Fleiri fréttir Fjögurra mánaða fangelsi fyrir að dælda bíl Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að valda skemmdum á bifreið. 13.3.2008 16:00 Gúglað í BMW bifreiðum Þýski bílaframleiðandinn BMW sendi hefur tilkynnt að héðan í frá verði hægt að fá alla bíla fyrirtækisins útbúna með Internet-tengingu. „BMW mun vera fyrsti bílaframleiðandinn til að bjóða upp á þennan möguleika,“ segir í tilkynningu frá B&L, umboðsaðila BMW á Íslandi. „Bæði verður hægt að senda tölvupóst beint úr bílnum sem og vafra um netið. Skjárinn í mælaborði bílsins er notaður sem tölvuskjár og iDrive stýrihnappurinn er músin.“ 13.3.2008 15:59 Víkur ekki sæti í Björgólfsmáli Ásgeir Magnússon héraðsdómari hefur úrskurðað að hann sjálfur skuli ekki víkja sæti í máli Björgólfs Guðmundssonar gegn Kristjáni Guðmundssyni. 13.3.2008 15:48 Sýknaður af ákæru um líkamsárás á þorrablóti Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás á þorrablóti á Selfossi í janúar 2006 þar sem málið taldist fyrnt. 13.3.2008 15:38 Hljóp út á flugbraut Heathrow Miklar tafir urðu á flugi Heathrow flugvallar í einn og hálfan klukkutíma í dag eftir að maður með bakpoka hljóp í veg fyrir flugvél á norðurbraut vallarins. Gripið var til mikils öryggisbúnaðar og handtóku öryggisverðir manninn stuttu síðar. Grunur lék á að sprengja væri í pokanum en svo reyndist ekki vera. 13.3.2008 15:22 Eins árs fangelsi fyrir hrottafengna árás og nauðgun Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar sex hundruð þúsund krónur í miskabætur. 13.3.2008 15:20 Björn tekur ekki afstöðu til kæru á hendur einkaþjálfara Björn Leifsson framkvæmdastjóri World Class segir ekki tímabært að taka afstöðu til kæru sem lögð hafi verið fram gegn einkaþjálfaranum Benjamíni Þóri Þorgrímssyni sem starfar í líkamsræktarstöð Björns. 13.3.2008 15:15 Ásta fer fyrir nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Ástu Möller alþingismann formann nefndar um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. 13.3.2008 14:49 Reiðibylgjan berst Birni til Slóveníu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að Alþingi hafi nýlega samþykkt hert ákvæði um þyngri refsingu ef ráðist væri á lögreglumann sjáist það ekki á nýföllnum dómi héraðsdóms. Hann skrifar á heimasíðu sína um dóminn yfir þremur Litháum sem kærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn á Laugaveginum. Dómari sýknaði tvo þeirra og sá þriðji fékk 60 daga skilorðsbundinn dóm. 13.3.2008 14:44 280 manns í farþegaskipi sem lekur Farþegaskip með 280 farþega um borð steytti á skeri við eynna Poros nálægt Aþenu rétt eftir hádegi í dag. Fólkið er ekki í hættu en vatn lekur inn í skipið. Björgunarþyrla og þrjú skip strandgæslunnar eru á leið á slysstaðinn, en allir bátar í nágrenninu hafa verið beðnir um að hjálpa samkvæmt upplýsingum yfirvalda sem samhæfa björgunaraðgerðir á sjó. 13.3.2008 14:33 Erkibiskup sem var rænt í Írak er látinn Paulos Faraj Rahho kaþólskur erkibiskup í Írak sem var rænt í Mosul í síðasta mánuði fannst látinn í dag. Íraskur lögreglumaður og starfsmaður líkhúss staðfesta fréttir um að lík biskupsins hefði fundist grafið í jörðu nálægt Mosul þaðan sem honum var rænt. 13.3.2008 14:23 Segist hafa farið að lögum í hvívetna við undirbúning álvers Norðurál segist hafa farið í hvívetna efir lögum og reglum um framkvæmdir við undirbúning álvers í Helguvík og segist hafa gert samninga um flestalla þætti málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á félaginu. 