Fleiri fréttir Innanlandsflug í nánari athugun Biðstaða er í innanlandsfluginu þessa stundina og öll áætlun Flugfélags Íslands og Ernis er í nánari athugun. Aska er víða í háloftunum og er verið að kortleggja hana nánar. Keflavíkurflugvöllur er hinsvegar opinn og hefur millilandaumferð verið með eðlilegum hætti í morgun. 19.5.2010 06:53 Eldur kviknaði í eldunartæki Eldur kviknaði í eldunartæki í íbúð við Hverfisgötu í Reykjavík í gærkvöldi og var kallað á slökkviliðið. Íbúum tókst að slökkva eldinn áður en það kom á vettvang, en slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina. Engum varð meint af. 19.5.2010 06:45 Býður sig fram í varaformanninn Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kosið verður í á landsfundi flokksins í lok júní. 19.5.2010 05:58 Nýjar bókhaldsreglur blása út eigið fé sveitarfélaganna Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga. 19.5.2010 05:00 Dregið verði úr áhættunni Efnahagsráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær á fundi sínum í Brussel reglur um hert eftirlit með vogunarsjóðum og öðrum áhættufjárfestingum. 19.5.2010 04:00 Samfélagsleg ábyrgð komi í stað arðsemi Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá. 19.5.2010 04:00 „Ég vil að allir sjái mynd af þessu tæki“ „Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. 19.5.2010 06:00 Klessti á bifreið á slysstað Tveir aðilar voru fluttir með sjúkrabifreið og einn leitaði sjálfur á slysadeild eftir umferðaróhapp á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú undir kvöldmat. 18.5.2010 21:38 Með slæma áverka eftir að hafa verið höggvinn í höfuðið með öxi Einn aðili verður að öllum líkindum lagður inn á spítala eftir að hafa verið laminn í höfuðið með öxi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 18.5.2010 21:54 Fyrstu hrefnunni landað Hvalveiðibáturinn Hafsteinn SK-3 landaði fyrstu hrefnunni í ár í Hafnarfirði í dag. Hún var veidd í gær á utanverðum Faxaflóa. Um 23 feta tarf var að ræða. 18.5.2010 21:15 Mæðgur draga framboð sitt til baka af lista Ólafs F Bryndís Torfadóttir, framkvæmdastjóri SAS, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt á H-lista Ólafs F. Magnússonar, en hún sendi tilkynningu þess eðlis út í kvöld. Hún er hinsvegar enn á listanum og verður á kjördag þar sem hún var of sein að draga framboðið til baka. 18.5.2010 20:06 Öryrkjar mótmæla harðlega niðurskurði Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir harðlega niðurskurðaráætlunum í félagsmála- og tryggingaráðuneytinu. Ráðherrann, Árni Páll Árnason, boðaði 10 milljarða niðurskurð fyrir helgi. 18.5.2010 19:14 Áttu hey? Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur skapast óvissa um fóðuröflun á öskufallssvæðinu í sumar. Fyrirsjáanlegt er að talsvert viðbótarhey þarf inn á svæðið og því er nauðsynlegt að tryggja nægar heybirgðir fyrir haustið samkvæmt heimasíðu naut.is. 18.5.2010 19:11 Borgarstjórn auglýsir eftir sérfræðingum í rannsóknarnefnd Borgarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað það í dag að auglýsa eftir sérfræðingum í þriggja manna nefnd til að gera rannsókn á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og fól borgarráði að skipa í nefndina á fundi sínum 27. maí nk. 18.5.2010 19:10 Fjögurra ára lést eftir slys - leiktækið tekið niður Drengurinn sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag lést á Barnaspítala Hringsins í gærkvöldi. 