Fleiri fréttir

Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni

Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati.

Brotist inn í fimm bíla í nótt

Brotist var inn í fimm bíla í Reykjavík í nótt. Úr þeim var stolið meðal annars GPS-tækjum og fartölvum. Þjófarnir voru á ferðinni í miðborginni, vesturbænum og Skerjafirði. Lögreglan ítrekar fyrir fólki að skilja ekki verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.

Hillary er sátt

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram til forseta Bandaríkjanna. Hún ætlar heldur ekki að sækjast eftir því að verða varaforseti á næsta kjörtímabili, né verða varnarmálaráðherra eða vera utanríkisráðherra áfram. Þetta segir Hillary í samtali við CNN fréttastofuna.

Flutningabíll með mysu valt í Víkurskarði

Stefnt er að þvi að ná stórum flutningabíl með tengivagni, sem valt út af veginum um Víkurskarð í gær, upp á veginn í dag. Bíllinn var á leið til Egilsstaða frá Akureyri með mysu. Ástæða þess að hann fór út af veginum er ókunn en stíf norðvestan átt var í gærdag á svæðinu, éljagangur og hálka. Bíllinn var með tengivagn og leikur grunur á að hann hafi mögulega runnið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík var ökumaður einn í bílnu og er ekki vitað til þess að hann hafi slasast. Hann var þó fluttur til Akureyrar í gær til skoðunar. Flutningabíllinn liggur nú um 50 metra frá veginum, efst austan megin í Víkurskarði. Ekki er vitað hvort hann er í ökufæru ástandi en reiknað er með því að fulltrúar Mjólkursamsölunnar sjái um björgunaraðgerðirnar í dag, með aðstoð lögreglu ef þörf krefur.

Örvænting breytist í reiði meðal Japana

Örvænting meðal eftirlifandi Japana á þeim svæðum sem harðast hafa orðið úti í náttúruhamförunum þar í landi er nú að breytast í reiði í garð stjórnvalda.

Hafa tvo sólarhringa til að yfirgefa Benghazi

Saif al-Islam einn af sonum Muammar Gaddafi hefur gefið íbúum Benghazi tvo sólarhringa til að yfirgefa borgina. Borgin er síðasta stóra borgin sem er á valdi uppreisnarmanna.

Berlusconi keypti Ruby hjartaþjóf 13 sinnum

Samkvæmt málskjölum í komandi réttarhöldum yfir Silvio Berlusconi forsætisráðherra kemur fram að hann hafi greitt ólögráða stúlku alls 13 sinnum fyrir kynlífsþjónustu.

Auknar aðgerðir til að kæla Fukushima kjarnorkuverið

Japönsk stjórnvöld hafa aukið mjög aðgerðir sínar til að kæla niður kjarnakjúfana í Fukushima kjarnorkuverinu. Stórar Chinook herþyrlur eru nú notaðar til að hella vatni yfir kjarnorkuverið en hver þeirra getur borið 7.000 lítra af vatni.

Ítalía fagnar 150 ára afmæli sínu

Ítalir halda upp á 150 ára afmæli landsins í dag en það fer lítið fyrir hátíðahöldum eða þeirri gleði sem venjulega fylgir merkisdögum sem þessum, meðal þjóða heimsins.

Milljarða skattsvik norskra útvegsmanna

Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna.

Undirbjó Japansferð í tvö ár en kemst hvergi

„Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík.

Plast breitt yfir ótímabær hraðaskilti

Skilti um hámarkshraða sem sett voru upp fyrr í vetur við nokkrar götur eru enn hulin með plasti. Að sögn Stefáns Finnssonar, yfirverkfræðings hjá umhverfis- og samgöngusviði, er ástæðan sú að formleg skilyrði fyrir breyttum hámarkshraða hafa ekki verið uppfyllt.

Vilja svör um hagkvæmni Vaðlaheiðarganga

Formaður samgöngunefndar Alþingis, Björn Valur Gíslason úr Vinstri grænum, hefur fallist á beiðni Marðar Árnasonar úr Samfylkingunni um sérstakan fund um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng.

Hundrað bætast við á einum degi

„Þetta er talsvert magn. Það er ekki víst hvort allir fá tölvurnar sem pöntuðu þær því við vitum ekki hvað margar koma til landsins,“ segir Bjarni Ákason, forstjóri Eplis, umboðsaðila Apple hér á landi.

Stuðlað að nýliðun með leigukvótaþingi

Notast verður við blandaða leið aflahlutdeildarkerfis og svokallaðs pottakerfis við stjórn fiskveiða, samkvæmt áformum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Rangt að ESB-reglugerð nýtist í aðildarviðræðum

Sjávarútvegsráðuneytið segir að ákvæði í nýrri reglugerð ESB þar sem einstökum aðildarríkjum er heimilað að ákveða leyfilegt aflahámark fiskistofna feli í sér takmarkaða undanþágu frá meginreglum ESB.

