Fleiri fréttir Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25.8.2011 03:00 Talinn hafa skipulagt morðið á Politkovskaju Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið fyrrverandi lögreglumann vegna gruns um að hann hafi skipulagt morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju árið 2006. Á sínum tíma var Politkovskaja afar gagnrýnin á stefnu stjórnvalda í Kreml, sérstaklega hvað varðar stríðið í Tsjetsjeníu. 25.8.2011 02:30 Matvælaframleiðsla breytist Hinn 1. mars í fyrra tók gildi hér á landi matvælalöggjöf um hollustuhætti og eftirlit á Evrópska efnahagssvæðinu. Löggjöfina tekur Ísland upp samkvæmt EES-samningnum en gefinn var átján mánaða frestur til að lögfesta breytingar vegna búfjárafurða sem taka því gildi 1. nóvember næstkomandi. Umhverfi kjöt- og mjólkurframleiðslu tekur nokkrum stakkaskiptum við breytingarnar. 25.8.2011 02:00 Nær 7 milljónir lífvera ófundnar Á jörðinni lifa um það bil 8,8 milljón tegundir lífvera, en hingað til hafa aðeins 1,9 milljónir verið færðar til bókar. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn. 25.8.2011 02:00 Marijúanasprey til Svíþjóðar Marijúanasprey verður líklega fáanlegt í Svíþjóð á næstunni. Spreyið er ætlað í lækningaskyni en veldur ekki vímu. 25.8.2011 01:30 Hart barist í Trípólí Harðir bardagar hafa geisað milli uppreisnarmanna og stuðningsmanna Gaddafís í Líbíu síðustu sólarhringa. Mannfall er talið vera mikið. Barist hefur verið í Bab al-Asisýah, aðsetri Gaddafís, sem uppreisnarmennirnir tóku yfir á þriðjudag. Einnig hafa átök átt sér stað víða í suður- og miðhluta borgarinnar. 25.8.2011 01:00 Flaug til Noregs í yfirheyrslur Breski þjóðernissinninn Paul Ray kom til Óslóar í gær til að fara í yfirheyrslur hjá lögreglu vegna hryðjuverkanna í Noregi 22. júlí. Ray kom sjálfviljugur til landsins til að ræða við lögreglu. 25.8.2011 00:30 100 tonn af gulli yfir hafið Seðlabanki Englands fékk óvenjulega beiðni í síðustu viku þegar Hugo Chávez, forseti Venesúela, vildi fá heim gullforða lands síns, eins fljótt og unnt væri. Það þýðir að flytja þarf 99,2 tonn af gullstöngum frá London til Caracas. 25.8.2011 00:00 Fyrrverandi fréttastjóri vill vinna fyrir fjölmiðlanefnd Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, er einn 27 umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd var skipuð samkvæmt nýjum lögum um fjölmiðla sem samþykkt voru í apríl síðastliðnum. Eiríkur Jónsson, kennari við lagadeild Háskóla Íslands, er formaður nefndarinnar. 24.8.2011 20:15 Heita 180 milljónum hverjum þeim sem finnur Gaddafi Rúmlega einni og hálfri milljón dollara eða sem samsvarar hundrað og áttatíu milljónum íslenskra króna og friðhelgi hefur verið heitið hverjum þeim sem handsamar eða drepur Gaddafi fyrrum einræðisherra Líbíu. Þrjátíu og sex erlendum blaðamönnum hefur nú verið sleppt úr sex daga gíslingu í Trípólí. 24.8.2011 18:43 Þrír fluttir á sjúkrahús vegna ólöglegs kappaksturs Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að bíl var ekið á ljósastaur í Breiðholti í gærkvöld. Slysið varð um áttaleytið en þá voru tveir ökumenn, 18 og 19 ára, í kappakstri í Arnarbakka. 24.8.2011 17:21 Ráðherra rúntar á vetnisbíl Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, mætti á óvenjulegu farartæki á ríkisstjórnarfund í gær. Um er að ræða Hyundai Tuscon jeppling sem gengur fyrir vetni. 