Fleiri fréttir Ósátt um jafnréttisfrumvarp Jóhönnu Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við að hann og nokkrir aðrir þingmenn flokksins greiði atkvæði gegn ýmsum ákvæðum nýs frumvarps Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um jafnréttismál, eða sitji hjá við atkvæðagreiðslu þeirra. 4.11.2007 13:16 Hermönnum skilað Skæruliðar Kúrda létu í morgun lausa átta tyrkneska hermenn sem þeir tóku höndum í umsátri í síðasta mánuði. Óvíst er hvort það dugar til að koma í veg fyrir innrás Tyrkja í Norður-Írak. 4.11.2007 12:08 Þingkosningum frestað Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun. 4.11.2007 11:56 Bifhjólamaður féll í götuna Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjólinu á Sandgerðisvegi rétt við Sandgerði um hálftvöleytið í nótt og féll í götuna. Hann kvartaði undan meiðslum í mjöðm, baki og hendi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á Landsspítalann til skoðunar. Hjólið hafnaði utan vegar og var fjarlægt af vettvangi með kranabifreið. Þá stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum tvo ökumenn, grunaða um ölvun við akstur, á Njarðarbraut í Reykjanesbæ nú undir morgunsárið. 4.11.2007 10:55 Annríki hjá Selfosslögreglu Karlmaður var fluttur á slysadeild Landspítalans með höfuðhögg eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í sumarbústað skammt frá Selfossi rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. 4.11.2007 10:41 Björgunarsveitin Þorbjörn er 60 ára Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er 60 ára um þessar mundir. Hún hefur bjargað rúmlega 230 mannslífum úr sjávarháska á þeim tíma og síðastliðin ár hefur hún verið kölluð út að meðaltali 38 sinnum á ári. 4.11.2007 10:35 Landsbjörg stendur í ströngu vegna rjúpnaveiðimanna Björgunarsveitir Landsbjargar hafa staðið í ströngu vegna rjúpnaveiðimanna í uppsveitum Árnessýslu síðustu tvo sólarhringa. 4.11.2007 10:28 Kúrdar slepptu átta tyrkneskum hermönnum Skæruliðar Kúrda létu í morgun lausa átta tyrkneska hermenn sem þeir tóku höndum í umsátri í síðasta mánuði. 4.11.2007 10:22 Sarkozy er farinn til Tjad Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hélt í morgun af stað til Afríkuríkisins Tjad til að semja um lausn sautján Evrópubúa sem eru þar í haldi - sakaðir um tilraun til að ræna fjölda barna þaðan. 4.11.2007 10:02 Borgarneslögreglan leitaði týnds manns Lögreglan í Borgarnesi var kölluð út klukkan ellefu í gærkvöld vegna manns sem hafði ekki skilað sér í bústað í Húsafelli. Lögreglan hóf þá leit að manninum og um hálf tvö í nótt var Björgunarsveitin Ok í Reykholtsdal kölluð út. 4.11.2007 09:59 Stjórnarandstæðingar handteknir í Pakistan Fjölmargir stjórnarandstæðingar í Pakistan hafa verið handteknir í gær og í nótt eftir að Pervez Musharraf, forseti, tók sér alræðisvald um leið og neyðarlög voru sett í landinu í gær. 4.11.2007 09:54 Fangageymslur fylltust í nótt Alls gistu sautján manns fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur fullar. Mikill erill var hjá lögreglunni. Talsvert var um minniháttar slagsmál og pústra. 4.11.2007 09:51 Bretar áhyggjufullir yfir ástandinu í Pakistan Stjórnvöld í Bretlandi segjast áhyggjufull yfir neyðarlögunum sem Musharraf forseti lýsti yfir í Pakistan í dag. 3.11.2007 22:45 Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli: Aðgerðir báru tilætlaðan árangur Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Vísi fyrir fáeinum mínútum að þeir Vítisenglar sem búist hafi verið við að kæmu í dag hefðu ekki skilað sér. Enn eiga flugvélar eftir að koma frá Osló og Kaupmannahöfn í kvöld en Jóhann segir ósennilegt að nokkrir Vítisenglar séu í þeim. 3.11.2007 19:54 Segir Musharraf vilja seinka kosningum Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, sagði í dag að hún héldi að með því að setja neyðarlög í landinu vilji Pervez Musharraf vilja seinka kosningum í að minnsta kosti tvö ár. 3.11.2007 20:13 Eldur á Austurströnd Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Austurströnd á Seltjarnarnesi klukkan tuttugu mínútur yfir sex í dag. Talið er að kveiknað hafi í á svölum húss. Að sögn slökkviliðsmanna er eldurinn minniháttar og gengur greiðlega að slökkva hann. Búist er við að slökkvistarfi ljúki fljótlega. 3.11.2007 18:46 Segir grundvallarmannréttindi ekki hafa verið brotin Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafnar því alfarið að grundvallarmannréttindi Vítisenglanna sem vísað var úr landi í dag hafi verið brotin. Vítisenglar stundi glæpastarfsemi um allan heim sem beri að vernda almenning fyrir. 