Fleiri fréttir

Grunaður um fíkniefnaakstur

Nú á níunda tímanum í morgun stöðvaði lögreglan á Vestfjörðum, í almennu umferðareftirliti, ungann ökumann. Þetta var í miðbæ Ísafjarðar. Sá reyndist vera með útrunnin ökuréttindi. Auk þessa vaknaði grunur hjá lögreglu um að ökumaðurinn hafi nýlega neytt fíkniefna og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð.

Kærður fyrir að reka reyklaust starfsfólk

Atvinnuveitandi í Þýskalandi hefur verið kærður fyrir að reka þrjá reyklausa starfsmenn og ráða reykingamenn í þeirra stað af því að þeir pössuðu betur í hópinn. Thomas Jensen yfirmaður fjarskiptafyrirtækis í Buesum í Norður-Þýskalandi segir að reykingamenn hafi alltaf verið bestu starfsmenn fyrirtækisins. Reyklausir starfsmenn skemmi fyrirtækjafriðinn.

Árni: Umsögn dómnefndar gölluð og ógagnsæ

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands gallaða og að hún hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa.

Kertabrunum fækkar umtalsvert

Umfjöllun í fjölmiðlum og auglýsingaherferðir hafa skilað frábærum árangri til fækkunar kertabrunum um jólahátíðina á síðustu árum. Þetta segir Einar Guðmundsson forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár. Samkvæmt upplýsingum úr tjónatölum tryggingafélagsins hefur þeim fækkað jafnt og þétt frá árinu 2000.

Múslimasamtök hóta Noregi

Regnhlífasamtök herskárra múslima í Írak hafa hótað Norðmönnum "miklum sársauka" ef þeir vísa múslimaklerkinum Krekar úr landi.

Lækka fasteignaskatta í Hafnarfirði

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra um að lækka álagningarstofna fasteignagjalda fyrir árið 2008 til bæjarstjórnar.

Dómsmálaráðherra gagnrýnir skipulagsmál í borginni

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar á heimasíðu sinni um húsafriðunarmálið á Laugaveginum og segir að stjórnsýsla í skipulags- og byggingarmálum Reykjavíkurborgar sé hvorki markviss né skilvirk.

LEB sakar heilbrigðisráðherra um sjónhverfingar

Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara kallar ákvörðun heilbrigðisráðherra um breytingar á komugjöldum á sjúkrastofnanir sjónhverfingar og skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína.

Noriega aftur dæmdur til framsals til Frakklands

Í þriðja sinn hefur dómari í Maimi á Flórída dæmt að Manual Noriega fyrrum forseti Panama skuli framseldur til Frakklands þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti.

Bush hittir Abbas í dag

Í dag mun George Bush bandaríkjaforseti eiga fund með Abbas leiðtoga Palestínumanna og mun umræðuefnið verða landnám Ísraelsmanna og aðgerðir herskárra palestínumanna.

Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys

Karlmaður, sem fluttur var alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í gær, er haldið sofandi á gjörgæslu.

Braut sér leið úr brennandi húsi

Íbúi í parhúsi á Hvanneyri í Borgarfirði braut sér leið út um glugga, þegar eldur kom upp í húsinu laust fyrir klukkan fimm í nótt.

Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara

Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til sáttasemjara. „Við fengum svar um að ríkisstjórnin ætlaði ekki að koma til móts við okkur um persónuafsláttinn og það eru okkur slæmar fréttir," segir Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins

Aldrei minna veitt af rjúpu

Aldrei hefur verið veitt minna af rjúpum á Íslandi en nú í haust, ef undanskilin eru þau ár þegar rjúpnaveiði hefur verið bönnuð. Þetta kemur fram í könnun á rjúpnaveiði sem Skotveiðifélag Íslands hefur gert á meðal félagsmanna.

Íhuguðu að segja af sér

Dómnefndin sem fengin var til þess að meta hæfi umsækjenda um stöðu héraðsdómara við héraðsdóm norðulands eystra íhugaði að segja af sér vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra.

Clinton hjónin eflast við mótlæti

Hillary Clinton fagnar varnarsigri í forkosningunum í New Hampshire, eftir að allar kannanir höfðu spáð Barack Obama yfirgnæfandi sigri. Góður vinur Clinton hjónanna segir í einkaviðtali við Stöð tvö að þau taki ósigrum illa og séu aldrei ákveðnari en þegar á móti blæs.

Margir draga að henda jólatrénu

Þótt jólin séu liðin draga margir það í lengstu lög að taka niður jólaskreytingarnar. Þetta vita engir betur en þeir borgarstarfsmenn sem aka þessa dagana um götur Reykjavíkur og hirða upp jólatrén.

Segir rökstuðning ráðherra vera ósannfærandi

Rökstuðningur ráðherra vegna skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara er ósannfærandi að mati Sigurðar Línda, lagaprófessors. Hann segir nauðsynlegt að taka reglur um skipan dómara til endurskoðunar.

Þjóðarsátt fyrir bí og harka hlaupin í kjaraviðræður

Verkalýðshreyfingin segir tilraun til þjóðarsáttar í kjarasamningum fyrir bí eftir að ríkisstjórnin hafnaði tillögu um sérstakan persónuafslátt á lægstu laun og hótar því að kjarabætur verði nú sóttar af meiri hörku í garð atvinnurekenda. Hækkun fasteignaskatta sveitarfélaga hefur einnig hleypt illu blóði í kjaraviðræður.

Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys

Karlmaður, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í dag, er haldið sofandi á gjörgæslu.

Fór úr lið í hálkunni í gær

Tólf ára drengur féll illa í hálkunni í Kópavogi laust eftir hádegi í gær. Í fyrstu var talið að hann hefði fótbrotnað en svo reyndist þó ekki vera en drengurinn fór úr lið eftir því sem segir í frétt lögreglunnar.

Vill að Finnar gangi í NATO

Jan-Erik Enestam framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs mælir með aðild Finna að NATO í blaðagrein.

Margt skrýtið í kýrhausnum

Bandarískur maður sem sendi elskhuga eiginkonu sinnar blóðugan kýrhaus í pósti, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til samfélagsþjónustu.

Danir senda herskip til sjóræningjaveiða

Danska freigátan Thetis lagði úr höfn frá flotastöðinni í Frederikshavn í morgun til þess að prófa byssur sínar áður en hún verður send að ströndum Sómalíu.

Nýr samningur um menningarmál á Austurlandi

Menntamálaráðherra, iðnaðarráðherra og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi undirrituðu í dag þriggja ára samning um samstarf ríkis og allra níu sveitarfélaganna á Austurlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu

Kibaki boðar Odinga til fundar á föstudag

Formaður Afríkubandalagsins ræddi við forseta Kenía og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag í því skyni að semja um pólitíska lausn á upplausnarástandinu þar.

Sjá næstu 50 fréttir