24.8.2011 16:56 Gefast upp á þjóðarhundinum Þýska lögreglan er smám saman að skipta þjóðarhundinum, þýskum fjárhundi (sheffer), út fyrir belgísku tegundina. Ríkislögreglan heldur nú aðeins 26 þýska fjárhunda á móti 281 belgískum. 24.8.2011 17:09 Besti árangur á lestrarprófi Um 71% nemenda í öðrum bekk í grunnskóla geta lesið sér til gagns samkvæmt þeim viðmiðum sem sett hafa verið. Þetta sýnir könnun sem gerð var á lesskilningi síðasta vor. Þetta er besti árangur frá upphafi lesskimana sem hófust í grunnskólum borgarinnar árið 2002. Af þeim 1.241 nemanda í öðrum bekk sem tók lesskimunarprófið töldust 875 þeirra geta lesið sér til gagns. Aftur á móti náðu 366 nemendur í 36 grunnskólum ekki þessum árangri eða 29% og þarf sá hópur stuðning í lestri með einstaklingsáætlun eða einstaklingsnámskrá. 24.8.2011 16:44 Fær hugsanlega ævifangelsi fyrir að fara óboðinn inn í landið Þrjátíu ára gamall pólskur karlmaður gæti orðið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að heimsækja son sinn til Danmerkur. Jyllands Posten segir að þetta yrði þá í fyrsta sinn sem maður fengi slíkan dóm þar í landi fyrir að koma inn í landið í óleyfi. 24.8.2011 16:37 Nemendur Kvikmyndaskólans lesa upp úr Animal Farm Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands tóku sér stöðu fyrir framan forsætisráðuneytið klukkan hálfþrjú. Þar lesa upp úr bókinni Animal Farm eftir George Orwell. Þau eru öll með dýragrímu á andlitinu. 24.8.2011 15:35 Blaðamennirnir lausir Blaðamennirnir sem voru í haldi á Rixos hótelinu í Tripoli eru lausir úr prísundinni. Blaðamaður CNN segir á twitter-síðu sinni að þeir hafi yfirgefið hótelið í bíl nú síðdegis. 24.8.2011 15:31 Hadzic segist saklaus Stríðshöfðingi Serba, Goran Hadzic, lýsti sig saklausan fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag í dag. Hadzic er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni fyrir hlutdeild sína í Júgóslavíustríðinu 1991-1993. Verði hann fundinn sekur bíður hans lífstíðarfangelsi. 24.8.2011 15:21 Sektuð fyrir að gefa barninu ekki nafn Kona frá Kaupmannahöfn hefur verið sektuð um 500 danskar krónur, sem jafngildir um 10 þúsund íslenskum, fyrir að hafa ekki gefið barninu sínu nafn. 24.8.2011 15:14 Hnífaárás í New York Nakinn ungur maður gekk berserksgang í íbúðarblokk í New York í dag. Maðurinn var vopnaður eldhúshníf, drap einn og særði fjóra. Hann virðist hafa gengið milli íbúða, knúið dyra og ráðist á þann sem opnaði, segir í frétt vefmiðilsins www.mailonsunday.co.uk 24.8.2011 14:52 Mamma kærði son sinn fyrir fjárdrátt Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa dregið sér tæplega þrjár milljónir króna af reikningi móður sinnar var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24.8.2011 14:31 Malaría í Grikklandi Ferðalangar í Grikklandi hafa verið varaðir við malaríusmitum. Þetta kemur fram í frétt Telegraph. Síðan í júní á þessu ári hafa sex manns greinst í landinu með sjúkdóminn. Tilvikin urðu á Euboea, stórri eyju norður af Aþenu og Laconia svæðinu. Enginn smitaðra hafði ferðast nokkuð út fyrir Grikkland. 24.8.2011 14:29 8.7 milljónir lífvera á jörðinni Um 8.7 milljónir tegunda lífvera fyrirfinnast á jörðinni. