Fleiri fréttir Bakarí mátti ekki dreifa myndbandi af ungum drengjum Bæjarbakarí í Hafnarfirði braut gegn persónuverndalögum það birti á vefnum YouTube myndskeið sem talið var sýna ungan dreng taka farsíma ófrjálsri hendi. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birti úrskurð sinn í dag. 16.3.2011 16:34 Lýst eftir Ingólfi Snæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ingólfi Snær Víðissyni, sem hvarf frá dvalarstað sínum í Reykjavík þann ellefta mars og hefur ekkert til hans spurts síðan. Ingólfur Snær er um 180 cm á hæð, um 90 kg á þyngd, nokkuð þéttvaxinn, með blá augu, með ljósar stuttar strýpur, var klæddur í svarta hettupeysu og svartar Adidas buxur og svartan Adidas bol. Skór sagðir hvítir. 16.3.2011 16:06 Átta sóttu um stöðu hæstaréttardómara Átta umsóknir bárust um þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar vegna tímabundinnar fjölgunar í réttinum, sbr. lög nr. 12/2011. Umsóknarfrestur rann út 14. mars síðastliðinn. Umsækjendur eru í stafrófsröð: 16.3.2011 15:59 230 börnum bjargað frá níðingum í aðgerð Europol Lögregluyfirvöld í þrettán löndum með fulltingi Europol, hafa handtekið 184 grunaða barnaníðinga og bjargað um 230 börnum, í einni stærstu lögregluaðgerð af þessu tagi í heiminum. 16.3.2011 15:28 Sex mánaða fangelsi fyrir að henda diski í konu Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að henda postulínsdiski í andlit á sambýliskonu sinnar. Diskurinn brotnaði og konan hlaut opið sár í andliti. Þetta gerðist síðastliðið sumar. 16.3.2011 15:11 Lögreglan kölluð í útibú Arion banka Lögreglan var kölluð til í útibú Arion banka í Kringlunni í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom upp ágreiningur á milli gjaldkera og viðskiptavinar í morgun. Maðurinn var ósáttur við þá afgreiðslu sem hann fékk en fór heim til sín. Hann hringdi síðan í útibú bankans og hótaði því að hann myndi ná sér niður á starfsfólki bankans og mæta þangað með skotvopn. Lögreglu var gert viðvart og fór heim til mannsins og ræddi við hann. Þá var einnig rætt við starfsfólk útibúsins. 16.3.2011 15:01 Ung kona fannst alvarlega slösuð og meðvitundarlaus Ung kona fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka í bíl við Einholt þann 27. febrúar síðastliðinn. Þetta staðfestir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Konan man ekki atburðarrásina og er talið er að hún þjáist af minnisleysi vegna höfuðáverkanna. 16.3.2011 14:40 Þriggja ára fangelsi fyrir árás í Laugardal 23 ára gamall maður, Óðinn Freyr Valgeirsson, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann ellefta október í fyrra. Maðurinn réðst að stúlkunni á göngustíg með ofbeldi og sló hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð þannig að af hlaust skurður á hnakka. Hann tók hana hálstaki þrengdi að þar til hún missti meðvitund. 16.3.2011 14:33 Björgunaraðgerð Europol - Íslendingur í barnaklámhring Íslenskur karlmaður um þrítugt kemur við sögu í alþjóðlegri lögreglurannsókn sem Europol greindi frá í dag. Rannsóknin, sem gengur undir nafninu "Operation Rescue“ og á íslensku má kalla Björgunaraðgerð, teygir sig til fjölmargra landa, sneri að samskiptum aðila á spjallrás á Netinu. Þar voru til umfjöllunar myndir sem á mátti sjá börn misnotuð kynferðislega. Um 230 börnum var bjargað í aðgerðinni. Gefin hefur verið út ákæra á hendur manninum. 16.3.2011 14:12 Íslenskt efni um helmingur sjónvarpsefnisins Íslenskt sjónvarpsefni var um helmingur þess efnis sem Sjónvarpið sýndi á síðasta rekstrarári RÚV, samkvæmt svari mennta- og menningarmálaráðherra við svari Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Samkvæmt svarinu var íslenskt sjónvarpsefni með 50,7% hlutdeild, bandarískt efni með um 26,1% hlutdeild og norrænt efni með 7,5% hlutdeild. Siv spurði einnig hver kostnaðurinn við kaup á norrænu og bandarísku efni hefði verið en það fékkst ekki uppgefið af samkeppnisástæðum. 