Fleiri fréttir

Heildaraflinn minni milli ára

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans var 20 prósentum minni í tonnum talið í síðasta mánuði, en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt Hagstofutölum.

Bréfberi bar ekki út 20 þúsund bréf

Starfsmaður Póstþjónustu Bandaríkjanna bar ekki út þúsundir bréfa sem hann fékk þó greitt fyrir á 13 ára tímabili. Til að vekja ekki grunsemdir gætti maðurinn sig ætíð á því að bera út hluta bréfanna. Þegar upp komst um málið fundust um það bil 20 þúsund bréf í bílskúr bréfberans og höfðu sum þeirra verið póstlögð fyrir árið 1997.

Trúboðinn á Haítí laus úr haldi

Bandarískur trúboði hefur verið fundinn sekur um að hafa ætlað að smygla 33 börnum frá Haítí eftir jarðskjálftann mikla fyrr á árinu.

Gerðu ítarlega leit í skipi við Seyðisfjarðarhöfn

Ekki liggur fyrir hvort þrír Hollendingar, sem voru handteknir um borð í gömlu fiskiskipi í Seyðisfjarðarhöfn, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um fíkniefnamisferli, en fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins.

Þrír ungir menn handteknir með riffil

Þrír ungir menn voru handteknir með ólöglegan riffil og skotfæri í fórum sínum, þar sem þeir voru staddir við Ísólfsskála austan við Grindavík seint í gærkvöldi. Það var vitni sem sá til þeirra og gerði lögreglu viðvart.

Tuttugu látnir í Kabúl

Að minnsta kosti 20 óbreyttir borgarar eru látnir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Meira en 40 eru særðir.

Verkfall flugliða bannað

Breskur dómstóll féllst í gær á beiðni forsvarsmanna British Airways um að lögbann yrði sett fyrirhugað verkfall flugliða flugvélagsins, sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi, þar sem ekki var staðið rétt að atkvæðagreiðslu um aðgerðir starfsfólksins. Um bráðabirgðabann er að ræða og ætla flugliðar að áfrýja úrskurðinum.

Telja að mennirnir séu á lífi

Allt að 25 námuverkamenn er saknað eftir að gríðarlega sprenging varð í kolanámu í norðurhluta Tyrklands í gær sem varð til þess að mennirnir lokuðust inni. Björgunarmönnum hefur tekist að bjarga átta námuverkamönnum og verður björgunaraðgerðunum haldið áfram í dag en yfirvöld eru vongóð um að mennirnir séu heilir á húfi.

Ekki flogið frá Reykjavík

Fyrstu vélar Flugfélags Íslands og Ernis hafa ekki lagt upp frá Reykjavík samkvæmt áætlun núna í morgunsárið, þar sem völlurinn hefur verið lokaður. Horfur eru á að hann opnist innan tíðar en hinsvegar eru vellirnir á Akureyri og Egilsstöðum lokaðir vegna öskufalls, en Egilsstaðaflugvöllur gæti opnast fljótlega. Hinsvegar er núna útlit fyrir að Akureyrarflugvöllur verði lokaður í dag, en það getur breyst þegar líður á daginn. Keflavíkurflugvöllur er opinn og er millilandaflug um hann í fullum gangi.

Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum

Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk.

Askan getur hindrað alla sjúkraflutninga

Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina.

Lögreglumenn leiða hvor sinn listann

Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið.

Flytja þarf mörg þúsund fjár af öskusvæðum

Fyrstu kindurnar verða fluttar af öskufallssvæðunum undir Austur-Eyjafjöllum á beitarsvæði innan varnarlínu í dag. Að sögn Hermanns Árnasonar, starfsmanns hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, verða á annað hundrað lambær fluttar á jörðina Þverá í Skaftárhreppi.

Mun verjast af fullum krafti

Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér yfirlýsingu vegna afsagna sinna úr stjórnum bresku fyrirtækjanna House of Fraser og Iceland Foods. Þar segir að ákvörðun um afsagnirnar hafi verið tekin í kjölfar málsóknar slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri og fólki sem honum tengist.

