Fleiri fréttir

Tólf þotur fastar á Keflavíkurflugvelli

Icelandair hefur fellt niður allt flug síðdegis í dag vegna lokunar Keflavíkurflugvallar, en ekkert var flogið í morgun vegna þess að vellinum var lokað í nótt. Ekkert innanlandsflug er heldur um Reykjavíkurflugvöll og tólf farþegaþotur eru innilokaðar á Keflavíkurflugvelli.

Veit ekki að foreldrarnir fórust

Hollenski drengurinn sem einn lifði af flugslysið í Libyu fyrir helgina er á batavegi. Ættingjar hans frá Hollandi hafa heimsótt hann.

Eyjafjallajökull: Mýrdælingar óska eftir sjálfboðaliðum

Síðustu daga hafa Mýrdælingar fengið að kenna á öskufalli frá Eyjafjallajökli og er ástandið víða orðið nokkuð þrúgandi, sérstaklega meðal bænda og ferðaþjónustuaðila. Nú auglýsa heimamenn eftir sjálfboðaliðum til þess að aðstoða við hreinsun.

Öllum ferðum Icelandair aflýst í dag

Icelandair hefur fellt niður allt flug félagsins síðdegis í dag vegna lokunar Keflavíkurflugvallar sem orsakast af öskufalli úr gosinu í Eyjafjallajökli.

Alþingi getur ekki stöðvað ákæru gegn nímenningunum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingályktunartillaga þingmanns VG um að fallið verði frá ákæru gegn mótmælendum sem ruddust inn í Alþingi í Búsáhaldabyltingunni sé ótæk. „Við eigum ekki að vera að skipa dómstólum fyrir,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Öskurigning á Hvolsvelli - myndskeið

Lögreglan á Hvolsvelli sendi fréttastofu þetta myndband sem sýnir öskurigninguna sem gengið hefur yfir bæinn frá því í nótt. Í myndskeiðinu sést þegar lögreglumaður fer með hvítt pappírsblað út undir bert loft og áður en langt um líður er örkin orðin kolsvört af ösku.

Elti Hrafnhildi til Noregs þrátt fyrir þungan fangelsisdóm

Eftir að Bjarki Már Magnússon, sem beitti sambýliskonu sína hrottalegu ofbeldi um nokkurra ára skeið, áfrýjaði þungum fangelsisdómi til Hæstaréttar elti hana konuna til Noregs og áreitti hana. Allan tímann sem Bjarki dvaldi í landinu vaktaði norska lögreglan heimili konunnar sem heitir Hrafnhildur Stefánsdóttir. Rætt er við hana í DV í dag.

Erlendir fréttamenn skotnir í Bangkok

Þrír erlendir fréttamenn urðu fyrir skotum í Bangkok, höfuðborg Tælands, í morgun. Stjórnarandstæðingar hafa staðið fyrir mótmælaaðgerðum í borginni í tvo mánuði en þeir krefjast þess að boðað verði til kosninga. Undanfarin sólarhring hefur tælenski herinn hert aðgerðir sínar og heyrðust skothvellir í alla nótt. Að minnsta kosti einn mótmælandi er látinn og þriðja tug særðir, þar á meðal fréttamennirnir.

Sjálfsmynd Andy Warhol seld á 4,2 milljarða

Óhætt er að fullyrða að það sé engin kreppa á listaverkamarkaðnum ef marka má uppboð sem Sotheby´s hélt í vikunni. Þar fór listaverk eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol á 22 milljónir punda, jafnvirði 4,2 milljarða íslenskra króna. Um er ræða sjálfsmynd af listamanninum frá árinu 1986 en hann lést ári síðar. Það var tískuhönnuðurinn Tom Ford sem keypti myndina.

Átta ára drengur mætti með byssu í skólann

Lögreglan í Charlotte í Bandaríkjunum rannsakar nú hvernig átta ára gamall drengur komst yfir skammbyssu sem hann tók með sér í grunnskóla í borginni. Skot hljóp úr byssunni sem lenti í vegg í skólastofunni. Hvorki nemendur né kennara sakaði en ekki liggur fyrir hvort að drengurinn sem mætti með byssuna í skólann, eða einhver bekkjarfélagi hans, hafi handleikið byssuna með fyrrgreindum afleiðingum.

