Fleiri fréttir Grunaður um fíkniefnaakstur Nú á níunda tímanum í morgun stöðvaði lögreglan á Vestfjörðum, í almennu umferðareftirliti, ungann ökumann. Þetta var í miðbæ Ísafjarðar. Sá reyndist vera með útrunnin ökuréttindi. Auk þessa vaknaði grunur hjá lögreglu um að ökumaðurinn hafi nýlega neytt fíkniefna og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. 10.1.2008 11:37 Kærður fyrir að reka reyklaust starfsfólk Atvinnuveitandi í Þýskalandi hefur verið kærður fyrir að reka þrjá reyklausa starfsmenn og ráða reykingamenn í þeirra stað af því að þeir pössuðu betur í hópinn. Thomas Jensen yfirmaður fjarskiptafyrirtækis í Buesum í Norður-Þýskalandi segir að reykingamenn hafi alltaf verið bestu starfsmenn fyrirtækisins. Reyklausir starfsmenn skemmi fyrirtækjafriðinn. 10.1.2008 11:36 Grænlendingar stíga skref til sjálfstæðis Grænlendingar taka sitt fyrsta skref til sjálfstæðis í nóvember á þessu ári þegar gengið verður til atkvæðagreiðslu um sjálfstjórn landsins. 10.1.2008 11:30 Árni: Umsögn dómnefndar gölluð og ógagnsæ Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands gallaða og að hún hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. 10.1.2008 11:26 Kertabrunum fækkar umtalsvert Umfjöllun í fjölmiðlum og auglýsingaherferðir hafa skilað frábærum árangri til fækkunar kertabrunum um jólahátíðina á síðustu árum. Þetta segir Einar Guðmundsson forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár. Samkvæmt upplýsingum úr tjónatölum tryggingafélagsins hefur þeim fækkað jafnt og þétt frá árinu 2000. 10.1.2008 11:19 Félag um innflutning á holdanautum lagt niður Eignarhaldsfélagið Nautastöð Landssambands kúabænda, sem áður sinnti innflutningi á erfðaefni úr nautgripum, hefur verið lagt niður. 10.1.2008 11:12 Múslimasamtök hóta Noregi Regnhlífasamtök herskárra múslima í Írak hafa hótað Norðmönnum "miklum sársauka" ef þeir vísa múslimaklerkinum Krekar úr landi. 10.1.2008 10:40 Lækka fasteignaskatta í Hafnarfirði Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra um að lækka álagningarstofna fasteignagjalda fyrir árið 2008 til bæjarstjórnar. 10.1.2008 10:32 Mikilvægar upplýsingar komnar fram um gerð húðar á risaeðlum Steingerfingur sem grafinn var upp í Kína hefur veitt vísindamönnum mikilvægar upplýsingar um húð og holdafar risaeðla. Þannig mun húð plöntuætunnar Psittacosaurus hafa líkst húð hákarla, mjög þykkt og sett brynflögum eða fiðri. 10.1.2008 10:21 Bush býst við friðarsamkomulagi áður en hann lætur af embætti George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að hann teldi að hann reiknaði með að Ísraelar og Palestínumenn myndu skrifa undir friðarsamninga áður en hann léti af embætti sem forseti Bandaríkjanna eftir ár. 10.1.2008 10:16 Dómsmálaráðherra gagnrýnir skipulagsmál í borginni Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar á heimasíðu sinni um húsafriðunarmálið á Laugaveginum og segir að stjórnsýsla í skipulags- og byggingarmálum Reykjavíkurborgar sé hvorki markviss né skilvirk. 10.1.2008 10:13 Bjarni Sæmundsson í loðnumælingar í stað Árna Friðrikssonar Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hélt í gær frá Reykjavíka til mælinga á stærð loðnustofnsins úti fyrir Austur-, Norðaustur- og Norðurlandi. 10.1.2008 09:40 Tuttugu og tveir látnir í sjálfsmorðsárás í Lahore Tuttugu og tveir eru látnir og sextíu eru sagðir særðir eftir sjálfsmorðsárás í borginni Lahore í Pakistan í morgun. 10.1.2008 09:30 LEB sakar heilbrigðisráðherra um sjónhverfingar Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara kallar ákvörðun heilbrigðisráðherra um breytingar á komugjöldum á sjúkrastofnanir sjónhverfingar og skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína. 10.1.2008 09:01 Ódýrasti bíll heims á Indlandsmarkað Indverski bílaframleiðandinn Tata Motors ætlar að setja ódýrasta bíl heims á markað. 