18.5.2010 18:39 Þremur Hollendingum sleppt - fjórir í haldi í Hollandi Þremur Hollendingum, sem handteknir voru á Seyðisfirði í tengslum við smygl á þremur tonnum af hassi, var sleppt í gærkvöldi. Fjórir eru í haldi í Hollandi vegna málsins. 18.5.2010 18:38 Ríkið bregst við fíklamömmum Barnaverndaryfirvöldum berst árlega fjöldi tilkynninga vegna mæðra sem þykja ógna lífi og heilsu ófæddra barna sinna með áfengis- og fíkniefnaneyslu. 18.5.2010 18:31 Meirihlutinn kolfallinn á Akureyri Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar er fallinn samkvæmt könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn geldur afhroð og missir tvo af fjórum bæjarfulltrúum. 18.5.2010 18:25 Tveir á slysadeild eftir hópslagsmál Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að hópslagsmál brutust út í Töllakór í Kópavoginum samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 18.5.2010 17:57 Spúir 200 tonnum af jarðvegi á sekúndu - öskufall talsvert Um tvöhundruð tonn af jarðvegi koma upp úr gígnum úr Eyjafjallajökli á sekúndu samkvæmt stöðumati Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 18.5.2010 17:51 Starfsmannafjöldinn þrefaldist - fjárþörf dómstóla einnig metin Gert er ráð fyrir því að starfsmannafjöldi hjá sérstökum saksóknara þrefaldist frá því sem nú er og verði allt að 80 manns en ríkisstjórnin hefur samþykkt að stórauka fjárveitingu til embættisins og verður fimm milljörðum veitt allt í allt til embættisins. Í greiningu á kostnaðarþáttum sem embættið skilaði inn er gert ráð fyrir að meginþungi rannsókna verði á árunum 2010-2011 og að þeim verði lokið að fullu á fyrri hluta ársins 2013. 18.5.2010 16:24 Askan nær til borgarinnar Aska frá Eyjafjallajökli berst nú yfir höfuðborgarsvæðið í suðaustlægri átt sem nú er ríkjandi. Gildi svifriks á mælum í borginni hafa hækkað hratt en búist er við úrkomu og þá er reiknað með að gildin lækki hratt á ný. Klukkan hálffjögur var hálftímagildi svifryks í mælistöðinni á Grensásvegi 318 míkrógrömm á rúmmetra að því er fram kemur í tillkynningu frá Reykjavíkurborg. Einnig eru gildin há í mælistöðinni í Hafnarfirði. 18.5.2010 16:11 Alvöru útburður Keith Sadler var einn þeirra sem fóru illa út úr undirmálslánum á bandaríska húsnæðismarkaðinum. 18.5.2010 16:35 Dagur gagnrýnir Árna Pál flokksbróður sinn Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur hefur komið á framfæri „alvarlegum athugasemdum“ við forystu ríkisstjórnarinnar og Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra vegna yfirlýsinga Árna um nauðsynlegan niðurskurð í velferðarkerfinu. Á dögunum sagði Árni óhjákvæmilegt að fækka starfsmönnum hins opinbera. Borgarstjóri spurði Dag út í ummæli flokksfélaga síns á borgarstjórnarfundi í dag. 18.5.2010 15:34 Rannsóknarskýrslan rædd í fræðilegu ljósi Háskóli Íslands mun bjóða stúdentum sérstakt fjölfræðilegt námskeið í sumar þar sem fjallað verður um hrunið í fræðilegu ljósi. Um er að ræða tvö 6 eininga námskeið á BA stigi, sem haldin eru í samfellu. Hið fyrra verður frá 20. maí til 8. júní og hið síðara frá 10. júní til 29. júní. Nemendur geta tekið hvort sem er 6 eða 12 einingar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 18.5.2010 15:18 ET phone home Bandaríska geimferjan Atlantis er nú við Alþjóðlegu geimstöðina en þangað flutti hún meðal annars nýja byggingareiningu sem verður bætt við stöðina. 