Fleiri fréttir Gosmökkurinn aldrei sést betur frá Reykjavík Skyggni á sunnanverðu landinu er með besta móti. Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur líklegast aldrei sést betur frá Reykjavik en í dag. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Gosmökkurinn hefur annars ekki valdið samgöngutruflunum um íslenska flugstjórnarsvæðið í dag. 15.5.2010 14:42 Nýr prestur settur í Fríkirkjunni Bryndís Valbjarnardóttir, nýr prestur, verður sett inn í embætti í Fríkirkjunni í Reykjavík í hátíðarmessu annaðkvöld. Bryndís er guðfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur starfað sem útfarastjóri mörg undanfarin ár. 15.5.2010 13:34 Meintir stórþjófar handteknir Þrír menn voru handteknir í gærkvöld grunaðir um innbrot og þjófnaði í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. 15.5.2010 13:23 Búast við að breska flugstjórnarsvæðinu verði lokað Búist er við því að flugstjórnarsvæðinu yfir Bretlandi verði lokað frá og með morgundeginum til þriðjudags vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. 15.5.2010 13:04 Samfylkingin hefur skipað umbótanefnd Samfylkingin hefur skipað umbótanefnd sem hefur það verkefni að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu og ábyrgð flokksins í aðdraganda bankahrunsins. Nefndinni er ætlað að skila tillögum um umbætur á flokksstarfi og skipulagi næsta haust. 15.5.2010 12:03 Verslunarmenn í Reykjavík óttast minni ferðamannaverslun Verslunarmenn í miðborg Reykjavíkur óttast að ferðamannaverslun í sumar verði mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Framkvæmastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að menn séu uggandi enda sé miðborg Reykjavíkur um þessar mundir eins og dauðs manns gröf. 15.5.2010 11:57 Dimmt öskumistur yfir Vestmannaeyjum Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli sást vel frá Vestmannaeyjum í gær. Að sögn Gísla Óskarssonar fréttaritara í Vestmannaeyjum virtist sem öskuskýið breiddi úr sér eins og sveppahattur út frá stróknum. Nokkur aska féll í nótt eins og sjá mátti á þeim stöðum sem höfðu verið hreinsaðir af ösku sem féll gær. 15.5.2010 11:39 Bræður munu berjast Bræður munu berjast um forystu Verkamannaflokksins í Bretlandi. Búist er við því að Ed miliband, bróðir David Milibands muni tilkynna um framboð í 15.5.2010 09:59 Ræningjar ógnuðu leigubílstjóra með hnífi Tveir karlmenn ógnuðu leigubílstjóra í Engjaseli í Breiðholti um þrjúleytið í nótt. Leigubílstjórinn hafði brugðið sér um stund út úr bílnum þegar mennirnir veittust að honum með hnífi og ógnuðu honum. Þeir hrifsuðu af 15.5.2010 09:19 Efnahagskreppan aðalviðfangsefni Rauða krossins í dag Efnahagskreppan og áhrif hennar á starf Rauða krossins í íslensku samfélagi er meginviðfangsefni aðalfundar Rauða kross Íslands sem haldinn er í dag. Hátt á annað hundrað fulltrúar frá 46 deildum sækja aðalfundinn. 15.5.2010 09:04 Kominn með nokkrar hænur landbúnaður Júlíus Már Baldursson, landnámshænsnabóndi á Tjörn í Vatnsnesi, hefur tekið fyrstu skrefin í að byggja upp stofninn sem hann glataði þegar á þriðja hundrað landnámshænsn drapst í eldsvoða 30. mars síðastliðinn. Tíu hanar komust af og nú hefur Júlíus bætt nokkrum pútum við. 15.5.2010 09:00 Upplýsingum haldið frá stjórn í rúmt ár Áhættustýring Kaupþings, undir stjórn Steingríms P. Kárasonar, leyndi stjórn bankans upplýsingum um stórfellda eign bankans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli hans. Þetta er eitt þeirra brota sem sérstakur saksóknari rannsakar nú og liggur til grundvallar gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum yfir Kaupþingsmönnum. 