16.3.2011 14:09 Vatnavinir hljóta alþjóðleg verðlaun í arkitektúr Vatnavinir hafa hlotið hin virtu alþjóðlegu verðlaun í arkitektúr Global Award for Sustainable Architecture 2011 fyrir verkefnið Heilsulandið Ísland. Locus Foundation standa árlega fyrir þessari verðlaunaveitingu sem er hugsuð sem viðurkenning til handa arkitektum fyrir framþróun á sviði sjálfbærni í arkitektúr. Olga Guðrún Sigfúsdóttir, arkitekt og meðlimur í Vatnavinum, segir hópnum sýndur mikill sómi og heiður með verðlaununum. 16.3.2011 13:30 Áreitt kynferðislega í EVE Online - kynjamismunum í tölvuleikjum Konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta er megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. 16.3.2011 13:28 Japönsk stelpa fann fjölskylduna á YouTube Japönsk stúlka grét í þrjá daga af því að hún hélt að fjölskylda hennar hefði farist í flóðbylgjunni sem fylgdi jarðskjálftanum stóra í landinu. Stúlkan, sem heitir Akiko Kosaka fékk skilaboð á föstudaginn síðasta um að heimsins stærsti jarðskjálfti hefði skekið Japan og 10 metra há flóðbylgja hefði fylgt fast á eftir. 16.3.2011 13:13 Segir nei í þjóðaratkvæði seinka aðkomu ríkisins að mörkuðum Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave mun seinka aðkomu ríkissjóðs að erlendum skuldabréfamörkuðum að mati seðlabankastjóra. Gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta er ekki lokið. 16.3.2011 12:12 Vita hvar ágreiningurinn er Forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins funduðu með stjórnvöldum um áherslur í kjarasamningum í dag. 16.3.2011 12:11 Uppselt á Eagles í forsölu Allir miðar í forsölu á tónleika Eagles seldust upp á rúmum hálftíma. Opnað var fyrir forsölu N1 í gegn um midi.is klukkan tíu í morgun. Alls voru fimm þúsund miðar í boði, 2500 miðar á hvort svæði. Allir miðar á svæði A seldust upp á um tíu mínútum en miðar á svæði B voru uppseldir um hálftíma síðar. Áætlað er að um 6-8 þúsund manns hafi á einum tímapunkti reynt að kaupa miða samtímis og stóðst sölukerfi Miða.is álagið mjög vel; allt gekk snurðulaust fyrir sig og allar sölur gengu hratt í gegn. Almenn miðasala hefst á morgun kl. 11 á Miði.is og verða þá aðrir 5 þúsund miðar í boði, þeir allra síðustu. 16.3.2011 11:52 Svanurinn þekktasta umhverfismerkið Norræna umhverfismerkið Svanurinn er lang þekktasta umhverfismerkið á Íslandi. Þetta er niðurstaða könnunar um umhverfis- og neytendamerki sem Capacent Gallup gerði í desembermánuði. Þegar þátttakendur voru beðnir um nefna eitthvert umhverfismerki sem þeir könnuðust við þá nefndu 45% aðspurðra Svaninn en innan við 6% nefndu þau umhverfismerki sem næst komu í röðinni. Í sambærilegri könnun frá 2009 nefndu 28% Svaninn. Af þessu má sjá að Svanurinn er ekki einungis það merki sem er neytendum efst í huga heldur styrkir hann einnig stöðu sína verulega milli ára. Þegar þátttakendum könnunarinnar var sýnt merki Svansins sögðust 73% þekkja það og þegar spurt var hvaða merki tengir þú við umhverfisvernd nefndu langflestir Svaninn eða 79%. Svanurinn virðist einnig hafa bætt mjög ímynd sína og almenningshylli milli ára því árið 2009 sögðu 8% aðspurðra að þeim líkaði við Svaninn en 2010 er þetta hlutfall komið í 46%. Hlutfallið hækkar því rúmlega fimmfalt á milli ára. En jafnframt því að gera kröfu um minni umhverfisáhrif, er einnig gerð krafa um virkni og gæði vottaðrar vöru eða þjónustu. Á Íslandi bera nú 14 aðilar umhverfisvottun Svansins en það eru prentsmiðjurnar Guðjón Ó, Oddi, Svansprent, Ísafold og Háskólaprent; ræstingarþjónusturnar Sólarræsting, ISS, Hreint, Nostra og AÞ-þrif; iðnaðarhreinsiefni frá Undra, Farfuglaheimilið í Laugardag og á Vesturgötu og kaffihús Kaffitárs. Nánar má lesa um Svaninn á svanurinn.is. 16.3.2011 11:31 Dýrin þjást líka í Japan - vildi ekki yfirgefa félaga sinn Japanskir myndatökumenn gengu í gær fram á tvo hunda í rústunum í Japan þegar þeir voru að mynda hinar hrikalegu afleiðingar jarðskjálftans á föstudag og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Annar hundurinn er greinilega særður en félagi hans neitar að yfirgefa hann og situr hjá honum hundtryggur. 