Fleiri fréttir Solla stirða vill endurheimta hreyfingarnar sínar Íslendingar fylgdust grannt með gangi mála á undanúrslitakvöldum Söngvakeppninnar á föstudags- og laugardagskvöld. Fjölmargir tjáðu skoðun sína á samskiptamiðlinum Twitter með því að nota merkið #12stig. 27.1.2013 10:42 Þessi lög berjast um sætið til Malmö Fjögur lög tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar í ár. Þau bættust við þau þrjú sem tryggðu sér sæti á úrslitakvöldinu á föstudagskvöld. 27.1.2013 10:25 184 brautskráðir frá HR Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 184 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi úr öllum fjórum námsdeildum háskólans; lagadeild, tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. 27.1.2013 10:10 Pílagrímar þvo af sér syndir sínar Pílagrímar flykkjast nú í Gangesdalinn í norðurhluta Indlands. Þar munu þeir þvo af sér syndir sínar þar sem stórfljótin Ganges og Yamuna mætast. 27.1.2013 10:04 Freista þess að stöðva herskáa Íslamista Sameiginlegar hersveitir Frakklands og Malí nálgast nú stórborgina Timbúktú í Norður-Malí, í suðurjaðri Saharaeyðimerkurinnar, og freista þess að stöðva sókn herskárra Íslamista. 27.1.2013 09:53 Það átti að koma Ögmundi út Jón Bjarnason segir það réttmæta gagnrýni að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vilji aðeins raða já-fólki í kringum sig. 27.1.2013 09:33 Sögulegt ár framundan? Það verður tæplegast skemmtiefni að rýna í uppgjör síðasta árs í Evrópu fyrir flesta bílaframleiðendur, nema helst þá þýsku. Sala á bílum í Evrópu var mjög dræm á síðasta ári og það voru ekki bara bílaframleiðendurnir í suðurhluta Evrópu sem fóru illa út úr rekstrinum í álfunni. Sá hluti General Motors sem snýr að sölu Opel- og Vauxhall-bíla mun þurfa að þola 195 milljarða króna tap sl. ár. Bætist það við 2.060 milljarðs króna tap sem hefur verið á þeim rekstri í Evrópu 12 ár þar á undan. Ford mun tæplega skila minna tapi en 200 milljarða króna á rekstrinum í Evrópu og ekki stefnir í betri útkomu í ár. Peugeot-Citroën toppar þó bæði GM og Ford og mun skila allt að 245 milljarða tapi. Uppgjör Fiat verður aðeins skárra, um 130 milljarðs króna tap og Renault mun skila aðeins betri niðurstöðu, en vænu tapi samt. Öðru máli gegnir um flesta þýsku framleiðendurna og munu Volkswagen, BMW, Mercedes Benz, Audi og Porsche öll skila þokkalegum hagnaði. Hagnaður BMW og Mercedes verður þó minni en árið þar á undan. Allir framleiðendurnir utan Þýskalands eru að skera niður í rekstri og laga sig að erfiðum aðstæðum sem munu að minnsta kosti standa út þetta ár. Ýmsir spádómar hafa fengið flug á þessum erfiðu tíma framleiðendanna í Evrópu, svo sem að Volkswagen muni kaupa Alfa Romeo og Ferrari af Fiat, en Fiat veitir ekki af peningunum til að kaupa upp Chrysler, eins og það áformar. Aðrar raddir herma að GM muni endanlega gefast upp á Opel, en hver kaupir væri óljósara. Þá gæti það gerst að Renault rynni inní Peugeot-Citroën eða yrði keypt af kínverskum bílaframleiðenda sem hyggðist stytta sér leið inná evrópska markaðinn. Þá hafa einnig heyrst raddir um að Fiat/Chrysler muni bindast þriðja aðila og sækja fjármagn í leiðinni og þar væri kínverskir bílaframleiðendur líklegir. Það gæti því orðið nokkuð sögulegt ár í evrópskri bílasögu og miklar væringar. 