15.5.2010 08:30 Gögn um aðildarviðræður opinberuð Össur Skarphéðinsson hyggst opna gagnvirka heimasíðu til þess að Íslendingar geti komið skoðunum á framfæri við samninganefnd Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. 15.5.2010 08:00 Flestir vilja bíða niðurstöðu dóms Þingmenn tókust á um það í gær hvort tillaga Björns Vals Gíslasonar væri tæk til þinglegrar meðferðar. Hún kveður á um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann dragi til baka ákæru á hendur níu mótmælendum sem sakaðir eru um að hafa ráðist á Alþingi. 15.5.2010 07:00 Átta fallnir í mótmælum Mótmælendum laust saman við hermenn í miðborg Bangkok, höfuðborgar Taílands í gær. Hermenn skutu af hríðskotarifflum á mannfjöldann. Átta létust í átökunum í gær og í það minnsta 101 slasaðist. 15.5.2010 06:30 Aukin ábyrgð og stærri og færri ráðuneyti Starfshópur forsætisráðuneytisins leggur til umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslunni og stjórnarskránni í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Áhersla er lögð á færri og stærri ráðuneyti, söfnun upplýsinga og að ráðherrar beri aukna ábyrgð. 15.5.2010 06:00 Dagvara hækkaði um 9% á einu ári Velta í dagvöruverslun dróst saman um 11,7 prósent á föstu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn nemur 3,5 prósentum á breytilegu verðlagi. Verð á dagvöru hækkaði um 9,3 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum. 15.5.2010 05:00 Listabókstaf vantaði í klefann kosningar Kjósandi í Kópavogi sem hugðist greiða Næstbesta flokknum atkvæði furðaði sig á því að aðeins voru stimplar með listabókstöfum fjórflokkanna í kjörklefa Sýslumannsins í Kópavogi. Þurfti hann að spyrjast fyrir hverju þetta sætti. Sjö flokkar bjóða fram í kosningunum 29. maí. 15.5.2010 04:00 Skilaði áburðinum og sendir féð í sláturhús „Ég var að skila áburðinum. Við erum að huga að því að koma kindunum í burtu og svo því hvað við eigum að gera við nautgripina.“ 15.5.2010 03:00 Öskuhjól á Hvolsvelli Fjölskylda Björns Á. Guðlaugssonar á Hvolsvelli tóku þessa skemmtilegu mynd í dag en öskufallið er búið að vera svo mikið í kringum eldstöðvar Eyjafjallajökuls að íbúar í nágrenninu hafa varla getað farið út. 14.5.2010 22:59 Sýknaður fyrir að brennimerkja börnin sín Bandaríkjamaðurinn Mark Seamands var sýknaður fyrir að brennimerkja börnin sín með stöfunum „SK“ sem merkja, Seamand´s kids, eða börnin hans Seamands. 14.5.2010 21:39 Japönsk yfirvöld vilja ekki banna barnaklám Japönsk yfirvöld hafa komið í veg fyrir lög sem eiga að banna barnaklám þar í landi verði samþykkt. Það var ákvörðun lýðræðisflokksins í Japan, sem fer með meirihluta í landinu, sem ákvað að samþykkja ekki lög um að það væri ólöglegt að hafa barnaklám undir höndum líkt og hér á landi. Samkvæmt frétt Daily Telegraph þá er ákvörðun flokksins reiðarslag fyrir þrýstihópa sem berjast gegn barnaklámi í Japan. 14.5.2010 20:32 EVE online þriðji besti tölvuleikur allra tíma Lesendur tímaritsins PC Gamer, hafa kosið íslenska tölvuleikinn EVE online þriðja besta tölvuleik veraldar. Eins og kunnugt er þá er leikurinn byggður á íslensku hugviti. 