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í Public Library of Science Biology. Talan var fundin með nýju kerfi til að flokka lífverur og meta fjölda þeirra. Áður hefur hún verið áætluð frá 3 milljónum og allt upp í 100. 24.8.2011 14:10 Þú mátt nefna stelpuna þína Sophie Mannanafnanefnd samþykkti í byrjun ágúst eiginnöfnin Mara og Sophie og hafa nöfnin verið færð í mannanafnaskrá. Nöfnunum Marias, Dania og Vikingr var hins vegar hafnað. Nöfnunum Marias og Dania var hafnað á þeirri forsendu að þau töldust ekki geta verið í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Nafnið Vikingr taldist hins vegar brjóta í bága við íslenskt málkerfi. 24.8.2011 14:01 N-Kórea tilbúin að gera hlé á kjarnorkuáætlun Kim Jong-il gaf það út á fundi í dag með rússlandsforseta, Dimitry Medvedev, að Norður Kórea væri reiðubúin að gera hlé á framleiðslu kjarnavopna og tilraunum sínum með kjarnorku. Þessi tilkynning gæti greitt götu viðræðna milli sex þjóða sem sigldu í strand árið 2008. 24.8.2011 13:35 Ísland er eins og tilraunastofa Ísland er eins og tilraunastofa fyrir afdrif vestrænna hagkerfa við fjármálakreppu, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, doktor í stjórnmálafræði. 24.8.2011 13:31 Fundur SÞ og Suu Kyi Lýðræðissinnin Aung San Suu Kyi frá Búrma segir heimsókn sendifulltrúa Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) hafa verið uppörvandi. Suu Kyi átti 90 mínútna fund með mannréttindafulltrúanum, Tomas Ojea Quintana, sem snerist helst um aðstæður 2.000 pólitískra fanga í Búrma og önnur málefni tengd mannréttindum. 24.8.2011 13:01 Ekkert „like“ í Þýskalandi Yfirmaður Persónuverndar í þýska fylkinu Schleswig-Holstein telur að „like" hnappurinn svokallaði á Facebook, sem notendur smella á til að lýsa velþóknun sinni á færslum og öðru, brjóti í bága við persónuverndarlög í Þýskalandi. 24.8.2011 13:00 Blaðamenn í stofufangelsi í Tripoli Um 35 erlendir blaðamenn eru fastir á Rixos hótelinu í Tripoli. Hótelið er umkringt stuðningsmönnum Gaddafi sem varna blaðamönnunum útgöngu. Bardagar geisa í kring. Byssumenn eru á göngunum, leyniskyttur á þakinu. Ef þeir reyna að sleppa út er byssum beint að þeim. 24.8.2011 11:58 Átján mánaða fangelsi eftir árásartilraun á lögreglumenn Tæplega þrítugur Austfirðingur hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð fjögurra lögreglumanna í maí síðastliðnum og að hafa gert tilraunir til meiriháttar líkamsárásar á einn þeirra. 24.8.2011 11:53 Staðan í Líbíu Þó sprengingar og skothvellir heyrist enn í Líbíu eru þær blandnar hamingjuhrópunum fólks og barnasöng. Það eru fagnaðarlæti í Tripoli eftir einstakan og sögulegan dag. 24.8.2011 11:29 Betra að einbeita sér að fjármálum Byggðastofnunar en skipan stjórnar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist afskaplega leið yfir þeirri gagnrýni sem hún fær frá þingflokki VG vegna skipunar nýrrar stjórnar Byggðastofnunar. Hún vill að menn einbeiti sér að því að bæta fjárhag stofnunarinnar frekar en skipan stjórnarinnar. 24.8.2011 10:52 Áframhaldandi átök á Gaza Árásir héldu áfram á landamærum Gaza-svæðisins og Ísrael í dag. Ísrael gerðu loftárásir á Gaza og Palestínumenn skutu sprengjum til baka. Hamas samtökin segja einn Palestínumann látinn eftir árásirnar. 