Fleiri fréttir

Vill hækka lendingargjöld til að fækka einkaþotum

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur í hyggju að hækka lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli, meðal annars til þess að draga úr lendingum einkaþotna á vellinum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Norðmenn sagðir þjálfa menn til morða

Í leynilegri skýrslu norsku lögreglunnar er öryggisfyrirtæki sem tveir Norðmenn stjórna sakað um að þjálfa fólk í pyntingum og að hafa tekið að sér að myrða fólk í Afganistan fyrir bandarísk stjórnvöld.

Fjórir handteknir vegna innbrots í skartgripaverslun

Um hálf níu í gærkvöld barst lögreglu tilkynning um að brotist hefði verið inn í skartgripaverslun við Lækjargötu í Hafnarfirði. Innbrotsþjófar höfðu farið þar inn og haft á brott með sér skartgripi og úr. Síðar um kvöldið voru fjórir karlmenn handteknir vegna gruns um aðild að innbrotinu. Þýfið úr versluninni fannst þeim. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð þar sem af þeim var tekin skýrslar. Að því loknu voru þeir látnir lausir. Að sögn lögreglu telst málið upplýst.

Valdamesti Vítisengill Danmerkur heimsótti Ísland - fleiri hafa fylgt í kjölfarið

Meðlimir í Vítisenglunum virðast sumir hverjir hafa sloppið í gegn um nálarauga lögregluyfirvalda þrátt fyrir markvissar aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir heimsóknir þeirra. Ef marka má heimasíðu eins þekktasta engils Norðurlanda, Jörn „Jönke“ Nielsen, kom hann til Íslands árið 1999. Þá virðast að minnsta kosti tveir meðlimir frá Noregi hafa dvalist hér á landi í vor.

Átta útköll á fjórum dögum hjá Ingunni

„Þetta er meira en undanfarin ár," segir Bjarni Daníelsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni, sem staðið hefur í ströngu frá því á fimmtudag við að bjarga rjúpnaveiðimönnum af hálendinu fyrir ofan uppsveitir Árnessýslu. Frá því að rjúpnaveiðitímabilið hófst á fimmtudag og þar til í nótt var sveitin kölluð út átta sinnum vegna rjúpnaveiðimanna í vandræðum.

Mótmæla hækkun á aðstöðugjöldum

Iceland Express mótmælir fyrirvaralausri hækkun aðstöðugjalda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar harðlega. Forstjóri félagsins segir að félaginu hafi ekki verið tilkynnt um hækkunina fyrr en 9. október þrátt fyrir að hún hafi tekið gildi 1. október. Hækkunin er sögð nema 56%, úr 450 krónum á hvern farþega í 700 krónur. Flugfélagið segir hækkunina nema fleiri hundruð milljónum á ári fyrir flugfélögin og viðskiptavini þeirra.

Forsætisráðherra Pakistan segir kosningar á áætlun

Shaukat Aziz forsætisráðherra Pakistan sagði í dag að þingkosningar yrðu á áætlun þrátt fyrir að neyðarlög hafi verið sett á í landinu. Vesturlönd hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu í landinu eftir að Pervez Musharraf setti herlög á í landinu á laugardag. Azia sagði á blaðamannafundi að kosningarnar yrðu samkvæmt ákætlunum en tilgreindi ekki hvort þær yrðu í janúar eins og til stóð.

Sektaður fyrir árás á leigubílsstjóra

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til þess að greiða 180 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa ráðist á leigubílsstjóra í september í fyrra. Jafnframt var hann dæmdur til að greiða leigubílsstjóranum 100 þúsund krónur í miskabætur.

Vildi gista fangageymslur

Karlmaður sem krafðist þess að vera færður í fangaklefa var í hópi tuttugu karla sem lögreglan hafði afskipti af um helgina vegna brota gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar.

Mikill uppgangur í Sólheimum

Tuttugu og fimm þúsund manns heimsóttu Sólheima í Grímsnesi í sumar, sem er þyrping húsa með einungis hundrað íbúa. Reykvíkingar þyrftu að laða til sín nálega tuttugu og fimm milljónir ferðamanna á ári hverju til að ná sama árangri í ferðaþjónustu.

Sveitarfélög sýni samstöðu í kjaramálum

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir samstöðu sveitarfélaga í kjaramálum mikilvægari en flest annað, ekki síst nú þegar mikil þensla er í atvinnulíifnu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Þetta kom fram í ræðu hans á fjármálaráðstefnu Sambandsins sem hófst í morgun.

Áfengisfrumvarpið virðist fá lítinn hljómgrunn á þingi

Vísir hefur kannað afstöðu þingmanna til frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar og fleiri þingmanna sem lögleiðir sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Aðeins 28 þingmenn af 63 sáu sér fært að svara fyrirspurninni og þar af vildu tveir þeirra ekki opinbera afstöðu sína. Flestir þeirra sem svöruðu eru á móti hugmyndinni og raunar er enginn þeirra fylgjandi frumvarpinu án þess að vera meðflutningsmaður þess.

DNA frá Madeleine finnst í fatahrúgu

DNA spor frá Madeleine McCann hefur fundist í fatahrúgu skammt frá Faro flugvellinum í Portúgal. Þetta hefur aukið bjartsýni foreldra hennar, Kate og Gerry, á að Madeleine sé enn á lífi.