27.1.2013 09:15 Ölvaður réðst á leigubílstjóra Lögreglan í Hafnarfirði handtók um eitt leytið í nótt ölvaðan mann sem réðst á leigubílstjóra. 27.1.2013 09:09 Ekkert ferðaveður á Norðurlandi Mjög hvasst er á norðanverðu landinu og sömuleiðis á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði og ófært á Öxnadalsheiði og Möðrudalsöræfum. 27.1.2013 09:01 67 dauðir kettir og 99 lifandi fjarlægðir Bandarísk yfirvöld segja að 67 dauðir og 99 lifandi kettir hafi verið fjarlægðir úr viðurstyggilegu húsi í bænum Wright í New York fylki í Bandaríkjunum. 26.1.2013 20:55 Gengið til stuðnings auknu skotvopnaeftirliti Íbúar úr Newtown í Connecticut voru á meðal um eitt þúsund manns í göngu til stuðnings strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 26.1.2013 20:36 Star Wars legó veldur reiði Tyrkir í Austurríki eru ósáttir með nýtt legó af af höll Jabba úr Star Wars kvikmyndunum. Höllin er sögð minna um of á fræga mosku. 26.1.2013 19:58 Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26.1.2013 19:07 Nafngreinir meintan barnaníðing á Facebook Um hádegisbilið í dag birtist á Facebook frásögn konu þar sem hún nafngreinir karlmann, segir að hann sé barnaníðingur og að hann hafi misnotað son hennar sem reyndi sjálfsvíg fyrir tveimur árum. 26.1.2013 18:49 Zeman kjörinn forseti Tékklands Milos Zeman, fyrrverandi forsætisráðherra Tékklands, hefur verið kjörinn forseti Tékklands í fyrstu beinu forsetakosningunum þar í landi. 26.1.2013 18:15 Ólöglegt að opna "læsta" farsíma Farsímanotendur vestanhafs eru að öllum líkindum heldur svekktir með ný lög sem tóku gildi í dag. Nú er ólöglegt að láta opna "læsta" farsíma. 26.1.2013 18:05 Bréfið sem dreift var í Kópavogi í dag Maður á áttræðisaldri er sakaður um að hafa nauðgað 12 ára stúlku í nafnlausum fjöldapósti sem dreift hefur verið í Kópavogi. Fréttastofa birtir bréfið hér að neðan. 26.1.2013 17:21 Spáð vonskuveðri um allt land Veður fer ört versnandi á landinu og verður enn verra síðdegis og í kvöld. Þá gengur í austan og norðaustan hvassviðri eða storm um mest allt land. 26.1.2013 17:08 VG vill að starfsfólk njóti velgengni í rekstri fyrirtækja Flokksráðsfundur Vinstri grænna, sem lauk í hádeginu, afgreiddi ályktanir um meðferð aðildarumsóknar að ESB, náttúruvernd og breytingar á útlendingalögum. 26.1.2013 16:36 Bílvelta við Þorlákshafnarafleggjara Stór jeppi liggur utan vegar við Suðurlandsveg við afleggjarann til Þorlákshafnar. 26.1.2013 16:12 26 látnir í óeirðum vegna dauðadóms Að minnsta kosti 26 eru látnir í óeirðum sem brutust út í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í morgun. 26.1.2013 16:02 Fundað á Austurvelli Hópur fólks kom saman klukkan 15 á Austurvelli í dag. Tilefni fundarins er að hvetja alþingismenn til þess að tefja ekki að óþörfu að ný stjórnarskrá verði að veruleika. 26.1.2013 15:52 Aðeins Íslendingar fá að eiga fasteign Í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um eignarétt og afnotarétt fasteigna á Íslandi felst að aðeins Íslendingar geta eignast fasteignir hér á landi. 