24.8.2011 10:14 Nakin Nigella hneykslar nágranna sína Nágrannar stjörnukokksins Nigellu Lawson kvarta nú undan því að þeir geta séð þessa kynþokkafullu konu ganga um nakta í íbúð sinni. 24.8.2011 10:04 Borgarstjóri á metsölulista Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, blandar sér í toppbaráttuna um mest seldu bók vikunnar í Eymundsson þessa vikuna. 24.8.2011 10:01 Ríkisstjórn Ástralíu í hættu vegna kynlífshneykslis Ástralskur þingmaður er sakaður um að hafa notað kreditkort stéttafélags hjúkrunarfræðinga til að greiða fyrir þjónustu vændiskvenna. Ástralska lögreglan rannsakar nú málið. 24.8.2011 09:51 Segja frekari niðurskurð bitna á þjónustu Hjúkrunarráð Landspítalans varar eindregið við frekari niðurskurði á fjárveitingum til Landspítalans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hjúkrunarráðið sendi frá sér í morgun. Halli á fjárlögum var sem kunnugt er um helmingi meiri en lagt var upp með og þykir líklegt að bregðast verði við því með auknum álögum og meiri niðurskurði á næsta ári. 24.8.2011 09:36 Fundur með Frakklandsforseta Leiðtogi uppreisnarmanna í Líbíu, Mahmoud Jibril, er á leið til Frakklands. Í kvöld mun hann eiga viðræður við Nicolas Sarkozy, frakklandsforseta. Viðræðurnar munu helst snúast um ástandið í Líbíu og framlag alþjóða samfélagsins til umskiptanna þar í landi. 24.8.2011 09:27 Sex handteknir á Selfossi Sex voru handteknir á Selfossi í gær þegar lögregla gerði húsleit í bænum. Málið hófst á því að bifreið var stöðvuð þar sem grunur lék á að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst eitthvað að marijúana í neysluskömmtum. 24.8.2011 09:02 Þingflokkur VG gagnrýnir ákvörðun Katrínar Þingflokkur Vinstrihreyfingar - græns framboðs gagnrýnir harðlega þá ákvörðun iðnaðarráðherra að setja stjórn Byggðastofnunar af og skipa nýja í hennar stað þvert á óskir VG. Þá lýsir þingflokkurinn stuðningi við fráfarandi fulltrúa VG í stjórnni og þakkar þeim fyrir vel unnin störf. 24.8.2011 08:50 Írena nálgast Bandaríkin Fellibylurinn Írena fór yfir Bahama-eyjar og aðrar minni eyjar á Karabískahafinu í nótt en ekki er vitað um tjón eða mannfall. 24.8.2011 08:36 Átta börn fórust í eldsvoða Ellefu fórust, þar á meðal átta börn, þegar eldur kom upp í tveggja hæða húsi bænum Logan í Ástralíu á miðnætti. Fjölmiðlar á svæðinu segja að tvær fjölskyldur hafi búið í húsinu en þrír náðu að flýja út úr húsinu. Börnin er sem brunnu inni eru á aldrinum ellefu til sautján ára en ríkisstjóri Queensland-héraðsins hefur sent sérstaka ráðgjafa í skóla barnanna til að huga að bekkjarsystkinum og vinum þeirra. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir. 24.8.2011 08:33 Eru ekki að skilja Bandaríski leikarinn Will Smith og eiginkona hans Jada Pinkett-Smith neita sögusögnum um skilnað. Í sameiginlegri yfirlýsingu segjast þau vera hamingjusöm og hjónabandið sé óskaddað. 24.8.2011 08:09 Landsbankinn gæti tapað 25 milljörðum Landsbankinn lýsir yfir miklum áhyggjum af frumvarpi um stjórn fiskveiða og segir að ef frumvarpið verði samþykkt geti tap bankans numið 25 milljörðum króna. 24.8.2011 07:55 Gaddafí segist vera í Trípólí Tvær loftárásir voru gerðar í Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt en talið er að Atlantshafsbandalagið beri ábyrgð á árásinni. Engar fréttir hafa borist á manntjóni. 24.8.2011 07:17 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25.8.2011 03:00