18.5.2010 15:06 Tæp 11% treysta Alþingi vel Einungis 10,5% landsmanna bera mikið traust til Alþingis, ef marka má nýja könnun MMR. Þeir voru 18% í sömu könnun MMR frá því í september. Jafnframt fjölgar þeim sem segjast bera lítið traust til Alþingis, eru nú 56,4% en voru 52,4% í september 2009. 18.5.2010 14:54 Frakkar sleppa morðingja Frakkar hafa sleppt úr fangelsi Írana sem myrti Shahpour Bakhtiar fyrrverandi forsætisráðherra Írans árið 1991. 18.5.2010 14:46 Vilja fá Magma til að minnka nýtingarréttartímann Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt að fara þess á leit við forsvarsmenn Magma Energy að nýtingarréttur HS Orku á orkuauðlindum verði minnkaður í 40 til 45 ár í stað þess að hann verði 65 ár eins og nú er. 18.5.2010 14:38 Sérstakur saksóknari fær milljarða til að ljúka rannsóknum Embætti sérstaks saksóknara verður styrkt verulega með 470 milljóna aukafjárveitingu í ár og 960 milljóna fjárveitingum á næsta og þarnæsta ári. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag. Heildarframlög til embættisins hafa því verið aukin gríðarlega en gert er ráð fyrir að saksóknarinn ljúki störfum árið 2014 og á því tímabili hafi það fengið fimm milljarða króna frá ríkinu. 18.5.2010 14:22 Besti flokkurinn til umræðu á Alþingi Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar ræddi um Besta flokkinn í umræðu um störf þingins á Alþingi í dag. Þór segir að Besti flokkurinn sé gríðarleg háðsádeila og ef hann fái fylgi í samræmi við skoðannakannanir muni það vekja heimsathygli. 18.5.2010 14:12 Hvað er að sjá þig Kermit? Á hverju ári finnast einhverjar nýjar dýrategundir eða lífverur sem menn höfðu ekki vitað um. 18.5.2010 14:02 Lyklafrumvarpið fast í nefnd í sjö mánuði Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skorar á Allsherjarnefnd Alþingis að afgreiða frá sér svokallað lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur þingmanns Vinstri grænna. Óli Björn segir að þetta frumvarp hafi nú setið fast í nefndinni í sjö mánuði. 18.5.2010 13:47 Umsátur í Bangkok Um fimmþúsund mótmælendur hunsuðu lokafrest stjórnvalda í Tailandi til að hætta aðgerðum í gær. 18.5.2010 13:37 Mistur yfir Hvolsvelli en engin aska Aska úr Eyjafjallajökli virðist nú vera að falla norðan við Hvolsvöll. Að sögn lögreglunnar í bænum hefur askan ekki náð inn í bæinn ennþá en Veðurstofan gerir ráð fyrir austanátt á svæðinu í dag. Lögregla segir að hálfgert mistur liggi yfir bænum en vonir standa til að honum verði hlíft við öskufallinu að minnsta kosti í dag. Askan virðist aðallega vera að falla til jarðar á hálendinu og mögulega inni í Þórsmörk. Hvolsvallarbúar hafa nú verið lausir við öskufallið í tvo daga. 18.5.2010 13:24 Samstarf um bætta öryggismenningu í fiskiskipum VÍS og Slysavarnaskóli sjómanna hafa skrifað undir þriggja ára samstarfssamning sem felur í sér formlegt samstarf um bætta öryggismenningu um borð í fiskiskipum og um auknar forvarnir gegn slysum meðal sjómanna. Liður í samstarfinu er að VÍS mun afhenda Slysavarnaskóla sjómanna 10 flotgalla árlega næstu þrjú árin til að nota við kennslu í sjóbjörgun. Í tilkynningu frá VÍS segir ennfremur að tekið verði upp samstarf við útgerðir sem tryggja hjá VÍS með það að markmiði að sporna við slysum meðal sjómanna á fiskiskipum þeirra. 