til landamæranna. Í gærkvöldi komu næstum 3.500 manns í Zaatari flóttamannabúðirnar. Á hverjum klukkutíma koma allt að fimm rútur í búðirnar, flestar yfirfullar af örþreyttu og hræddu fólki sem flúið hefur heimili sín með þær fáu eigur sem það getur haldið á.

Undirbúa opnun gossafns í Vestmannaeyjum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á Selfossi í dag að veita 10 milljónum króna til styrktar nýju gosminjasafni í Vestmannaeyjum sem hafinn er undirbúningur að, en á miðvikudaginn voru 40 ár liðin frá því gos hófst í Heimaey. Gert er ráð fyrir því að eitt af húsunum sem verið hafa undir ösku og hrauni í 40 ár verði grafið upp og nýtt sem lykilþáttur í safninu. Þá verði sett þar upp sýning þar sem eldgossins verður í minnst og jarðsögu og mótun Suðurlands gerð skil. Auk þess er ráðgert að í safninu verði fræðsla um náttúruvá á borð við eldgos og jarðskjálfta.

Meintur barnaníðingur áfram í gæsluvarðhaldi

Nú í morgun var í Héraðsdómi Vesturlands framlengt gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn ungum stúlkum samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Akranesi.

Mesta sala á einu ári í sögu Porsche

Fleiri Porsche sportbílar seldust á árinu 2012 en nokkru sinni fyrr í sögu þýska framleiðandans. Alls voru afhentir 141.075 Porsche sportbílar sem er 18,7% aukning frá árinu 2011. Þetta þykir umtalsverður árangur í ljósi efnahagskreppunnar. Sala á Porsche hefur aukist á hverju ári síðastliðin þrjú ár. Á þessu tímabili hefur salan aukist um 83,9%. "Árið 2012 var það árangursríkasta í sögu fyrirtækisins,“ sagði Matthias Müller, forstjóri og aðalframkvæmdastjóri Porsche á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir. "Lykilatriði í velgengni okkar er samheldinn og traustur hópur starfsmanna. Við höfum öll spil á hendi til að árið 2013 verði Porsche einnig gæfuríkt. Porsche hyggur á mikla markaðssetningu á þessu ári með nýjum tvinnbílum, eins og t.d. 918 Spyder og sportjeppanum Macan. Söluaukning Porsche var yfir 10% á öllum markaðssvæðum en mest var hún í Asíu og Kyrrahafslöndunum þar sem afhentir voru 50.376 nýir bílar sem er 23,6% aukning. Í Evrópu jókst salan um 13,5%. Í Bandaríkjunum jókst sala á Porsche um 20,7%. Á heimamarkaði, í Þýskalandi, naut Porsche einnig mikillar velgengni þar sem vinsældir 911, Cayenne, Panamera, Boxster og Cayman eru miklar. Þar nam aukningin tæpum 17%. Porsche 911 Carrera var sá bíll sem naut mestu söluaukningar hjá Porsche á síðasta ári. Aukningin nam alls 31,4%. Það er hins vegar Cayenne sportjeppinn sem er söluhæsta einstaka gerðin. Alls seldust 74.763 bílar á síðasta ári sem er 24,8% aukning. Þar af seldust 19.000 eintök af Cayenne S, Cayenne GTS og Cayenne Turbo og þar með heldur Porsche stöðu sinni sem söluhæsti bíllinn í flokki aflmestu sportjeppanna.

Slys á leikskóla ekki lögreglumál

Slys sem varð á leikskóla í Reykjavík á þriðjudag, þar sem þriggja ára stúlka höfuðkúpubrotnaði, var ekki þess eðlis að kalla þyrfti til lögreglu.

Flokksráðsfundur VG um helgina

Flokksráðsfundur Vinstri grænna er haldinn á Grand hótel um helgina og hefst seinnipartinn með ræðu Katrínar Jakobsdóttur varaformanns en um klukkan hálf sex heldur Steingrímur J. Sigfússon ræðu. Þar mun hann fara yfir stjórnmálin á kosningavetri en búast má við heitum fundi eftir þær miklu hræringar sem verið hafa í flokknum og stjórnarsamstarfinu að undanförnu. Nú síðast sagði Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra sig úr þingflokki VG og hafa þá fjórir þingmenn yfirgefið þingflokkinn á kjörtímabilinu. Almennar stjórnmálaumræður verða á fundinum klukkan átta í kvöld og má reikna með að órólega deild flokksins láti heyra í sér í þeim umræðum.

