Fleiri fréttir Björk í skýjunum yfir Icesave-dómnum "Hamingjuóskir til íslensku þjóðarinnar vegna sigursins í Icesave-málinu!! Það gefur mér von að við þurfum ekki að borga fyrir glæpi nokkra bankamanna!! Réttlætið nær öðru hvoru fram að ganga,“ skrifar söngkonan Björk Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sína í dag. 28.1.2013 13:52 Sigur Íslands í brennidepli út um allan heim Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um sigur Íslands í Icesave-málinu í morgun. Danska ríkisútvarpið segir í fyrirsögn að Íslendingar hafi sloppið við að borga milljarða og breska ríkisútvarpið fer yfir málið ítarlega. 28.1.2013 13:37 Toyota aftur stærst Toyota náði aftur toppsætinu af General Motors sem stærsti bílaframleiðandi heims fyrir liðið ár en GM var stærst árið 2011. Toyota hafði haldið titlinum þar á undan í þrjú ár, þ.e. frá 2008 til 2010, en í 77 ár þar á undan hafði GM verið stærsti bílaframleiðandi í heimi. Í fyrra seldi Toyota 9,75 milljón bíla, GM 9,29 og Volkswagen 9,07. Vöxtur Toyota í fyrra frá árinu á undan var mjög mikill, eða 23% en sala Daihatsu, Hino og Lexus teljast með þar sem Toyota á þau öll. Þessi mikla söluaukning skýrist að talsverðum hluta af lítilli sölu Toyota árinu áður vegna stóra jarðskjálftans í Japan sem hamlaði mjög framleiðslunni það ár. Sala Toyota í Evrópu óx aðeins um 2%, en um 27% í Bandaríkjunum. Í Japan óx salan um heil 35%, en hún minnkaði hinsvegar í Kína, ekki síst vegna milliríkjadeilu Japan og Kína um yfirráð yfir smáeyjum í A-Kínahafi. Toyota áætlar að selja 9,91 milljón bíla í ár. Japanska jenið hefur fallið um ríflega 5% sl. mánuð og gæti frekara fall gjaldmiðilsins hjálpað Toyota mjög að selja bíla utan heimalandsins í ár. 28.1.2013 13:15 Dómurinn nauðsynlegur "Dómur EFTA dómstólsins sem var kveðinn upp í dag var nauðsynlegur í þeim tilgangi að skýra mikilvægt álitamál samkvæmt EES-rétti og til að útkljá málið í samræmi við reglur EES-réttar." segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. 28.1.2013 13:05 Björgólfur Thor: Grýla gamla er loksins dauð! "Allt það fólk sem tengdist Landsbankanum þurfti að sitja undir ákúrum um föðurlandssvik og ætlast var til að það færi með veggjum, á meðan pólitíkusar börðu sér á brjóst og kepptust við að yfirbjóða hver annan í fáránlegum yfirlýsingum. Hvílíkt óréttlæti!," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, í pistli á heimasíðu sinni í dag. 28.1.2013 12:35 Steingrímur: Ættum við að vera í góðu skapi í 1 til 2 daga Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna og atvinnuvegaráðherra, segist gleðjast yfir því að "þessu ólánsmáli sé nú lokið“. Hann ávarpaði blaðamenn í Utanríkisráðuneytinu í morgun. 28.1.2013 12:00 Leiðrétting Ranglega var haft eftir Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, í hádegisfréttum í gær að hún hefði sagt að ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands um Gordon Brown væru óheppileg. Hið rétta er Oddný var að tala um að það væri óheppilegt ef forseti Íslands og aðrir fulltrúar íslenska stjórnvalda væru að lýsa opinberlega ólíkri afstöðu til utanríkisstefnu Íslands almennt. Orðin voru upphaflega látin falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 28.1.2013 11:55 Stórkostleg niðurstaða "Þetta er stórkostleg niðurstaða. Við vinnum þetta mál í öllum liðum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um niðurstöðuna í Icesave-málinu. Ísland vann fullnaðarsigur. 