16.3.2011 11:11 Reynt að lokka stelpur með nammi - sjötta málið á stuttum tíma Menn á litlum dökkgráum bíl buðu tveimur tíu ára stúlkum sælgæti gegn því að þær kæmu upp í bíl með sér um miðjan dag í gær. Atvikið átti sér stað á Breiðvangi í Hafnarfirði, við Engjadalsskóla. Stúlkurnar hlupu í burtu, sem lögreglan segir hárrétt viðbrögð. Málið var tilkynnt til lögreglu og hafa nú alls sex tilkynningar borist á síðustu tveimur vikum um menn sem bjóða börnum upp í bíl til sín. 16.3.2011 10:45 Kona fær dvalarleyfi þrátt fyrir synjun Útlendingastofnunar Héraðsdómur hefur fellt úr gildi úrskurð dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins frá 14. desember 2009 um að synja konu um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli þess að hún hafði stofnað til málamyndahjúskapar með íslenskum karlmanni. Með úrskurði sínum hafði ráðuneytið staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar. 16.3.2011 10:45 Dregur úr geislun á ný og starfsmenn snúa aftur Starfsmenn í Fukushima kjarnorkuverinu sem hafa reynt að kæla kjarnakljúfa þess síðustu daga hafa snúið aftur í verið eftir að hafa þurft að yfirgefa það í nótt þegar eldur varð þar laus og geislavirknin jókst til muna. Stjórnvöld segja nú að dregið hafi úr geisluninni á ný þannig að hún sé nú undir hættumörkum á svæðinu í kringum verið. 16.3.2011 09:37 Funda með ríkisstjórninni Fulltrúar aðilar vinnumarkaðarins mættu á fund leiðtoga ríkisstjórnarinnar um klukkan níu í morgun. Á fundinum stendur til að ræða þátt stjórnvalda í gerð kjarasamninga sem standa lausir. Bæði forseti Alþýðusambands Íslands og forystumenn Samtaka atvinnulífsins hafa lagt gríðarlega áherslu á það að ríkisstjórnin taki þátt í því að efla atvinnulífið. 16.3.2011 09:25 Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25% og daglánavextir 5,25%. Verðbólga mælist nú 1,9% og er útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans. 16.3.2011 09:06 Elti innbrotsþjóf með öxi og Rottweiler-tík "Adrenalínið tók völdin,“ segir Lúðvík Kjartan Kristjánsson, sem um þarsíðustu helgi elti tvo innbrotsþjófa frá Veiðiportinu á Grandagarði. Tíkin París lék aðalhlutverk er Lúðvík handsamaði annan þjófinn. Hann slapp þó aftur fyrir vangá öryggisvarðar sem beindi athygli lögreglu að Lúðvíki, sem bar öxi í eltingarleiknum. 16.3.2011 08:30 Drög að þriggja ára kjarasamningi liggja fyrir Kjarasamningur milli vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar liggur fyrir í öllum megindráttum utan þess að enn er beðið eftir áformum og útspili ríkisstjórnarinnar. 16.3.2011 07:41 Þeir skapstyggu lifa lengur en glaðlyndir Umfangsmikil bandarísk rannsókn sem hófst árið 1921 og hefur staðið fram á okkar daga hefur leitt í ljós að það borgar sig að vera höstugur, eða skapstyggur, fremur en glaðlyndur ef maður vill lifa lengur. 16.3.2011 07:39 Neyðarflugeldur reyndist vera F-16 þotur í næturflugi Björgunarmiðstöð í Noregi gaf út aðvörun til strandgæslunnar og þyrlusveitar í gærkvöldi um að neyðarflugeldar hefðu sést yfir hafi suður af Noregi. 16.3.2011 07:27 Brælunni að ljúka á miðunum umhverfis landið Fiskiskipin eru aðeins byrjuð að týnast út á sjó eftir langvarandi brælu umhverfis allt landið. 16.3.2011 07:23 Hersveitir Gaddafi halda sókn sinni áfram Á meðan Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna deilir um hvort setja eigi flugbann á Líbýu eða ekki halda hersveitir Gaddafi einræðisherra landsins áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum. 16.3.2011 07:21 Erlendir ríkisborgarar hvattir til að yfirgefa Japan Frakkland hefur nú bæst í hóp þjóða sem hvetja ríkisborgara sína til að koma sér frá Japan eða flytja sig til suðurhluta landsins. 