14.5.2010 19:47 Mesta öskufallið til þessa í bæjarfélögum Suðurlands Öskufall í bæjarfélögum Suðurlands í dag var það mesta til þessa frá því toppgígur Eyjafjallajökuls hóf að gjósa fyrir sléttum mánuði. Á Hvolsvelli sjá íbúar fram á margra daga hreinsunarstarf og undir Eyjafjöllum eru bændur fyrir löngu búnir að fá meira en nóg. 14.5.2010 19:02 Jón Ásgeir segist ætla að skila stuttum eignalista Lögmenn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vinna að því að útbúa lista yfir eignir hans sem honum ber að skila á morgun. Hann segir listann ekki langan en honum verði skilað áður en að fresturinn rennur út. 14.5.2010 18:49 Ráðuneytafrumvarp ekki lagt fram á vorþingi Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur ólíklegt að frumvarp um fækkun og sameiningu ráðuneyta verði lagt fram á yfirstandandi vorþingi. Ríkisstjórnin megi þó ekki hlífa sjálfri sér við að ná fram hagræðingu. 14.5.2010 18:47 Reikna með millilandaflugi í fyrramálið Ekkert hefur verið flogið frá Keflavíkurflugvelli í dag en flugvellinum var lokað í nótt vegna öskufalls úr Eyjafjallajökli. 14.5.2010 18:41 Magnús Guðmundsson segist saklaus Magnús Guðmundsson, sem sætti gæsluvarðhaldi í viku og hefur nú verið úrskurðaður í farbann, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að sakleysi hans verði sannað að lokum. 14.5.2010 18:32 Bókari dæmdur til þess að greiða 28 milljónir til baka Fyrrverandi bókari og gjaldkeri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta var dæmdur í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða til baka 28 milljónir til Búseta sem hann dró að sér. Bókarinn, sem heitir Jón Jóhannesson, starfaði í 16 ár hjá félaginu áður en upp komst um fjárdráttinn. 14.5.2010 17:56 Misþyrmdu fjölskyldu fyrir framan sex vikna barn Hæstiréttur staðfestir dóm yfir tveimur hrottum sem gengu í skrokk á 64 ára gömlum manni, eiginkonu hans og dóttur við heimili þeirra í Reykjanesbæ þann 3. maí síðastliðinn. Mennirnir þurfa því að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 8. júní hið minnsta. 14.5.2010 17:12 Umbótanefnd Samfylkingarinnar tekur til starfa Umbótanefnd Samfylkingarinnar sem ákveðið var á flokksstjórnarfundi 17. apríl sl. að stofna til er nú fullskipuð. Hún hefur það verkefni að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. 14.5.2010 16:56 Ölvaður á ofsahraða Karl um þrítugt var stöðvaður í akstri á Vesturlandsvegi á móts við Höfðabakka síðdegis í gær. Bíll hans mældist á 147 km hraða en þarna er 80 km hámarkshraði. Maðurinn reyndist jafnframt vera ölvaður. 14.5.2010 16:52 Meintur svikahrappur áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem er grunaður um að hafa svikið um 300 milljónir króna út úr 90 einstaklingum. 14.5.2010 16:47 Hársbreidd frá kjarnorkuárás á Kína Kínverskur sagnfræðingur segir að árið 1969 hafi Sovétríkin verið komin á fremsta hlunn með að gera kjarnorkuárás á Kína. 14.5.2010 15:27 Öskufall í Vestmannaeyjum, „Þetta er ógeðslegt" Öskufall úr gosinu í Eyjafjallajökli hefur nú náð til Vestmannaeyja og angrar íbúa þar. Óskar Friðriksson ljósmyndari Fréttablaðsins segir að..."þetta sé ógeðslegt". Askan sé fín, ólíkt gjallinu í gosinu í Eyjum 1973, og klínist við föt og í hár fólks. 14.5.2010 15:20 Mikill samdráttur í verslun Óvenjumikill samdráttur varð í veltu dagvöruverslunar í síðasta mánuði. Sala á áfengi dróst saman um þriðjung milli ára og sala á raftækjum um rúmlega 13 prósent. Skattahækkanir og ríkjandi óvissa um þróun efnhagsmála hefur breytt neyslumynstri almennings segja verslunarmenn. 14.5.2010 19:14 Ferðamenn skoða foss með rykgrímur Erlendir ferðamenn þurftu að bera rykgrímur þegar þeir skoðuðu Seljalandsfoss í dag, svo mikil var gosaskan. Þeir upplifðu þetta þó engu að síður sem mikið ævintýri. 14.5.2010 19:13 Breskur þingmaður stunginn Þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráðherra var stunginn hnífi í árás á hverfafundi í Lundúnum í dag. 14.5.2010 16:27 Magnúsi sleppt - tveggja vikna farbann Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg er laus úr gæsluvarðhaldi og hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna farbann þess í stað. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað þetta nú fyrir stundu en gæsluvarðhald yfir Magnúsi rann út í dag. 14.5.2010 15:03 Viðbúnaður vegna elds í togara Mikill viðbúnaður var eftir hádegið í dag þegar tilkynnt var um eld í vélarrúmi togara sem staddur var um 40 mílur fyrir utan Skagatá. 14.5.2010 14:46 Það munaði sentimetrum -myndband Breska umferðarlögreglan hefur hvatt unnendur járnbrautarlesta til að hafa varann á þegar þeir eru að mynda þær. 14.5.2010 14:27 Carlsberg boða uppsagnir eftir verkfall Carlsberg bjórverksmiðjurnar boða uppsagnir starfsfólks þegar það loks kemur til vinnu aftur eftir verkfall sem hófst í síðustu viku. 14.5.2010 13:49 Tólf mánuðir fyrir að hafa mök við 14 ára stúlku Tvítugur maður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa samfarir við 14 ára gamla stúlku. Atvikið gerðist í sumarbústað árið 2008, þegar maðurinn var 18 ára gamall. 14.5.2010 13:40 Stjórnvöld hvött til að stöðva fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar Fjölmörg samtök í sjávarútvegi, landbúnaði, lax-og silungveiði hafa sent forsætisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna fyrirhugaðra stjórnkerfisbreytinga og áhrifum þeirra á verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. 14.5.2010 13:12 Evrópumálin grundvöllur endurreisnarinnar „Ég dreg enga dul á að ég lít á Evrópumálin sem grundvöll í endurreisn Íslands. Það hefur aldrei verið ríkari ástæða en einmitt nú til að láta reyna á hvað falist getur í aðildarsamningi," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þegar hann flutti skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál á Alþingi í dag. 14.5.2010 13:01 Sjá næstu 50 fréttir
Gosmökkurinn aldrei sést betur frá Reykjavík Skyggni á sunnanverðu landinu er með besta móti. Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur líklegast aldrei sést betur frá Reykjavik en í dag. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Gosmökkurinn hefur annars ekki valdið samgöngutruflunum um íslenska flugstjórnarsvæðið í dag. 15.5.2010 14:42
Nýr prestur settur í Fríkirkjunni Bryndís Valbjarnardóttir, nýr prestur, verður sett inn í embætti í Fríkirkjunni í Reykjavík í hátíðarmessu annaðkvöld. Bryndís er guðfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur starfað sem útfarastjóri mörg undanfarin ár. 15.5.2010 13:34
Meintir stórþjófar handteknir Þrír menn voru handteknir í gærkvöld grunaðir um innbrot og þjófnaði í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. 15.5.2010 13:23
Búast við að breska flugstjórnarsvæðinu verði lokað Búist er við því að flugstjórnarsvæðinu yfir Bretlandi verði lokað frá og með morgundeginum til þriðjudags vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. 15.5.2010 13:04
Samfylkingin hefur skipað umbótanefnd Samfylkingin hefur skipað umbótanefnd sem hefur það verkefni að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu og ábyrgð flokksins í aðdraganda bankahrunsins. Nefndinni er ætlað að skila tillögum um umbætur á flokksstarfi og skipulagi næsta haust. 15.5.2010 12:03
Verslunarmenn í Reykjavík óttast minni ferðamannaverslun Verslunarmenn í miðborg Reykjavíkur óttast að ferðamannaverslun í sumar verði mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Framkvæmastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að menn séu uggandi enda sé miðborg Reykjavíkur um þessar mundir eins og dauðs manns gröf. 15.5.2010 11:57