18.5.2010 13:08 Sigurður kærir handtökuskipun til Hæstaréttar Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur kært handtökuskipun sem gefin var út á hendur honum til Hæstaréttar. Interpol hefur lýst eftir Sigurði en sérstakur saksóknari vill fá hann til viðtals. Í hádegisfréttum RÚV var greint frá því að kæran hafi borist í gærdag og að frestur málsaðila til þess að skila gögnum renni út í dag. Þá sagði að líklegt væri að Hæstiréttur felli úrskurð sinn fljótlega. 18.5.2010 13:01 Dagur vonar að ruglið endi á kjördag Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir ánægjulegt hvernig Besta flokknum hefur tekist að hreyfa við borgarstjórnarpóltíkinni en vonar að ruglið sem hann segir hafa einkennt kjörtímabilið endi á kjördag. 18.5.2010 12:36 Árni bæjarstjóri: Óvíst hvaða áhrif hærra orkuverð hefur Óvíst er hvaða áhrif boðanir forstjóra Magma á hækkun á orkuverð til stóriðju mun hafa á aðkomu fjárfesta að álverinu í Helguvík. Þetta segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hann segist þó telja að svigrúm sé til hækkanna. Hann hafnar fullyrðingum um að kaup Magma séu fjármögnuð með opinberu fé. 18.5.2010 12:21 Ráðgátan um falsaða fimmþúsundkallinn upplýst Fölsun á 5.000 kr. peningaseðli og framvísun hans í verslun á Ísafirði í gær hefur verið upplýst af lögreglunni á Vestfjörðum. Málið kom upp í gær en í tilkynningu frá lögreglu segir að tveir ungir drengir hafi viðurkennt verknaðinn. Að sögn lögreglu verður mál þeirra tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. 18.5.2010 12:09 Vill ekki sjá Eurovision aftur Það kostar norska ríkissjónvarpið um fjóra og hálfan milljarð íslenskra króna að halda Eurovision söngvakeppnina í ár. 18.5.2010 12:06 Hollendingarnir frjálsir ferða sinna Hollendingarnir sem handteknir voru á Seyðisfirði um helgina hafa verið látnir lausir. Þeim var sleppt í rétt fyrir miðnætti í gær að sögn Karls Steinars Valssonar yfirmanns fíkniefnadeildarinnar. Þremenningarnir eru allir í áhöfn skips sem kom til hafnar á Seyðisfirði á laugardag en leit var gerð um borð í skipinu. Rannsóknin er unnin í samvinnu við lögregluyfirvöld í Hollandi og tengist haldlagningu á þremur tonnum af marijúana þar í landi. 18.5.2010 10:52 Tæplega tvö þúsund manns skráðu sig úr Þjóðkirkjunni 1. janúar síðastliðinn voru fullorðin sóknarbörn í Þjóðkirkjunni, 18 ára og eldri 186.697 eða 78,8% mannfjöldans. Kaþólska kirkjan er næstfjölmennasta trúfélag landsins með 6559 félagsmenn 18 ára og eldri. Utan trúfélaga voru 8483 fullorðnir einstaklingar skráðir 1. janúar, en 15.682 í óskráð trúfélög eða ótilgreint. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands í dag. 18.5.2010 10:36 Heimsækja ferðaþjónustuaðila á gossvæðinu Samráðshópur stjórnvalda og ferðaþjónustu hefur verið starfandi frá upphafi goss í Eyjafjallajökli undir forystu iðnaðarráðherra. Viðbragðsteymið heimsækir í dag ferðaþjónustuaðila, forsvarsmenn sveitarfélaga og almannavarna á Hvolsvelli, í Vík og á Moldnúpi undir Eyjafjöllum. 18.5.2010 10:03 Flogið frá Reykjavík Fyrstu vélar Flugfélags Íslands og Ernis leggja upp frá Reykjavík klukkan tíu, en völlurinn var lokaður í morgun vegna ösku í lofti. Hvorki verður þó flogið til Akureyrar eða Egilsstaða þar sem vellirnir þar eru enn lokaðir. Egilsstaðaflugvöllur gæti opnast fljótlega, en Akureyrarflugvöllur verður hugsanlega lokaður í allan dag. 18.5.2010 09:58 Sjá næstu 50 fréttir