Rannsaka þurfi allt söluferlið á HS orku

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ítrekar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar.

Lyfjafyrirtæki þegar hætt að skrá ný lyf

Farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sambærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndunum, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja.

Kókaínsmygl og peningaþvætti

Tveir menn og tvær konur hafa verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti. Sá sem þyngstan dóm hlaut, David Erik Crunkleton, var dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hinn karlmaðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá á skilorði. Önnur konan var dæmd í tíu mánaða fangelsi en hin í fjóra mánuði á skilorði.

Sextándi hver íbúi á Vesturlandi er í kjöri

Óvenjulega margir eru nú í framboði á Vesturlandi, en það helgast af því að í Dalabyggð er enginn listi í boði. Við slíkar aðstæður eru allir íbúar sveitarfélagsins, sem kjörgengir eru, í framboði, nema þeir sem setið hafa í sveitarstjórn og gefa ekki kost á sér.

Fjölskyldufólk í áfalli eftir hópslagsmál í Kórahverfinu

„Það þorir enginn að senda börnin sín út nema þegar maður veit að þessi maður er í varðhaldi,“ segir sjónarvottur í Kórahverfinu sem varð vitni að blóðugum hópslagsmálum fyrr í dag. Þar börðust sjö menn vopnaðir hnífum, hafnaboltakylfum og exi. Átökin eru talin tengjast fíkniefnaviðskiptum.

Hreiðar og Ingólfur lausir úr gæsluvarðhaldi

Hreiðari Má Sigurðssyni og Ingólfi Helgassyni, fyrrverandi forstjórum Kaupþings, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi en báðir voru úrskurðaðir í farbann síðdegis í dag. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari í samtali við Vísi í kvöld.

Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire

„Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna.

Sóley Tómasdóttir: Hversu fyndið er það þegar framtíð barnanna er í húfi

„Tiltrú almennings á stjórnmálum hefur farið minnkandi og það er náttúrulega fyrst og fremst hrunflokkunum um að kenna,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Vinstri grænna en samkvæmt skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 birti, þá er grínframboðið Besti flokkurinn orðið að stærsta stjórnmálaafli Reykjavíkurborgar.

Falsaður fimmþúsundkall í umferð

Lögreglunni á Vestfjörðum hefur borist kæra vegna framvísunar 5.000.- kr. peningaseðils sem reyndist falsaður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að seðillinn hafi verið afhentur í verslun einni á Ísafirði fyrr í dag. Lögreglan á Vestfjörðum er með málið til rannsóknar.

Neyðarnefnd Icelandair glímir við öskuna frá degi til dags

Sérstök neyðarstjórn Icelandair, sem hittist þrisvar á dag, reynir að halda flugflotanum sem mest á lofti þrátt fyrir eldfjallaösku. Röskun á flugáætlun að undanförnu kostar félagið að jafnaði um fimmtíu milljónir króna á sólarhring.

Icelandair: Gert ráð fyrir að flug verði á áætlun á morgun

Flug Icelandair verður samkvæmt áætlun á morgun, nema hvað flugi til Amsterdam, Frankfurt og Parísar frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið hefur verið aflýst. Í tilkynningu segir að ferðir frá þessum borgum síðdegis á morgun verði samkvæmt áætlun. Flugi síðdegis í dag hefur hinsvegar verið aflýst eins og áður hefur komið fram.

Salan verður rædd í ríkisstjórn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í dag að salan á HS Orku til Magma Energy verði rædd í ríkisstjórn á morgun. Málið var rætt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og þar sagði Steingrímur ennfremur að vonir hafi verið bundnar við að lífeyrissjóðir kæmu inn í dæmið og keyptu eignarhlut Geysis Green Energy.

Spilaborð Marks Twain?

Rithöfundurinn Samuel Langhorne Clemens sem tók sér höfundarnafnið Mark Twain undi sér oft við stöðuvatnið Lake Tahoe í grennd við þorpið Incline í Nevada.

Árás með kjötöxi í Kína

Kínverskur maður vopnaður kjötöxi réðist á og særði sex konur í bænum Foshan í suðurhluta landsins í gær.