Talinn hafa skipulagt morðið á Politkovskaju Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið fyrrverandi lögreglumann vegna gruns um að hann hafi skipulagt morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju árið 2006. Á sínum tíma var Politkovskaja afar gagnrýnin á stefnu stjórnvalda í Kreml, sérstaklega hvað varðar stríðið í Tsjetsjeníu. 25.8.2011 02:30
Matvælaframleiðsla breytist Hinn 1. mars í fyrra tók gildi hér á landi matvælalöggjöf um hollustuhætti og eftirlit á Evrópska efnahagssvæðinu. Löggjöfina tekur Ísland upp samkvæmt EES-samningnum en gefinn var átján mánaða frestur til að lögfesta breytingar vegna búfjárafurða sem taka því gildi 1. nóvember næstkomandi. Umhverfi kjöt- og mjólkurframleiðslu tekur nokkrum stakkaskiptum við breytingarnar. 25.8.2011 02:00
Nær 7 milljónir lífvera ófundnar Á jörðinni lifa um það bil 8,8 milljón tegundir lífvera, en hingað til hafa aðeins 1,9 milljónir verið færðar til bókar. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn. 25.8.2011 02:00
Marijúanasprey til Svíþjóðar Marijúanasprey verður líklega fáanlegt í Svíþjóð á næstunni. Spreyið er ætlað í lækningaskyni en veldur ekki vímu. 25.8.2011 01:30
Hart barist í Trípólí Harðir bardagar hafa geisað milli uppreisnarmanna og stuðningsmanna Gaddafís í Líbíu síðustu sólarhringa. Mannfall er talið vera mikið. Barist hefur verið í Bab al-Asisýah, aðsetri Gaddafís, sem uppreisnarmennirnir tóku yfir á þriðjudag. Einnig hafa átök átt sér stað víða í suður- og miðhluta borgarinnar. 25.8.2011 01:00
Flaug til Noregs í yfirheyrslur Breski þjóðernissinninn Paul Ray kom til Óslóar í gær til að fara í yfirheyrslur hjá lögreglu vegna hryðjuverkanna í Noregi 22. júlí. Ray kom sjálfviljugur til landsins til að ræða við lögreglu. 25.8.2011 00:30
100 tonn af gulli yfir hafið Seðlabanki Englands fékk óvenjulega beiðni í síðustu viku þegar Hugo Chávez, forseti Venesúela, vildi fá heim gullforða lands síns, eins fljótt og unnt væri. Það þýðir að flytja þarf 99,2 tonn af gullstöngum frá London til Caracas. 25.8.2011 00:00
Fyrrverandi fréttastjóri vill vinna fyrir fjölmiðlanefnd Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, er einn 27 umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd var skipuð samkvæmt nýjum lögum um fjölmiðla sem samþykkt voru í apríl síðastliðnum. Eiríkur Jónsson, kennari við lagadeild Háskóla Íslands, er formaður nefndarinnar. 24.8.2011 20:15
Heita 180 milljónum hverjum þeim sem finnur Gaddafi Rúmlega einni og hálfri milljón dollara eða sem samsvarar hundrað og áttatíu milljónum íslenskra króna og friðhelgi hefur verið heitið hverjum þeim sem handsamar eða drepur Gaddafi fyrrum einræðisherra Líbíu. Þrjátíu og sex erlendum blaðamönnum hefur nú verið sleppt úr sex daga gíslingu í Trípólí. 24.8.2011 18:43
Þrír fluttir á sjúkrahús vegna ólöglegs kappaksturs Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að bíl var ekið á ljósastaur í Breiðholti í gærkvöld. Slysið varð um áttaleytið en þá voru tveir ökumenn, 18 og 19 ára, í kappakstri í Arnarbakka. 24.8.2011 17:21
Ráðherra rúntar á vetnisbíl Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, mætti á óvenjulegu farartæki á ríkisstjórnarfund í gær. Um er að ræða Hyundai Tuscon jeppling sem gengur fyrir vetni. 24.8.2011 16:56