16.3.2011 07:20 Eldur aftur laus í Fukushima kjarnorkuverinu Eldur varð laus í kjarnakljúfi 4 í Fukushima kjarnorkuverinu í nótt en þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem eldur blossar upp í þessum kjarnkljúfi. 16.3.2011 07:14 Hafa játað á sig 75 innbrot Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. 16.3.2011 06:00 Langur kafli ævinnar að baki Þórir Sigurbjörnsson, kaupmaður í versluninni Vísi við Laugaveg, afgreiddi viðskiptavini sína í síðasta sinn í gær. Hann ætlar að setjast í helgan stein eftir langa vakt. 16.3.2011 05:30 Höfnuðu tillögu um að hætta við Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur kölluðu eftir því, á borgarstjórnarfundi í gær, að fyrirhugaðar sameiningar skóla yrðu dregnar til baka. Tillagan var felld með atkvæðum meirihlutans. 16.3.2011 05:00 Stjórnlagaráð geti starfað til loka júlí Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, lagði í gær fram breytingartillögu við þingsályktunartillögu um skipan stjórnlagaráðs, þess efnis að ráðið geti starfað til loka júlí. Í upphaflegu tillögunni er gert ráð fyrir að stjórnlagaráð skili af sér frumvarpi fyrir lok júní. 16.3.2011 04:00 Herlög gengin í gildi í Barein Konungurinn í Barein hefur lýst yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu. Jafnframt fær yfirmaður hersins víðtæk völd til að berja niður mótmæli, sem sjía-múslimar í landinu hafa verið í forystu fyrir undanfarnar vikur. 16.3.2011 01:15 Öryggisþjónusta Mubaraks lögð niður Innanríkisráðherra Egyptalands leysti í gær upp hinar illræmdu öryggissveitir Mubaraks. sem voru þekktar fyrir ofbeldi og mannréttindabrot. 16.3.2011 00:45 Vilja koma repúblikönum frá völdum Þrátt fyrir að Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin, hafi komið umdeildum lögum um samningsrétt í gegnum ríkisþingið fyrir helgi er málinu ekki lokið. 16.3.2011 00:15 Geislamengun lak úr kjarnorkuverinu Sjötugri konu var bjargað úr rústum heimilis hennar í hafnarborginni Otsuchi í Japan í gær, fjórum dögum eftir að flóðbylgja svipti húsinu af grunni síðastliðinn föstudag. 16.3.2011 00:00 Búið að ráða niðurlögum eldsins í Fukushima Búið er að ráða niðurlögum eldsins í kjarnaofni fjögur samkvæmt fréttavef Daily Telegraph. Þar kemur fram að starfsmenn hafi orðið varir við eldsvoðann í kvöld. Geislamengun lak út í kvöld en ekki er vitað hversu skaðleg hún er. 15.3.2011 23:28 Fundu kókaín á skotpalli NASA Yfirvöld bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, rannsaka nú hvernig stendur á því að lítilræði af kókaíni hafi fundist á lokuðu svæði á skotpalli stofnunarinnar í Flórída. 15.3.2011 23:06 Þögnin er versti óvinurinn: Teiknimynd um kynferðisofbeldi Þögnin er versti óvinurinn, segir formaður stjórnar Réttinda barna, en samtökin hafa látið gera teiknimynd um kynferðisofbeldi gegn börnum sem verður sýnd í öllum grunnskólum landsins. 15.3.2011 22:45 Glímir við íslensk hafsvæði í vetrarham "Ég vona að þessi ferð eigi eftir að vera lærdómsrík, þótt ég reyndar efist um að takast nokkurn tímann aftur á við ævintýri af þessari stærðargráðu,“ segir Riaan Manser, suðurafrískur sjókajakræðari, sem er á leið hingað í þeim tilgangi að róa umhverfis landið. 15.3.2011 22:30 Sektaður fyrir að kasta hvolpi nágrannans út um bílglugga 26 ára gamall karlmaður var sektaður um 100 dollara, eða rétt rúmar ellefu þúsund krónur, fyrir að kasta hvolpi nágranna síns út um bílgluggann á ferð. 15.3.2011 22:15 Tuttugu prósent Breta trúa því að geislasverð séu til Ný könnun leiðir í ljós að ótrúlega margir trúa því í Bretlandi að geislasverðin úr Star Wars myndunum séu til í raun og veru. Könnunin var framkvæmd til þess að kanna hve óljós mörkin séu orðin á milli raunveruleika og skáldskapar. Spurt var út í ýmis fræg fyrirbæri úr vísindaskáldsögum og koma niðurstöðurnar talsvert á óvart. 15.3.2011 21:30 Sjá næstu 50 fréttir