28.1.2013 11:30 Samstillt málsvörn í málinu "Þessi niðurstaða er afskaplega góð, hún er afskaplega mikilvæg. Við lögðum upp með það að vera með samstillta málsvörn í málinu,“ sagði Árni Páll Árnason, starfandi formaður utanríkismálanefndar, í viðtali í beinni útsendingu á Árni Páll benti á það að strax árið 2008 hafi það verið markmið íslenskra stjórnvalda að fá efnisdóm um málið en illa hefði verið tekið í það. Síðan hefði ESA, eftirlitsstofnun Eftirlitsstofnun efta, opnað á það að málið færi fyrir dóm. "Menn voru ekkert voða hrifnir af því,“ sagði hann. En af hálfu Íslands hefðu samningar alltaf verið neyðarbraut. 28.1.2013 11:15 "Við höldum veislu“ "Við höldum veislu, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þegar hann var spurður að því hvað tæki við núna hjá Íslendingum eftir að niðurstaða lá fyrir í Icesave- málinu. Ísland vann fullnaðarsigur í málinu og ekki tekið tillit til krafna ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, Breta og Hollendinga. Dómurinn er endanlegur 28.1.2013 10:55 Enn margir í einangrun Enn eru margir í einangrun á Landspítalanum vegna smithættu. Þegar viðbragðsstjórn spitalans kom saman í gær voru 38 í einangrun en 36 á laugardaginn. Viðbragðsstjórn Landspítala kemur aftur saman í hádeginu í dag. 28.1.2013 10:23 Bannað að fá skráningarnúmerið GAYGUY James Cyrus Gilbert III, sem er samkynhneigður, hefur verið neitað um skráningarnúmerið GAYGUY á bíl sinn í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig sótt um skráningarnúmerin 4GAYLIB og GAYPWR en einnig verið neitað um þau. Því hefur hann farið í mál við Georgia Department of Driver Services á grundvelli þess að tjáningarfrelsi hans sé heft með neitun stofnunarinnar. Í lögum í Georgíu varðandi skráningarplötur á bílum kveður á um bann við blótsyrðum, orðfæri sem sært gæti blygðunarkennd fólks eða hæðir fólk. Einnig er bann við trúarlegum skilaboðum, kynþáttar- eða þjóðernistengdum skilaboðum sem og hégómlegum. Engu að síður hafa skráningarplötur eins og HATERS, BLKBUTI og JESUS4U fengist skráð og er á það bent með kærunni sem James hefur lagt fram. Yfirvöld í Georgíufylki hafa viðurkennt að erfitt sé að fylgja þeim lögum sem um skráningarnúmerin gilda og mikið ósamræmi sé á túlkun þeirra og að ógerningur sé að gæta sjónarmiða hlutleysis. Í því ljósi er ólíklegt að stofnunin vinni málið og því er líklegt að James geti brátt ekið um götur fylkisins með skráningarnúmerið GAYGUY. 28.1.2013 10:00 Sigurvegarar SAG-verðlaunanna Það voru þau Daniel Day-Lewis og Jennifer Lawrence sem voru sigurvegarar gærkvöldsins þegar SAG-verðlaunin (Screen Actors Guild Awards) voru veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles. 28.1.2013 09:46 Harmleikur á Kópaskeri: Varð úti eftir þorrablót Karlmaður um fertugt fannst látinn við heimili sitt á Kópaskeri í gærmorgun. Lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins og segir Sigurður Brynólfsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að málið sé ekki rannsakað sem sakamál. Á laugardagskvöldið var þorrablót í bænum og er talið að maðurinn hafi orðið úti á leið sinni heim af blótinu. Mjög vont veður var þessa nótt að sögn Sigurðar, stórkrapahríð og kuldi. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. 28.1.2013 09:32 Vilborg Arna á Stöð 2 í kvöld Vilborg Arna Gissurardóttir er komin heim af Suðurpólnum. Ísland í dag hitti Vilborgu áður en hún fór í svaðilförina og var hún fullviss um að hún myndi klára leiðangurinn sem var alls um sextíu dagar en á hverjum degi gekk hún um 22 kílómetra og byrjaði með 100 kíló á bakinu. Vilborg Arna verður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og segir frá reynslu sinni. 28.1.2013 09:15 Bændur óttast ekki úlfafár Eftir tveggja alda fjarveru eru úlfar farnir að gera vart við sig í Danmörku á ný. Sérfræðingar eru sannfærðir um að úlfurinn sé kominn til að vera en sauðfjárbændur eru þó ekki uggandi um að þeir komi til með að leggjast á fé og valda vandræðum eins og í Noregi þar sem tvö til fjögur prósent fjár enda í úlfskjafti. 