Fleiri fréttir

Bjarki Már: Ég er ekki skrímsli

„Ég er ekki kynferðisbrotamaður og ég er ekki þetta skrímsli sem verið er að lýsa,“ segir Bjarki Már Magnússon. Hæstiréttur Íslands staðfesti í síðustu viku átta ára fangelsisdóm yfir honum. Bjarki neyddi þáverandi sambýliskonu sína, Hrafnhildi Stefánsdóttur, meðal annars til samræðis og annarra kynferðismaka með ellefu öðrum mönnum ásamt því sem hann tók myndir og myndbönd af ofbeldinu. Bjarka er gert að greiða henni þrjár milljónir króna. Í dómsorði segir að gjörðir hans eigi sér engar hliðstæður í íslenskri réttarsögu.

Íslandshreyfingin ítrekar andstöðu við afsal auðlinda

Stjórn Íslandshreyfingarinnar, sem nú er félag innan Samfylkingarinnar, ítrekar harða andstöðu sína gegn afsali auðlinda þjóðarinnar til erlendra auðfélaga. Í tilkynningu er minnt á að hreyfingin varð fyrst framboða fyrir kosningarnar 2007 til að „vekja athygli á því í hvað stefndi ef ekki yrði strax spyrnt við fótum í sölu orkulindanna, sem þá var að hefjast.“

Mannskætt snjóflóð í Noregi

Tveir fórust og tveggja er saknað eftir snjó- og aurskriðu í Mið-Noegi í gær. Fólkið var í átta manna hópi sem var að koma fyrir vegvísum á gönguslóðum.

Hollenski drengurinn kominn heim

Hollenski drengurinn Ruben van Assouw er kominn heim til Hollands. Búið er að segja honum að foreldrar hans og eldri bróðir hafi farist í flugslysinu í Libyu sem hann einn lifði af.

Tæplega tíu þúsund fleiri kjósendur á kjörskrá

Kjósendur á kjörskrá eru 9.767 fleiri nú en á kjörskrá í síðustu sveitarstjórnarkosningum eða sem svarar 4,5%. Þeir kjósendur sem nú fá að kjósa í fyrsta sinn til sveitarstjórnar sökum aldurs eru 18.772. Það eru 8,3% af heildarkjósendatölunni. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Icelandair fellir niður flug

Töluverð röskun verður á flugi Icelandair í dag vegna lokunar Keflavíkurflugvallar, en flug var með eðlilegum hætti í morgun. Félagið hefur fellt niður flug til Kaupmannahafnar, London, New York, Boston og Seattle síðdegis.

Vegabréf forsvarsmanns Wikileaks gert upptækt

Vegabréf Julian Assange, forvarsmanns Wikileaks, var gert upptækt þegar hann kom til Melbourne í Ástralíu í síðustu viku. Síðar um daginn að lokinni yfirheyrslu og leit í farangri fékk hann vegabréfið á nýjan leik. Sjálfur heldur Assange því að fram að þetta hafi verið gert vegna þess að á síðasta ári birti Wikileaks ítarlegan lista yfir þær vefsíður sem áströlsk stjórnvöld höfðu hug á að loka. Vefsíðan komst í nokkuð almenna umræðu hér heima þegar þar birtust upplýsingar úr lánabók Kaupþings og önnur gögn. Assange hefur heimsótt Ísland nokkrum sinnum.

Æfa forgangsakstur

Lögregluskólinn er þessa dagana með sérstakt námskeið þar sem verið er að þjálfa forgangsakstur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Næstu daga geta ökumenn átt von á aukinni umferð lögreglubíla í forgangsakstri á höfuðborgarsvæðinu og því telur Umferðarstofa rétt að nota tækifærið og hvetja ökumenn til að aka ekki á vinstri akrein að óþörfu þar sem fleiri en ein akrein er í sömu átt. Lögregla, sjúkraflutningamenn og slökkvilið þurfi að geta treyst á að vinstri akreinin sé eins greið og mögulegt er því hana eigi að nota til að fara fram úr annarri umferð.

Olía leidd upp á pramma

Forráðamenn breska olíurisans BP segja að fyrirtækið hafi stigið mikilvægt skref í að stöðva olíulekann á Mexíkóflóa. Hugsanlega verður búið að koma í veg fyrir lekann eftir viku. Magnús Már Guðmundsson.

Smábátar flykkjast út til strandveiða

Smábátar hafa flykkst út til strandveiða allt frá miðnætti en veiðar eru ekki leyfðar frá föstudegi til sunnudags. Víðast hvar er gott í sjóinn og vonast sjómenn til að aflabrögð verði jafn góð og í síðustu viku. Þá eru stóru frystitogararnir byrjðir árlegar úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg, en ekki hafa borist fréttir af aflabrögðum hjá þeim.

Þóttist vera alríkislögreglumaður

29 ára gömul bandarísk kona á yfir höfði sér þriggja ára fangelsi eftir að hún játaði að hafa villt á sér heimildir og þóst vera alríkislögreglumaður.