Gefast upp á þjóðarhundinum Þýska lögreglan er smám saman að skipta þjóðarhundinum, þýskum fjárhundi (sheffer), út fyrir belgísku tegundina. Ríkislögreglan heldur nú aðeins 26 þýska fjárhunda á móti 281 belgískum. 24.8.2011 17:09
Besti árangur á lestrarprófi Um 71% nemenda í öðrum bekk í grunnskóla geta lesið sér til gagns samkvæmt þeim viðmiðum sem sett hafa verið. Þetta sýnir könnun sem gerð var á lesskilningi síðasta vor. Þetta er besti árangur frá upphafi lesskimana sem hófust í grunnskólum borgarinnar árið 2002. Af þeim 1.241 nemanda í öðrum bekk sem tók lesskimunarprófið töldust 875 þeirra geta lesið sér til gagns. Aftur á móti náðu 366 nemendur í 36 grunnskólum ekki þessum árangri eða 29% og þarf sá hópur stuðning í lestri með einstaklingsáætlun eða einstaklingsnámskrá. 24.8.2011 16:44
Fær hugsanlega ævifangelsi fyrir að fara óboðinn inn í landið Þrjátíu ára gamall pólskur karlmaður gæti orðið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að heimsækja son sinn til Danmerkur. Jyllands Posten segir að þetta yrði þá í fyrsta sinn sem maður fengi slíkan dóm þar í landi fyrir að koma inn í landið í óleyfi. 24.8.2011 16:37
Nemendur Kvikmyndaskólans lesa upp úr Animal Farm Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands tóku sér stöðu fyrir framan forsætisráðuneytið klukkan hálfþrjú. Þar lesa upp úr bókinni Animal Farm eftir George Orwell. Þau eru öll með dýragrímu á andlitinu. 24.8.2011 15:35
Blaðamennirnir lausir Blaðamennirnir sem voru í haldi á Rixos hótelinu í Tripoli eru lausir úr prísundinni. Blaðamaður CNN segir á twitter-síðu sinni að þeir hafi yfirgefið hótelið í bíl nú síðdegis. 24.8.2011 15:31
Hadzic segist saklaus Stríðshöfðingi Serba, Goran Hadzic, lýsti sig saklausan fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag í dag. Hadzic er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni fyrir hlutdeild sína í Júgóslavíustríðinu 1991-1993. Verði hann fundinn sekur bíður hans lífstíðarfangelsi. 24.8.2011 15:21
Sektuð fyrir að gefa barninu ekki nafn Kona frá Kaupmannahöfn hefur verið sektuð um 500 danskar krónur, sem jafngildir um 10 þúsund íslenskum, fyrir að hafa ekki gefið barninu sínu nafn. 24.8.2011 15:14
Hnífaárás í New York Nakinn ungur maður gekk berserksgang í íbúðarblokk í New York í dag. Maðurinn var vopnaður eldhúshníf, drap einn og særði fjóra. Hann virðist hafa gengið milli íbúða, knúið dyra og ráðist á þann sem opnaði, segir í frétt vefmiðilsins www.mailonsunday.co.uk 24.8.2011 14:52
Mamma kærði son sinn fyrir fjárdrátt Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa dregið sér tæplega þrjár milljónir króna af reikningi móður sinnar var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24.8.2011 14:31
Malaría í Grikklandi Ferðalangar í Grikklandi hafa verið varaðir við malaríusmitum. Þetta kemur fram í frétt Telegraph. Síðan í júní á þessu ári hafa sex manns greinst í landinu með sjúkdóminn. Tilvikin urðu á Euboea, stórri eyju norður af Aþenu og Laconia svæðinu. Enginn smitaðra hafði ferðast nokkuð út fyrir Grikkland. 24.8.2011 14:29