28.1.2013 07:00 Kristján Þór efstur fyrir norðan, Tryggvi þór komst ekki á lista Talningu er nú lokið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. 2714 greiddu atkvæði en 4400 voru á kjörskrá og kjörsókn því tæp 62 prósent. 28.1.2013 06:59 Maður handtekinn á hafnarsvæðinu við Sundagarða Um klukkan hálfþrjú var tilkynnt um mann eða menn í óleyfi á hafnarsvæði við Sundagarða. Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar þessa máls. 28.1.2013 06:56 Nokkuð um innbrot í bíla í borginni Nokkuð var um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær og í nótt. 28.1.2013 06:53 Stormar trufla skipaumferð á Norður Atlantshafinu Vetrarstormar hafa valdið miklum truflunum á ferðum flutningaskipa á Norður Atlandshafinu fyrir sunnan Ísland og Grænland undanfara daga og vikur. 28.1.2013 06:49 Ölið er ódýrara en vatn á tékkneskum veitingastöðum Á flestum veitingastöðum í Tékklandi er hálfur lítri af öli nú ódýrari en sama magn af flöskuvatni eða gosi. 28.1.2013 06:43 Mikil flóð herja á íbúa í Queensland í Ástralíu Að minnsta kosti þrír hafa farist og fólk hefur í hundraða tali þurft að flýja heimili sína vegna mikilla flóða í Queensland í Ástralíu um helgina. 28.1.2013 06:33 Berlusconi mærði Mussolini á athöfn um helför Gyðinga Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu hefur enn á ný tekist að vekja athygli á sér fyrir vægast sagt óheppileg ummæli. 28.1.2013 06:29 Sláturhúsinu breytt í hótel Bygging Fosshótels á Patreksfirði er langt komin. Hótelið verður hið glæsilegasta, en það rúmar 41 herbergi og verður til húsa við Aðalstræti 100. Hótelið er reist á grunni gamla sláturhússins á Patreksfirði. 28.1.2013 06:00 Reynt að stöðva jarðasöfnun erlendra auðkýfinga á Íslandi Ögmundur Jónasson telur erlenda auðmenn vera að leggja undir sig stór landsvæði á Íslandi og hefur látið smíða frumvarp til að koma í veg fyrir það. Hugsunin ekki sú að girða fyrir fjárfestingar, segir Ögmundur. 28.1.2013 06:00 Segja að hungraðir éti börn í Norður Kóreu Hungraður maður í Norður Kóreu var tekinn af lífi eftir að hann hafði tekið börn sín af lífi vegna matarskorts. Rannsóknarblaðamaður frá Asía Press sagði í samtali við breska blaðið Sunday Times að karlmaður hefði grafið upp lík barnabarns síns og borðað það. Þá hefði annar maður soðið barnið sitt. 27.1.2013 22:07 Veður versnandi fyrir norðan Veður fer versnandi með kvöldinu norðaustan- og austanlands, vaxandi ofankoma og vindur, sérstaklega á fjallvegunum. Um leið kólnar heldur, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi. Á láglendi verður þó víðast slydda eða krapi frá Eyjafirði og austur á Austfirði. Á Austfjörðum er spáð vaxandi hríðarveðri. Vestan Öxnadalsheiðar er ekki spáð úrkomu, en á Vestfjörðum verður áfram stormur til morguns með skafrenningi og sums staðar ofankomu. Það á einnig við um Reykhólasveit, Saurbæ og Svínadal. 27.1.2013 21:24 Mannskæðir eldsvoðar á skemmtistöðum Talið er að 232 hafi látið lífið í eldsvoða á skemmtistað í Brasilíu í nótt. AP-fréttastofan hefur tekið saman mannskæða eldsvoða á skemmtistöðum um heim allan. 27.1.2013 20:48 Niðurstaðan bindandi en ekki ráðgefandi Niðurstaða EFTA-dómstólsins um hvort að Íslendingar hafi brotið Evróputilskipun um innistæðutryggingar verður kveðinn upp á morgun. 27.1.2013 20:17 Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27.1.2013 20:09 Öryrki stefnir Reykjavíkurborg Öryrki hefur stefnt Reykjavíkurborg og telur að sér sé mismunað vegna búsetu. Um er að ræða konu sem leigir hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins og fær þess vegna ekki sérstakar húsaleigubætur. 