26.1.2013 15:34 Hafnfirðingar lána Reykvíkingum salt Snjóhreinsun hefur gengið vel í Reykjavík bæði á götum og gönguleiðum í dag. Þá sjá Hafnfirðingar Reykvíkingum fyrir salti þar sem saltbirgðir borgarinnar eru á þrotum. 26.1.2013 15:09 Stjórnlagafrumvarpið afgreitt Sex af níu fulltrúum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis greiddu atkvæði með því að stjórnlagafrumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni. 26.1.2013 14:46 Atvinnuleysi í Saab-bænum 16% Þrátt fyrir mesta atvinnuleysi í Svíþjóð í heimabæ Saab, Trollhättan, ríkir þar nokkur bjartsýni. Ástæða þess er sú að hjólin fara aftur að snúast í verksmiðju Saab í ágúst. Í fyrstu verða smíðaðir þar venjulegir Saab 9-3 bílar með dísilvél en seinna meir verða þeir knúnir rafmagni. Í verksmiðjunni hefur ekki verið nein starfssemi í næstum tvö ár. Fjöldi starfsmanna í verksmiðjunni fyrir lokun var 3.400, sem samsvarar 7% af íbúum Trollhättan. Nýr eigandi Saab er kínverskur fjárfestingasjóður sem er mjög einarður í því að útvega kínverjum rafmagnsbíla. Fyrst skal þó búa til fjármagn með framleiðslu og sölu hefðbundinna Saab bíla og markmiðið að selja 120.000 bíla árið 2016. Yrði það nálægt sölumeti Saab frá árinu 2006 er það seldi 133.000 bíla. Margir eru efins um að þessar áætlanir gangi eftir. Það gæti þó að miklu leiti hangið á áætlunum kínverskra yfirvalda að setja upp 400.000 hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla í 20 þarlendum borgum til og með árinu 2015. Draumur kínverskra yfirvalda er að árið 2015 muni seljast 500.000 rafmagnsbílar, en salan nam 12.791 bíl í fyrra. Það er því langt í land. Eigandi Saab ætlar að byggja aðra Saab verksmiðju í kínversku borginni Qingdao og hafa borgaryfirvöld þar fjárfest í Saab fyrir 307 milljónir dollara og fengið fyrir vikið 22% eignarhald í Saab. 26.1.2013 14:15 Saka nágranna sinn um nauðgun á tólf ára stúlku Maður á áttræðisaldri er sakaður um að hafa nauðgað 12 ára stúlku í nafnlausum fjöldapósti sem dreift hefur verið í Kópavogi. Maðurinn hefur kært málið til lögreglu en nauðgunin á að hafa átt sér staða fyrir mörgum áratugum. 26.1.2013 14:01 Kjarnorkuver í Vestmannaeyjum Áform voru uppi um að reisa kjarnorkuver í Vestmannaeyjum um miðja síðustu öld. General Electric gerði Rafmagnsveitum ríkisins tilboð í kjarnorkuver árið 1958. 26.1.2013 13:41 Úlfi spáð góðu gengi Vefmiðillinn Flavorwire segir Úlf Hansson einn þeirra tónlistamanna sem vert sé að fylgjast með og sjá á tónleikum árið 2013. 26.1.2013 13:04 Stefnt að afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins úr nefnd í dag Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis fundar um stjórnarskrárfrumvarpið nú í hádeginu. 26.1.2013 12:43 Frábært skíðaveður á Akureyri en lokað í Bláfjöllum og Skálafelli Skíðaáhugafólk norðan heiða og á höfuðborgarsvæðinu á ólíku saman að jafna í dag. 26.1.2013 12:06 Skákdagurinn haldinn hátíðlegur Skákdagurinn til heiðurs stórmeistaranum Friðriki Ólafssyni er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Fjölmörg skákmót, fjöltefli og skákheimsóknir verði af því tilefni í dag. 26.1.2013 11:55 Bjargvættur Star Trek leikstýrir næstu Star Wars mynd Bandaríkjamaðurinn J.J. Abrams mun leikstýra næstu Star Wars myndinni. Myndin verður sú sjöunda í röðinni. 