13.3.2008 14:20 Lögreglustjóri vill áfrýjun - Segir sýknudóm rangan „Ég er þeirrar skoðunar að þessi dómur sé þess eðlis að það sé augljóst að honum verði áfrýjað," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þriggja Litháa sem gefið var að sök að hafa ráðist á hóp lögreglumanna við hefðbundið fíkniefnaeftirlit við Laugarveg. 13.3.2008 14:16 RÚV ætlar með launamál Þórhalls og Sigrúnar fyrir dómstóla Ríkisútvarpið neitar að láta Vísi í té upplýsingar um laun dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins og dagskrárstjóra útvarps, þrátt fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi úrskurðað að Ríkisútvarpinu sé skylt að veita þessar upplýsingar. 13.3.2008 14:16 Mávarnir fúlsuðu við eitrinu 57 mávar voru drepnir með eitri í tilraun sem framkvæmd var fyrir tilstilli Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á liðnu ári. „Það sem kom einna mest á óvart við þessa tilraun var að einungis um helmingur beitunnar skilaði sofandi mávi," segir í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Tilraunin var gerð í Þerney á Kollafirði og í Garðaholti á Álftanesi í júní 2007. Svæfa mátti allt að 600 pör en varp árið 2007 var lélegt, þriðja árið í röð. Skýrsla um málið hefur nú verið kynnt. 13.3.2008 13:50 Stal pelsi frá konu í erfidrykkju Hann reyndist vandlátur þjófurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip á dögunum. 13.3.2008 13:33 Vilja að Ísland hafi frumkvæði í friðarmálum Miðausturlanda Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir útifundi á Ingólfstorgi á laugardag á alþjóðlegum baráttudegi gegn stríðinu í Írak. 13.3.2008 12:58 Loftslagsmál efst á lista leiðtogafundar ESB Loftslagsbreytingar, öryggi í orkumálum og endurbætur munu vera ráðandi á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel. Sambandið vill vera leiðandi í alþjóðlegri viðleitni til að minnka gróðurhúsalofttegundir og hefur heitið verulegri minnkun á útblæstri slíkra lofttegunda. 13.3.2008 12:55 Sluppu lítið meiddar í veltu við Litlu kaffistofuna Tvær konur sluppu lítið meiddar þegar önnur þeirra missti stjórn á bíl sínum á hálku á Suðurlandsvegi skammt vestan við Litlu kaffistofuna á níunda tímanum í morgun. 13.3.2008 12:40 Öllum barnaskólum lokað í Hong Kong vegna flensu Öllum leik- og barnaskólum í Hong Kong hefur verið lokað eftir að dularfull flensa dró fjögur börn til bana. Um tvö hundruð eru sýktir. 13.3.2008 12:31 Alvarlegum umferðarslysum fjölgaði verulega í fyrra Þrettán færri banaslys urðu í umferðinni í fyrra en árið áður og varð aðeins eitt þeirra í þéttbýli. Alvarleglum umferðarslysum þar sem allir halda lífi fjölgar hins vegar verulega. 13.3.2008 12:28 Þungt hljóð í lögreglumönnum á Suðurnesjum Þungt hljóð var í lögreglumönnum á Suðurnesjum á fjölmennum fundi þeirra í gær þar sem staða lögreglunnar var rædd sem og fregnir af niðurskurði innan embættisins. 13.3.2008 12:15 Evrópuþingið hálfrar aldar gamalt Hálfrar aldar afmæli Evrópuþingsins var fagnað í Strassborg í Frakklandi í gær. Á upphafsárunum var það fremur áhrifalítið en til þess leituðu ríkisstjórnir aðildarlanda Evrópusambandsins með valin mál. 13.3.2008 12:09 Vill bíða með að vopna lögreglu þar til hún verður fyrir skotárás Atli Gíslason, þingmaður Vinstri - grænna, vill bíða með að vopna lögreglu þar til hún verður fyrir skotárás. Þetta sagði hann í samtali við Bítið á Bylgjunni þar sem sýknudómur yfir tveimur Litháum frá í gær var til umræðu. Lögreglufélag Reykjavíkur segir dóminn hneyksli. 