Fleiri fréttir

Þegar farnir að krefjast hæstu vaxta

Sparisjóðir og Frjálsi fjárfestingarbankinn eru þegar farnir að krefjast hæstu vaxta ef íbúðalán með 4,15 prósenta vöxtum skipta um hendur vegna íbúðakaupa eins og Kaupþing hefur boðað frá og með næstu mánaðamótum.

Mikill skilningur og vilji en engar efndir

„Þeir lýstu yfir miklum skilningi á málinu, sögðu að það skorti ekki vilja og að þetta væri ágæt áminning um hvert vandamálið væri. Mín túlkun er sú að í krafti þessara yfirlýsinga þá hljóti þeir að bregðast við," segir Gylfi Páll Hersir, stjórnarmaður í Aðstandendafélagi heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli, um fund með fjárlaganefnd í morgun vegna vanda hjúkrunarheimila landins.

Eins og að stela DVD úr verslun

Þeir sem standa í ólöglegum skráarskiptum á netinu og hlaða niður íslenskum sjónvarpsþáttum eru rekjanlegir, rétt eins og þeir sem kaupa barnaklám á netinu. Fólk áttar sig oft ekki á því að þátttaka og viðskipti við starfsemi af þessu tagi getur verið afbrot í sjálfu sér. Þetta segir Ari Edwald forstjóri 365 miðla um ólöglegt niðurhal myndefnis á netinu.

Ökumenn taka ekki tillit til forgangsakreina Strætó

Lagt er til að forgangsakreinar fyrir strætisvagna og leigubíla verði sérstaklega skilgreindar í umferðarlögum samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Töluvert hefur borið á því að ökumenn taki ekki tillit til þesara akreina. Verði frumvarpið samþykkt munu þeir ökumenn sem nýta sér akreinarnar í heimildarleysi verða sektaðir.

Halldór vill meira samstarf við Rússa

Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar segir að Norðurlöndin verði að finna leiðir til að hafa Rússa með í samstarfinu á Eystrasaltssvæðinu.

Olíuleki út frá pakkningu leiddi til þess að þrýstingur féll

Fokker-flugvél Flugfélags Íslands, sem þurfti nauðlenda á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöld, heldur til Reykjavíkur síðar í dag. Í ljós hefur komið að olíuleiki út frá pakkningu varð þess valdandi að olíuþrýstingur í öðrum hreyfli vélarinnar féll skömmu eftir að hún lagði upp frá Egilsstöðum.

Flugvirkjar á leið austur

Flugvirkjar frá Flugfélagi Íslands eru nú á leið til Egilsstaða til að skoða og gera við Fokker-vélina, sem lenti þar skömmu eftir flugtak í gær vegna þess að annar hreyfill hennar bilaði.

Eldur í jeppa í Fossvogi

Stór nýlegur jeppi skemmdist töluvert eftir að eldur kom upp i honum mannlausum á bílastæði í Fossvogshverfi í Reykjavík í gærkvöldi.

Ekið á hross við Akureyri í gær

Hross drapst eftir að vöruflutningabíll ók á það á þjóðveginum norðan við Akureyri í gærkvöldi. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bíllinn skemmdist eitthvað.

Fáfnismenn verða Vítisenglar um áramót

Mótorhjólasamtökin Fafner Iceland MC munu væntanlega verða tekin inn í Hells' Angels um áramótin næstu. Heimildarmenn Vísis sem þekkja vel til málsins segjast fullvissir um að þetta standi til. Gerist það mun Fáfnisheitið hverfa af vestum meðlima Fáfnis og Hells' Angels merkið koma í staðinn.

Uppdópaður á flótta með þýfi

Ölvaður og lyfjaður ökumaður reyndi að stinga lögregluna á höfuðborgarsvæðinu af upp úr klukkan fjögur í nótt, ók yfir tvenn gatnamót á móti rauðu ljósi og öfugu megin í gegnum hringtorg, uns hann gafst upp á Hringbrautinni.

Danir tóku þátt í tilraunum nasista í Buchenwald

Samstarf Dana við Þjóðverja á tímum nasista og seinni heimstryjaldarinnar var umtalsvert meira en Danir hafa hingað til viljað viðurkenna. Ný bók afhjúpar meðal annars þátttöku Dana í lyfjatilraunum á sígaunum í Buchenwald útrýmingarbúðunum.

Ný pláneta fundin sem líkist jörðinni

Stjörnmufræðingar hafa uppgvötvað nýja plánetu sem er í aðeins fjörutíu og eins ljósárs fjarlægð frá jörðunni. Það sem athygli vekur er að sólkerfið sem plánetan tilheyrir, líkist mjög okkar sólkerfi.

Hélt að mín síðasta stund væri runnin upp

Davíð Davíðsson, einn farþeganna sem voru um borð í Fokker vél Flugfélags Íslands sem nauðlenti á Egilsstaðaflugvelli í kvöld segist hafa haldið að hans síðasta stund væri runnin upp þegar flugfreyjan tilkynnti að nauðlending á landi væri fyrirhuguð og bað fólk um að halla sér fram í sætum sínum. Hann segir áhöfn vélarinnar hafa staðið sig með sóma en gagnrýnir flugfélagið fyrir að gera ekki betur við farþegana þegar vélin hafði lent heilu og höldnu.

Vítisengill í Leifsstöð með morðingjamerki á vestinu

Annar Vítisengillinn sem var hér á landi í vor og Vísir sagði frá í gær var á meðal þeirra sem reyndu að komast inn í landið á föstudaginn var. Hann hefur nú öðlast full réttindi innan samtakanna auk þess sem hann skartar merki sem þýðir að hann hafi myrt í þágu félaga sinna.