Bakarí mátti ekki dreifa myndbandi af ungum drengjum Bæjarbakarí í Hafnarfirði braut gegn persónuverndalögum það birti á vefnum YouTube myndskeið sem talið var sýna ungan dreng taka farsíma ófrjálsri hendi. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birti úrskurð sinn í dag. 16.3.2011 16:34
Lýst eftir Ingólfi Snæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ingólfi Snær Víðissyni, sem hvarf frá dvalarstað sínum í Reykjavík þann ellefta mars og hefur ekkert til hans spurts síðan. Ingólfur Snær er um 180 cm á hæð, um 90 kg á þyngd, nokkuð þéttvaxinn, með blá augu, með ljósar stuttar strýpur, var klæddur í svarta hettupeysu og svartar Adidas buxur og svartan Adidas bol. Skór sagðir hvítir. 16.3.2011 16:06
Átta sóttu um stöðu hæstaréttardómara Átta umsóknir bárust um þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar vegna tímabundinnar fjölgunar í réttinum, sbr. lög nr. 12/2011. Umsóknarfrestur rann út 14. mars síðastliðinn. Umsækjendur eru í stafrófsröð: 16.3.2011 15:59
230 börnum bjargað frá níðingum í aðgerð Europol Lögregluyfirvöld í þrettán löndum með fulltingi Europol, hafa handtekið 184 grunaða barnaníðinga og bjargað um 230 börnum, í einni stærstu lögregluaðgerð af þessu tagi í heiminum. 16.3.2011 15:28
Sex mánaða fangelsi fyrir að henda diski í konu Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að henda postulínsdiski í andlit á sambýliskonu sinnar. Diskurinn brotnaði og konan hlaut opið sár í andliti. Þetta gerðist síðastliðið sumar. 16.3.2011 15:11
Lögreglan kölluð í útibú Arion banka Lögreglan var kölluð til í útibú Arion banka í Kringlunni í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom upp ágreiningur á milli gjaldkera og viðskiptavinar í morgun. Maðurinn var ósáttur við þá afgreiðslu sem hann fékk en fór heim til sín. Hann hringdi síðan í útibú bankans og hótaði því að hann myndi ná sér niður á starfsfólki bankans og mæta þangað með skotvopn. Lögreglu var gert viðvart og fór heim til mannsins og ræddi við hann. Þá var einnig rætt við starfsfólk útibúsins. 16.3.2011 15:01
Ung kona fannst alvarlega slösuð og meðvitundarlaus Ung kona fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka í bíl við Einholt þann 27. febrúar síðastliðinn. Þetta staðfestir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Konan man ekki atburðarrásina og er talið er að hún þjáist af minnisleysi vegna höfuðáverkanna. 16.3.2011 14:40
Þriggja ára fangelsi fyrir árás í Laugardal 23 ára gamall maður, Óðinn Freyr Valgeirsson, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann ellefta október í fyrra. Maðurinn réðst að stúlkunni á göngustíg með ofbeldi og sló hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð þannig að af hlaust skurður á hnakka. Hann tók hana hálstaki þrengdi að þar til hún missti meðvitund. 16.3.2011 14:33
Björgunaraðgerð Europol - Íslendingur í barnaklámhring Íslenskur karlmaður um þrítugt kemur við sögu í alþjóðlegri lögreglurannsókn sem Europol greindi frá í dag. Rannsóknin, sem gengur undir nafninu "Operation Rescue“ og á íslensku má kalla Björgunaraðgerð, teygir sig til fjölmargra landa, sneri að samskiptum aðila á spjallrás á Netinu. Þar voru til umfjöllunar myndir sem á mátti sjá börn misnotuð kynferðislega. Um 230 börnum var bjargað í aðgerðinni. Gefin hefur verið út ákæra á hendur manninum. 16.3.2011 14:12
Íslenskt efni um helmingur sjónvarpsefnisins Íslenskt sjónvarpsefni var um helmingur þess efnis sem Sjónvarpið sýndi á síðasta rekstrarári RÚV, samkvæmt svari mennta- og menningarmálaráðherra við svari Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Samkvæmt svarinu var íslenskt sjónvarpsefni með 50,7% hlutdeild, bandarískt efni með um 26,1% hlutdeild og norrænt efni með 7,5% hlutdeild. Siv spurði einnig hver kostnaðurinn við kaup á norrænu og bandarísku efni hefði verið en það fékkst ekki uppgefið af samkeppnisástæðum. 16.3.2011 14:09