13.3.2008 12:09 Setur skilyrði fyrir samruna á markaði fyrir fólksflutninga Samkeppniseftirlitið hefur sett ákveðin skilyrði fyrir samruna Reynimels ehf. og Kynnisferða sem sinna fólksflutningum. Á vef stofnunarinnar kemur fram að hún hafi ógilt samrunann í fyrra þar sem hann hindraði samkeppni á markaði fyrir fólksflutninga. 13.3.2008 12:03 Viðskiptafréttum troðið upp á Íslendinga „Það er ekki þannig i Danmörku að einhver Stine Pedersen, sem er búin að kaupa sér sólarferð til Spánar, kippi sér upp við þótt íslensku bankarnir séu komnir með hátt skuldatryggingarálag. 13.3.2008 11:54 Boðað til kosninga í Serbíu Boris Tadic forseti Serbíu hefur leyst upp þingið og boðað til skyndikosninga 11. maí. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Vojislav Kostunica forsætisráðherra sagði af sér í síðustu viku þegar ríkisstjórn hans féll. Ráðherrum hafði mistekist að komast að samkomulagi hvort slíta ætti tengslum við Evrópusambandið í mótmælaskyni við viðurkenningu einhverra Evrópulanda á sjálfstæði Kosovo. 13.3.2008 11:53 Bæjarráð Sandgerðisbæjar styður lögreglumenn Bæjarráð Sandgerðisbæjar leggur þunga áherslu á óviðunandi ástand í löggæslumálum á Suðurnesjum og tekur undir ályktun löggæslumanna og tollvarða í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurnesjum um niðurskurð fjárveitinga til löggæslumála á svæðinu. 13.3.2008 11:49 Ísraelskar herþotur skutu á Gaza Ísraelskar þotur réðust á norðurhluta Gazastrandar í morgun eftir að herskáir palestínumenn skutu eldflaugum yfir landamærin til Ísrael. Árásin kemur í kjölfar örfárra daga þar sem nokkur ró hefur ríkt milli stríðandi fylkinga í Ísrael og Palestínu. 13.3.2008 11:37 Framkvæmdir við Suðurlandsveg og Vaðlaheiðargöng hefjast næsta vor Kristján L. Möller, samgönguráðherra, kynnti í morgun viðauka við samgönguáætlun fyrir árin 2007 - 20010. Þar ber einna hæst að hafist verður handa við tvöföldun Suðurlandsvegar og jarðgöng undir Vaðlaheiði á fyrri hluta árs 2009. Forsaga viðaukans er sú að í kjölfar niðurskurðar þorskkvótans ákvað ríkisstjórnin að grípa til mótvægisaðgerða í formi samgönguframkvæmda. 13.3.2008 11:35 Bauðst til að stýra stjórnarandstöðuskóla Mörður Árnarson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bauðst til að stýra skóla í stjórnarandstöðu á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir máttleysi. Verið var að ræða um það hvers vegna utandagskrárumræða um útboð á heilli deild á Landspítalanum færi ekki fram þegar Mörður sté í pontu. 13.3.2008 11:30 Olíuverðið komið vel yfir þolmörk útgerðarinnar Stöðugar hækkanir á heimsmarkaðsverði olíu eru farnar að koma verulega illa við útgerðina í landinu. Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ segir að verðið nú sé komið langt yfir þolmörk útgerðarinnar. 13.3.2008 11:16 Með kúffiskveiðiskip í togi Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar er nú með kúffiskveiðiskipið Fossá ÞH í togi eftir að Fossá fékk veiðarfæri í skrúfuna þegar skipið var statt austur af Langanesi undir morgun. 13.3.2008 11:14 Lög um lífeyrisréttindi þingmanna eru hneyksli Það er dæmigert skeytingaleysi þingmanna að frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um breytingar á lífeyrisréttindum þingmanna skuli hafa legið í þinginu svo mánuðum skipti. Þetta segir Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ. 