26.1.2013 11:25 Yfir 100 sjúkraflutningar í nótt Tilkynnt var um kaldavatnsleka í íbúðarhúsi að Hraunbraut í Kópavogi um klukkan ellefu í gærkvöld. 26.1.2013 10:20 Nýir dómarar skipaðir Innanríkisráðherra hefur skipað í embætti tvo nýja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. febrúar, þær Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, settan héraðsdómara, og Ragnheiði Snorradóttur, héraðsdómslögmann. 26.1.2013 10:17 Viðræðum hjúkrunarfræðinga við Landspítala frestað Samninganefnd Landspítalans og hjúkrunarfræðingar ákváðu snemma í gærkvöldi að fresta viðræðum um endurskoðun stofnanasamnings til mánudags. 26.1.2013 10:03 Ráðist á mann í Hafnarstræti í nótt Ráðist var á mann í Hafnarstræti í Reykjavík um klukkan hálf fjögur í nótt. 26.1.2013 09:58 Fullur og skóf ekki af bílnum Ökumaður bifreiðar var stöðvaður í Garðabæ klukkan fjögur í nótt en sá reyndist ekki hafa hreinsað snjó nægilega vel af rúðum bifreiðar sinnar. Við nánari skoðun reyndist hann einnig vera ölvaður og var tekin skýrsla af honum í kjölfarið. 26.1.2013 09:55 Kviknaði í þurrkara Eldur kom upp í þurrkara í þvottahúsi á 5. hæð í fjölbýlishúsi að Asparfelli 12 í Breiðholti á ellefta tímanum í gærkvöld. 26.1.2013 09:54 21 knattspyrnuáhorfandi dæmdur til dauða Dómstólar kváðu í gær upp dauðadóm yfir 21 knattspyrnuáhorfanda í Port Said í Egyptalandi. Óeirðir brutust út að loknum knattspyrnuleik í borginni í febrúar á síðasta ári þar sem 74 létu lífið. 26.1.2013 09:42 Heimsmet í reykspólun Þessi hálffáránlegi atburður hefur verið skráður í Guiness heimsmetabókin sem fjölmennasta samhliða reykspólið. Þar þöndu 69 ökumenn hestöflin í bílum sínum svo af hlaust verra skyggni en á gamlárskvöld á Íslandi í skotgleðinni miðri. Á þetta horfðu 10.000 manns á bílasýningu í Canberra í Ástralíu og höfðu örugglega gaman af. Voru þarna að verki 35.000 hestöfl sem breyttu gúmmíi í þéttan reyk í allskonar lit, enda sumir með sérstaka litaglaða hjólbarða til verksins. Það tók 6 mánuði að skipuleggja atburðinn en ekki ekki nema 30 sekúndur að framkvæma hann. 26.1.2013 09:15 Segir blaðið ótengt Framsókn Nýtt blað undir merkjum Tímans mun koma út í fyrsta sinn fimmtudaginn 31. janúar næstkomandi. Þetta staðfestir Helgi Þorsteinsson, sem hefur veg og vanda af útgáfunni og mun ritstýra blaðinu, að minnsta kosti fyrst um sinn. 26.1.2013 07:00 Á að móta áætlun um aukna hagsæld Myndaður hefur verið samráðsvettvangur sem á að móta langtímaáætlun um verkefni sem eiga að tryggja hagsæld á Íslandi. Allir formenn stjórnmálaflokka, aðilar vinnumarkaðarins, háskólasamfélagið og stjórnsýslan eiga sæti við borðið. 26.1.2013 07:00 15 milljarðar í lottóvinning Íslendingar geta nú tekið þátt í lottóleiknum EuroJackpot þar sem lágmarksupphæð fyrsta vinnings er 10 milljónir evra eða 1,7 milljarðar króna. 26.1.2013 07:00 Rússar hreinsa til í Norður-Íshafinu Nokkrir rússneskir kjarnorkukafbátar og verulegt magn af rússneskum kjarnorkuúrgangi er enn á hafsbotni í Norður-Íshafinu. Rússar eru farnir að taka þennan vanda alvarlega og hyggjast hreinsa þetta hafsvæði eftir því sem unnt reynist. 26.1.2013 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Solla stirða vill endurheimta hreyfingarnar sínar Íslendingar fylgdust grannt með gangi mála á undanúrslitakvöldum Söngvakeppninnar á föstudags- og laugardagskvöld. Fjölmargir tjáðu skoðun sína á samskiptamiðlinum Twitter með því að nota merkið #12stig. 27.1.2013 10:42