Stálu eftirlitsmyndavél

Innbrotsþjófar stela ólíklegustu hlutum en líta um leið framhjá hlutum sem almennt er talið að freisti þjófa. Þannig er lögreglan í Árnessýslu að rannsaka nokkur innbrot í sumarbústaði á Suðurlandi að undanförnu. Í einu þeirra var barnarúmi stolið og engu öðru. Þá var ekki litið við talsverðu af áfengi í tveimur bústöðum, en flatskjám og fleiri verðmætum hinsvegar stolið. Í einu tilvikinu var eftirlitsmyndavél stolið, en hlutverk hennar var að fylgjast með þjófum. Ekki eru dæmi um alvarleg spellvirki nema hvað einhverjar skemmdir eru unnar þegar þjófarnir eru að brjóta sér leið inn í bústaðina.

Ákærð fyrir að stinga þingmann í magann

21 árs gömul bresk kona hefur verið ákærð fyrir að stinga Stephen Timms, þingmann Verkmannaflokksins, í magann á hverfafundi síðastliðinn föstudag. Timms er á batavegi og verður að öllum líkindum útskrifaður af sjúkrahúsi á næstu dögum.

Á fjórða tug látnir í Bangkok

36 hafa nú látið lífið í átökum tælenska hersins og mótmælenda í Bangkok undanfarna daga. Forsætisráðherra landsins segir að herinn muni ekki hörfa.

Vilja lögbann á verkfall flugliða

Forsvarsmenn British Airways ætla að snúa sér til dómstóla í dag og freista þess að fá lögbann sett á fyrirhugað verkfall flugliða flugvélagsins sem hefst á morgun. Starfsmennirnir hafa undanfarna mánuði átt í hörðum deilum við stjórnendur flugfélagsins og gagnrýnt harðlega niðurskurðaráætlanir þeirra.

Réðust á þinghúsið í Sómalíu

Að minnsta kosti 25 létu lífið þegar íslamskir uppreisnarmenn réðust á sómalíska þingið í gær. Þeir notuðu meðal annars sprengjuvörpur til þess að skjóta á þinghúsið í höfuðborginni Mogadishu og svöruðu friðargæsluliðar Afríkusambandsins með stórskotahríð.

Innanlandsflugi aflýst fram eftir degi

Bæði Icelandair og Iceland Express flýttu brottförum margra Evrópuvéla í morgun vegna óvissu um flugskilyrði hér og þar yfir meginlandinu. Sumir flugvellir í Bretlandi, Skotlandi, Írlandi og í Hollandi voru lokaðir í morgun, en búið er að opna einhverja þeirra. Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi fram eftir degi.

Íhuga að sniðganga Ísland

Stór lyfjafyrirtæki íhuga alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað hér á landi, og jafnvel hætta að selja lyf sem þau eru með í sölu í dag vegna lækkandi lyfjaverðs og óstöðugleika á lyfjamarkaði hér á landi.

Ríkið greiði salmonellureikning vegna hrossa

Matvælastofnun og íslenska ríkið hafa verið dæmd til að greiða dýralækni ríflega 660 þúsund krónur vegna starfa við hrossahóp sem var illa haldinn af salmonellusýkingu í Mosfellsbæ í desember 2008. Gera má ráð fyrir að fleiri dýralæknar sem önnuðust hrossin fari í mál gegn Matvælastofnun í kjölfar dómsins.

Telja slæðubann hafa öfug áhrif

Austurríki, AP Slæðubann vinnur gegn tilgangi sínum og markar afturför til fortíðar, að mati ráðstefnu múslima í Vínarborg í Austurríki um helgina.

Húsaþyrping risin á Hellnum

Tíu hús eru seld í nýrri húsaþyrpingu sem risin er á Hellnum. Þegar hafa tólf hús verið reist en grunnar hafa verið lagðir að sautján húsum og verður lokið við að byggja þau í sumar, að sögn Búa Kristjánssonar verkefnastjóra framkvæmdanna.

Kveiktu á kertum til minningar

„Þetta var fyrst og fremst falleg stund sem við héldum til að minnast þeirra sem fallið hafa frá,“ segir Gunnlaugur I. Grétarsson, formaður samtakanna HIV-Ísland.

Hertar aðgerðir til að innheimta sektir

Ríkisendurskoðun segir lítinn hluta sekta vegna skattalagabrota innheimtast og megi gera ráð fyrir að meirihluti þeirra sem fundnir verði sekir um skattalagabrot á næstunni afpláni refsingu sína í formi samfélagsþjónustu.

Stjórnin þvertekur fyrir sátt

Taíland, AP Taílensk stjórnvöld hafna því að leita sátta við stjórnarandstæðinga með fulltingi Sameinuðu þjóðanna. Að minnsta kosti 31 hefur látist í átökum frá því á fimmtudag, þegar lögregla og herinn létu til skarar skríða gegn mótmælendum. Rauðstakkar hafa mótmælt í Bangkok um nokkurra mánaða skeið og krafist þess að forsætisráðherra landsins segi af sér og að efnt verði til kosninga.