Innanlandsflug í nánari athugun Biðstaða er í innanlandsfluginu þessa stundina og öll áætlun Flugfélags Íslands og Ernis er í nánari athugun. Aska er víða í háloftunum og er verið að kortleggja hana nánar. Keflavíkurflugvöllur er hinsvegar opinn og hefur millilandaumferð verið með eðlilegum hætti í morgun. 19.5.2010 06:53
Eldur kviknaði í eldunartæki Eldur kviknaði í eldunartæki í íbúð við Hverfisgötu í Reykjavík í gærkvöldi og var kallað á slökkviliðið. Íbúum tókst að slökkva eldinn áður en það kom á vettvang, en slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina. Engum varð meint af. 19.5.2010 06:45
Býður sig fram í varaformanninn Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kosið verður í á landsfundi flokksins í lok júní. 19.5.2010 05:58
Nýjar bókhaldsreglur blása út eigið fé sveitarfélaganna Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga. 19.5.2010 05:00
Dregið verði úr áhættunni Efnahagsráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær á fundi sínum í Brussel reglur um hert eftirlit með vogunarsjóðum og öðrum áhættufjárfestingum. 19.5.2010 04:00
Samfélagsleg ábyrgð komi í stað arðsemi Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá. 19.5.2010 04:00
„Ég vil að allir sjái mynd af þessu tæki“ „Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. 19.5.2010 06:00
Klessti á bifreið á slysstað Tveir aðilar voru fluttir með sjúkrabifreið og einn leitaði sjálfur á slysadeild eftir umferðaróhapp á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú undir kvöldmat. 18.5.2010 21:38
Með slæma áverka eftir að hafa verið höggvinn í höfuðið með öxi Einn aðili verður að öllum líkindum lagður inn á spítala eftir að hafa verið laminn í höfuðið með öxi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 18.5.2010 21:54
Fyrstu hrefnunni landað Hvalveiðibáturinn Hafsteinn SK-3 landaði fyrstu hrefnunni í ár í Hafnarfirði í dag. Hún var veidd í gær á utanverðum Faxaflóa. Um 23 feta tarf var að ræða. 18.5.2010 21:15
Mæðgur draga framboð sitt til baka af lista Ólafs F Bryndís Torfadóttir, framkvæmdastjóri SAS, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt á H-lista Ólafs F. Magnússonar, en hún sendi tilkynningu þess eðlis út í kvöld. Hún er hinsvegar enn á listanum og verður á kjördag þar sem hún var of sein að draga framboðið til baka. 18.5.2010 20:06
Öryrkjar mótmæla harðlega niðurskurði Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir harðlega niðurskurðaráætlunum í félagsmála- og tryggingaráðuneytinu. Ráðherrann, Árni Páll Árnason, boðaði 10 milljarða niðurskurð fyrir helgi. 18.5.2010 19:14
Áttu hey? Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur skapast óvissa um fóðuröflun á öskufallssvæðinu í sumar. Fyrirsjáanlegt er að talsvert viðbótarhey þarf inn á svæðið og því er nauðsynlegt að tryggja nægar heybirgðir fyrir haustið samkvæmt heimasíðu naut.is. 18.5.2010 19:11
Borgarstjórn auglýsir eftir sérfræðingum í rannsóknarnefnd Borgarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað það í dag að auglýsa eftir sérfræðingum í þriggja manna nefnd til að gera rannsókn á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og fól borgarráði að skipa í nefndina á fundi sínum 27. maí nk. 18.5.2010 19:10
Fjögurra ára lést eftir slys - leiktækið tekið niður Drengurinn sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag lést á Barnaspítala Hringsins í gærkvöldi. 18.5.2010 18:39