13.3.2008 11:09 Segist hafa haft samþykki fyrir samræði Einn af þeim fimm Litháum sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa nauðgað konu í húsi við Reynimel hefur játað að hafa haft samræði við konuna. Sá segist hins vegar að það hafi verið með hennar samþykki. 13.3.2008 11:05 Heilbrigðiskerfinu gjörbylt án umræðu á þingi Stjórnarandstöðuþingmenn deildu hart á Guðlaug Þór Þórðarssson á Alþingi í morgun fyrir að vilja ekki ræða það sem þeir kölluðu einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Verið væri að gjörbylta heilbrigðisráðuneytinu án umræðu á þingi. 13.3.2008 11:05 Saumavélasalar handteknir á Selfossi Lögreglan á Selfossi stöðvaði sölu á saumavélum á Selfossi í gær. „Ástæðan var beiðni frá Neytendastofu um að kanna heimild erlendra aðila til sölu á saumavélunum frá þekktum framleiðanda," segir í á heimasíðu lögreglunar á Selfossi. „Aðdragandi málsins var sá að erlendir aðilar höfðu flutt inn hátt á fimmta hundrað saumavéla til landsins sem þeir ætluðu að selja á fjórum dögum. Salan fór fram í Reykjavík, Hafnarfirði og á Selfossi. Saumavélarnar og sölustaðir voru auglýstir opinberlega." 13.3.2008 10:50 Undirferli, sjálfselska og spilling grasserar í maurabúum Nýjar rannsóknir benda til að undirferli, sjálfselska og spilling grasseri í maurabúum en hingað til hefur lífið þar verið talið fyrirmynd samvinnu og samfélagslegrar hegðunar. 13.3.2008 10:49 UPS-smyglið staðið yfir síðan 2005 Í gögnum sem lögregla hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt kemur fram að grunur leiki á að hraðsendingarsmyglið sem upp komst á Keflavíkurflugvelli í nóvember hafi staðið yfir síðan á vormánuðum 2005. 13.3.2008 10:37 Hundruð veikjast eftir eiturefnaleka í Kenía Hundruð manns í nágrenni hafnarborgarinnar Mombasa í Kenía segjast hafa orðið veikir eftir að gámar láku kemískum efnum í Kipevu nálægt höfninni. Vitni sögðu BBC að gámarnir hefðu verið skildir fyrir mánuði síðan af vörubílsstjóra sem tók eftir lekanum. Ekki er ljóst hvað er í gámunum, en talið að þeir geti innihaldið saltpéturssýru. 13.3.2008 10:22 Dæmdur fyrir að hrinda konu í Melabúðinni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á konu í Melabúðinni og hrint henni þannig að hún féll aftur fyrir sig á gólf verslunarinnar og hlaut meðal annars heilahristing og taugaáfall. 13.3.2008 10:15 Sex létust í sjálfsmorðsárás í Kabúl Sex manns létust og að minnsta kosti 18 slösuðust í sjálfsmorðsbílasprengju í Kabúl höfuðborg Afghanistan í morgun. Sprengjunni var beint gegn bílalest nálægt alþjóðaflugvellinum. Embættismenn segja að bíll hafi keyrt upp að brynvörðum bíl bandalagshermanna á háannatíma í umferðinni og sprungið. 13.3.2008 10:03 Heildarafli dróst saman um 27 prósent milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, reyndist 27 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. 13.3.2008 09:23 Útflutningur og einkaneysla drifu áfram hagvöxt í fyrra Hagvöxtur á landinu reyndist 3,8 prósent í fyrra samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um landsframleiðslu. Þar segir að landsframleiðslan hafi numið tæplega 1280 milljörðum og jókst hún um 3,8 prósent sem fyrr segir. Til samanburðar var hagvöxtur 4,4 prósent árið 2006 en vel yfir sjö prósent árin 2004 og 2005. 13.3.2008 09:04 Slasaðist í bílveltu við Litlu kaffistofuna Kona slasaðist þegar hún missti stjórn á bíl sínum á hálku á Suðurlandsvegi skammt vestan við Litlu kaffistofuna nú á níunda tímanum. 13.3.2008 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir að dælda bíl Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að valda skemmdum á bifreið. 13.3.2008 16:00