Þrjú ungmenni dæmd fyrir peningafals

Hérðasdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þrjú ungmenni fyrir peningafals. Þau reyndu að koma fölsuðum peningum í umferð í Bónusverslun við Holtagarða. Ein hinna ákærðu vann á kassa í versluninni þegar málið komst upp.

Vísar orðum landlæknis á bug

Sighvatur Björgvinsson, forstjóri Þróunarsamvinnustofnunar, vísar á bug gagnrýni landlæknis um að aðstoð í Malaví skili litlum árangri.

Embætti borgarritara aftur lagt niður

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram þá tillögu á fundi borgarráðs á fimmtudag að samþykkt yrði að leggja niður stöðu borgarritara. Hún var endurvakin í lok júní í sumar í borgarstjóratíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.

Þýsk kirkja slær út skakkan turn

Þýsk kirkja hefur nú náð titlinum af Skakka turninum í Pisa sem sú bygging sem hallar mest í heiminum. Sérfræðingar frá Heimsmetabók Guinness hafa staðfest þetta.

Leikbær vísar gagnrýni um rasisma á bug

Elías Þór Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segist hafa orðið var við gagnrýni á auglýsingar sem hann birtir nú í fjölmiðlum. Í þeim er það tekið fram að starfsfólks Leikbæjar tali og skilji íslensku.

Vífilsstaðavatn friðlýst

Vífilsstaðavatn í Garðabæ hefur verið friðlýst og sömuleiðis næsta nágrenni vatnsins, alls um 188 hektara svæði.

Vöruskiptahalli minnkar áfram frá fyrra ári

Bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands sýna að vöruskiptahalli í október reyndist 6,5 milljarðar sem er um tveimur og hálfum milljarði króna minni halli en í fyrra.

Áframhaldandi vöxtur í greiðslukortaveltu

Einkaneysla eykst enn hér á landi samkvæmt tölum Hagstofunnar því kreditkortavelta heimilanna reyndist 18 prósentum meiri í janúar til september í ár en á sama tíma í fyrra

Gistnóttum fjölgaði um fimm prósent í september

Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um rúmlega fimm þúsund eða fimm prósent miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þanni voru gistnæturnar rúmlega 121 þúsund í september í ár en 116 þúsund í fyrra.

Segir fleiri löggur en gesti hafa mætt í afmæli Fáfnis

Jón Trausti Lúthersson, einn af forsprökkum mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, segist fullviss um að fleiri löggur en boðsgestir hafi verið í 11 ára afmæli klúbbsins sem haldið var í félagsheimli Fáfnis við Hverfisgötu á laugardaginn.

Krókódíll í fangelsi

Lögreglan í smábæ í Ástralíu handtók nær þriggja metra langann krókódíl um helgina og fékk hann síðan að gista fangageymslur bæjarins yfir nótt.

Ráðist gegn mótmælendum í Pakistan

Lögreglan í Pakistan réðist á hópa lögfræðinga með kylfum og spörkum í gærdag þar sem þeir stóðu að mótmælaaðgerðum gegn Musharraf forseta.

Frestar aftur hækkun á olíugjaldi af dísilolíu

Olíugjald af dísilolíu verður ekki hækkað um áramót eins og útlit var fyrir. Það var lækkað tímabundið vorið 2005 úr 45 krónum í 41 krónu svo dísilolía yrði ekki dýrari en bensín.

Hnífjöfn staða í dönskum stjórnmálum

Nú þegar aðeins vika er í þingkosningar í Danmörku mælast vinstri- og hægriflokkarnir hnífjafnir í skoðanakönnun sem ritzau-fréttastofan birti í morgun.

Flutningabílar loka Eyrarsundsbrúnni

Þjóðvegurinn um Eyrarsundsbrúnna milli Danmerkur og Svíþjóðar er nú lokaður fyrir umferð flutningabíla þar sem vöruflutningabílstjórar hafa sett upp vegatálma á veginum.

Scotland Yard hæðist að danskri skýrslu

Skýrsla sem greingardeild dönsku lögreglunnar hefur sent frá sér um glæpi sem rekja má til kynþáttahaturs er orðin að aðhlátursefni hjá Scotland Yard.

Rjúpnaskyttur í ógöngum

Björgunarsveitir úr uppsveitum Árnessýslu þurftu tvisvar að fara upp á hálendi í gærkvöldi og nótt til þess að sækja rjúpnaskyttur, sem höfðu lent í ógöngumn.

Bjarni sáttur við sinn árangur

Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, segist vera mjög sáttur við árangur sinn í New York maraþoninu sem fram fór í dag.

Sautján hundruð manns mótmæla styttri opnunartíma á Q-bar

Rúmlega 1700 manns hafa skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda og lögreglu um að afgreiðslutími á Q-bar í Ingólfsstræti verði ekki styttur. Borgarstjóri segir að taka verði mið af kvörtunum íbúa í nágrenni við skemmtistaði en endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en að vandlega athuguðu máli.

Kosningar í Pakistan munu tefjast

Fyrirhugaðar kosningar í Pakistan gætu tafist um allt að eitt ár vegna neyðarlaganna sem Pervez Musharrafs hefur lýst yfir.

Thorning-Schmidt vill komast að

Jafnaðarmenn í Danmörku vilja taka aftur skattalækkanir og byggja upp velferðarkerfið. Jafnaðarmenn hafa verið sex ár í stjórnarandstöðu og leggja mikla áherslu á að komast í stjórn.

Sjá næstu 50 fréttir