Þremur Hollendingum sleppt - fjórir í haldi í Hollandi Þremur Hollendingum, sem handteknir voru á Seyðisfirði í tengslum við smygl á þremur tonnum af hassi, var sleppt í gærkvöldi. Fjórir eru í haldi í Hollandi vegna málsins. 18.5.2010 18:38
Ríkið bregst við fíklamömmum Barnaverndaryfirvöldum berst árlega fjöldi tilkynninga vegna mæðra sem þykja ógna lífi og heilsu ófæddra barna sinna með áfengis- og fíkniefnaneyslu. 18.5.2010 18:31
Meirihlutinn kolfallinn á Akureyri Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar er fallinn samkvæmt könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn geldur afhroð og missir tvo af fjórum bæjarfulltrúum. 18.5.2010 18:25
Tveir á slysadeild eftir hópslagsmál Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að hópslagsmál brutust út í Töllakór í Kópavoginum samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 18.5.2010 17:57
Spúir 200 tonnum af jarðvegi á sekúndu - öskufall talsvert Um tvöhundruð tonn af jarðvegi koma upp úr gígnum úr Eyjafjallajökli á sekúndu samkvæmt stöðumati Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 18.5.2010 17:51
Starfsmannafjöldinn þrefaldist - fjárþörf dómstóla einnig metin Gert er ráð fyrir því að starfsmannafjöldi hjá sérstökum saksóknara þrefaldist frá því sem nú er og verði allt að 80 manns en ríkisstjórnin hefur samþykkt að stórauka fjárveitingu til embættisins og verður fimm milljörðum veitt allt í allt til embættisins. Í greiningu á kostnaðarþáttum sem embættið skilaði inn er gert ráð fyrir að meginþungi rannsókna verði á árunum 2010-2011 og að þeim verði lokið að fullu á fyrri hluta ársins 2013. 18.5.2010 16:24
Askan nær til borgarinnar Aska frá Eyjafjallajökli berst nú yfir höfuðborgarsvæðið í suðaustlægri átt sem nú er ríkjandi. Gildi svifriks á mælum í borginni hafa hækkað hratt en búist er við úrkomu og þá er reiknað með að gildin lækki hratt á ný. Klukkan hálffjögur var hálftímagildi svifryks í mælistöðinni á Grensásvegi 318 míkrógrömm á rúmmetra að því er fram kemur í tillkynningu frá Reykjavíkurborg. Einnig eru gildin há í mælistöðinni í Hafnarfirði. 18.5.2010 16:11
Alvöru útburður Keith Sadler var einn þeirra sem fóru illa út úr undirmálslánum á bandaríska húsnæðismarkaðinum. 18.5.2010 16:35
Dagur gagnrýnir Árna Pál flokksbróður sinn Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur hefur komið á framfæri „alvarlegum athugasemdum“ við forystu ríkisstjórnarinnar og Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra vegna yfirlýsinga Árna um nauðsynlegan niðurskurð í velferðarkerfinu. Á dögunum sagði Árni óhjákvæmilegt að fækka starfsmönnum hins opinbera. Borgarstjóri spurði Dag út í ummæli flokksfélaga síns á borgarstjórnarfundi í dag. 18.5.2010 15:34
Rannsóknarskýrslan rædd í fræðilegu ljósi Háskóli Íslands mun bjóða stúdentum sérstakt fjölfræðilegt námskeið í sumar þar sem fjallað verður um hrunið í fræðilegu ljósi. Um er að ræða tvö 6 eininga námskeið á BA stigi, sem haldin eru í samfellu. Hið fyrra verður frá 20. maí til 8. júní og hið síðara frá 10. júní til 29. júní. Nemendur geta tekið hvort sem er 6 eða 12 einingar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 18.5.2010 15:18
ET phone home Bandaríska geimferjan Atlantis er nú við Alþjóðlegu geimstöðina en þangað flutti hún meðal annars nýja byggingareiningu sem verður bætt við stöðina. 18.5.2010 15:06