27.1.2013 20:01 "Framar mínum björtustu vonum" "Ég var með 51% í fyrsta sæti síðast þannig að þetta er heljarinnar bæting svo maður noti íþróttamálið. Ég get ekki verið annað en yfir mig glöð og þakklát," sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir sem sigraði með yfirburðum í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í dag. 27.1.2013 19:33 Spielberg vill gera stórmynd á Íslandi Hinn heimsfrægi kvikmyndaleikstjóri Steven Spielberg hefur í hyggju að gera alþjóðlega stórmynd á Íslandi. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið True North hefur unnið að undirbúningi myndarinnar. 27.1.2013 18:32 "Ég er svolítið öðruvísi en Muhammad Ali" Bardagakappinn Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hemma Gunn í þætti þess síðarnefnda á Bylgjunni í dag. 27.1.2013 18:25 Árni Johnsen ekki á meðal fimm efstu Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er ekki á meðal fimm efstu á lista þegar um helmingur atkvæða í prófkjöri flokksins í kjördæminu hefur verið talinn. 27.1.2013 17:32 Yfir 30 aðstoðarbeiðnir á Siglufirði Mikið hefur verið að gera hjá Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði í dag. Yfir 30 aðstoðarbeiðnir hafa borist frá því veðrið versnaði í nótt. 27.1.2013 17:14 Ragnheiður Elín enn í fyrsta sæti Ragnheiður Elín Árnadóttir er í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Eftir á að telja um fjórðung atkvæða. 27.1.2013 16:58 Ritstjóri kærður fyrir ærumeiðandi skrif Fyrirsögnin "Sýknaður af níði passar börn" er sögð misvísandi og ærumeiðandi í kæru á hendur ritstjóra Akureyri Vikublaðs til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. 27.1.2013 16:31 Fyrsti tvinnbíll Subaru Í fyrra greindi Subaru frá því að í ár kæmi fram þeirra fyrsti tvinnbíll (Hybrid). Síðan þá hafa bílaáhugamenn velt því fyrir sér hvort Subaru myndi þróa eigin tvinnbúnað eða kaupa slíkan búnað frá öðrum, t.d. Toyota. Einnig var áleitið í hvaða bíl Subaru tvinntæknin myndi fyrst birtast, Forester, Legacy eða Outback, eða í nýjum bíl. Þriðja spurningin var svo hvort bíllinn væri ætlaður fyrir heimamarkað eða Bandaríkjamarkað. Nú eru komin svör við tveimur af þessum spurningum. Bíllinn mun verða með tvinntæknibúnað sem Subaru hefur þróað sjálft, hann mun bæði vera ætlaður fyrir heima- og Bandaríkjamarkað en svarið við því í hvaða bíl Subaru búnaðurinn fyrst birtist verður að bíða New York bílasýningarinnar 27. mars. Mögulega verður það í nýjum bíl Subaru sem byggir á Hybrid Tourer Concept bílnum sem Subaru kynnti á Tokyo bílasýningunni árið 2009 og sést á myndinni hér að ofan. Í þeim bíl var 2,0 lítra boxervél, 13 hestafla rafmagnsmótor og CVT skipting. 27.1.2013 15:45 Sirrý ÍS aflahæsti smábáturinn Vefsíðan Aflafréttir.is hefur tekið saman 17 aflahæstu smábáta síðasta árs. Allir náðu þeir yfir 800 tonn af fiski á síðasta ári. 27.1.2013 15:23 Femínistar fagna takmörkunum á aðgangi að klámi Femínistafélags Íslands fagnar því að í innanríkisráðuneytinu sé nú leitað leiða til að takmarka útbreiðslu og aðgengi að klámi sem er ofbeldis- og hatursfullt. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi fjölmiðlum í dag. 27.1.2013 15:04 Feðgarnir Kári og Pétur menn ársins Feðgarnir Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason hafa verið útnefndir menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu í árlegri kosningu lesenda Húnahornsins. 27.1.2013 14:53 Katrín býður sig fram til varaformanns Katrín Júlíusdóttir staðfestir í fréttatilkynningu til fjölmiðla að hún bjóði sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. 27.1.2013 14:37 "Maður sat bara stjarfur" Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær. 27.1.2013 14:06 Hljómsveitarmeðlimir gufuðu upp Ekkert hefur heyrst til tólf kólumbískra hljómsveitarmeðlima og átta manna fylgdarliðs síðan á tónleikum sveitarinnar á fimmtudagskvöld. 27.1.2013 13:23 Sjá næstu 50 fréttir
