Fleiri fréttir

Fimm þúsund börn lögð í einelti

Um fimm þúsund börn eru lögð í einelti í grunnskólum landsins á hverju ári samkvæmt tilkynningu frá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra. Óttast er að eins og nú árar sé hætta á að þeim eigi enn eftir að fjölga sem verða fyrir barðinu á einelti.

Kærðir fyrir að stela vatni í heitu pottana

Í síðustu viku voru tveir sumarbústaðeigendur kærðir fyrir meintan þjófnað á heitu vatni með því að rjúfa innsigli á inntaksloka og hafa aukið rennsli inn í húsin samkvæmt lögreglunni á Selfossi.

Bilanir hjá Vodafone

Truflanir eru á GSM og 3G þjónustu Vodafone á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Truflanirnar má rekja til skemmda sem urðu á ljósleiðara við Geitháls í Reykjavík. Unnið er að viðgerð. Einnig eru truflanir á útsendingum útvarpsstöðva 365 á Akureyri. Truflanir eru á útsendingu Bylgjunnar og sjónvarpsútsendingum Digital Íslands á norðanverðu Snæfellsnesi af sömu ástæðu.

Systir Castros njósnaði fyrir CIA

Juanita Castro systir Kúbverska leiðtogans hefur upplýst að hún hafi njósnað um bróður sinni fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA.

Tungumálaörðugleikar í Dallas

Lögreglan í Dallas í Texas er í nokkrum vanda eftir að upplýst var að löggurnar þar hafa stundað það að sekta ökumenn sem ekki tala ensku.

Barðastrandarræningjarnir dæmdir í fangelsi

Fjórir piltar voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni, þar sem ráðist var á úrsmið á Seltjarnarnesi á heimili hans og hann rændur. Málið vakti mikinn óhug en svipað mál hafði komið upp á Arnarnesi skömmu áður.

Hann er að gera haugasjó -allir um borð

Undirforingi í bandarísku strandgæslunni hefur verið sviptur skipstjórnarréttindum fyrir að hafa stefnt skipshöfn sinni í hættu í hættu í ágúst síðastliðnum.

Hafa fengið yfirlýsingu stjórnvalda

Aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið í hendurnar yfirlýsingu stjórnvalda varðandi stöðugleikasáttmálann, sem stjórnvöld lofuðu þeim eftir fund þeirra í gær. Ef að stöðugleikasáttmálinn heldur ekki munu kjarasamningar renna út á morgun og upplausn myndast á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir því að ASÍ og Samtök atvinnulífsins muni funda vegna málsins seinna í dag.

Sviptur ævilangt

Rúmlega fertugur karlmaður var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna í Héraðsdómi Vesturlands í dag. Maðurinn var stöðvaður í apríl síðastliðnum á Akrafjallsvegi. Hann var að auki með lítilræði af amfetamíni í sínum fórum.

Kaupmannahöfn mun brenna í desember

Þúsundir öfgasinnaðra mótmælenda boða að Kaupmannahöfn muni brenna þegar umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar ellefta til átjánda desember.

Skattaáform ríkisstjórnarinnar harðlega gagnrýnd

Engin sátt er í augsýni í deilu aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda vegna stöðugleikasáttmálans. Skattaáform ríkisstjórnarinnar eru harðlega gagnrýnd en ASÍ vill að persónuafsláttur verði hækkaður um tæpar 7 þúsund krónur.

Áfram réttað yfir miðbaugsmaddömunni

Framhald aðalmeðferðar í máli Catalínu Ncoco og Finns Bergmannssonar fer fram eftir hádegi í dag. Catalina hefur verið ákærð fyrir mansal og að hafa haft tekjur af vændi kvenna auk þess að eiga þátt í fíkniefnainnflutningi. Þá hefur Finnur verið ákærður fyrir hlutdeild í brotunum.

Jóhanna og Steingrímur ekki á Saga Class

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra eru nú stödd á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fleiri ráðherrar eru á þinginu og má þar nefna Árna Pál Árnason og Svandísi Svavarsdóttur. Athygli vakti að forsætis- og fjármálaráðherra ferðuðust ekki á Saga Class á leiðinni út.

Vilja hugmyndir stúdenta um niðurskurð

„Á næsta miðvikudag munum við setja upp kassa í öllum byggingum háskólans þar sem fólk getur komið með hugmyndir að niðurskurði,“ segir Arnþór Gíslason, formaður fjármálanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands en fyrir liggur að talsverður niðurskurður muni bitna á háskólanum. Kassarnir verða settir upp í tilefni þess að á miðvikudaginn verður fjármáladagurinn haldinn hátíðlegur í skólanum.