10.1.2008 08:21 Noriega aftur dæmdur til framsals til Frakklands Í þriðja sinn hefur dómari í Maimi á Flórída dæmt að Manual Noriega fyrrum forseti Panama skuli framseldur til Frakklands þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti. 10.1.2008 08:12 Bush hittir Abbas í dag Í dag mun George Bush bandaríkjaforseti eiga fund með Abbas leiðtoga Palestínumanna og mun umræðuefnið verða landnám Ísraelsmanna og aðgerðir herskárra palestínumanna. 10.1.2008 08:07 Páfinn lýsir yfir hrifingu sinni á fótboltaiðkun Benedikt páfi segir að fótbolti gengi lykilhlutverki við að kenna ungu fólki mikilvægustu þætti lífsins eins og heiðarleika, samstöðu og bræðralag. 10.1.2008 08:01 Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys Karlmaður, sem fluttur var alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í gær, er haldið sofandi á gjörgæslu. 10.1.2008 07:57 Rúmlega 150.000 Írakar hafa fallið frá upphafi stríðsins Ný rannsókn sýnir að alls hafa rúmlega 150.000 Írakar fallið síðan að Bandaríkjamenn réðust inn í landið árið 2003. Að mestu er um almenna borgara að ræða 10.1.2008 07:51 Braut sér leið úr brennandi húsi Íbúi í parhúsi á Hvanneyri í Borgarfirði braut sér leið út um glugga, þegar eldur kom upp í húsinu laust fyrir klukkan fimm í nótt. 10.1.2008 07:06 Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til sáttasemjara. „Við fengum svar um að ríkisstjórnin ætlaði ekki að koma til móts við okkur um persónuafsláttinn og það eru okkur slæmar fréttir," segir Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins 9.1.2008 22:36 Aldrei minna veitt af rjúpu Aldrei hefur verið veitt minna af rjúpum á Íslandi en nú í haust, ef undanskilin eru þau ár þegar rjúpnaveiði hefur verið bönnuð. Þetta kemur fram í könnun á rjúpnaveiði sem Skotveiðifélag Íslands hefur gert á meðal félagsmanna. 9.1.2008 21:49 Íhuguðu að segja af sér Dómnefndin sem fengin var til þess að meta hæfi umsækjenda um stöðu héraðsdómara við héraðsdóm norðulands eystra íhugaði að segja af sér vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 9.1.2008 18:33 Clinton hjónin eflast við mótlæti Hillary Clinton fagnar varnarsigri í forkosningunum í New Hampshire, eftir að allar kannanir höfðu spáð Barack Obama yfirgnæfandi sigri. Góður vinur Clinton hjónanna segir í einkaviðtali við Stöð tvö að þau taki ósigrum illa og séu aldrei ákveðnari en þegar á móti blæs. 9.1.2008 20:00 Margir draga að henda jólatrénu Þótt jólin séu liðin draga margir það í lengstu lög að taka niður jólaskreytingarnar. Þetta vita engir betur en þeir borgarstarfsmenn sem aka þessa dagana um götur Reykjavíkur og hirða upp jólatrén. 9.1.2008 18:45 Segir rökstuðning ráðherra vera ósannfærandi Rökstuðningur ráðherra vegna skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara er ósannfærandi að mati Sigurðar Línda, lagaprófessors. Hann segir nauðsynlegt að taka reglur um skipan dómara til endurskoðunar. 9.1.2008 18:45 Þjóðarsátt fyrir bí og harka hlaupin í kjaraviðræður Verkalýðshreyfingin segir tilraun til þjóðarsáttar í kjarasamningum fyrir bí eftir að ríkisstjórnin hafnaði tillögu um sérstakan persónuafslátt á lægstu laun og hótar því að kjarabætur verði nú sóttar af meiri hörku í garð atvinnurekenda. Hækkun fasteignaskatta sveitarfélaga hefur einnig hleypt illu blóði í kjaraviðræður. 9.1.2008 18:30 Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys Karlmaður, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í dag, er haldið sofandi á gjörgæslu. 