Ekki gengið að breyta launum handhafa

Þó að laun forsetans hafi lækkað í ársbyrjun 2009 hafa laun handhafa forsetavalds haldist óbreytt fram að þessu. Sjaldgæft er að handhafarnir þurfi að sinna því starfi en þeir deila þó með sér forsetalaunum í fjarveru forseta. Þingmenn hafa tvívegis á nokkrum árum reynt að breyta þessu en ekki haft erindi sem erfiði.

Yuriy Kuzubov fékk flest stig

Sex skákmenn voru efstir og jafnir með sjö vinninga úr níu umferðum þegar MP Reykjavíkurskákmótinu lauk í gærkvöldi. Það voru þeir Yuriy Kuzubov, Ilya Nyzhnik og Vladmir Baklan frá Úkraínu, Pólverjinn Kamil Miton, Bosníumaðurinn Ivan Sokolov og Norðmaðurinn Jan Ludvig Hammer.

140 hafa kosið utan kjörfundar

Icesave Síðdegis í gær höfðu 140 manns greitt atkvæði utan kjörfundar um Icesave-málið á sýsluskrifstofum landsins. Af þeim voru 73 í Reykjavík. Utankjörfundur hófst í gærmorgun.

Bónus áfram með lægsta verð

Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum og fjórum stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Hæsta verðið var oftast að finna í Samkaupum-Úrvali. Könnunin var gerð á mánudaginn síðastliðinn.

Þáði engar utanlandsferðir

„Þessari fyrirspurn er fljótsvarað," segir í svari Gunnars I. Birgissonar. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Kópavogi, við fyrirspurn Guðnýjar Dóru Gestsdóttur, bæjarfulltrúa VG.

Icesave-bækling á hvert heimili

Þingmenn allra flokka vilja að útbúið verði hlutlaust og aðgengilegt kynningarefni um Icesave-samningana fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl og það sent öllum heimilum.

Vilja að ríkisstjórnin skuldbindi sig

Forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins áttu fund með sjö ráðherrum, þar á meðal forsætis- og fjármálaráðherra, í gærmorgun. Þar var farið yfir atriði sem snúa að stjórnvöldum í kjaraviðræðum.

Óvissa um hvað er á seyði í kjarnaofnum

Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti fólk til að gefast ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem keisarinn kemur fram opinberlega með ávarp sem fyrir fram er hugsað til útsendingar í sjónvarpi.

Of gamall fyrir allt þetta kynlíf

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segist vera of gamall fyrir alla þá ástarfundi sem hann er sakaður um að hafa átt.

Gæti leitt til skorts á varahlutum í bíla

Ró færðist yfir hlutabréfamarkaði í Asíu í fyrrinótt eftir hrun í kjölfar náttúruhamfara þar fyrir viku. Nikkei-vísitalan hækkaði um tæp 5,7 prósent í gær en hafði fallið um tæp tuttugu prósent á fjórum dögum.

Engar dauðarefsingar í bili

Yfirvöld í Georgíu í Bandaríkjunum hafa hætt við allar dauðarefsingar í ríkinu eftir að lyf sem notað er til að taka fanga af lífi var gert upptækt.

Jack Bauer Japans sofnaði loksins

Hægri hönd forsætisráðherra Japans er skyndilega orðin hetja í Japan en á fjölmörgum bloggum í Japan, og Daily Telegraph greinir frá, dáist fólk af þessum eljusama ráðuneytisstjóra sem heitir Yukio Edano.

Ætlar að lifa á bjór og engu öðru - í sjö vikur

Bandaríkjamaður ætlar sér að lifa á engu nema bjór a lönguföstunni sem gengin er í garð en hún stendur frá öskudegi og fram að páskum. J. Wilson bruggar bjórinn sjálfur og ætlar með þessu að líkja eftir þýskum munkum á 17. öld sem gerðu slíkt hið sama á tímabilinu.

Óánægður Lamborghini eigandi lét rústa bílnum með sleggjum

Pirraður eigandi Lamborghini ofursportbíls fékk nóg af ítrekuðum bilunum í bílnum og fékk því hóp manna til þess að eyðileggja hann með sleggjum. Atvikið var tekið upp á myndband eins og sjá má ef ýtt er á spilarann hér að ofan.

Opna gestastofu á gosafmæli

Gestastofa með minjum, kvikmynd og ljósmyndum tengdum gosinu í Eyjafjallajökli verður opnuð neðan við Þjóðveg 1, andspænis Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, 14. apríl. Þann dag er eitt ár liðið frá því gosið hófst.

Grænn Kostur innkallar hummus og döðluvefjur

Grænn Kostur hefur innkallað í varúðarskyni og í samráði við Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Hummus og döðluvefju vegna þess að ekki er getið um ofnæmis- og óþolsvald í innihaldslýsingu, það er, sesamfræ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grænum Kosti.

Að minnsta kosti sex fallnir í átökum í Barein

Hermenn í Barein hafa rutt torg í miðbæ höfuðborgarinnar Manama þar sem mótmælendur hafa haldið sig síðustu vikur. Að minnsta kosti þrír mótmælendur, sem flestir er Shía múslímar, hafa fallið í átökunum og yfirvöld segja að þrír lögreglumenn hafi einnig látið lífið.

Sjá næstu 50 fréttir