Pálmatré uxu á Norðurskautslandinu

Pálmatré uxu á Norðurskautinu fyrir fimmtíu milljónum ára samkvæmt rannsókn sem kynnt hefur verið í vísindaritinu Nature Geoscience.

McDonalds hættir á Íslandi

Skyndibitakeðjan McDonalds er að hætta á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá Lyst efh. Ástæðan er sú að Lyst ehf., þarf að kaupa aðföng erlendis vegna sérstakra staðla Macdonalds. Í staðinn mun skynbitastaðurinn Metro taka við af McDonalds og má þar finna íslenska hamborgara með íslensku hráefni.

Kosningar í Uruguay: Fyrrverandi skæruliðaforingi líklegastur

Líklegast er talið að vinstrisinnaði skæruliðaforinginn fyrrverandi Jose Mujica fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Uruguay sem fram fóru um helgina. Útgönguspár benda til sigurs hans en þó er búist við því að kjósa þurfi á ný þar sem ólíklegt er talið að hann hafi náð hreinum meirihluta.

Karadzic neitar að mæta

Réttarhöld hefjast í dag yfir fyrrverandi leiðtoga Bosníu Serba, Radovan Karadzic í Hollandi. Ákæruliðirnir eru ellefu og er hann meðal annars sakaður um að hafa staðið fyrir þjóðarmorði, glæpum gegn mannkyni og gerst sekur um stríðsglæpi í Bosníustríðinu á tíunda áratug síðustu aldar. Karadzic er 64 ára gamall og var hann færður fyrir Stríðsglæpadómstólinn í Hag á síðasta ári eftir að hafa verið á flótta í þrettán ár.

AGS: Ísland enn ekki komið á dagskrá

Edurskoðun áætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er enn ekki komin á dagskrá framkvæmdastjórnar sem reglulega er uppfærð á heimasíðu sjóðsins. Í síðustu viku lýstu stjórnvöld og forsvarsmenn sjóðsins því yfir að fyrsta endurskoðun áætlunarinnar, sem hefur tafist í marga mánuði vegna Icesave deilunnar, yrði að öllum líkindum tekin fyrir í framkvæmdastjórn AGS á miðvikudaginn kemur, þann 28. október.

Lockerbie-slysið rannsakað á ný

Skosk lögregluyfirvöld hafa tekið rannsókn Lockerbie-sprengjutilræðisins upp á nýjan leik með það fyrir augum að finna hugsanlegan vitorðsmann al-Megrahis sem hlaut fangelsisdóm fyrir tilræðið.

Bloomberg eys fé í kosningabaráttu sína

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York-borgar, hefur eytt meira fé úr eigin vasa í kosningabaráttu en nokkur bandarískur stjórnmálamaður í sögunni.

Þyrluslys í Afganistan

Fjórir bandarískir hermenn létu lífið þegar tvær þyrlur skullu saman yfir suðurhluta Afganistan í morgun. Tveir hermenn á vegum NATO slösuðust við áreksturinn sem virðist hafa verið slys, staðfest hefur verið að ekki var skotið á þyrlurnar.

Vilja senda menn á smástirni fremur en til tunglsins

Nefnd sérfræðinga, sem er Barack Obama Bandaríkjaforseta til ráðgjafar um geimferðamál, hefur lagt það til að geimferðastofnunin NASA hætti við að senda menn til tunglsins í sjöunda sinn en reyni þess í stað að lenda mönnuðu geimfari á smástirni.

Ekki verður sagt frá gestum Jóhönnu

Forsætisráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur neitar að gefa upp hvaða fólk hefur fengið viðtal við hana, síðan núverandi stjórn hóf störf 1. febrúar. Þetta er rökstutt í svarbréfi til blaðsins með því að stjórnvöldum beri ekki skylda til að veita slíkar upplýsingar, enda varða þær ekki eitt sérstaklega tiltekið mál.

Brotist inn í Júpíter

Tilkynnt var um eitt innbrot í gærkvöldi í Reykjavík en óprúttnir aðilar höfðu brotist inn í skipið Júpíter sem er í slipp í Reykjavíkurhöfn. Þjófarnir brutu rúðu til þess að komast inn í skipið en óljóst er hverju var stolið. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni. Þó var einn ökumaður tekinn fyrir að aka undir áhrifum.

Fjöldi útlendinga flytur til landsins

Tæplega 7.000 hafa flutt af landi brott á fyrstu níu mánuðum ársins og ef heldur fram sem horfir verður sú tala komin í 9.000 í árslok. Það er svipuð tala og í fyrra. Það sem skilur hins vegar á milli er að í fyrra voru Íslendingar 36 prósent þeirra sem fluttu af landi brott, en í ár stefnir í að þeir verði helmingur. Þetta kemur fram í tölum Creditinfo.