Þyrlan gat ekki sótt slasaða

Bílslys varð á Laxardalsheiði fyrir hádegið þegar bifreið fór út af veginum og valt. Karl og kona voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með sjúkrabílum. Óskað var eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar sækti fólkið en öskufall úr Eyjafjallajökli kom í veg fyrir það.

Iceland Express: Vél frá Gatwick í loftið klukkan sex

Vél Iceland Express fer frá London Gatwick klukkan 18:00 að staðartíma áleiðis til Keflavíkur. Áætlað er að vélin lendi um áttaleytið í kvöld að íslenskum tíma. Félagið reiknar með að flug félagsins í fyrramálið verði samkvæmt áætlun en farþegar eru minntir á að fylgjast vel með því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.

Mótmæla mosku við tvíburaturnana

Mikil mótmælaalda hefur risið í New York vegna áætlana um að byggja risastórt bænahús múslima rétt hjá þar sem tvíburaturnarnir stóðu.

Eldur í barnavagni í Breiðholti

Slökkviliðið var kallað að Vesturbergi 98 í Breiðholti nú rétt fyrir klukkan tvö en þar kom upp eldur í barnavagni í stigagangi hússins. Verið er að reykræsta stigaganginn en íbúar í húsinu gátu slökkt eldinn. Ekki þurfti því að rýma íbúðir í húsinu.

Börnin rata ekki lengur heim

Þúsundir breskra barna hafa enga hugmynd um hvar þau eiga heima vegna þess að þau ganga ekki lengur í skólann.

Bílslys á Laxárdalsheiði

Bílslys varð á Laxardalsheiði fyri hádegið. Lögreglan í Borgarnesi getur litlar upplýsingar gefið um slysið að svo stöddu en þó er ljóst að bíll fór útaf veginum og valt. Lögregla og sjúkralið er á staðnum og ljóst er að einn hefur slasast að minnsta kosti. Frekari upplýsingar verða gefnar síðar að sögn lögreglu.

Eldurinn slökktur í Austurbæjarskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú ráðið niðurlögum eldsins sem upp kom í Austurbæjarskóla rétt fyrir klukkan eitt í dag. Eldurinn var í risi hússins norðanmeginn og var skólinn rýmdur þegar í stað. Rýming gekk vel og slökkvistarfið einnig. Nú stendur yfir reykræsting í skólanum.

Eldur í Austurbæjarskóla: Skólinn rýmdur

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að Austurbæjarskóla þar sem upp kom eldur nú rétt fyrir eitt. Eldurinn er í risi hússins norðanmegin og hefur skólinn verið rýmdur. Að sögn lögreglu gekk vel að rýma skólann og hefur öllu skólahaldi verið aflýst það sem eftir lifir dags. Nærliggjandi götum hefur ennfremur verið lokað og berst slökkviliðið nú við eldinn.

Dúfa í óskilum

Starfsmenn Fjarðarstáls í Hafnarfirði fengu óvæntan gest í heimsókn þegar inn í fyrirtækið flaug merkt dúfa sem virðist vera húsvön. Dúfan er merkt með númeri á fæti, hvít með gráa vængi og tvær svartar rendur á hvorum væng. Að sögn starfsmanna lætur hún ekki mikið fara fyrir sér og hægt er að komast alveg upp að henni.

Íbúafundur vegna eldgossins

Þjónustumiðstöðin að Heimalandi minnir á áður auglýstan fund í kvöld klukkan 20:30 fyrir íbúa í Rangárþingi eystra á vegum sveitarfélagsins í félagsheimilinu Heimalandi. Á fundinum verður fjallað um stöðu mála vegna eldgossins í Eyjafjallajökili og úrræði rædd, að því er fram kemur í tilkynningu.

Ögmundur: Hrikaleg tíðindi

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir samkomulag Magma Energy og Geysir Green Energy um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS-Orku vera hrikaleg tíðindi. Alþingi og ríkisstjórnin verði að grípa í taumanna.

Sjá næstu 50 fréttir