8.7 milljónir lífvera á jörðinni Um 8.7 milljónir tegunda lífvera fyrirfinnast á jörðinni. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í Public Library of Science Biology. Talan var fundin með nýju kerfi til að flokka lífverur og meta fjölda þeirra. Áður hefur hún verið áætluð frá 3 milljónum og allt upp í 100. 24.8.2011 14:10
Þú mátt nefna stelpuna þína Sophie Mannanafnanefnd samþykkti í byrjun ágúst eiginnöfnin Mara og Sophie og hafa nöfnin verið færð í mannanafnaskrá. Nöfnunum Marias, Dania og Vikingr var hins vegar hafnað. Nöfnunum Marias og Dania var hafnað á þeirri forsendu að þau töldust ekki geta verið í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Nafnið Vikingr taldist hins vegar brjóta í bága við íslenskt málkerfi. 24.8.2011 14:01
N-Kórea tilbúin að gera hlé á kjarnorkuáætlun Kim Jong-il gaf það út á fundi í dag með rússlandsforseta, Dimitry Medvedev, að Norður Kórea væri reiðubúin að gera hlé á framleiðslu kjarnavopna og tilraunum sínum með kjarnorku. Þessi tilkynning gæti greitt götu viðræðna milli sex þjóða sem sigldu í strand árið 2008. 24.8.2011 13:35
Ísland er eins og tilraunastofa Ísland er eins og tilraunastofa fyrir afdrif vestrænna hagkerfa við fjármálakreppu, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, doktor í stjórnmálafræði. 24.8.2011 13:31
Fundur SÞ og Suu Kyi Lýðræðissinnin Aung San Suu Kyi frá Búrma segir heimsókn sendifulltrúa Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) hafa verið uppörvandi. Suu Kyi átti 90 mínútna fund með mannréttindafulltrúanum, Tomas Ojea Quintana, sem snerist helst um aðstæður 2.000 pólitískra fanga í Búrma og önnur málefni tengd mannréttindum. 24.8.2011 13:01
Ekkert „like“ í Þýskalandi Yfirmaður Persónuverndar í þýska fylkinu Schleswig-Holstein telur að „like" hnappurinn svokallaði á Facebook, sem notendur smella á til að lýsa velþóknun sinni á færslum og öðru, brjóti í bága við persónuverndarlög í Þýskalandi. 24.8.2011 13:00
Blaðamenn í stofufangelsi í Tripoli Um 35 erlendir blaðamenn eru fastir á Rixos hótelinu í Tripoli. Hótelið er umkringt stuðningsmönnum Gaddafi sem varna blaðamönnunum útgöngu. Bardagar geisa í kring. Byssumenn eru á göngunum, leyniskyttur á þakinu. Ef þeir reyna að sleppa út er byssum beint að þeim. 24.8.2011 11:58
Átján mánaða fangelsi eftir árásartilraun á lögreglumenn Tæplega þrítugur Austfirðingur hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð fjögurra lögreglumanna í maí síðastliðnum og að hafa gert tilraunir til meiriháttar líkamsárásar á einn þeirra. 24.8.2011 11:53
Staðan í Líbíu Þó sprengingar og skothvellir heyrist enn í Líbíu eru þær blandnar hamingjuhrópunum fólks og barnasöng. Það eru fagnaðarlæti í Tripoli eftir einstakan og sögulegan dag. 24.8.2011 11:29
Betra að einbeita sér að fjármálum Byggðastofnunar en skipan stjórnar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist afskaplega leið yfir þeirri gagnrýni sem hún fær frá þingflokki VG vegna skipunar nýrrar stjórnar Byggðastofnunar. Hún vill að menn einbeiti sér að því að bæta fjárhag stofnunarinnar frekar en skipan stjórnarinnar. 24.8.2011 10:52
Áframhaldandi átök á Gaza Árásir héldu áfram á landamærum Gaza-svæðisins og Ísrael í dag. Ísrael gerðu loftárásir á Gaza og Palestínumenn skutu sprengjum til baka. Hamas samtökin segja einn Palestínumann látinn eftir árásirnar. 24.8.2011 10:14