Tæp 11% treysta Alþingi vel Einungis 10,5% landsmanna bera mikið traust til Alþingis, ef marka má nýja könnun MMR. Þeir voru 18% í sömu könnun MMR frá því í september. Jafnframt fjölgar þeim sem segjast bera lítið traust til Alþingis, eru nú 56,4% en voru 52,4% í september 2009. 18.5.2010 14:54
Frakkar sleppa morðingja Frakkar hafa sleppt úr fangelsi Írana sem myrti Shahpour Bakhtiar fyrrverandi forsætisráðherra Írans árið 1991. 18.5.2010 14:46
Vilja fá Magma til að minnka nýtingarréttartímann Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt að fara þess á leit við forsvarsmenn Magma Energy að nýtingarréttur HS Orku á orkuauðlindum verði minnkaður í 40 til 45 ár í stað þess að hann verði 65 ár eins og nú er. 18.5.2010 14:38
Sérstakur saksóknari fær milljarða til að ljúka rannsóknum Embætti sérstaks saksóknara verður styrkt verulega með 470 milljóna aukafjárveitingu í ár og 960 milljóna fjárveitingum á næsta og þarnæsta ári. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag. Heildarframlög til embættisins hafa því verið aukin gríðarlega en gert er ráð fyrir að saksóknarinn ljúki störfum árið 2014 og á því tímabili hafi það fengið fimm milljarða króna frá ríkinu. 18.5.2010 14:22
Besti flokkurinn til umræðu á Alþingi Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar ræddi um Besta flokkinn í umræðu um störf þingins á Alþingi í dag. Þór segir að Besti flokkurinn sé gríðarleg háðsádeila og ef hann fái fylgi í samræmi við skoðannakannanir muni það vekja heimsathygli. 18.5.2010 14:12
Hvað er að sjá þig Kermit? Á hverju ári finnast einhverjar nýjar dýrategundir eða lífverur sem menn höfðu ekki vitað um. 18.5.2010 14:02
Lyklafrumvarpið fast í nefnd í sjö mánuði Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skorar á Allsherjarnefnd Alþingis að afgreiða frá sér svokallað lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur þingmanns Vinstri grænna. Óli Björn segir að þetta frumvarp hafi nú setið fast í nefndinni í sjö mánuði. 18.5.2010 13:47
Umsátur í Bangkok Um fimmþúsund mótmælendur hunsuðu lokafrest stjórnvalda í Tailandi til að hætta aðgerðum í gær. 18.5.2010 13:37
Mistur yfir Hvolsvelli en engin aska Aska úr Eyjafjallajökli virðist nú vera að falla norðan við Hvolsvöll. Að sögn lögreglunnar í bænum hefur askan ekki náð inn í bæinn ennþá en Veðurstofan gerir ráð fyrir austanátt á svæðinu í dag. Lögregla segir að hálfgert mistur liggi yfir bænum en vonir standa til að honum verði hlíft við öskufallinu að minnsta kosti í dag. Askan virðist aðallega vera að falla til jarðar á hálendinu og mögulega inni í Þórsmörk. Hvolsvallarbúar hafa nú verið lausir við öskufallið í tvo daga. 18.5.2010 13:24
Samstarf um bætta öryggismenningu í fiskiskipum VÍS og Slysavarnaskóli sjómanna hafa skrifað undir þriggja ára samstarfssamning sem felur í sér formlegt samstarf um bætta öryggismenningu um borð í fiskiskipum og um auknar forvarnir gegn slysum meðal sjómanna. Liður í samstarfinu er að VÍS mun afhenda Slysavarnaskóla sjómanna 10 flotgalla árlega næstu þrjú árin til að nota við kennslu í sjóbjörgun. Í tilkynningu frá VÍS segir ennfremur að tekið verði upp samstarf við útgerðir sem tryggja hjá VÍS með það að markmiði að sporna við slysum meðal sjómanna á fiskiskipum þeirra. 18.5.2010 13:08