Hörð átök mótmælenda og hermanna

Tælenski herinn beitti táragasi til að dreifa mótmælendum í Bangkok í nótt. Bretar hafa ákveðið að loka sendiráði sínu vegna ólgunnar í landinu.

Öskufall á Hvolsvelli og Selfossi - myndir

Öskufallið frá Eyjafjallajökli berst nú í vesturátt og var aska tekin að falla á Hvolsvelli á sjötta tímanum í morgun og um sjöleitið hófst öskufall á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er ekki útilokað að lítilsháttar öskufall geti orðið á höfuðborgarsvæðinu síðar í dag.

Líðan hollenska drengsins stöðug

Líðan hollenska drengsins sem komst einn lífs af þegar farþegaflugvél fórst skammt frá Trípólí, höfuðborg Lýbíu, í fyrradag er stöðug. Drengurinn sem er níu ára hefur undirgengist margar aðgerðir en fótleggir hans margbrotnuðu.

Nýju ráðherrarnir á faraldsfæti

Forgangsmál ríkisstjórnar David Camerons, nýs forsætisráðherra Bretlands, verður að taka á miklum fjárlagahalla. Hann og aðrir ráðherrar verða á faraldsfæti í dag.

Strandaglópar á Keflavíkurflugvelli

Fleiri hundruð manns eru nú strandaglópar á Keflavíkurflugvelli eftir að vellinum var óvænt lokað í nótt vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Reykjavíkurflugvelli var lokað um leið.

Yfirgáfu heimili sín - mikið öskufall undir Eyjafjöllum

Mikið öskufall var undir Eyjafjöllum í gærkvöldi og fram á nótt. Skyggni fór allt niður í tvo metra þegar verst var, og yfirgáfu nokkrar fjölskyldur heimili sín og gistu annarsstaðar. Undir morgun færðist öskufallið yfir Fljótshlíðina og þar er nú meira öskufall en orðið hefur frá upphafi gossins. Gosmökkurinn nær líka hærra upp en undanfarna daga, eða í rúmlega 30 þúsund feta hæð, sem er u.þ.b. níu kílómetrar. Aska fellur á Hvolsvelli þessa stundina og allt vestur fyrir Hellu, samkvæmt vegfaranda í morgun.

Handtökutilskipun í haust

Frumvarp er væntanlegt í haust um samsvarandi reglur og í evrópsku handtökutilskipuninni. Ísland getur ekki orðið aðili að henni, þar sem það er utan Evrópusambandsins. Hins vegar hafa Ísland og Noregur gert samning við sambandið um einfaldari framsalsmál.

Gömul sannindi í nýrri rannsókn

Hormónagetnaðarvarnir virðast geta haft neikvæð áhrif á kynhvöt kvenna, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í byrjun mánaðarins í læknaritinu Journal of Sexual Medicine. Netúgáfa Time vitnar til rannsóknarinnar undir yfirskriftinni „Lítil kynhvöt, konur? Pillunni kann að vera um að kenna.“

Tugmilljóna gjöld á flugið

Flugrekendur eru ósáttir við að ekki hafi verið sótt um undanþágu fyrir innanlandsflug vegna kaupa á kolefniskvóta. Frá 1. janúar 2012 þurfa flugfélög að tryggja sér losunarkvóta fyrir kolefnisútblástur.

Kynslóðir saman á veiðum

„Ég er nú hættur að vinna, þetta er bara áhugamál,“ sagði Kristján Pétursson sjómaður sem hafði lokið löndun á Arnarstapa eftir túr dagsins þegar Fréttablaðið hitti hann í vikunni. Kristján er einn fjölmargra sem stunda strandveiðar. Höfnin á Arnarstapa var þétt skipuð bátum á þriðjudag en strandveiðitímabilið hófst á mánudag.