Dagsektir ef starfsmenn eru án vinnustaðaskírteina

Eftirleiðis skulu allir starfsmenn og atvinnurekendur í byggingariðnaði og veitingarekstri hafa vinnuskírteini á sér við störf sín. Alþingi samþykkti lög þess efnis í síðustu viku. Möguleiki er á að þetta eigi við fleiri atvinnugreinar.

Skilar sér í farmiðaverðið

Breska ferðaskrifstofan Thomas Cook hefur tapað sjötíu milljónum punda, jafnvirði tæpra 13,5 milljarða króna, vegna röskunar á flugi á meginlandi Evrópu af völdum gossins í Eyjafjallajökli í síðasta mánuði.

Brýnt að vinna gegn áhrifum atvinnuleysis

Brýnt er að efla atvinnulífið og vinna gegn íþyngjandi áhrifum atvinnuleysis til að draga úr áhrifum kreppunnar á þá hópa sem verst verða úti. Þetta er niðurstaða skýrslu Rauða kross Íslands sem kom út á föstudag.

Íhugar að lögsækja banka

Grikkland, ap Grikkir ætla að skoða þann möguleika að lögsækja bandaríska fjárfestingabanka fyrir að hafa átt þátt í efnahagsvandræðum landsins. Þetta sagði George Papandreou forsætisráðherra landsins í gær.

Sveik út milljarða til að njóta virðingar

Danski fjársvikamaðurinn Stein Bagger segir að hann hafi auðveldlega getað stungið til hliðar 10 milljörðum íslenskra króna. Tilgangurinn með því að svíkja út peninga hafi hins vegar ekki verið sá að geyma peninga í skálkaskjólum heldur að njóta virðingar.

Icelandair breytir flugáætlun í fyrramálið

Icelandair hefur tilkynnt breytingar á flugáætlun vegna þess að spár gefa til kynna að Keflavíkurflugvöllur gæti lokast á morgun vegna eldgoss. Staðan er ennfremur óljós varðandi flugvelli á Bretlandseyjum.

Sóttur af þyrlu eftir fall í Esjunni

Karlmaðurinn sem datt í vesturhluta Esjunnar laust fyrir klukkan þrjú í dag var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur með henni á slysadeild. Maðurinn var á stað sem vinsæll er til klettaklifurs.

Ráðherra fundar vegna eldgossins

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun í kvöld funda á Selfossi með hluta samráðhóps ráðuneytisins vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Á fundinn mæta auk ráðherra, aðstoðarmanns hans og ráðuneytisstjóra, yfirdýralæknir, framkvæmdstjóri Búnaðarsambands Suðurlands, landgræslustjóri og sveitarstjóri Rangárþings-eystra.

Aðstoða mann sem datt í Esjunni

Björgunarsveitamenn, sjúkraflutningamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar eru að gera sig reiðubúna til þess að hjálpa manni sem virðist hafa dottið í Esjunni. Maðurinn var í göngu með tveimur öðrum þegar að hann datt. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málið enn sem komið er.

Kallar eftir hagræðingu í háskólanámi

Engir þættir í þjónustu hins opinbera munu verða ósnertir í niðurskurði fjárlaga á næst ári, segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Flug að mestu með eðlilegum hætti

Allt innanlandsflug er á áætlun í dag nema flug til Vestmannaeyja. Flugi til Vestmannaeyja klukkan eitt í dag hefur verið frestað og stendur til að athuga með það klukkan korter í fjögur. Millilandaflug er á áætlun, að flugi til London undanskildu.

Meintum innbrotsþjófum sleppt

Lögreglan í Borgarnesi sleppti úr haldi í gær þremur mönnum sem handteknir höfðu verið vegna gruns um innbrot og þjófnaði í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi.

Laura Bush kynnir ævisögu sína

Ólíkt eiginmanni sínum segist Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, vera hlynnt hjónabandi samkynhneigðra og frelsi kvenna til að gangast undir fóstureyðingar.

Greiða 490 milljónir fyrir að hundsa strandaglópa

Írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair hefur verið gert að greiða þrjár milljónir evra í bætur vegna bágrar þjónustu við farþega sem voru fastir á Ítalíu vegna öskufalls. Upphæðin jafngildir um 490 milljónum íslenskra króna. Farþegarnir voru fastir dagana 17. - 22. apríl en þessa daga var hundruðum flugferða aflýst vegna öskufallsins, segir franska blaðið Le Monde.

Ráðleggur Bretum að sækja Ísland heim

Ísland er nafli alheimsins. Landið er merkjanlegasta áminning um upphaf heimsins. Það er upphaf og afhjúpun sameinuð. Landið er tómt, skrýtið og stundum leiðinlegt. En allir ættu að koma hingað einu sinni. Þetta segir Janice Turner dálkahöfundur í grein sem birtist á forsíðu Timesonline í dag.

Sjá næstu 50 fréttir