Þessi lög berjast um sætið til Malmö Fjögur lög tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar í ár. Þau bættust við þau þrjú sem tryggðu sér sæti á úrslitakvöldinu á föstudagskvöld. 27.1.2013 10:25
184 brautskráðir frá HR Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 184 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi úr öllum fjórum námsdeildum háskólans; lagadeild, tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. 27.1.2013 10:10
Pílagrímar þvo af sér syndir sínar Pílagrímar flykkjast nú í Gangesdalinn í norðurhluta Indlands. Þar munu þeir þvo af sér syndir sínar þar sem stórfljótin Ganges og Yamuna mætast. 27.1.2013 10:04
Freista þess að stöðva herskáa Íslamista Sameiginlegar hersveitir Frakklands og Malí nálgast nú stórborgina Timbúktú í Norður-Malí, í suðurjaðri Saharaeyðimerkurinnar, og freista þess að stöðva sókn herskárra Íslamista. 27.1.2013 09:53
Það átti að koma Ögmundi út Jón Bjarnason segir það réttmæta gagnrýni að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vilji aðeins raða já-fólki í kringum sig. 27.1.2013 09:33
Sögulegt ár framundan? Það verður tæplegast skemmtiefni að rýna í uppgjör síðasta árs í Evrópu fyrir flesta bílaframleiðendur, nema helst þá þýsku. Sala á bílum í Evrópu var mjög dræm á síðasta ári og það voru ekki bara bílaframleiðendurnir í suðurhluta Evrópu sem fóru illa út úr rekstrinum í álfunni. Sá hluti General Motors sem snýr að sölu Opel- og Vauxhall-bíla mun þurfa að þola 195 milljarða króna tap sl. ár. Bætist það við 2.060 milljarðs króna tap sem hefur verið á þeim rekstri í Evrópu 12 ár þar á undan. Ford mun tæplega skila minna tapi en 200 milljarða króna á rekstrinum í Evrópu og ekki stefnir í betri útkomu í ár. Peugeot-Citroën toppar þó bæði GM og Ford og mun skila allt að 245 milljarða tapi. Uppgjör Fiat verður aðeins skárra, um 130 milljarðs króna tap og Renault mun skila aðeins betri niðurstöðu, en vænu tapi samt. Öðru máli gegnir um flesta þýsku framleiðendurna og munu Volkswagen, BMW, Mercedes Benz, Audi og Porsche öll skila þokkalegum hagnaði. Hagnaður BMW og Mercedes verður þó minni en árið þar á undan. Allir framleiðendurnir utan Þýskalands eru að skera niður í rekstri og laga sig að erfiðum aðstæðum sem munu að minnsta kosti standa út þetta ár. Ýmsir spádómar hafa fengið flug á þessum erfiðu tíma framleiðendanna í Evrópu, svo sem að Volkswagen muni kaupa Alfa Romeo og Ferrari af Fiat, en Fiat veitir ekki af peningunum til að kaupa upp Chrysler, eins og það áformar. Aðrar raddir herma að GM muni endanlega gefast upp á Opel, en hver kaupir væri óljósara. Þá gæti það gerst að Renault rynni inní Peugeot-Citroën eða yrði keypt af kínverskum bílaframleiðenda sem hyggðist stytta sér leið inná evrópska markaðinn. Þá hafa einnig heyrst raddir um að Fiat/Chrysler muni bindast þriðja aðila og sækja fjármagn í leiðinni og þar væri kínverskir bílaframleiðendur líklegir. Það gæti því orðið nokkuð sögulegt ár í evrópskri bílasögu og miklar væringar. 27.1.2013 09:15