Vatnavinir hljóta alþjóðleg verðlaun í arkitektúr Vatnavinir hafa hlotið hin virtu alþjóðlegu verðlaun í arkitektúr Global Award for Sustainable Architecture 2011 fyrir verkefnið Heilsulandið Ísland. Locus Foundation standa árlega fyrir þessari verðlaunaveitingu sem er hugsuð sem viðurkenning til handa arkitektum fyrir framþróun á sviði sjálfbærni í arkitektúr. Olga Guðrún Sigfúsdóttir, arkitekt og meðlimur í Vatnavinum, segir hópnum sýndur mikill sómi og heiður með verðlaununum. 16.3.2011 13:30
Áreitt kynferðislega í EVE Online - kynjamismunum í tölvuleikjum Konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta er megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. 16.3.2011 13:28
Japönsk stelpa fann fjölskylduna á YouTube Japönsk stúlka grét í þrjá daga af því að hún hélt að fjölskylda hennar hefði farist í flóðbylgjunni sem fylgdi jarðskjálftanum stóra í landinu. Stúlkan, sem heitir Akiko Kosaka fékk skilaboð á föstudaginn síðasta um að heimsins stærsti jarðskjálfti hefði skekið Japan og 10 metra há flóðbylgja hefði fylgt fast á eftir. 16.3.2011 13:13
Segir nei í þjóðaratkvæði seinka aðkomu ríkisins að mörkuðum Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave mun seinka aðkomu ríkissjóðs að erlendum skuldabréfamörkuðum að mati seðlabankastjóra. Gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta er ekki lokið. 16.3.2011 12:12
Vita hvar ágreiningurinn er Forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins funduðu með stjórnvöldum um áherslur í kjarasamningum í dag. 16.3.2011 12:11
Uppselt á Eagles í forsölu Allir miðar í forsölu á tónleika Eagles seldust upp á rúmum hálftíma. Opnað var fyrir forsölu N1 í gegn um midi.is klukkan tíu í morgun. Alls voru fimm þúsund miðar í boði, 2500 miðar á hvort svæði. Allir miðar á svæði A seldust upp á um tíu mínútum en miðar á svæði B voru uppseldir um hálftíma síðar. Áætlað er að um 6-8 þúsund manns hafi á einum tímapunkti reynt að kaupa miða samtímis og stóðst sölukerfi Miða.is álagið mjög vel; allt gekk snurðulaust fyrir sig og allar sölur gengu hratt í gegn. Almenn miðasala hefst á morgun kl. 11 á Miði.is og verða þá aðrir 5 þúsund miðar í boði, þeir allra síðustu. 16.3.2011 11:52
Svanurinn þekktasta umhverfismerkið Norræna umhverfismerkið Svanurinn er lang þekktasta umhverfismerkið á Íslandi. Þetta er niðurstaða könnunar um umhverfis- og neytendamerki sem Capacent Gallup gerði í desembermánuði. Þegar þátttakendur voru beðnir um nefna eitthvert umhverfismerki sem þeir könnuðust við þá nefndu 45% aðspurðra Svaninn en innan við 6% nefndu þau umhverfismerki sem næst komu í röðinni. Í sambærilegri könnun frá 2009 nefndu 28% Svaninn. Af þessu má sjá að Svanurinn er ekki einungis það merki sem er neytendum efst í huga heldur styrkir hann einnig stöðu sína verulega milli ára. Þegar þátttakendum könnunarinnar var sýnt merki Svansins sögðust 73% þekkja það og þegar spurt var hvaða merki tengir þú við umhverfisvernd nefndu langflestir Svaninn eða 79%. Svanurinn virðist einnig hafa bætt mjög ímynd sína og almenningshylli milli ára því árið 2009 sögðu 8% aðspurðra að þeim líkaði við Svaninn en 2010 er þetta hlutfall komið í 46%. Hlutfallið hækkar því rúmlega fimmfalt á milli ára. En jafnframt því að gera kröfu um minni umhverfisáhrif, er einnig gerð krafa um virkni og gæði vottaðrar vöru eða þjónustu. Á Íslandi bera nú 14 aðilar umhverfisvottun Svansins en það eru prentsmiðjurnar Guðjón Ó, Oddi, Svansprent, Ísafold og Háskólaprent; ræstingarþjónusturnar Sólarræsting, ISS, Hreint, Nostra og AÞ-þrif; iðnaðarhreinsiefni frá Undra, Farfuglaheimilið í Laugardag og á Vesturgötu og kaffihús Kaffitárs. Nánar má lesa um Svaninn á svanurinn.is. 16.3.2011 11:31