Björk í skýjunum yfir Icesave-dómnum "Hamingjuóskir til íslensku þjóðarinnar vegna sigursins í Icesave-málinu!! Það gefur mér von að við þurfum ekki að borga fyrir glæpi nokkra bankamanna!! Réttlætið nær öðru hvoru fram að ganga,“ skrifar söngkonan Björk Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sína í dag. 28.1.2013 13:52
Sigur Íslands í brennidepli út um allan heim Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um sigur Íslands í Icesave-málinu í morgun. Danska ríkisútvarpið segir í fyrirsögn að Íslendingar hafi sloppið við að borga milljarða og breska ríkisútvarpið fer yfir málið ítarlega. 28.1.2013 13:37
Toyota aftur stærst Toyota náði aftur toppsætinu af General Motors sem stærsti bílaframleiðandi heims fyrir liðið ár en GM var stærst árið 2011. Toyota hafði haldið titlinum þar á undan í þrjú ár, þ.e. frá 2008 til 2010, en í 77 ár þar á undan hafði GM verið stærsti bílaframleiðandi í heimi. Í fyrra seldi Toyota 9,75 milljón bíla, GM 9,29 og Volkswagen 9,07. Vöxtur Toyota í fyrra frá árinu á undan var mjög mikill, eða 23% en sala Daihatsu, Hino og Lexus teljast með þar sem Toyota á þau öll. Þessi mikla söluaukning skýrist að talsverðum hluta af lítilli sölu Toyota árinu áður vegna stóra jarðskjálftans í Japan sem hamlaði mjög framleiðslunni það ár. Sala Toyota í Evrópu óx aðeins um 2%, en um 27% í Bandaríkjunum. Í Japan óx salan um heil 35%, en hún minnkaði hinsvegar í Kína, ekki síst vegna milliríkjadeilu Japan og Kína um yfirráð yfir smáeyjum í A-Kínahafi. Toyota áætlar að selja 9,91 milljón bíla í ár. Japanska jenið hefur fallið um ríflega 5% sl. mánuð og gæti frekara fall gjaldmiðilsins hjálpað Toyota mjög að selja bíla utan heimalandsins í ár. 28.1.2013 13:15
Dómurinn nauðsynlegur "Dómur EFTA dómstólsins sem var kveðinn upp í dag var nauðsynlegur í þeim tilgangi að skýra mikilvægt álitamál samkvæmt EES-rétti og til að útkljá málið í samræmi við reglur EES-réttar." segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. 28.1.2013 13:05
Björgólfur Thor: Grýla gamla er loksins dauð! "Allt það fólk sem tengdist Landsbankanum þurfti að sitja undir ákúrum um föðurlandssvik og ætlast var til að það færi með veggjum, á meðan pólitíkusar börðu sér á brjóst og kepptust við að yfirbjóða hver annan í fáránlegum yfirlýsingum. Hvílíkt óréttlæti!," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, í pistli á heimasíðu sinni í dag. 28.1.2013 12:35
Steingrímur: Ættum við að vera í góðu skapi í 1 til 2 daga Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna og atvinnuvegaráðherra, segist gleðjast yfir því að "þessu ólánsmáli sé nú lokið“. Hann ávarpaði blaðamenn í Utanríkisráðuneytinu í morgun. 28.1.2013 12:00
Leiðrétting Ranglega var haft eftir Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, í hádegisfréttum í gær að hún hefði sagt að ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands um Gordon Brown væru óheppileg. Hið rétta er Oddný var að tala um að það væri óheppilegt ef forseti Íslands og aðrir fulltrúar íslenska stjórnvalda væru að lýsa opinberlega ólíkri afstöðu til utanríkisstefnu Íslands almennt. Orðin voru upphaflega látin falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 28.1.2013 11:55
Stórkostleg niðurstaða "Þetta er stórkostleg niðurstaða. Við vinnum þetta mál í öllum liðum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um niðurstöðuna í Icesave-málinu. Ísland vann fullnaðarsigur. 28.1.2013 11:30