Nakin Nigella hneykslar nágranna sína Nágrannar stjörnukokksins Nigellu Lawson kvarta nú undan því að þeir geta séð þessa kynþokkafullu konu ganga um nakta í íbúð sinni. 24.8.2011 10:04
Borgarstjóri á metsölulista Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, blandar sér í toppbaráttuna um mest seldu bók vikunnar í Eymundsson þessa vikuna. 24.8.2011 10:01
Ríkisstjórn Ástralíu í hættu vegna kynlífshneykslis Ástralskur þingmaður er sakaður um að hafa notað kreditkort stéttafélags hjúkrunarfræðinga til að greiða fyrir þjónustu vændiskvenna. Ástralska lögreglan rannsakar nú málið. 24.8.2011 09:51
Segja frekari niðurskurð bitna á þjónustu Hjúkrunarráð Landspítalans varar eindregið við frekari niðurskurði á fjárveitingum til Landspítalans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hjúkrunarráðið sendi frá sér í morgun. Halli á fjárlögum var sem kunnugt er um helmingi meiri en lagt var upp með og þykir líklegt að bregðast verði við því með auknum álögum og meiri niðurskurði á næsta ári. 24.8.2011 09:36
Fundur með Frakklandsforseta Leiðtogi uppreisnarmanna í Líbíu, Mahmoud Jibril, er á leið til Frakklands. Í kvöld mun hann eiga viðræður við Nicolas Sarkozy, frakklandsforseta. Viðræðurnar munu helst snúast um ástandið í Líbíu og framlag alþjóða samfélagsins til umskiptanna þar í landi. 24.8.2011 09:27
Sex handteknir á Selfossi Sex voru handteknir á Selfossi í gær þegar lögregla gerði húsleit í bænum. Málið hófst á því að bifreið var stöðvuð þar sem grunur lék á að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst eitthvað að marijúana í neysluskömmtum. 24.8.2011 09:02
Þingflokkur VG gagnrýnir ákvörðun Katrínar Þingflokkur Vinstrihreyfingar - græns framboðs gagnrýnir harðlega þá ákvörðun iðnaðarráðherra að setja stjórn Byggðastofnunar af og skipa nýja í hennar stað þvert á óskir VG. Þá lýsir þingflokkurinn stuðningi við fráfarandi fulltrúa VG í stjórnni og þakkar þeim fyrir vel unnin störf. 24.8.2011 08:50
Írena nálgast Bandaríkin Fellibylurinn Írena fór yfir Bahama-eyjar og aðrar minni eyjar á Karabískahafinu í nótt en ekki er vitað um tjón eða mannfall. 24.8.2011 08:36
Átta börn fórust í eldsvoða Ellefu fórust, þar á meðal átta börn, þegar eldur kom upp í tveggja hæða húsi bænum Logan í Ástralíu á miðnætti. Fjölmiðlar á svæðinu segja að tvær fjölskyldur hafi búið í húsinu en þrír náðu að flýja út úr húsinu. Börnin er sem brunnu inni eru á aldrinum ellefu til sautján ára en ríkisstjóri Queensland-héraðsins hefur sent sérstaka ráðgjafa í skóla barnanna til að huga að bekkjarsystkinum og vinum þeirra. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir. 24.8.2011 08:33
Eru ekki að skilja Bandaríski leikarinn Will Smith og eiginkona hans Jada Pinkett-Smith neita sögusögnum um skilnað. Í sameiginlegri yfirlýsingu segjast þau vera hamingjusöm og hjónabandið sé óskaddað. 24.8.2011 08:09
Landsbankinn gæti tapað 25 milljörðum Landsbankinn lýsir yfir miklum áhyggjum af frumvarpi um stjórn fiskveiða og segir að ef frumvarpið verði samþykkt geti tap bankans numið 25 milljörðum króna. 24.8.2011 07:55
Gaddafí segist vera í Trípólí Tvær loftárásir voru gerðar í Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt en talið er að Atlantshafsbandalagið beri ábyrgð á árásinni. Engar fréttir hafa borist á manntjóni. 24.8.2011 07:17