Dýrin þjást líka í Japan - vildi ekki yfirgefa félaga sinn Japanskir myndatökumenn gengu í gær fram á tvo hunda í rústunum í Japan þegar þeir voru að mynda hinar hrikalegu afleiðingar jarðskjálftans á föstudag og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Annar hundurinn er greinilega særður en félagi hans neitar að yfirgefa hann og situr hjá honum hundtryggur. 16.3.2011 11:11
Reynt að lokka stelpur með nammi - sjötta málið á stuttum tíma Menn á litlum dökkgráum bíl buðu tveimur tíu ára stúlkum sælgæti gegn því að þær kæmu upp í bíl með sér um miðjan dag í gær. Atvikið átti sér stað á Breiðvangi í Hafnarfirði, við Engjadalsskóla. Stúlkurnar hlupu í burtu, sem lögreglan segir hárrétt viðbrögð. Málið var tilkynnt til lögreglu og hafa nú alls sex tilkynningar borist á síðustu tveimur vikum um menn sem bjóða börnum upp í bíl til sín. 16.3.2011 10:45
Kona fær dvalarleyfi þrátt fyrir synjun Útlendingastofnunar Héraðsdómur hefur fellt úr gildi úrskurð dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins frá 14. desember 2009 um að synja konu um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli þess að hún hafði stofnað til málamyndahjúskapar með íslenskum karlmanni. Með úrskurði sínum hafði ráðuneytið staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar. 16.3.2011 10:45
Dregur úr geislun á ný og starfsmenn snúa aftur Starfsmenn í Fukushima kjarnorkuverinu sem hafa reynt að kæla kjarnakljúfa þess síðustu daga hafa snúið aftur í verið eftir að hafa þurft að yfirgefa það í nótt þegar eldur varð þar laus og geislavirknin jókst til muna. Stjórnvöld segja nú að dregið hafi úr geisluninni á ný þannig að hún sé nú undir hættumörkum á svæðinu í kringum verið. 16.3.2011 09:37
Funda með ríkisstjórninni Fulltrúar aðilar vinnumarkaðarins mættu á fund leiðtoga ríkisstjórnarinnar um klukkan níu í morgun. Á fundinum stendur til að ræða þátt stjórnvalda í gerð kjarasamninga sem standa lausir. Bæði forseti Alþýðusambands Íslands og forystumenn Samtaka atvinnulífsins hafa lagt gríðarlega áherslu á það að ríkisstjórnin taki þátt í því að efla atvinnulífið. 16.3.2011 09:25
Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25% og daglánavextir 5,25%. Verðbólga mælist nú 1,9% og er útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans. 16.3.2011 09:06
Elti innbrotsþjóf með öxi og Rottweiler-tík "Adrenalínið tók völdin,“ segir Lúðvík Kjartan Kristjánsson, sem um þarsíðustu helgi elti tvo innbrotsþjófa frá Veiðiportinu á Grandagarði. Tíkin París lék aðalhlutverk er Lúðvík handsamaði annan þjófinn. Hann slapp þó aftur fyrir vangá öryggisvarðar sem beindi athygli lögreglu að Lúðvíki, sem bar öxi í eltingarleiknum. 16.3.2011 08:30
Drög að þriggja ára kjarasamningi liggja fyrir Kjarasamningur milli vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar liggur fyrir í öllum megindráttum utan þess að enn er beðið eftir áformum og útspili ríkisstjórnarinnar. 16.3.2011 07:41
Þeir skapstyggu lifa lengur en glaðlyndir Umfangsmikil bandarísk rannsókn sem hófst árið 1921 og hefur staðið fram á okkar daga hefur leitt í ljós að það borgar sig að vera höstugur, eða skapstyggur, fremur en glaðlyndur ef maður vill lifa lengur. 16.3.2011 07:39
Neyðarflugeldur reyndist vera F-16 þotur í næturflugi Björgunarmiðstöð í Noregi gaf út aðvörun til strandgæslunnar og þyrlusveitar í gærkvöldi um að neyðarflugeldar hefðu sést yfir hafi suður af Noregi. 16.3.2011 07:27
Brælunni að ljúka á miðunum umhverfis landið Fiskiskipin eru aðeins byrjuð að týnast út á sjó eftir langvarandi brælu umhverfis allt landið. 16.3.2011 07:23
Hersveitir Gaddafi halda sókn sinni áfram Á meðan Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna deilir um hvort setja eigi flugbann á Líbýu eða ekki halda hersveitir Gaddafi einræðisherra landsins áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum. 16.3.2011 07:21
Erlendir ríkisborgarar hvattir til að yfirgefa Japan Frakkland hefur nú bæst í hóp þjóða sem hvetja ríkisborgara sína til að koma sér frá Japan eða flytja sig til suðurhluta landsins. 16.3.2011 07:20