Samstillt málsvörn í málinu "Þessi niðurstaða er afskaplega góð, hún er afskaplega mikilvæg. Við lögðum upp með það að vera með samstillta málsvörn í málinu,“ sagði Árni Páll Árnason, starfandi formaður utanríkismálanefndar, í viðtali í beinni útsendingu á Árni Páll benti á það að strax árið 2008 hafi það verið markmið íslenskra stjórnvalda að fá efnisdóm um málið en illa hefði verið tekið í það. Síðan hefði ESA, eftirlitsstofnun Eftirlitsstofnun efta, opnað á það að málið færi fyrir dóm. "Menn voru ekkert voða hrifnir af því,“ sagði hann. En af hálfu Íslands hefðu samningar alltaf verið neyðarbraut. 28.1.2013 11:15
"Við höldum veislu“ "Við höldum veislu, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þegar hann var spurður að því hvað tæki við núna hjá Íslendingum eftir að niðurstaða lá fyrir í Icesave- málinu. Ísland vann fullnaðarsigur í málinu og ekki tekið tillit til krafna ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, Breta og Hollendinga. Dómurinn er endanlegur 28.1.2013 10:55
Enn margir í einangrun Enn eru margir í einangrun á Landspítalanum vegna smithættu. Þegar viðbragðsstjórn spitalans kom saman í gær voru 38 í einangrun en 36 á laugardaginn. Viðbragðsstjórn Landspítala kemur aftur saman í hádeginu í dag. 28.1.2013 10:23
Bannað að fá skráningarnúmerið GAYGUY James Cyrus Gilbert III, sem er samkynhneigður, hefur verið neitað um skráningarnúmerið GAYGUY á bíl sinn í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig sótt um skráningarnúmerin 4GAYLIB og GAYPWR en einnig verið neitað um þau. Því hefur hann farið í mál við Georgia Department of Driver Services á grundvelli þess að tjáningarfrelsi hans sé heft með neitun stofnunarinnar. Í lögum í Georgíu varðandi skráningarplötur á bílum kveður á um bann við blótsyrðum, orðfæri sem sært gæti blygðunarkennd fólks eða hæðir fólk. Einnig er bann við trúarlegum skilaboðum, kynþáttar- eða þjóðernistengdum skilaboðum sem og hégómlegum. Engu að síður hafa skráningarplötur eins og HATERS, BLKBUTI og JESUS4U fengist skráð og er á það bent með kærunni sem James hefur lagt fram. Yfirvöld í Georgíufylki hafa viðurkennt að erfitt sé að fylgja þeim lögum sem um skráningarnúmerin gilda og mikið ósamræmi sé á túlkun þeirra og að ógerningur sé að gæta sjónarmiða hlutleysis. Í því ljósi er ólíklegt að stofnunin vinni málið og því er líklegt að James geti brátt ekið um götur fylkisins með skráningarnúmerið GAYGUY. 28.1.2013 10:00
Sigurvegarar SAG-verðlaunanna Það voru þau Daniel Day-Lewis og Jennifer Lawrence sem voru sigurvegarar gærkvöldsins þegar SAG-verðlaunin (Screen Actors Guild Awards) voru veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles. 28.1.2013 09:46
Harmleikur á Kópaskeri: Varð úti eftir þorrablót Karlmaður um fertugt fannst látinn við heimili sitt á Kópaskeri í gærmorgun. Lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins og segir Sigurður Brynólfsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að málið sé ekki rannsakað sem sakamál. Á laugardagskvöldið var þorrablót í bænum og er talið að maðurinn hafi orðið úti á leið sinni heim af blótinu. Mjög vont veður var þessa nótt að sögn Sigurðar, stórkrapahríð og kuldi. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. 28.1.2013 09:32
Vilborg Arna á Stöð 2 í kvöld Vilborg Arna Gissurardóttir er komin heim af Suðurpólnum. Ísland í dag hitti Vilborgu áður en hún fór í svaðilförina og var hún fullviss um að hún myndi klára leiðangurinn sem var alls um sextíu dagar en á hverjum degi gekk hún um 22 kílómetra og byrjaði með 100 kíló á bakinu. Vilborg Arna verður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og segir frá reynslu sinni. 28.1.2013 09:15
Bændur óttast ekki úlfafár Eftir tveggja alda fjarveru eru úlfar farnir að gera vart við sig í Danmörku á ný. Sérfræðingar eru sannfærðir um að úlfurinn sé kominn til að vera en sauðfjárbændur eru þó ekki uggandi um að þeir komi til með að leggjast á fé og valda vandræðum eins og í Noregi þar sem tvö til fjögur prósent fjár enda í úlfskjafti. 28.1.2013 07:00