Dimmt öskumistur yfir Vestmannaeyjum Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli sást vel frá Vestmannaeyjum í gær. Að sögn Gísla Óskarssonar fréttaritara í Vestmannaeyjum virtist sem öskuskýið breiddi úr sér eins og sveppahattur út frá stróknum. Nokkur aska féll í nótt eins og sjá mátti á þeim stöðum sem höfðu verið hreinsaðir af ösku sem féll gær. 15.5.2010 11:39
Bræður munu berjast Bræður munu berjast um forystu Verkamannaflokksins í Bretlandi. Búist er við því að Ed miliband, bróðir David Milibands muni tilkynna um framboð í 15.5.2010 09:59
Ræningjar ógnuðu leigubílstjóra með hnífi Tveir karlmenn ógnuðu leigubílstjóra í Engjaseli í Breiðholti um þrjúleytið í nótt. Leigubílstjórinn hafði brugðið sér um stund út úr bílnum þegar mennirnir veittust að honum með hnífi og ógnuðu honum. Þeir hrifsuðu af 15.5.2010 09:19
Efnahagskreppan aðalviðfangsefni Rauða krossins í dag Efnahagskreppan og áhrif hennar á starf Rauða krossins í íslensku samfélagi er meginviðfangsefni aðalfundar Rauða kross Íslands sem haldinn er í dag. Hátt á annað hundrað fulltrúar frá 46 deildum sækja aðalfundinn. 15.5.2010 09:04
Kominn með nokkrar hænur landbúnaður Júlíus Már Baldursson, landnámshænsnabóndi á Tjörn í Vatnsnesi, hefur tekið fyrstu skrefin í að byggja upp stofninn sem hann glataði þegar á þriðja hundrað landnámshænsn drapst í eldsvoða 30. mars síðastliðinn. Tíu hanar komust af og nú hefur Júlíus bætt nokkrum pútum við. 15.5.2010 09:00
Upplýsingum haldið frá stjórn í rúmt ár Áhættustýring Kaupþings, undir stjórn Steingríms P. Kárasonar, leyndi stjórn bankans upplýsingum um stórfellda eign bankans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli hans. Þetta er eitt þeirra brota sem sérstakur saksóknari rannsakar nú og liggur til grundvallar gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum yfir Kaupþingsmönnum. 15.5.2010 08:30
Gögn um aðildarviðræður opinberuð Össur Skarphéðinsson hyggst opna gagnvirka heimasíðu til þess að Íslendingar geti komið skoðunum á framfæri við samninganefnd Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. 15.5.2010 08:00
Flestir vilja bíða niðurstöðu dóms Þingmenn tókust á um það í gær hvort tillaga Björns Vals Gíslasonar væri tæk til þinglegrar meðferðar. Hún kveður á um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann dragi til baka ákæru á hendur níu mótmælendum sem sakaðir eru um að hafa ráðist á Alþingi. 15.5.2010 07:00
Átta fallnir í mótmælum Mótmælendum laust saman við hermenn í miðborg Bangkok, höfuðborgar Taílands í gær. Hermenn skutu af hríðskotarifflum á mannfjöldann. Átta létust í átökunum í gær og í það minnsta 101 slasaðist. 15.5.2010 06:30
Aukin ábyrgð og stærri og færri ráðuneyti Starfshópur forsætisráðuneytisins leggur til umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslunni og stjórnarskránni í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Áhersla er lögð á færri og stærri ráðuneyti, söfnun upplýsinga og að ráðherrar beri aukna ábyrgð. 15.5.2010 06:00
Dagvara hækkaði um 9% á einu ári Velta í dagvöruverslun dróst saman um 11,7 prósent á föstu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn nemur 3,5 prósentum á breytilegu verðlagi. Verð á dagvöru hækkaði um 9,3 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum. 15.5.2010 05:00
Listabókstaf vantaði í klefann kosningar Kjósandi í Kópavogi sem hugðist greiða Næstbesta flokknum atkvæði furðaði sig á því að aðeins voru stimplar með listabókstöfum fjórflokkanna í kjörklefa Sýslumannsins í Kópavogi. Þurfti hann að spyrjast fyrir hverju þetta sætti. Sjö flokkar bjóða fram í kosningunum 29. maí. 15.5.2010 04:00