9.1.2008 18:11 Fór úr lið í hálkunni í gær Tólf ára drengur féll illa í hálkunni í Kópavogi laust eftir hádegi í gær. Í fyrstu var talið að hann hefði fótbrotnað en svo reyndist þó ekki vera en drengurinn fór úr lið eftir því sem segir í frétt lögreglunnar. 9.1.2008 16:57 Slasaðist alvarlega í árekstri jepplings og vörubíls Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með mann til Reykjavíkur sem slasaðist alvarlega í árekstri jepplings og vörubifreiðar á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu um þrjúleytið í dag. 9.1.2008 16:44 Fundu fíkniefni og byssur í húsleit Lögregla fann í gær meint fíkniefni, riffil og haglabyssu heima hjá tæplega þrítugum manni sem hún hafði afskipti af. 9.1.2008 16:29 Fleygði fjórum börnum sínum fram af brú Maður í Alabama sem fleygði fjórum ungum börnum sínum fram af brú, gerði það til þess að hefna sín á eiginkonu sinni. 9.1.2008 16:19 Framsókn fyllir nefndir á kostnað frjálslyndra Vægi frjálslynda flokksins í ráðum og nefndum borgarinnar er í engu samræmi við niðurstöður síðustu borgarstjórnarkosninga þegar flokkurinn hlaut um 10 prósenta fylgi. 9.1.2008 16:11 Vill að Finnar gangi í NATO Jan-Erik Enestam framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs mælir með aðild Finna að NATO í blaðagrein. 9.1.2008 16:06 Samið við bandarískt fyrirtæki um lagningu DANICE-strengsins Eignarhaldsfélagið Farice hefur samið við bandaríska fyrirtækið Tyco Telecommunications um að hanna, framleiða og leggja hinn svokallaða DANICE-ljósleiðarasæstreng frá Íslandi til Danmerkur. 9.1.2008 15:55 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss Þyrlan Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Laugabakka í Húnavatnssýslu þar sem alvarlegt umferðarslys varð fyrir stundu. Litlar upplýsingar er að fá að svo stöddu en svo virðist sem tveir bílar hafi skollið saman. 9.1.2008 15:44 Rúmlega fjórðungi fleiri útköll hjá flugdeild Gæslunnar Útköll þyrlna og flugvélar Landhelgisgæslunnar voru 28 prósentum fleiri á síðasta ári en árið 2006 eftir því sem segir í tilkynningu gæslunnar. 9.1.2008 15:15 Margt skrýtið í kýrhausnum Bandarískur maður sem sendi elskhuga eiginkonu sinnar blóðugan kýrhaus í pósti, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til samfélagsþjónustu. 9.1.2008 15:13 Danir senda herskip til sjóræningjaveiða Danska freigátan Thetis lagði úr höfn frá flotastöðinni í Frederikshavn í morgun til þess að prófa byssur sínar áður en hún verður send að ströndum Sómalíu. 9.1.2008 14:36 Afskrá fjögur ökutæki á klukkustund Nærri átta þúsund úrsérgengnum ökutækjum var skila til úrvinnslu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og árin tvö þar á undan. 9.1.2008 14:24 Tveir handteknir vegna sprengjutilræðis í Madríd árið 2006 Lögregla á Spáni hefur handtekið tvo menn í Baskahéruðum landsins sem grunaðir eru um að hafa staðið að sprengjutilræði á Barjas-flugvellinum í Madríd árið 2006. 9.1.2008 14:15 Nýr samningur um menningarmál á Austurlandi Menntamálaráðherra, iðnaðarráðherra og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi undirrituðu í dag þriggja ára samning um samstarf ríkis og allra níu sveitarfélaganna á Austurlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu 9.1.2008 13:52 Undirbúningur að tvöföldun vegar á Kjalarnesi hefjist strax Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi telur að hefjast eigi nú þegar handa við að tvöfalda þjóðveg 1 á Kjalarnesi því þegar sé búið að tryggja fé til verksins. 9.1.2008 13:01 Kibaki boðar Odinga til fundar á föstudag Formaður Afríkubandalagsins ræddi við forseta Kenía og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag í því skyni að semja um pólitíska lausn á upplausnarástandinu þar. 9.1.2008 13:00 Sjá næstu 50 fréttir