Enginn samningsvilji af hálfu sveitarfélaganna

"Kennarar vinna allt of mikið og skortir tíma til að sinna verkefnum sínum, en þeim hefur fjölgað mikið og áherslurnar breyst," segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara

Hani var til stórra vandræða

Hani, sem staðsettur var í parhúsi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, var til svo stórra vandræða á dögunum að kvartað var undan því við lögregluna. Í kvörtuninni kom fram að haninn léti í sér heyra á öllum tímum sólarhrings, ekki síst á nóttunni og væri þá ekkert á lágu nótunum. Hefði hann ýmist haldið fólki vakandi stóran hluta nætur, eða vakið þá sem náðu að festa svefn. Lögregla ræddi við eiganda hanans sem lofaði að fjarlægja hann úr þéttbýlinu. Nágrönnum var greint frá því og önduðu þeir léttar.

Krufningaskýrslan mun ekki hafa áhrif á aðbúnað Annþórs og Barkar

"Ég get ekki tjáð mig um einstök mál, en ef trúnaðargögn úr sakamáli berast Fangelsismálastofnun þá hefur það engin áhrif á vistun einstaklinga,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, spurður út í aðbúnað Barkar Birgissonar og Annþórs Kristjáns Karlssonar, sem eru grunaðir um að hafa valdið samfanga sínum dauða í fangaklefa hans í maí á síðasta ári.

Grunaður fíkniefnasali handtekinn

Tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn á Suðurnesjum í gær, en sá hafði í fórum sínum talsvert magn af kannabisefnum. Lögregla var á leið í húsleit á heimili mannsins, að fengnum dómsúrskurði, en mætti honum fyrir utan húsnæðið. Þar framvísaði hann þegar nokkum kannabisskömmtum. Þegar inn var komið framvísaði hann poka með talsverðu magni af sama efni. Grunur leikur á að maðurinn hafi stundað fíkniefnasölu.

Öruggustu bílarnir að mati Euro NCAP

Euro NCAP birti í vikunni lista yfir öruggustu bílana sem í boði eru í Evrópu í hverjum flokki. Sá bíll sem allra hæstu einkunn hlaut fyrir framúrskarandi öryggi var Volvo V40 og hefur enginn bíll hlotið eins háa einkunn og hann frá upphafi. Renault Clio reyndist öruggasti bíllinn í flokknum „Supermini". Í flokki minni fjölskyldubíla (Small MPV) stóðu Fiat 500L og Ford B-Max jafnir og hæstir á blaði. BMW 320d reyndist bestur meðal stærri fjölskyldubíla, Ford Kuga í flokki minni fjórhjóladrifsbíla og Hyundai Santa Fe í flokki stærri fjórhjóladrifsbíla. Ford Transit Custom reyndist bestur á meðal stærri fjölskyldubíla. Allir fengu þessir bíla 5 stjörnur í öryggisprófunum Euro NCAP.

Íslensk yfirvöld sökuð um daufar aðgerðir gagnvart hælisleitendum

Ameríska-íslenska viðskiptaráðið (AMIS) sakar ríkisstjórnina um daufar aðgerðir við úrlausnir málefna hælisleitenda en þeir hafa undanfarin ár reynt nokkrum sinnum að að smygla sér um borð í skip Eimskips í Sundahöfn sem halda uppi áætlunarsiglingum milli Íslands og Bandaríkjanna.

Seldi dóttur sína á 1,5 milljónir króna

Indversk móðir hefur verið handtekin fyrir að selja dóttur sína á 650 þúsund rúpíur, eða því sem nemur 1,5 milljónum króna. Móðirin segir að hún hafi selt stelpuna til þess að geta greitt skuld sem nemur um einni milljón króna, en hún skuldar þorpinu sem hún býr í þann pening. Lögreglan hefur líka handtekið parið sem keypti stelpuna og sakar þau um mansal. Indverjar neyðast oft til þess að selja börn sín vegna fátæktar og örbirgðar og margar stelpur eru seldar. Fréttastofa BBC hefur það eftir lögreglunni á Indlandi að stúlkan hafi verið seld fyrir mánuði en glæpurinn upplýstist þegar hún reyndi að strjúka frá parinu.