Flugmálastjórn segir ásakanir slökkviliðsmanna rangar

Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ásakanir þær sem komi fram í ályktun fulltrúaráðs Landssambands slökkviliðsmanna séu rangar. Ekki hafi verið dregið úr öryggiskröfum á flugvellinum og þvert á móti hafi viðbúnaður við hreinsun og hálkuvarnir á flugbrautum verið aukinn.

Andlát: Marta G. Guðmundsdóttir

Marta G. Guðmundsdóttir kennari og Grænlandsjökulsfari lést á krabbameinsdeild Landspítalans í gær, 37 ára að aldri.

Ekið á gangandi vegfaranda á Bústaðavegi

Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl á Bústaðavegi á móts við Grímsbæ fyrir stundu. Að sögn lögreglu liggja engar upplýsingar fyrir um líðan hins slasaða en hann er þó með meðvitund. Ekkert liggur heldur fyrir um tildrög slyssins.

Óttast um öryggi flugfarþega á Keflavíkurflugvelli

Fækkað hefur um tæplega helming á vöktum slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli frá brotthvarfi hersins. Kæmi upp alvarlegt flugslys á vellinum myndi slökkvilið vallarins einungis hafa mannskap til að berjast við eld utanfrá, ekki bjarga fólki. Þetta segir Borgar Valgeirsson formaður félags slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli.

Mamma morðingi

Bandarísk kona sem sagði að bílþjófur hefði myrt sjö ára gamlan son sinn hefur sjálf verið handtekin fyrir verknaðinn.

Vestfirska þurrviðrið gerir besta harðfiskinn

Þeim fækkar sem þurrka fisk á hjöllum en sífellt fleiri kjósa að fara þá leið að þurrka hann við blásara. Fiskþurrkun í hjöllum upp á gamla mátann er enn stunduð á Vestfjörðum en þar segja menn vestfirska þurrviðrið gera besta harðfiskinn.

Flokkur Khaders gæti skipt sköpum í Danmörku

Einn umtalaðasti stjórnmálamaður Danmerkur hefur verið í fylgd lífvarða á vegum dönsku leyniþjónustunnar í tvö ár, eftir aðkomu sína að Múhameðsdeilunni. Í dag er hann formaður nýs stjórnmálaflokks sem gæti skipt sköpum í þingkosningunum þrettánda nóvember næstkomandi. Sighvatur Jónsson hitti Naser Khader í Danmörku.

Herforingja hunsa Sameinuðu þjóðirnar

Herforingjastjórnin í Burma hefur hafnað beiðni sérlegs sendiherra Sameinuðu þjóðanna um þríhliða viðræður við Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu.

Ósmekklegt að draga Geir inn í málið

Forsætisráðherra var tilkynnt um samning um samruna REI og Geysis Green Energy áður en kynningarfundur var haldinn á samrunanum í byrjun október. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ósmekklegt að draga forsætisráðherra inn í málið.

Mannskæð hópslagsmál kvenna

Ófrísk kona beið bana og tvær aðrar slösuðust alvarlega í hópslagsmálum þrjátíu ungra kvenna í Los Angeles í gær.

Villi sagði Geir frá samrunanum í „tveggja manna tali“

Geir Haarde segir fráleitt að halda því fram að hann hafi lagt blessun sína yfir samruna Geysis Green Energy og REI. Hann segir að Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur hefði ekki kynnt honum efnislega fyrirætlanir um samrunann áður en kynningarfundur var haldinn um málið fyrir borgarstjórnarmeirihlutann. Vilhjálmur hafi reyndar minnst á fyrirætlanirnar í „tveggja manna tali“, án þess að fara efnislega yfir málið. Þetta kom fram í viðtali sem Geir veitti í kvöldfréttum RÚV. Geir hefur neitað að tjá sig um málið við Vísi og fréttastofu Stöðvar 2 í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Umhverfisráðherra hnekkir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Umhverfisráðuneytið hefur hnekkt ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð virkjun í Hverfisfljóti skuli ekki sæta mati á umhverfisáhrifum. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið telji að umhverfisáhrif framkvæmdanna geti orðið umtalsverð og því verði ekki komist hjá því að fallast á kröfu kærenda um að framkvæmdin sæti mati á umhverfisáhrifum.

Gísli Marteinn: Björn Ingi er konungur smjörklípunnar

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, deildi hart á Björn Inga Hrafnsson á borgarstjórnarfundi í dag vegna REI-málsins og kallaði Björn Inga meðal annars konung smjörklípunnar.

Lögreglan myndar Skagfirðinga

Dagurinn virðist hafa verið rólegur hjá helstu lögregluembættum landsins. Á Sauðárkróki eru menn að prófa sig áfram með hraðamyndavél sem er nýjasta græja embættisins. Myndavélin hefur fest nokkra skagfirðingi á ólöglegum hraða það sem af er degi.

Kenýska lögreglan ásökuð um fjöldamorð

Kenýska lögreglan hefur verið ásökuð um tengingu við morð sem líktust aftökum á næstum 500 manns í Nairobi á síðustu fimm mánuðum. Þarlend mannréttindasamtök settu ásökunina fram eftir rannsókn á hvarfi hundruð manna úr Mungiki klíkunni.

Fjórtán teknir fyrir ölvunarakstur um helgina

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók alls fjórtán ökumenn fyrir ölvunarakstur um síðustu helgi. Í öllum tilvikum var um að ræða karlmenn á aldrinum 22 til 47 ára.

Sjá næstu 50 fréttir