Kristján Þór efstur fyrir norðan, Tryggvi þór komst ekki á lista Talningu er nú lokið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. 2714 greiddu atkvæði en 4400 voru á kjörskrá og kjörsókn því tæp 62 prósent. 28.1.2013 06:59
Maður handtekinn á hafnarsvæðinu við Sundagarða Um klukkan hálfþrjú var tilkynnt um mann eða menn í óleyfi á hafnarsvæði við Sundagarða. Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar þessa máls. 28.1.2013 06:56
Nokkuð um innbrot í bíla í borginni Nokkuð var um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær og í nótt. 28.1.2013 06:53
Stormar trufla skipaumferð á Norður Atlantshafinu Vetrarstormar hafa valdið miklum truflunum á ferðum flutningaskipa á Norður Atlandshafinu fyrir sunnan Ísland og Grænland undanfara daga og vikur. 28.1.2013 06:49
Ölið er ódýrara en vatn á tékkneskum veitingastöðum Á flestum veitingastöðum í Tékklandi er hálfur lítri af öli nú ódýrari en sama magn af flöskuvatni eða gosi. 28.1.2013 06:43
Mikil flóð herja á íbúa í Queensland í Ástralíu Að minnsta kosti þrír hafa farist og fólk hefur í hundraða tali þurft að flýja heimili sína vegna mikilla flóða í Queensland í Ástralíu um helgina. 28.1.2013 06:33
Berlusconi mærði Mussolini á athöfn um helför Gyðinga Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu hefur enn á ný tekist að vekja athygli á sér fyrir vægast sagt óheppileg ummæli. 28.1.2013 06:29
Sláturhúsinu breytt í hótel Bygging Fosshótels á Patreksfirði er langt komin. Hótelið verður hið glæsilegasta, en það rúmar 41 herbergi og verður til húsa við Aðalstræti 100. Hótelið er reist á grunni gamla sláturhússins á Patreksfirði. 28.1.2013 06:00
Reynt að stöðva jarðasöfnun erlendra auðkýfinga á Íslandi Ögmundur Jónasson telur erlenda auðmenn vera að leggja undir sig stór landsvæði á Íslandi og hefur látið smíða frumvarp til að koma í veg fyrir það. Hugsunin ekki sú að girða fyrir fjárfestingar, segir Ögmundur. 28.1.2013 06:00
Segja að hungraðir éti börn í Norður Kóreu Hungraður maður í Norður Kóreu var tekinn af lífi eftir að hann hafði tekið börn sín af lífi vegna matarskorts. Rannsóknarblaðamaður frá Asía Press sagði í samtali við breska blaðið Sunday Times að karlmaður hefði grafið upp lík barnabarns síns og borðað það. Þá hefði annar maður soðið barnið sitt. 27.1.2013 22:07
Veður versnandi fyrir norðan Veður fer versnandi með kvöldinu norðaustan- og austanlands, vaxandi ofankoma og vindur, sérstaklega á fjallvegunum. Um leið kólnar heldur, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi. Á láglendi verður þó víðast slydda eða krapi frá Eyjafirði og austur á Austfirði. Á Austfjörðum er spáð vaxandi hríðarveðri. Vestan Öxnadalsheiðar er ekki spáð úrkomu, en á Vestfjörðum verður áfram stormur til morguns með skafrenningi og sums staðar ofankomu. Það á einnig við um Reykhólasveit, Saurbæ og Svínadal. 27.1.2013 21:24
Mannskæðir eldsvoðar á skemmtistöðum Talið er að 232 hafi látið lífið í eldsvoða á skemmtistað í Brasilíu í nótt. AP-fréttastofan hefur tekið saman mannskæða eldsvoða á skemmtistöðum um heim allan. 27.1.2013 20:48
Niðurstaðan bindandi en ekki ráðgefandi Niðurstaða EFTA-dómstólsins um hvort að Íslendingar hafi brotið Evróputilskipun um innistæðutryggingar verður kveðinn upp á morgun. 27.1.2013 20:17
Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27.1.2013 20:09
Öryrki stefnir Reykjavíkurborg Öryrki hefur stefnt Reykjavíkurborg og telur að sér sé mismunað vegna búsetu. Um er að ræða konu sem leigir hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins og fær þess vegna ekki sérstakar húsaleigubætur. 27.1.2013 20:01