Af hverju bæta tryggingafélög ekki tjón af völdum yfirliðs?

Hin fjórtán ára Lena Sóley Þorvaldsdóttir lenti í því óskemmtilega óhappi að brjóta í sér tennur þegar leið yfir hana á gamlársdag. Tryggingafélag hennar neitar að greiða henni bætur þótt fjölskylda hennar sé með slysatryggingu. Ástæðan er sú að yfirlið telst ekki vera slys í skilmálum íslenskra tryggingafélaga.

Ingibjörg og Ragnheiður hæfastar í héraðsdóm

Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Snorradóttir eru hæfastar umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst voru laus til umsóknar í október. Þetta kemur fram í umsögn dómnefndar um umsækjendur. Umsækjendur voru átta.

Garðfuglatalning Fuglaverndar fer fram um helgina

Árleg garðfuglatalning Fuglaverndar fer fram núna um helgina. Fólk er hvatt til að fylgjast með garði í klukkutíma í dag, á morgun og á sunnudag eða mánudag. Þá þarf að skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, það er þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Svo getur fólk skráð niðurstöður á Garðfuglavefnum, eða sent upplýsingarnar á skráningarblaði til Fuglaverndar. Frekari upplýsingar um þetta má nálgast um þetta hér á vefnum.

Aldrei fleiri hafa leitað til Barnahúss en nú í janúar

Forsvarskona Barnahúss segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn og nú í janúar. Málafjöldinn löngu orðinn of mikill fyrir starfsemina. Kerfi sem annar ekki eftirspurn hefur verulega slæm áhrif á málin, segir dósent.

"Ég var sýknuð"

Florence Cassez var dæmd í sextíu ára fangelsi í Mexíkó fyrir aðild að mannránum. Hún er nú komin til Frakklands eftir að hæstiréttur Mexíkó ógilti dóminn vegna formgalla. Fórnarlömbin þó engan veginn sannfærð um sakleysi hennar.

Íbúum fjölgar mest í Kópavogi og Garðabæ

Landsmönnum fjölgaði um ríflega tvö þúsund á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2012. Þar af fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.830 og íbúum á landsbyggðinni um 180. Íbúum fjölgaði sérstaklega mikið í Kópavogi og Garðabæ.

Hið opinbera eykur verðbólgu

Auknar opinberar álögur hafa hækkað hér verðbólgu síðustu ár um fimm til sex prósent, samkvæmt áætlun hagdeildar Alþýðusambands Íslands.

Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir

Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu.

Vegagerðin bætir tjón vegna tjörublæðinga

Eigendur ökutækja sem urðu fyrir skemmdum vegna malbiksblæðinga á þjóðvegum síðustu daga fá tjón sitt bætt, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Kvótinn aukinn um 220 dýr í ár

Heimilt verður að veiða allt að 1.229 hreindýr í ár. Það er fjölgun um 220 dýr frá síðasta ári en umhverfisráðherra ákveður þennan kvóta að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.

Aukafjárframlög í augnsýn

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segist nú hafa umboð frá stjórnvöldum til að semja við hjúkrunarfræðinga spítalans. Slíkt mun kosta ríkissjóð hundruð milljóna króna. RÚV sagði frá þessu í gærkvöldi.

Með hugann við náttúruna

Íbúar á Kjalarnesi vilja fá bætta aðstöðu til sjósunds og betri fræðslu um náttúru. Þetta kom fram í vali íbúanna á verkefnum í "Betri hverfum“ á síðasta ári sem komast til framkvæmda. Íbúarnir sendu fyrst inn hugmyndir og síðan var kosið um þær í rafrænni kosningu, eins og í öðrum hverfum.

Tekjutenging gjalda of flókin

Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hafnaði á síðasta fundi hugmyndum fulltrúa minnihlutans um að skoðað yrði að koma til móts við tekjulága hópa með því að miða gjaldskrána við fleiri þætti en félagslega stöðu, til dæmis með tekjutengingum.

Nokkur sjnóflóð langt frá byggð á Austurlandi

Nokkur snjóflóð féllu til fjalla á Austurlandi, en þau voru fremur lítil og hlaust ekki tjón af. Spáð er snjókomu á Norðurlandi og Vestfjörðum um helgina og þá gæti skapast snjóflóðahætta til fjalla þar, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Þau yrðu þá væntanlega langt frá byggð.

Sjá næstu 50 fréttir