Grunaður um fíkniefnaakstur Nú á níunda tímanum í morgun stöðvaði lögreglan á Vestfjörðum, í almennu umferðareftirliti, ungann ökumann. Þetta var í miðbæ Ísafjarðar. Sá reyndist vera með útrunnin ökuréttindi. Auk þessa vaknaði grunur hjá lögreglu um að ökumaðurinn hafi nýlega neytt fíkniefna og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. 10.1.2008 11:37
Kærður fyrir að reka reyklaust starfsfólk Atvinnuveitandi í Þýskalandi hefur verið kærður fyrir að reka þrjá reyklausa starfsmenn og ráða reykingamenn í þeirra stað af því að þeir pössuðu betur í hópinn. Thomas Jensen yfirmaður fjarskiptafyrirtækis í Buesum í Norður-Þýskalandi segir að reykingamenn hafi alltaf verið bestu starfsmenn fyrirtækisins. Reyklausir starfsmenn skemmi fyrirtækjafriðinn. 10.1.2008 11:36
Grænlendingar stíga skref til sjálfstæðis Grænlendingar taka sitt fyrsta skref til sjálfstæðis í nóvember á þessu ári þegar gengið verður til atkvæðagreiðslu um sjálfstjórn landsins. 10.1.2008 11:30
Árni: Umsögn dómnefndar gölluð og ógagnsæ Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands gallaða og að hún hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. 10.1.2008 11:26
Kertabrunum fækkar umtalsvert Umfjöllun í fjölmiðlum og auglýsingaherferðir hafa skilað frábærum árangri til fækkunar kertabrunum um jólahátíðina á síðustu árum. Þetta segir Einar Guðmundsson forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár. Samkvæmt upplýsingum úr tjónatölum tryggingafélagsins hefur þeim fækkað jafnt og þétt frá árinu 2000. 10.1.2008 11:19
Félag um innflutning á holdanautum lagt niður Eignarhaldsfélagið Nautastöð Landssambands kúabænda, sem áður sinnti innflutningi á erfðaefni úr nautgripum, hefur verið lagt niður. 10.1.2008 11:12
Múslimasamtök hóta Noregi Regnhlífasamtök herskárra múslima í Írak hafa hótað Norðmönnum "miklum sársauka" ef þeir vísa múslimaklerkinum Krekar úr landi. 10.1.2008 10:40
Lækka fasteignaskatta í Hafnarfirði Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra um að lækka álagningarstofna fasteignagjalda fyrir árið 2008 til bæjarstjórnar. 10.1.2008 10:32
Mikilvægar upplýsingar komnar fram um gerð húðar á risaeðlum Steingerfingur sem grafinn var upp í Kína hefur veitt vísindamönnum mikilvægar upplýsingar um húð og holdafar risaeðla. Þannig mun húð plöntuætunnar Psittacosaurus hafa líkst húð hákarla, mjög þykkt og sett brynflögum eða fiðri. 10.1.2008 10:21
Bush býst við friðarsamkomulagi áður en hann lætur af embætti George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að hann teldi að hann reiknaði með að Ísraelar og Palestínumenn myndu skrifa undir friðarsamninga áður en hann léti af embætti sem forseti Bandaríkjanna eftir ár. 10.1.2008 10:16
Dómsmálaráðherra gagnrýnir skipulagsmál í borginni Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar á heimasíðu sinni um húsafriðunarmálið á Laugaveginum og segir að stjórnsýsla í skipulags- og byggingarmálum Reykjavíkurborgar sé hvorki markviss né skilvirk. 10.1.2008 10:13
Bjarni Sæmundsson í loðnumælingar í stað Árna Friðrikssonar Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hélt í gær frá Reykjavíka til mælinga á stærð loðnustofnsins úti fyrir Austur-, Norðaustur- og Norðurlandi. 10.1.2008 09:40
Tuttugu og tveir látnir í sjálfsmorðsárás í Lahore Tuttugu og tveir eru látnir og sextíu eru sagðir særðir eftir sjálfsmorðsárás í borginni Lahore í Pakistan í morgun. 10.1.2008 09:30
LEB sakar heilbrigðisráðherra um sjónhverfingar Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara kallar ákvörðun heilbrigðisráðherra um breytingar á komugjöldum á sjúkrastofnanir sjónhverfingar og skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína. 10.1.2008 09:01