Gúglað í BMW bifreiðum Þýski bílaframleiðandinn BMW sendi hefur tilkynnt að héðan í frá verði hægt að fá alla bíla fyrirtækisins útbúna með Internet-tengingu. „BMW mun vera fyrsti bílaframleiðandinn til að bjóða upp á þennan möguleika,“ segir í tilkynningu frá B&L, umboðsaðila BMW á Íslandi. „Bæði verður hægt að senda tölvupóst beint úr bílnum sem og vafra um netið. Skjárinn í mælaborði bílsins er notaður sem tölvuskjár og iDrive stýrihnappurinn er músin.“ 13.3.2008 15:59
Víkur ekki sæti í Björgólfsmáli Ásgeir Magnússon héraðsdómari hefur úrskurðað að hann sjálfur skuli ekki víkja sæti í máli Björgólfs Guðmundssonar gegn Kristjáni Guðmundssyni. 13.3.2008 15:48
Sýknaður af ákæru um líkamsárás á þorrablóti Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás á þorrablóti á Selfossi í janúar 2006 þar sem málið taldist fyrnt. 13.3.2008 15:38
Hljóp út á flugbraut Heathrow Miklar tafir urðu á flugi Heathrow flugvallar í einn og hálfan klukkutíma í dag eftir að maður með bakpoka hljóp í veg fyrir flugvél á norðurbraut vallarins. Gripið var til mikils öryggisbúnaðar og handtóku öryggisverðir manninn stuttu síðar. Grunur lék á að sprengja væri í pokanum en svo reyndist ekki vera. 13.3.2008 15:22
Eins árs fangelsi fyrir hrottafengna árás og nauðgun Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar sex hundruð þúsund krónur í miskabætur. 13.3.2008 15:20
Björn tekur ekki afstöðu til kæru á hendur einkaþjálfara Björn Leifsson framkvæmdastjóri World Class segir ekki tímabært að taka afstöðu til kæru sem lögð hafi verið fram gegn einkaþjálfaranum Benjamíni Þóri Þorgrímssyni sem starfar í líkamsræktarstöð Björns. 13.3.2008 15:15
Ásta fer fyrir nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Ástu Möller alþingismann formann nefndar um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. 13.3.2008 14:49
Reiðibylgjan berst Birni til Slóveníu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að Alþingi hafi nýlega samþykkt hert ákvæði um þyngri refsingu ef ráðist væri á lögreglumann sjáist það ekki á nýföllnum dómi héraðsdóms. Hann skrifar á heimasíðu sína um dóminn yfir þremur Litháum sem kærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn á Laugaveginum. Dómari sýknaði tvo þeirra og sá þriðji fékk 60 daga skilorðsbundinn dóm. 13.3.2008 14:44
280 manns í farþegaskipi sem lekur Farþegaskip með 280 farþega um borð steytti á skeri við eynna Poros nálægt Aþenu rétt eftir hádegi í dag. Fólkið er ekki í hættu en vatn lekur inn í skipið. Björgunarþyrla og þrjú skip strandgæslunnar eru á leið á slysstaðinn, en allir bátar í nágrenninu hafa verið beðnir um að hjálpa samkvæmt upplýsingum yfirvalda sem samhæfa björgunaraðgerðir á sjó. 13.3.2008 14:33
Erkibiskup sem var rænt í Írak er látinn Paulos Faraj Rahho kaþólskur erkibiskup í Írak sem var rænt í Mosul í síðasta mánuði fannst látinn í dag. Íraskur lögreglumaður og starfsmaður líkhúss staðfesta fréttir um að lík biskupsins hefði fundist grafið í jörðu nálægt Mosul þaðan sem honum var rænt. 13.3.2008 14:23
Segist hafa farið að lögum í hvívetna við undirbúning álvers Norðurál segist hafa farið í hvívetna efir lögum og reglum um framkvæmdir við undirbúning álvers í Helguvík og segist hafa gert samninga um flestalla þætti málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á félaginu. 13.3.2008 14:20