Sigurður kærir handtökuskipun til Hæstaréttar Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur kært handtökuskipun sem gefin var út á hendur honum til Hæstaréttar. Interpol hefur lýst eftir Sigurði en sérstakur saksóknari vill fá hann til viðtals. Í hádegisfréttum RÚV var greint frá því að kæran hafi borist í gærdag og að frestur málsaðila til þess að skila gögnum renni út í dag. Þá sagði að líklegt væri að Hæstiréttur felli úrskurð sinn fljótlega. 18.5.2010 13:01
Dagur vonar að ruglið endi á kjördag Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir ánægjulegt hvernig Besta flokknum hefur tekist að hreyfa við borgarstjórnarpóltíkinni en vonar að ruglið sem hann segir hafa einkennt kjörtímabilið endi á kjördag. 18.5.2010 12:36
Árni bæjarstjóri: Óvíst hvaða áhrif hærra orkuverð hefur Óvíst er hvaða áhrif boðanir forstjóra Magma á hækkun á orkuverð til stóriðju mun hafa á aðkomu fjárfesta að álverinu í Helguvík. Þetta segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hann segist þó telja að svigrúm sé til hækkanna. Hann hafnar fullyrðingum um að kaup Magma séu fjármögnuð með opinberu fé. 18.5.2010 12:21
Ráðgátan um falsaða fimmþúsundkallinn upplýst Fölsun á 5.000 kr. peningaseðli og framvísun hans í verslun á Ísafirði í gær hefur verið upplýst af lögreglunni á Vestfjörðum. Málið kom upp í gær en í tilkynningu frá lögreglu segir að tveir ungir drengir hafi viðurkennt verknaðinn. Að sögn lögreglu verður mál þeirra tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. 18.5.2010 12:09
Vill ekki sjá Eurovision aftur Það kostar norska ríkissjónvarpið um fjóra og hálfan milljarð íslenskra króna að halda Eurovision söngvakeppnina í ár. 18.5.2010 12:06
Hollendingarnir frjálsir ferða sinna Hollendingarnir sem handteknir voru á Seyðisfirði um helgina hafa verið látnir lausir. Þeim var sleppt í rétt fyrir miðnætti í gær að sögn Karls Steinars Valssonar yfirmanns fíkniefnadeildarinnar. Þremenningarnir eru allir í áhöfn skips sem kom til hafnar á Seyðisfirði á laugardag en leit var gerð um borð í skipinu. Rannsóknin er unnin í samvinnu við lögregluyfirvöld í Hollandi og tengist haldlagningu á þremur tonnum af marijúana þar í landi. 18.5.2010 10:52
Tæplega tvö þúsund manns skráðu sig úr Þjóðkirkjunni 1. janúar síðastliðinn voru fullorðin sóknarbörn í Þjóðkirkjunni, 18 ára og eldri 186.697 eða 78,8% mannfjöldans. Kaþólska kirkjan er næstfjölmennasta trúfélag landsins með 6559 félagsmenn 18 ára og eldri. Utan trúfélaga voru 8483 fullorðnir einstaklingar skráðir 1. janúar, en 15.682 í óskráð trúfélög eða ótilgreint. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands í dag. 18.5.2010 10:36
Heimsækja ferðaþjónustuaðila á gossvæðinu Samráðshópur stjórnvalda og ferðaþjónustu hefur verið starfandi frá upphafi goss í Eyjafjallajökli undir forystu iðnaðarráðherra. Viðbragðsteymið heimsækir í dag ferðaþjónustuaðila, forsvarsmenn sveitarfélaga og almannavarna á Hvolsvelli, í Vík og á Moldnúpi undir Eyjafjöllum. 18.5.2010 10:03
Flogið frá Reykjavík Fyrstu vélar Flugfélags Íslands og Ernis leggja upp frá Reykjavík klukkan tíu, en völlurinn var lokaður í morgun vegna ösku í lofti. Hvorki verður þó flogið til Akureyrar eða Egilsstaða þar sem vellirnir þar eru enn lokaðir. Egilsstaðaflugvöllur gæti opnast fljótlega, en Akureyrarflugvöllur verður hugsanlega lokaður í allan dag. 18.5.2010 09:58