Ölvaður réðst á leigubílstjóra Lögreglan í Hafnarfirði handtók um eitt leytið í nótt ölvaðan mann sem réðst á leigubílstjóra. 27.1.2013 09:09
Ekkert ferðaveður á Norðurlandi Mjög hvasst er á norðanverðu landinu og sömuleiðis á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði og ófært á Öxnadalsheiði og Möðrudalsöræfum. 27.1.2013 09:01
67 dauðir kettir og 99 lifandi fjarlægðir Bandarísk yfirvöld segja að 67 dauðir og 99 lifandi kettir hafi verið fjarlægðir úr viðurstyggilegu húsi í bænum Wright í New York fylki í Bandaríkjunum. 26.1.2013 20:55
Gengið til stuðnings auknu skotvopnaeftirliti Íbúar úr Newtown í Connecticut voru á meðal um eitt þúsund manns í göngu til stuðnings strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 26.1.2013 20:36
Star Wars legó veldur reiði Tyrkir í Austurríki eru ósáttir með nýtt legó af af höll Jabba úr Star Wars kvikmyndunum. Höllin er sögð minna um of á fræga mosku. 26.1.2013 19:58
Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26.1.2013 19:07
Nafngreinir meintan barnaníðing á Facebook Um hádegisbilið í dag birtist á Facebook frásögn konu þar sem hún nafngreinir karlmann, segir að hann sé barnaníðingur og að hann hafi misnotað son hennar sem reyndi sjálfsvíg fyrir tveimur árum. 26.1.2013 18:49
Zeman kjörinn forseti Tékklands Milos Zeman, fyrrverandi forsætisráðherra Tékklands, hefur verið kjörinn forseti Tékklands í fyrstu beinu forsetakosningunum þar í landi. 26.1.2013 18:15
Ólöglegt að opna "læsta" farsíma Farsímanotendur vestanhafs eru að öllum líkindum heldur svekktir með ný lög sem tóku gildi í dag. Nú er ólöglegt að láta opna "læsta" farsíma. 26.1.2013 18:05
Bréfið sem dreift var í Kópavogi í dag Maður á áttræðisaldri er sakaður um að hafa nauðgað 12 ára stúlku í nafnlausum fjöldapósti sem dreift hefur verið í Kópavogi. Fréttastofa birtir bréfið hér að neðan. 26.1.2013 17:21
Spáð vonskuveðri um allt land Veður fer ört versnandi á landinu og verður enn verra síðdegis og í kvöld. Þá gengur í austan og norðaustan hvassviðri eða storm um mest allt land. 26.1.2013 17:08
VG vill að starfsfólk njóti velgengni í rekstri fyrirtækja Flokksráðsfundur Vinstri grænna, sem lauk í hádeginu, afgreiddi ályktanir um meðferð aðildarumsóknar að ESB, náttúruvernd og breytingar á útlendingalögum. 26.1.2013 16:36
Bílvelta við Þorlákshafnarafleggjara Stór jeppi liggur utan vegar við Suðurlandsveg við afleggjarann til Þorlákshafnar. 26.1.2013 16:12
26 látnir í óeirðum vegna dauðadóms Að minnsta kosti 26 eru látnir í óeirðum sem brutust út í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í morgun. 26.1.2013 16:02
Fundað á Austurvelli Hópur fólks kom saman klukkan 15 á Austurvelli í dag. Tilefni fundarins er að hvetja alþingismenn til þess að tefja ekki að óþörfu að ný stjórnarskrá verði að veruleika. 26.1.2013 15:52
Aðeins Íslendingar fá að eiga fasteign Í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um eignarétt og afnotarétt fasteigna á Íslandi felst að aðeins Íslendingar geta eignast fasteignir hér á landi. 26.1.2013 15:34