Lögreglustjóri vill áfrýjun - Segir sýknudóm rangan „Ég er þeirrar skoðunar að þessi dómur sé þess eðlis að það sé augljóst að honum verði áfrýjað," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þriggja Litháa sem gefið var að sök að hafa ráðist á hóp lögreglumanna við hefðbundið fíkniefnaeftirlit við Laugarveg. 13.3.2008 14:16
RÚV ætlar með launamál Þórhalls og Sigrúnar fyrir dómstóla Ríkisútvarpið neitar að láta Vísi í té upplýsingar um laun dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins og dagskrárstjóra útvarps, þrátt fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi úrskurðað að Ríkisútvarpinu sé skylt að veita þessar upplýsingar. 13.3.2008 14:16
Mávarnir fúlsuðu við eitrinu 57 mávar voru drepnir með eitri í tilraun sem framkvæmd var fyrir tilstilli Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á liðnu ári. „Það sem kom einna mest á óvart við þessa tilraun var að einungis um helmingur beitunnar skilaði sofandi mávi," segir í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Tilraunin var gerð í Þerney á Kollafirði og í Garðaholti á Álftanesi í júní 2007. Svæfa mátti allt að 600 pör en varp árið 2007 var lélegt, þriðja árið í röð. Skýrsla um málið hefur nú verið kynnt. 13.3.2008 13:50
Stal pelsi frá konu í erfidrykkju Hann reyndist vandlátur þjófurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip á dögunum. 13.3.2008 13:33
Vilja að Ísland hafi frumkvæði í friðarmálum Miðausturlanda Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir útifundi á Ingólfstorgi á laugardag á alþjóðlegum baráttudegi gegn stríðinu í Írak. 13.3.2008 12:58
Loftslagsmál efst á lista leiðtogafundar ESB Loftslagsbreytingar, öryggi í orkumálum og endurbætur munu vera ráðandi á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel. Sambandið vill vera leiðandi í alþjóðlegri viðleitni til að minnka gróðurhúsalofttegundir og hefur heitið verulegri minnkun á útblæstri slíkra lofttegunda. 13.3.2008 12:55
Sluppu lítið meiddar í veltu við Litlu kaffistofuna Tvær konur sluppu lítið meiddar þegar önnur þeirra missti stjórn á bíl sínum á hálku á Suðurlandsvegi skammt vestan við Litlu kaffistofuna á níunda tímanum í morgun. 13.3.2008 12:40
Öllum barnaskólum lokað í Hong Kong vegna flensu Öllum leik- og barnaskólum í Hong Kong hefur verið lokað eftir að dularfull flensa dró fjögur börn til bana. Um tvö hundruð eru sýktir. 13.3.2008 12:31
Alvarlegum umferðarslysum fjölgaði verulega í fyrra Þrettán færri banaslys urðu í umferðinni í fyrra en árið áður og varð aðeins eitt þeirra í þéttbýli. Alvarleglum umferðarslysum þar sem allir halda lífi fjölgar hins vegar verulega. 13.3.2008 12:28
Þungt hljóð í lögreglumönnum á Suðurnesjum Þungt hljóð var í lögreglumönnum á Suðurnesjum á fjölmennum fundi þeirra í gær þar sem staða lögreglunnar var rædd sem og fregnir af niðurskurði innan embættisins. 13.3.2008 12:15
Evrópuþingið hálfrar aldar gamalt Hálfrar aldar afmæli Evrópuþingsins var fagnað í Strassborg í Frakklandi í gær. Á upphafsárunum var það fremur áhrifalítið en til þess leituðu ríkisstjórnir aðildarlanda Evrópusambandsins með valin mál. 13.3.2008 12:09
Vill bíða með að vopna lögreglu þar til hún verður fyrir skotárás Atli Gíslason, þingmaður Vinstri - grænna, vill bíða með að vopna lögreglu þar til hún verður fyrir skotárás. Þetta sagði hann í samtali við Bítið á Bylgjunni þar sem sýknudómur yfir tveimur Litháum frá í gær var til umræðu. Lögreglufélag Reykjavíkur segir dóminn hneyksli. 13.3.2008 12:09