Ódýrasti bíll heims á Indlandsmarkað Indverski bílaframleiðandinn Tata Motors ætlar að setja ódýrasta bíl heims á markað. 10.1.2008 08:21
Noriega aftur dæmdur til framsals til Frakklands Í þriðja sinn hefur dómari í Maimi á Flórída dæmt að Manual Noriega fyrrum forseti Panama skuli framseldur til Frakklands þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti. 10.1.2008 08:12
Bush hittir Abbas í dag Í dag mun George Bush bandaríkjaforseti eiga fund með Abbas leiðtoga Palestínumanna og mun umræðuefnið verða landnám Ísraelsmanna og aðgerðir herskárra palestínumanna. 10.1.2008 08:07
Páfinn lýsir yfir hrifingu sinni á fótboltaiðkun Benedikt páfi segir að fótbolti gengi lykilhlutverki við að kenna ungu fólki mikilvægustu þætti lífsins eins og heiðarleika, samstöðu og bræðralag. 10.1.2008 08:01
Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys Karlmaður, sem fluttur var alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í gær, er haldið sofandi á gjörgæslu. 10.1.2008 07:57
Rúmlega 150.000 Írakar hafa fallið frá upphafi stríðsins Ný rannsókn sýnir að alls hafa rúmlega 150.000 Írakar fallið síðan að Bandaríkjamenn réðust inn í landið árið 2003. Að mestu er um almenna borgara að ræða 10.1.2008 07:51
Braut sér leið úr brennandi húsi Íbúi í parhúsi á Hvanneyri í Borgarfirði braut sér leið út um glugga, þegar eldur kom upp í húsinu laust fyrir klukkan fimm í nótt. 10.1.2008 07:06
Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til sáttasemjara. „Við fengum svar um að ríkisstjórnin ætlaði ekki að koma til móts við okkur um persónuafsláttinn og það eru okkur slæmar fréttir," segir Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins 9.1.2008 22:36
Aldrei minna veitt af rjúpu Aldrei hefur verið veitt minna af rjúpum á Íslandi en nú í haust, ef undanskilin eru þau ár þegar rjúpnaveiði hefur verið bönnuð. Þetta kemur fram í könnun á rjúpnaveiði sem Skotveiðifélag Íslands hefur gert á meðal félagsmanna. 9.1.2008 21:49
Íhuguðu að segja af sér Dómnefndin sem fengin var til þess að meta hæfi umsækjenda um stöðu héraðsdómara við héraðsdóm norðulands eystra íhugaði að segja af sér vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 9.1.2008 18:33
Clinton hjónin eflast við mótlæti Hillary Clinton fagnar varnarsigri í forkosningunum í New Hampshire, eftir að allar kannanir höfðu spáð Barack Obama yfirgnæfandi sigri. Góður vinur Clinton hjónanna segir í einkaviðtali við Stöð tvö að þau taki ósigrum illa og séu aldrei ákveðnari en þegar á móti blæs. 9.1.2008 20:00
Margir draga að henda jólatrénu Þótt jólin séu liðin draga margir það í lengstu lög að taka niður jólaskreytingarnar. Þetta vita engir betur en þeir borgarstarfsmenn sem aka þessa dagana um götur Reykjavíkur og hirða upp jólatrén. 9.1.2008 18:45
Segir rökstuðning ráðherra vera ósannfærandi Rökstuðningur ráðherra vegna skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara er ósannfærandi að mati Sigurðar Línda, lagaprófessors. Hann segir nauðsynlegt að taka reglur um skipan dómara til endurskoðunar. 9.1.2008 18:45
Þjóðarsátt fyrir bí og harka hlaupin í kjaraviðræður Verkalýðshreyfingin segir tilraun til þjóðarsáttar í kjarasamningum fyrir bí eftir að ríkisstjórnin hafnaði tillögu um sérstakan persónuafslátt á lægstu laun og hótar því að kjarabætur verði nú sóttar af meiri hörku í garð atvinnurekenda. Hækkun fasteignaskatta sveitarfélaga hefur einnig hleypt illu blóði í kjaraviðræður. 9.1.2008 18:30
Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys Karlmaður, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í dag, er haldið sofandi á gjörgæslu. 9.1.2008 18:11