"Framar mínum björtustu vonum" "Ég var með 51% í fyrsta sæti síðast þannig að þetta er heljarinnar bæting svo maður noti íþróttamálið. Ég get ekki verið annað en yfir mig glöð og þakklát," sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir sem sigraði með yfirburðum í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í dag. 27.1.2013 19:33
Spielberg vill gera stórmynd á Íslandi Hinn heimsfrægi kvikmyndaleikstjóri Steven Spielberg hefur í hyggju að gera alþjóðlega stórmynd á Íslandi. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið True North hefur unnið að undirbúningi myndarinnar. 27.1.2013 18:32
"Ég er svolítið öðruvísi en Muhammad Ali" Bardagakappinn Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hemma Gunn í þætti þess síðarnefnda á Bylgjunni í dag. 27.1.2013 18:25
Árni Johnsen ekki á meðal fimm efstu Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er ekki á meðal fimm efstu á lista þegar um helmingur atkvæða í prófkjöri flokksins í kjördæminu hefur verið talinn. 27.1.2013 17:32
Yfir 30 aðstoðarbeiðnir á Siglufirði Mikið hefur verið að gera hjá Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði í dag. Yfir 30 aðstoðarbeiðnir hafa borist frá því veðrið versnaði í nótt. 27.1.2013 17:14
Ragnheiður Elín enn í fyrsta sæti Ragnheiður Elín Árnadóttir er í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Eftir á að telja um fjórðung atkvæða. 27.1.2013 16:58
Ritstjóri kærður fyrir ærumeiðandi skrif Fyrirsögnin "Sýknaður af níði passar börn" er sögð misvísandi og ærumeiðandi í kæru á hendur ritstjóra Akureyri Vikublaðs til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. 27.1.2013 16:31
Fyrsti tvinnbíll Subaru Í fyrra greindi Subaru frá því að í ár kæmi fram þeirra fyrsti tvinnbíll (Hybrid). Síðan þá hafa bílaáhugamenn velt því fyrir sér hvort Subaru myndi þróa eigin tvinnbúnað eða kaupa slíkan búnað frá öðrum, t.d. Toyota. Einnig var áleitið í hvaða bíl Subaru tvinntæknin myndi fyrst birtast, Forester, Legacy eða Outback, eða í nýjum bíl. Þriðja spurningin var svo hvort bíllinn væri ætlaður fyrir heimamarkað eða Bandaríkjamarkað. Nú eru komin svör við tveimur af þessum spurningum. Bíllinn mun verða með tvinntæknibúnað sem Subaru hefur þróað sjálft, hann mun bæði vera ætlaður fyrir heima- og Bandaríkjamarkað en svarið við því í hvaða bíl Subaru búnaðurinn fyrst birtist verður að bíða New York bílasýningarinnar 27. mars. Mögulega verður það í nýjum bíl Subaru sem byggir á Hybrid Tourer Concept bílnum sem Subaru kynnti á Tokyo bílasýningunni árið 2009 og sést á myndinni hér að ofan. Í þeim bíl var 2,0 lítra boxervél, 13 hestafla rafmagnsmótor og CVT skipting. 27.1.2013 15:45
Sirrý ÍS aflahæsti smábáturinn Vefsíðan Aflafréttir.is hefur tekið saman 17 aflahæstu smábáta síðasta árs. Allir náðu þeir yfir 800 tonn af fiski á síðasta ári. 27.1.2013 15:23
Femínistar fagna takmörkunum á aðgangi að klámi Femínistafélags Íslands fagnar því að í innanríkisráðuneytinu sé nú leitað leiða til að takmarka útbreiðslu og aðgengi að klámi sem er ofbeldis- og hatursfullt. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi fjölmiðlum í dag. 27.1.2013 15:04
Feðgarnir Kári og Pétur menn ársins Feðgarnir Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason hafa verið útnefndir menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu í árlegri kosningu lesenda Húnahornsins. 27.1.2013 14:53
Katrín býður sig fram til varaformanns Katrín Júlíusdóttir staðfestir í fréttatilkynningu til fjölmiðla að hún bjóði sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. 27.1.2013 14:37
"Maður sat bara stjarfur" Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær. 27.1.2013 14:06
Hljómsveitarmeðlimir gufuðu upp Ekkert hefur heyrst til tólf kólumbískra hljómsveitarmeðlima og átta manna fylgdarliðs síðan á tónleikum sveitarinnar á fimmtudagskvöld. 27.1.2013 13:23