Hafnfirðingar lána Reykvíkingum salt Snjóhreinsun hefur gengið vel í Reykjavík bæði á götum og gönguleiðum í dag. Þá sjá Hafnfirðingar Reykvíkingum fyrir salti þar sem saltbirgðir borgarinnar eru á þrotum. 26.1.2013 15:09
Stjórnlagafrumvarpið afgreitt Sex af níu fulltrúum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis greiddu atkvæði með því að stjórnlagafrumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni. 26.1.2013 14:46
Atvinnuleysi í Saab-bænum 16% Þrátt fyrir mesta atvinnuleysi í Svíþjóð í heimabæ Saab, Trollhättan, ríkir þar nokkur bjartsýni. Ástæða þess er sú að hjólin fara aftur að snúast í verksmiðju Saab í ágúst. Í fyrstu verða smíðaðir þar venjulegir Saab 9-3 bílar með dísilvél en seinna meir verða þeir knúnir rafmagni. Í verksmiðjunni hefur ekki verið nein starfssemi í næstum tvö ár. Fjöldi starfsmanna í verksmiðjunni fyrir lokun var 3.400, sem samsvarar 7% af íbúum Trollhättan. Nýr eigandi Saab er kínverskur fjárfestingasjóður sem er mjög einarður í því að útvega kínverjum rafmagnsbíla. Fyrst skal þó búa til fjármagn með framleiðslu og sölu hefðbundinna Saab bíla og markmiðið að selja 120.000 bíla árið 2016. Yrði það nálægt sölumeti Saab frá árinu 2006 er það seldi 133.000 bíla. Margir eru efins um að þessar áætlanir gangi eftir. Það gæti þó að miklu leiti hangið á áætlunum kínverskra yfirvalda að setja upp 400.000 hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla í 20 þarlendum borgum til og með árinu 2015. Draumur kínverskra yfirvalda er að árið 2015 muni seljast 500.000 rafmagnsbílar, en salan nam 12.791 bíl í fyrra. Það er því langt í land. Eigandi Saab ætlar að byggja aðra Saab verksmiðju í kínversku borginni Qingdao og hafa borgaryfirvöld þar fjárfest í Saab fyrir 307 milljónir dollara og fengið fyrir vikið 22% eignarhald í Saab. 26.1.2013 14:15
Saka nágranna sinn um nauðgun á tólf ára stúlku Maður á áttræðisaldri er sakaður um að hafa nauðgað 12 ára stúlku í nafnlausum fjöldapósti sem dreift hefur verið í Kópavogi. Maðurinn hefur kært málið til lögreglu en nauðgunin á að hafa átt sér staða fyrir mörgum áratugum. 26.1.2013 14:01
Kjarnorkuver í Vestmannaeyjum Áform voru uppi um að reisa kjarnorkuver í Vestmannaeyjum um miðja síðustu öld. General Electric gerði Rafmagnsveitum ríkisins tilboð í kjarnorkuver árið 1958. 26.1.2013 13:41
Úlfi spáð góðu gengi Vefmiðillinn Flavorwire segir Úlf Hansson einn þeirra tónlistamanna sem vert sé að fylgjast með og sjá á tónleikum árið 2013. 26.1.2013 13:04
Stefnt að afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins úr nefnd í dag Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis fundar um stjórnarskrárfrumvarpið nú í hádeginu. 26.1.2013 12:43
Frábært skíðaveður á Akureyri en lokað í Bláfjöllum og Skálafelli Skíðaáhugafólk norðan heiða og á höfuðborgarsvæðinu á ólíku saman að jafna í dag. 26.1.2013 12:06
Skákdagurinn haldinn hátíðlegur Skákdagurinn til heiðurs stórmeistaranum Friðriki Ólafssyni er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Fjölmörg skákmót, fjöltefli og skákheimsóknir verði af því tilefni í dag. 26.1.2013 11:55
Bjargvættur Star Trek leikstýrir næstu Star Wars mynd Bandaríkjamaðurinn J.J. Abrams mun leikstýra næstu Star Wars myndinni. Myndin verður sú sjöunda í röðinni. 26.1.2013 11:25