Einu kartöflubændurnir á Vesturlandi

„Þetta er auðvitað viss áhætta, maður veit aldrei hversu mikil uppskeran verður,“ segir Þóra Kristín Magnúsdóttir, bóndi á Hraunsmúla í Staðarsveit á Snæfellsnesi, spurð hvernig standi á því að hún og maður hennar, Helgi Sigurmonsson bóndi, séu einu kartöflubændurnir á öllu Vesturlandi. „Það voru fleiri í þessu hér áður fyrr en svo hættu allir nema við.“ Þóra og Helgi höfðu nýlokið við að setja niður útsæðið þegar Fréttablaðið hitti þau.

Sjúkraflug í öskufalli bíður vottunar

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur í tvígang kallað til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja sjúklinga til lands, fremur en að kalla til Mýflug, sem í síðustu viku tók við sjúkraflutningum þaðan af Flugfélagi Vestmannaeyja.

Umhverfisvottað ekki dýrara

Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur eru ekki dýrari í innkaupum en aðrar hreinlætisvörur. Þetta er niðurstaða úr verðkönnun sem Neytendasamtökin gerðu á hreinlætisvörum merktum umhverfisvottun Svansins í lok apríl.

Ársverkunum hefur fækkað um tíu þúsund

Fækkað hefur um nálega tíu þúsund ársverk í mannvirkjagerð frá þriðja ársfjórðungi ársins 2008 til fyrsta ársfjórðungs 2010. Viðlíka samdráttur hefur ekki orðið í neinni annarri grein frá hruni. Efnahags- og

Ráða 100 starfsmenn í sumar

Um 100 starfsmenn verða ráðnir í sumarafleysingar hjá Alcoa Fjarðaáli, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfa um 480 manns, en auk þess vinna rúmlega 300 starfsmenn verktaka á svæðinu.

Forsætisráðherra Tyrkja í heimsókn til Aþenu

Forsætisráðherra Tyrklands Recep Tayyip Ergodan ætlar í heimsókn til Aþenu í Grikklandi á morgun en markmið heimsóknarinnar er að styðja Grikki í efnahagsvandræðum þeirra og bæta samskipti ríkjanna.

Eyjafjallajökull: Gríðarlegt öskufall undir jökli

Mjög mikið öskufall er nú undir Eyjafjöllum. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að um klukkan átta hafi nánast verið kolniðamyrkur frá Holtsá og austur fyrir Skóga. Lögreglumenn sem voru á ferð á svæðinu sögðu að skyggni hefði aðeins verið um tveir metrar þegar verst lét. Að sögn lögreglu jafnast öskufallið næstum á við það eins og það var mest á fyrstu dögum gossins og hefur það ekki verið jafn mikið í langan tíma.

Bretar loka sendiráðinu í Bangkok

Bretar ætla að loka sendiráði sínu í Bangkok í Tælandi á morgun vegna óróans í landinu sem verið hefur undanfarna daga.

Sveppur ógnar ópíumframleiðslunni í Afganistan

Þeim sem berjast gegn ópíumrækt í Afganistan hefur borist liðstyrkur. Sveppategund herjar nú á valmúann sem ópíum er unnið úr og segja sérfræðingar líklegt að uppskeran í ár minnki um fjórðung miðað við síðasta ár. Nær öll heimsframleiðsla eitulyfsins kemur frá Afganistan og er sjúkdómurinn þegar farinn að hafa áhrif á verðið á ópíumi í landinu og hefur verðið hækkað um helming.

Bretar hafa enn ekki orðið við beiðni Íslendinga

Breska lögreglan hefur enn ekki orðið við beiðni sérstaks saksóknara um að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, verði handtekinn og framseldur til Íslands. Dómsmálaráðherra segir að framsalssamningur milli Íslands og Bretlands sé í fullu gildi.

Útborgunardagur á Hrauninu á morgun

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, fékk um átján og hálfa milljón í laun á viku árið 2006. Dagpeningar hans á Litla-Hrauni nema 3.150 krónum á viku en útborgunardagur er á Hrauninu morgun.

Fyrrverandi ráðherrar væntanlega kallaðir fyrir í sumarlok

Þeir fyrrverandi ráðherrar sem eru sakaðir um að hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins verða væntanlega kallaðir fyrir þingmannanefnd í lok sumars. Nefndin mun þá fyrst taka afstöðu til þess hvort ráðherrarnir fyrrverandi verða ákærðir.