Fór úr lið í hálkunni í gær Tólf ára drengur féll illa í hálkunni í Kópavogi laust eftir hádegi í gær. Í fyrstu var talið að hann hefði fótbrotnað en svo reyndist þó ekki vera en drengurinn fór úr lið eftir því sem segir í frétt lögreglunnar. 9.1.2008 16:57
Slasaðist alvarlega í árekstri jepplings og vörubíls Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með mann til Reykjavíkur sem slasaðist alvarlega í árekstri jepplings og vörubifreiðar á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu um þrjúleytið í dag. 9.1.2008 16:44
Fundu fíkniefni og byssur í húsleit Lögregla fann í gær meint fíkniefni, riffil og haglabyssu heima hjá tæplega þrítugum manni sem hún hafði afskipti af. 9.1.2008 16:29
Fleygði fjórum börnum sínum fram af brú Maður í Alabama sem fleygði fjórum ungum börnum sínum fram af brú, gerði það til þess að hefna sín á eiginkonu sinni. 9.1.2008 16:19
Framsókn fyllir nefndir á kostnað frjálslyndra Vægi frjálslynda flokksins í ráðum og nefndum borgarinnar er í engu samræmi við niðurstöður síðustu borgarstjórnarkosninga þegar flokkurinn hlaut um 10 prósenta fylgi. 9.1.2008 16:11
Vill að Finnar gangi í NATO Jan-Erik Enestam framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs mælir með aðild Finna að NATO í blaðagrein. 9.1.2008 16:06
Samið við bandarískt fyrirtæki um lagningu DANICE-strengsins Eignarhaldsfélagið Farice hefur samið við bandaríska fyrirtækið Tyco Telecommunications um að hanna, framleiða og leggja hinn svokallaða DANICE-ljósleiðarasæstreng frá Íslandi til Danmerkur. 9.1.2008 15:55
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss Þyrlan Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Laugabakka í Húnavatnssýslu þar sem alvarlegt umferðarslys varð fyrir stundu. Litlar upplýsingar er að fá að svo stöddu en svo virðist sem tveir bílar hafi skollið saman. 9.1.2008 15:44
Rúmlega fjórðungi fleiri útköll hjá flugdeild Gæslunnar Útköll þyrlna og flugvélar Landhelgisgæslunnar voru 28 prósentum fleiri á síðasta ári en árið 2006 eftir því sem segir í tilkynningu gæslunnar. 9.1.2008 15:15
Margt skrýtið í kýrhausnum Bandarískur maður sem sendi elskhuga eiginkonu sinnar blóðugan kýrhaus í pósti, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til samfélagsþjónustu. 9.1.2008 15:13
Danir senda herskip til sjóræningjaveiða Danska freigátan Thetis lagði úr höfn frá flotastöðinni í Frederikshavn í morgun til þess að prófa byssur sínar áður en hún verður send að ströndum Sómalíu. 9.1.2008 14:36
Afskrá fjögur ökutæki á klukkustund Nærri átta þúsund úrsérgengnum ökutækjum var skila til úrvinnslu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og árin tvö þar á undan. 9.1.2008 14:24
Tveir handteknir vegna sprengjutilræðis í Madríd árið 2006 Lögregla á Spáni hefur handtekið tvo menn í Baskahéruðum landsins sem grunaðir eru um að hafa staðið að sprengjutilræði á Barjas-flugvellinum í Madríd árið 2006. 9.1.2008 14:15
Nýr samningur um menningarmál á Austurlandi Menntamálaráðherra, iðnaðarráðherra og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi undirrituðu í dag þriggja ára samning um samstarf ríkis og allra níu sveitarfélaganna á Austurlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu 9.1.2008 13:52
Undirbúningur að tvöföldun vegar á Kjalarnesi hefjist strax Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi telur að hefjast eigi nú þegar handa við að tvöfalda þjóðveg 1 á Kjalarnesi því þegar sé búið að tryggja fé til verksins. 9.1.2008 13:01
Kibaki boðar Odinga til fundar á föstudag Formaður Afríkubandalagsins ræddi við forseta Kenía og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag í því skyni að semja um pólitíska lausn á upplausnarástandinu þar. 9.1.2008 13:00