Setur skilyrði fyrir samruna á markaði fyrir fólksflutninga Samkeppniseftirlitið hefur sett ákveðin skilyrði fyrir samruna Reynimels ehf. og Kynnisferða sem sinna fólksflutningum. Á vef stofnunarinnar kemur fram að hún hafi ógilt samrunann í fyrra þar sem hann hindraði samkeppni á markaði fyrir fólksflutninga. 13.3.2008 12:03
Viðskiptafréttum troðið upp á Íslendinga „Það er ekki þannig i Danmörku að einhver Stine Pedersen, sem er búin að kaupa sér sólarferð til Spánar, kippi sér upp við þótt íslensku bankarnir séu komnir með hátt skuldatryggingarálag. 13.3.2008 11:54
Boðað til kosninga í Serbíu Boris Tadic forseti Serbíu hefur leyst upp þingið og boðað til skyndikosninga 11. maí. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Vojislav Kostunica forsætisráðherra sagði af sér í síðustu viku þegar ríkisstjórn hans féll. Ráðherrum hafði mistekist að komast að samkomulagi hvort slíta ætti tengslum við Evrópusambandið í mótmælaskyni við viðurkenningu einhverra Evrópulanda á sjálfstæði Kosovo. 13.3.2008 11:53
Bæjarráð Sandgerðisbæjar styður lögreglumenn Bæjarráð Sandgerðisbæjar leggur þunga áherslu á óviðunandi ástand í löggæslumálum á Suðurnesjum og tekur undir ályktun löggæslumanna og tollvarða í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurnesjum um niðurskurð fjárveitinga til löggæslumála á svæðinu. 13.3.2008 11:49
Ísraelskar herþotur skutu á Gaza Ísraelskar þotur réðust á norðurhluta Gazastrandar í morgun eftir að herskáir palestínumenn skutu eldflaugum yfir landamærin til Ísrael. Árásin kemur í kjölfar örfárra daga þar sem nokkur ró hefur ríkt milli stríðandi fylkinga í Ísrael og Palestínu. 13.3.2008 11:37
Framkvæmdir við Suðurlandsveg og Vaðlaheiðargöng hefjast næsta vor Kristján L. Möller, samgönguráðherra, kynnti í morgun viðauka við samgönguáætlun fyrir árin 2007 - 20010. Þar ber einna hæst að hafist verður handa við tvöföldun Suðurlandsvegar og jarðgöng undir Vaðlaheiði á fyrri hluta árs 2009. Forsaga viðaukans er sú að í kjölfar niðurskurðar þorskkvótans ákvað ríkisstjórnin að grípa til mótvægisaðgerða í formi samgönguframkvæmda. 13.3.2008 11:35
Bauðst til að stýra stjórnarandstöðuskóla Mörður Árnarson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bauðst til að stýra skóla í stjórnarandstöðu á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir máttleysi. Verið var að ræða um það hvers vegna utandagskrárumræða um útboð á heilli deild á Landspítalanum færi ekki fram þegar Mörður sté í pontu. 13.3.2008 11:30
Olíuverðið komið vel yfir þolmörk útgerðarinnar Stöðugar hækkanir á heimsmarkaðsverði olíu eru farnar að koma verulega illa við útgerðina í landinu. Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ segir að verðið nú sé komið langt yfir þolmörk útgerðarinnar. 13.3.2008 11:16
Með kúffiskveiðiskip í togi Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar er nú með kúffiskveiðiskipið Fossá ÞH í togi eftir að Fossá fékk veiðarfæri í skrúfuna þegar skipið var statt austur af Langanesi undir morgun. 13.3.2008 11:14
Lög um lífeyrisréttindi þingmanna eru hneyksli Það er dæmigert skeytingaleysi þingmanna að frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um breytingar á lífeyrisréttindum þingmanna skuli hafa legið í þinginu svo mánuðum skipti. Þetta segir Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ. 13.3.2008 11:09