Skilaði áburðinum og sendir féð í sláturhús „Ég var að skila áburðinum. Við erum að huga að því að koma kindunum í burtu og svo því hvað við eigum að gera við nautgripina.“ 15.5.2010 03:00
Öskuhjól á Hvolsvelli Fjölskylda Björns Á. Guðlaugssonar á Hvolsvelli tóku þessa skemmtilegu mynd í dag en öskufallið er búið að vera svo mikið í kringum eldstöðvar Eyjafjallajökuls að íbúar í nágrenninu hafa varla getað farið út. 14.5.2010 22:59
Sýknaður fyrir að brennimerkja börnin sín Bandaríkjamaðurinn Mark Seamands var sýknaður fyrir að brennimerkja börnin sín með stöfunum „SK“ sem merkja, Seamand´s kids, eða börnin hans Seamands. 14.5.2010 21:39
Japönsk yfirvöld vilja ekki banna barnaklám Japönsk yfirvöld hafa komið í veg fyrir lög sem eiga að banna barnaklám þar í landi verði samþykkt. Það var ákvörðun lýðræðisflokksins í Japan, sem fer með meirihluta í landinu, sem ákvað að samþykkja ekki lög um að það væri ólöglegt að hafa barnaklám undir höndum líkt og hér á landi. Samkvæmt frétt Daily Telegraph þá er ákvörðun flokksins reiðarslag fyrir þrýstihópa sem berjast gegn barnaklámi í Japan. 14.5.2010 20:32
EVE online þriðji besti tölvuleikur allra tíma Lesendur tímaritsins PC Gamer, hafa kosið íslenska tölvuleikinn EVE online þriðja besta tölvuleik veraldar. Eins og kunnugt er þá er leikurinn byggður á íslensku hugviti. 14.5.2010 19:47
Mesta öskufallið til þessa í bæjarfélögum Suðurlands Öskufall í bæjarfélögum Suðurlands í dag var það mesta til þessa frá því toppgígur Eyjafjallajökuls hóf að gjósa fyrir sléttum mánuði. Á Hvolsvelli sjá íbúar fram á margra daga hreinsunarstarf og undir Eyjafjöllum eru bændur fyrir löngu búnir að fá meira en nóg. 14.5.2010 19:02
Jón Ásgeir segist ætla að skila stuttum eignalista Lögmenn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vinna að því að útbúa lista yfir eignir hans sem honum ber að skila á morgun. Hann segir listann ekki langan en honum verði skilað áður en að fresturinn rennur út. 14.5.2010 18:49
Ráðuneytafrumvarp ekki lagt fram á vorþingi Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur ólíklegt að frumvarp um fækkun og sameiningu ráðuneyta verði lagt fram á yfirstandandi vorþingi. Ríkisstjórnin megi þó ekki hlífa sjálfri sér við að ná fram hagræðingu. 14.5.2010 18:47
Reikna með millilandaflugi í fyrramálið Ekkert hefur verið flogið frá Keflavíkurflugvelli í dag en flugvellinum var lokað í nótt vegna öskufalls úr Eyjafjallajökli. 14.5.2010 18:41
Magnús Guðmundsson segist saklaus Magnús Guðmundsson, sem sætti gæsluvarðhaldi í viku og hefur nú verið úrskurðaður í farbann, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að sakleysi hans verði sannað að lokum. 14.5.2010 18:32
Bókari dæmdur til þess að greiða 28 milljónir til baka Fyrrverandi bókari og gjaldkeri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta var dæmdur í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða til baka 28 milljónir til Búseta sem hann dró að sér. Bókarinn, sem heitir Jón Jóhannesson, starfaði í 16 ár hjá félaginu áður en upp komst um fjárdráttinn. 14.5.2010 17:56
Misþyrmdu fjölskyldu fyrir framan sex vikna barn Hæstiréttur staðfestir dóm yfir tveimur hrottum sem gengu í skrokk á 64 ára gömlum manni, eiginkonu hans og dóttur við heimili þeirra í Reykjanesbæ þann 3. maí síðastliðinn. Mennirnir þurfa því að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 8. júní hið minnsta. 14.5.2010 17:12
Umbótanefnd Samfylkingarinnar tekur til starfa Umbótanefnd Samfylkingarinnar sem ákveðið var á flokksstjórnarfundi 17. apríl sl. að stofna til er nú fullskipuð. Hún hefur það verkefni að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. 14.5.2010 16:56