U2 messa í Hafnarfirði í kvöld

Messan í Ástjarnarkirkju í kvöld verður með sérstöku sniði því þar verða eingönu sungin lög eftir írsku rokksveitina U2. Þá er predikunin innblásin af textum Bono, söngvara hljómsveitarinnar.

Eyjafjallajökull: Gosmökkurinn heldur hærri í dag en undanfarið

Gosvirknin í Eyjafjallajökli virðist nokkuð stöðug núna en mökkurinn er þó nokkuð hærri í dag en í gær. Í stöðuskýrslu frá Veðurstofunni segir að ekkert bendi til þess að gosinu sé að ljúka. Óróinn er nokkuð stöðugur og hefur verið svipaður síðustu sólarhringa og um klukkan fjögur í dag mældust fjórir skjálftar undir jöklinum. Skjálftarnir voru allir grunnir.

Árekstur í Viðarrima

Harður árekstur varð í Viðarrima í Grafarvogi nú á fimmta tímanum. Dælubíll frá slökkviliðinu var kallaður á vettvang ásamt lögreglu- og sjúkrabíl þar sem óttast var að maður væri fastur í bílnum. Það reyndist þó ekki vera rétt en maðurinn var þó nokkuð slasaður og fluttur á slysadeild. Óljóst er um líðan hans á þessari stundu.

Breskir ráðherrar skera niður launin sín

Ráðherrarnir í nýrri ríkisstjórn Bretlands samþykktu á fyrsta ríkisstjórnarfundinum sem haldinn var í morgun að taka á sig fimm prósenta launalækkun. Miklir erfiðleikar steðja að í bresku efnahagslífi og því ákváðu ráðherrarnir að ríða á vaðið og hefja nauðsynlegan niðurskurð með þessum hætti. David Cameron lækkar mun því fá um það bil 2,2 milljónir á mánuði í laun eða 120 þúsund krónum minna en forveri hans í embætti Gordon Brown.

Lögmenn Jóns tóku við kyrrsetningarbeiðninni

Breskir lögmenn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafa fengið í hendur kyrrsetningarbeiðni frá slitastjórn Glitnis. Stefnan var afhent lögmönnum Jóns klukkan eitt að íslenskum tíma í London í dag. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar staðfestir að stefnunni hafi verið komið til lögmanna Jóns Ásgeirs og að það sé fullnægjandi.

Flutningabíll valt á Kleifaheiði

Flutningabíll með um 12 tonn af fiski fór út af veginum sunnanmegin á Kleifaheiði við Patreksfjörð fyrir hádegi í dag. Bíllinn fór eina veltu og stöðvaðist um 20 metra frá veginum í brattri hlíðinni.

Íslenskar konur lausar úr haldi í Bretlandi

Tveimur ungum íslenskum konum sem setið hafa í fangelsi í Bretlandi frá því í júlí í fyrra hefur verið sleppt úr haldi. Þær tældu mann í íbúð í Lundúnum þar sem átta menn biðu hans og börðu hann og rændu.

Eyjafjallajökull: Breytingar á áætlun Icelandair

Icelandair hefur tilkynnt breytingar á flugáætlun sinni í ljósi þess veðurspá gefur til kynna að Keflavíkurflugvöllur gæti lokast hluta morgundagsins vegna gossins í Eyjafjallajökli.

Manaður til að gleypa snigil og lenti á gjörgæslu

Ástralskur maður berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa étið lifandi snigil. Maðurinn var manaður af félögum sínum til þess að gleypa kvikyndið en fékk fyrir vikið í sig sníkjudýr sem sniglar bera með sér en dýrið veldur sjúkódómi sem er í ætt við heilahimnubólgu.

Risaljósmynd þekur héraðsdóm

Listahátíð í Reykjavík setti í dag upp gríðarstóra ljósmynd eftir Sigurð Guðmundsson á framhlið Héraðsdóms Reykjavíkur, við Lækjartorg. Uppsetningin hófst klukkan 12 og gert var ráð fyrir að hún stæði í um það bil tvær klukkustundir.

Sjá næstu 50 fréttir