Fá bóluefni send í pósti

Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa varað fólk við því að fá sent til sín inflúensubóluefni í pósti frá öðrum löndum. Bóluefnið Pandemrix hefur verið notað gegn svínaflensunni en einhverjir hafa brugðið á það ráð að útvega sér annað lyf í pósti.

Kanna jarðhita á grískum eyjum

Verkfræðistofan Mannvit vinnur nú að kortlagningu jarðhitasvæðis á grísku eyjunum Milos og Komolos fyrir gríska náma­fyrirtækið S&B minerals. Verkefnið hefur falist í hagkvæmniathugun og viðnámsmælingum.

Saksóknari skoðar 49 mál

„Þessir fletir geta alltaf komið upp í rannsóknum á efnahagsbrotum. Við gefum þessu gaum ásamt öðru,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Í netútgáfu breska dagblaðsins Times sagði í gær að þeir sem rannsaki hrun Glitnis, Kaupþings og Landsbankans skoði hvort ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast auk óvenjulegra lánveitinga til aðila þeim tengdum.

Mesti viðbúnaður í sögunni

Viðbúnaðurinn við svínaflensunni er sá mesti í Íslandssögunni að mati Haraldar Briem sóttvarnalæknis. „Ég hugsa að það hafi aldrei verið viðbúnaður í stíl við þetta nokkurn tímann á Íslandi. Við erum búin að undirbúa okkur nokkuð stíft í fjögur ár. Þá höfðum við í huga þessa

Þrjú hundruð verk mikilvæg þjóðararfi

Um 300 listaverk í eigu Íslandsbanka og Nýja Kaupþings eru talin mikilvæg þjóðararfi og eigi því ekki að fara úr ríkiseigu. Þetta kemur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, fram í mati sem unnið hefur verið á listaverkasöfnunum. Viðræður hafa verið í gangi á milli ríkisvaldsins og bankastjórnanna um verkin og er búist við að málið klárist í næstu viku.

Þrjár milljónir fyrir eina stöng í Alta

Verndarsjóður villtra laxastofna, NASF, undir stjórn Orra Vigfússonar, fékk í sinn hlut allt að fimmtán milljónir króna í árlegu veiðileyfauppboði sínu í Ósló. Meðal annars fengust þrjár milljónir fyrir eina stöng í tvo daga á frægasta veiðisvæði árinnar Alta í Noregi. Áin er nálægt bænum Alta sem er í Finnmörku í Norður-Noregi. Veiðivefurinn vötn&veiði segir frá þessu.

Tala látinna komin upp í 147

Tala látinna í Írak er komin upp í 147, en tvær öflugar sprengjur sprungu í miðbæ Bagdad, höfuðborgar Íraks, í morgun. Um er að ræða mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Írak í tvö ár.

Níu manns á gjörgæslu með svínaflensu

Níu manns á aldrinum 30 til 63 ára liggja nú á gjörgæslu vegna svínaflensu. Einn er á Akureyri en átta á Landspítalanum og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Þeir komu báðir utan af landi á síðasta sólarhring, annar frá Neskaupstað en hinn frá Vestmannaeyjum.

Félagsmálaráðherra bregst við gagnrýni á skuldavandafrumvarp

„Fjarstæða er að halda því fram að þeir sem veðjuðu á fall krónunnar fái skuldir sínar felldar niður en hirði gróðann samkvæmt nýrri löggjöf um lausn á skuldvanda einstaklinga, heimila og fyrirtækja,“ segir í tilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Sértæk skuldaaðlögun byggist á því að þeir sem eigi í miklum greiðsluerfiðleikum greiði eins stóran hlut af skuldum sínum og greiðslugeta þeirra leyfi og að eignir gangi jafnframt upp í skuldir.

Aðallífvörður Jóhannesar Páls páfa látinn

Camillo Cibin, yfirmaður lífvarðarsveitar Jóhannesar Páls páfa II, lést í morgun, 83 ára að aldri. Camillo Cibin var meðal annars viðstaddur þegar reynt var að ráða páfann af dögum árið 1981. Cibin lét af störfum árið 2006 eftir 58 ára störf í öryggisvarðarsveit Vatíkansins. Greint var frá andláti Cibin í Vatican Radio í morgun en ekki hefur verið greint frá dánarorsök.

Þrautarlending hafin í Þjóðmenningarhúsinu

Tugir verkalýðsforkólfa og fulltrúar atvinnurekenda mættu í Þjóðmenningarhúsið rétt fyrir klukkan þrjú þar sem þeir sitja á fundi með ríkisstjórninni og reyna til þrautar að bjarga stöðugleikasáttmálanum. Búist er við að fundurinn standi í um tvær klukkustundir.

Sjá næstu 50 fréttir