Eldur aftur laus í Fukushima kjarnorkuverinu Eldur varð laus í kjarnakljúfi 4 í Fukushima kjarnorkuverinu í nótt en þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem eldur blossar upp í þessum kjarnkljúfi. 16.3.2011 07:14
Hafa játað á sig 75 innbrot Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. 16.3.2011 06:00
Langur kafli ævinnar að baki Þórir Sigurbjörnsson, kaupmaður í versluninni Vísi við Laugaveg, afgreiddi viðskiptavini sína í síðasta sinn í gær. Hann ætlar að setjast í helgan stein eftir langa vakt. 16.3.2011 05:30
Höfnuðu tillögu um að hætta við Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur kölluðu eftir því, á borgarstjórnarfundi í gær, að fyrirhugaðar sameiningar skóla yrðu dregnar til baka. Tillagan var felld með atkvæðum meirihlutans. 16.3.2011 05:00
Stjórnlagaráð geti starfað til loka júlí Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, lagði í gær fram breytingartillögu við þingsályktunartillögu um skipan stjórnlagaráðs, þess efnis að ráðið geti starfað til loka júlí. Í upphaflegu tillögunni er gert ráð fyrir að stjórnlagaráð skili af sér frumvarpi fyrir lok júní. 16.3.2011 04:00
Herlög gengin í gildi í Barein Konungurinn í Barein hefur lýst yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu. Jafnframt fær yfirmaður hersins víðtæk völd til að berja niður mótmæli, sem sjía-múslimar í landinu hafa verið í forystu fyrir undanfarnar vikur. 16.3.2011 01:15
Öryggisþjónusta Mubaraks lögð niður Innanríkisráðherra Egyptalands leysti í gær upp hinar illræmdu öryggissveitir Mubaraks. sem voru þekktar fyrir ofbeldi og mannréttindabrot. 16.3.2011 00:45
Vilja koma repúblikönum frá völdum Þrátt fyrir að Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin, hafi komið umdeildum lögum um samningsrétt í gegnum ríkisþingið fyrir helgi er málinu ekki lokið. 16.3.2011 00:15
Geislamengun lak úr kjarnorkuverinu Sjötugri konu var bjargað úr rústum heimilis hennar í hafnarborginni Otsuchi í Japan í gær, fjórum dögum eftir að flóðbylgja svipti húsinu af grunni síðastliðinn föstudag. 16.3.2011 00:00
Búið að ráða niðurlögum eldsins í Fukushima Búið er að ráða niðurlögum eldsins í kjarnaofni fjögur samkvæmt fréttavef Daily Telegraph. Þar kemur fram að starfsmenn hafi orðið varir við eldsvoðann í kvöld. Geislamengun lak út í kvöld en ekki er vitað hversu skaðleg hún er. 15.3.2011 23:28
Fundu kókaín á skotpalli NASA Yfirvöld bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, rannsaka nú hvernig stendur á því að lítilræði af kókaíni hafi fundist á lokuðu svæði á skotpalli stofnunarinnar í Flórída. 15.3.2011 23:06
Þögnin er versti óvinurinn: Teiknimynd um kynferðisofbeldi Þögnin er versti óvinurinn, segir formaður stjórnar Réttinda barna, en samtökin hafa látið gera teiknimynd um kynferðisofbeldi gegn börnum sem verður sýnd í öllum grunnskólum landsins. 15.3.2011 22:45
Glímir við íslensk hafsvæði í vetrarham "Ég vona að þessi ferð eigi eftir að vera lærdómsrík, þótt ég reyndar efist um að takast nokkurn tímann aftur á við ævintýri af þessari stærðargráðu,“ segir Riaan Manser, suðurafrískur sjókajakræðari, sem er á leið hingað í þeim tilgangi að róa umhverfis landið. 15.3.2011 22:30
Sektaður fyrir að kasta hvolpi nágrannans út um bílglugga 26 ára gamall karlmaður var sektaður um 100 dollara, eða rétt rúmar ellefu þúsund krónur, fyrir að kasta hvolpi nágranna síns út um bílgluggann á ferð. 15.3.2011 22:15
Tuttugu prósent Breta trúa því að geislasverð séu til Ný könnun leiðir í ljós að ótrúlega margir trúa því í Bretlandi að geislasverðin úr Star Wars myndunum séu til í raun og veru. Könnunin var framkvæmd til þess að kanna hve óljós mörkin séu orðin á milli raunveruleika og skáldskapar. Spurt var út í ýmis fræg fyrirbæri úr vísindaskáldsögum og koma niðurstöðurnar talsvert á óvart. 15.3.2011 21:30