Yfir 100 sjúkraflutningar í nótt Tilkynnt var um kaldavatnsleka í íbúðarhúsi að Hraunbraut í Kópavogi um klukkan ellefu í gærkvöld. 26.1.2013 10:20
Nýir dómarar skipaðir Innanríkisráðherra hefur skipað í embætti tvo nýja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. febrúar, þær Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, settan héraðsdómara, og Ragnheiði Snorradóttur, héraðsdómslögmann. 26.1.2013 10:17
Viðræðum hjúkrunarfræðinga við Landspítala frestað Samninganefnd Landspítalans og hjúkrunarfræðingar ákváðu snemma í gærkvöldi að fresta viðræðum um endurskoðun stofnanasamnings til mánudags. 26.1.2013 10:03
Ráðist á mann í Hafnarstræti í nótt Ráðist var á mann í Hafnarstræti í Reykjavík um klukkan hálf fjögur í nótt. 26.1.2013 09:58
Fullur og skóf ekki af bílnum Ökumaður bifreiðar var stöðvaður í Garðabæ klukkan fjögur í nótt en sá reyndist ekki hafa hreinsað snjó nægilega vel af rúðum bifreiðar sinnar. Við nánari skoðun reyndist hann einnig vera ölvaður og var tekin skýrsla af honum í kjölfarið. 26.1.2013 09:55
Kviknaði í þurrkara Eldur kom upp í þurrkara í þvottahúsi á 5. hæð í fjölbýlishúsi að Asparfelli 12 í Breiðholti á ellefta tímanum í gærkvöld. 26.1.2013 09:54
21 knattspyrnuáhorfandi dæmdur til dauða Dómstólar kváðu í gær upp dauðadóm yfir 21 knattspyrnuáhorfanda í Port Said í Egyptalandi. Óeirðir brutust út að loknum knattspyrnuleik í borginni í febrúar á síðasta ári þar sem 74 létu lífið. 26.1.2013 09:42
Heimsmet í reykspólun Þessi hálffáránlegi atburður hefur verið skráður í Guiness heimsmetabókin sem fjölmennasta samhliða reykspólið. Þar þöndu 69 ökumenn hestöflin í bílum sínum svo af hlaust verra skyggni en á gamlárskvöld á Íslandi í skotgleðinni miðri. Á þetta horfðu 10.000 manns á bílasýningu í Canberra í Ástralíu og höfðu örugglega gaman af. Voru þarna að verki 35.000 hestöfl sem breyttu gúmmíi í þéttan reyk í allskonar lit, enda sumir með sérstaka litaglaða hjólbarða til verksins. Það tók 6 mánuði að skipuleggja atburðinn en ekki ekki nema 30 sekúndur að framkvæma hann. 26.1.2013 09:15
Segir blaðið ótengt Framsókn Nýtt blað undir merkjum Tímans mun koma út í fyrsta sinn fimmtudaginn 31. janúar næstkomandi. Þetta staðfestir Helgi Þorsteinsson, sem hefur veg og vanda af útgáfunni og mun ritstýra blaðinu, að minnsta kosti fyrst um sinn. 26.1.2013 07:00
Á að móta áætlun um aukna hagsæld Myndaður hefur verið samráðsvettvangur sem á að móta langtímaáætlun um verkefni sem eiga að tryggja hagsæld á Íslandi. Allir formenn stjórnmálaflokka, aðilar vinnumarkaðarins, háskólasamfélagið og stjórnsýslan eiga sæti við borðið. 26.1.2013 07:00
15 milljarðar í lottóvinning Íslendingar geta nú tekið þátt í lottóleiknum EuroJackpot þar sem lágmarksupphæð fyrsta vinnings er 10 milljónir evra eða 1,7 milljarðar króna. 26.1.2013 07:00
Rússar hreinsa til í Norður-Íshafinu Nokkrir rússneskir kjarnorkukafbátar og verulegt magn af rússneskum kjarnorkuúrgangi er enn á hafsbotni í Norður-Íshafinu. Rússar eru farnir að taka þennan vanda alvarlega og hyggjast hreinsa þetta hafsvæði eftir því sem unnt reynist. 26.1.2013 07:00