Segist hafa haft samþykki fyrir samræði Einn af þeim fimm Litháum sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa nauðgað konu í húsi við Reynimel hefur játað að hafa haft samræði við konuna. Sá segist hins vegar að það hafi verið með hennar samþykki. 13.3.2008 11:05
Heilbrigðiskerfinu gjörbylt án umræðu á þingi Stjórnarandstöðuþingmenn deildu hart á Guðlaug Þór Þórðarssson á Alþingi í morgun fyrir að vilja ekki ræða það sem þeir kölluðu einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Verið væri að gjörbylta heilbrigðisráðuneytinu án umræðu á þingi. 13.3.2008 11:05
Saumavélasalar handteknir á Selfossi Lögreglan á Selfossi stöðvaði sölu á saumavélum á Selfossi í gær. „Ástæðan var beiðni frá Neytendastofu um að kanna heimild erlendra aðila til sölu á saumavélunum frá þekktum framleiðanda," segir í á heimasíðu lögreglunar á Selfossi. „Aðdragandi málsins var sá að erlendir aðilar höfðu flutt inn hátt á fimmta hundrað saumavéla til landsins sem þeir ætluðu að selja á fjórum dögum. Salan fór fram í Reykjavík, Hafnarfirði og á Selfossi. Saumavélarnar og sölustaðir voru auglýstir opinberlega." 13.3.2008 10:50
Undirferli, sjálfselska og spilling grasserar í maurabúum Nýjar rannsóknir benda til að undirferli, sjálfselska og spilling grasseri í maurabúum en hingað til hefur lífið þar verið talið fyrirmynd samvinnu og samfélagslegrar hegðunar. 13.3.2008 10:49
UPS-smyglið staðið yfir síðan 2005 Í gögnum sem lögregla hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt kemur fram að grunur leiki á að hraðsendingarsmyglið sem upp komst á Keflavíkurflugvelli í nóvember hafi staðið yfir síðan á vormánuðum 2005. 13.3.2008 10:37
Hundruð veikjast eftir eiturefnaleka í Kenía Hundruð manns í nágrenni hafnarborgarinnar Mombasa í Kenía segjast hafa orðið veikir eftir að gámar láku kemískum efnum í Kipevu nálægt höfninni. Vitni sögðu BBC að gámarnir hefðu verið skildir fyrir mánuði síðan af vörubílsstjóra sem tók eftir lekanum. Ekki er ljóst hvað er í gámunum, en talið að þeir geti innihaldið saltpéturssýru. 13.3.2008 10:22
Dæmdur fyrir að hrinda konu í Melabúðinni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á konu í Melabúðinni og hrint henni þannig að hún féll aftur fyrir sig á gólf verslunarinnar og hlaut meðal annars heilahristing og taugaáfall. 13.3.2008 10:15
Sex létust í sjálfsmorðsárás í Kabúl Sex manns létust og að minnsta kosti 18 slösuðust í sjálfsmorðsbílasprengju í Kabúl höfuðborg Afghanistan í morgun. Sprengjunni var beint gegn bílalest nálægt alþjóðaflugvellinum. Embættismenn segja að bíll hafi keyrt upp að brynvörðum bíl bandalagshermanna á háannatíma í umferðinni og sprungið. 13.3.2008 10:03
Heildarafli dróst saman um 27 prósent milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, reyndist 27 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. 13.3.2008 09:23
Útflutningur og einkaneysla drifu áfram hagvöxt í fyrra Hagvöxtur á landinu reyndist 3,8 prósent í fyrra samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um landsframleiðslu. Þar segir að landsframleiðslan hafi numið tæplega 1280 milljörðum og jókst hún um 3,8 prósent sem fyrr segir. Til samanburðar var hagvöxtur 4,4 prósent árið 2006 en vel yfir sjö prósent árin 2004 og 2005. 13.3.2008 09:04
Slasaðist í bílveltu við Litlu kaffistofuna Kona slasaðist þegar hún missti stjórn á bíl sínum á hálku á Suðurlandsvegi skammt vestan við Litlu kaffistofuna nú á níunda tímanum. 13.3.2008 09:00