Ölvaður á ofsahraða Karl um þrítugt var stöðvaður í akstri á Vesturlandsvegi á móts við Höfðabakka síðdegis í gær. Bíll hans mældist á 147 km hraða en þarna er 80 km hámarkshraði. Maðurinn reyndist jafnframt vera ölvaður. 14.5.2010 16:52
Meintur svikahrappur áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem er grunaður um að hafa svikið um 300 milljónir króna út úr 90 einstaklingum. 14.5.2010 16:47
Hársbreidd frá kjarnorkuárás á Kína Kínverskur sagnfræðingur segir að árið 1969 hafi Sovétríkin verið komin á fremsta hlunn með að gera kjarnorkuárás á Kína. 14.5.2010 15:27
Öskufall í Vestmannaeyjum, „Þetta er ógeðslegt" Öskufall úr gosinu í Eyjafjallajökli hefur nú náð til Vestmannaeyja og angrar íbúa þar. Óskar Friðriksson ljósmyndari Fréttablaðsins segir að..."þetta sé ógeðslegt". Askan sé fín, ólíkt gjallinu í gosinu í Eyjum 1973, og klínist við föt og í hár fólks. 14.5.2010 15:20
Mikill samdráttur í verslun Óvenjumikill samdráttur varð í veltu dagvöruverslunar í síðasta mánuði. Sala á áfengi dróst saman um þriðjung milli ára og sala á raftækjum um rúmlega 13 prósent. Skattahækkanir og ríkjandi óvissa um þróun efnhagsmála hefur breytt neyslumynstri almennings segja verslunarmenn. 14.5.2010 19:14
Ferðamenn skoða foss með rykgrímur Erlendir ferðamenn þurftu að bera rykgrímur þegar þeir skoðuðu Seljalandsfoss í dag, svo mikil var gosaskan. Þeir upplifðu þetta þó engu að síður sem mikið ævintýri. 14.5.2010 19:13
Breskur þingmaður stunginn Þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráðherra var stunginn hnífi í árás á hverfafundi í Lundúnum í dag. 14.5.2010 16:27
Magnúsi sleppt - tveggja vikna farbann Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg er laus úr gæsluvarðhaldi og hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna farbann þess í stað. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað þetta nú fyrir stundu en gæsluvarðhald yfir Magnúsi rann út í dag. 14.5.2010 15:03
Viðbúnaður vegna elds í togara Mikill viðbúnaður var eftir hádegið í dag þegar tilkynnt var um eld í vélarrúmi togara sem staddur var um 40 mílur fyrir utan Skagatá. 14.5.2010 14:46
Það munaði sentimetrum -myndband Breska umferðarlögreglan hefur hvatt unnendur járnbrautarlesta til að hafa varann á þegar þeir eru að mynda þær. 14.5.2010 14:27
Carlsberg boða uppsagnir eftir verkfall Carlsberg bjórverksmiðjurnar boða uppsagnir starfsfólks þegar það loks kemur til vinnu aftur eftir verkfall sem hófst í síðustu viku. 14.5.2010 13:49
Tólf mánuðir fyrir að hafa mök við 14 ára stúlku Tvítugur maður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa samfarir við 14 ára gamla stúlku. Atvikið gerðist í sumarbústað árið 2008, þegar maðurinn var 18 ára gamall. 14.5.2010 13:40
Stjórnvöld hvött til að stöðva fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar Fjölmörg samtök í sjávarútvegi, landbúnaði, lax-og silungveiði hafa sent forsætisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna fyrirhugaðra stjórnkerfisbreytinga og áhrifum þeirra á verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. 14.5.2010 13:12
Evrópumálin grundvöllur endurreisnarinnar „Ég dreg enga dul á að ég lít á Evrópumálin sem grundvöll í endurreisn Íslands. Það hefur aldrei verið ríkari ástæða en einmitt nú til að láta reyna á hvað falist getur í aðildarsamningi," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þegar hann flutti skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál á Alþingi í dag. 14.5.2010 13:01