3.11.2007 19:23 Verstu flóð í hálfa öld Nærri milljón íbúar í Tabasco-héraði í Suður-Mexíkó hafa misst heimili sín í einhverjum mestu flóðum í landinu í hálfa öld. Um 80% héraðsins eru undir vatni. Mikilli rigningu er spáð á svæðinu um helgina. 3.11.2007 18:45 Neyðarlög í Pakistan Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum. 3.11.2007 18:30 Deilt um starfsemi REI á Filippseyjum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur gagnrýna meirihluta stjórnarinnar fyrir skamman fyrirvara sem stjórnarmönnum var gefin til að taka afstöðu til áframhaldandi stuðnings Orkuveitunnar við útrásarverkefni Reykjavik Energy Invest á Filipseyjum. 3.11.2007 17:07 Vítisenglar íhuga málssókn Oddgeir Einarsson, lögmaður Vítisengla, segir að þeir félagar úr mótorhjólasamtökunum sem stöðvaðir voru í Leifsstöð í gær, íhugi þann möguleika að stefna íslenskum yfirvöldum vegna aðgerða þeirra. „Við erum með þetta mál í skoðun athuga hvort það sé grundvöllur fyrir málsókn,“ segir Oddgeir. 3.11.2007 16:31 Áfram eftirlit vegna Vítisengla Aðgerð lögregluyfirvalda vegna komu norrænna félaga í Vítisenglum hingað til lands er ekki lokið. Fylgst verður með komuflugi til landsins um helgina og samkvæmi sem vélhjólaklúbburinn Fafner-MC Iceland hafði boðað til í Reykjavík. 3.11.2007 14:23 Bandarískt sjónvarp í óvissu Framtíð margra þekktustu sjónvarpsþátta Bandaríkjanna er í óvissu eftir að bandlag handritshöfunda í Hollywood samþykkti í gærkvöldi að boða til verkfalls á mánudag. Viðræður samningsaðila hafa siglt í strand og ólíklegt talið að verkfalli verði forðað. 3.11.2007 13:20 Mills missir sig Fyrirsætan fyrrverandi Heather Mills óttast um líf sitt og segist fá verri umfjöllun í fjölmiðlum en barnaníðingar. Mills stendur í ljótum skilnaði við Bítilinn Paul McCartney og hefur hafið sjarmasókn í sjónvarpi beggja vegna Atlantshafsins. 3.11.2007 13:16 Kjarnorkusérfræðingar í Norður-Kóreu Bandarískir kjarnorkusérfræðingar skoða í dag kjarnakljúfinn í Yongbyon í Norður-Kóreu. Þeirra verk verður að rífa hann og hefjast þeir handa við það á mánudaginn. Það er stórt skref fyrir ráðamenn í Pyongyang - sem hafa heitið því að leggja kjarnorkuáætlun sína á hilluna. 3.11.2007 13:07 Ráðist gegn PKK Hérðasstjórn Kúrda lét í morgun loka skrifstofum skæruliðahóps aðskilnaðarsinna í norðurhluta Íraks. Forsætisráðherra landsins sagði í morgun að allt yrði gert til að stöðva skæruliðana og koma í veg fyrir innrás Tyrkja. 3.11.2007 12:14 Fleiri Vítisenglar væntanlegir Lögreglan á von á fleiri Vítisenglum til landsins síðar í dag. Það eru grundvallarmannréttindi að menn fái að ræða við lögmann þegar þeim er haldið gegn vilja sínum, segir lögmaður tveggja Vítisengla sem komu til landsins í gær. 3.11.2007 12:00 Forsætisráðherra Íraks vill harðar aðgerðir gegn skæruliðum Kúrda Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, heitir því að hart verði tekið á skæruliðum Kúrda í norðurhluta landsins. 3.11.2007 10:50 Talsverður eldur í Mörkinni Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað að nýbyggingu í Mörkinni um klukkan hálf tvö í nótt. Talsverður eldur logaði í rafmagnstöflu í kjallara byggingarinnar og lagði mikinn reyk um allt húsið. 3.11.2007 10:35 Krefjast þess að stjórnvöld efni loforð sín Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis krefst þess að stjórnvöld efni loforð um aðgerðir í atvinnumálum í ályktun þar sem félagið harmar uppsagnir nærri tuttugu starfsmanna hjá GPG Fiskverkun og Sniðlum síðustu daga á Raufarhöfn og í Mývatnssveit. 3.11.2007 10:25 Fundu töluvert fíkniefnamagn á Selfossi Mikill erill var hjá lögreglunni á Selfossi í nótt. Sex voru handteknir við húsleit lögreglu í heimahúsi á Selfossi um þrjú leytið. Þar fannst töluvert af fíkniefnum og gistu allir fangageymslur í nótt. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Að sögn lögreglu eru hinir handteknu allir á tvítugs-og þrítugsaldri. 3.11.2007 10:19 Ellefu gistu fangageymslur í Reykjavík Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Ellefu gistu fangageymslur vegna ölvunar og sjö manns voru teknir fyrir brot á lögreglusamþykkt. Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þá var talsvert um útköll hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og óspekta en mikil sýnileg ölvun var í miðbænum þar í nótt. 3.11.2007 10:06 Heitir stuðningi við íbúa í Tabasco héraði Felipe Calderon, forseti Mexíkó, hefur heitið ríflegum opinberum stuðningi til íbúa í Tabaskó-héraði þar sem einhver verstu flóð Mexíkó í hálfa öld hafa hrifsað heimili af rúmlega átta hundruð þúsund manns. Áttatíu prósent þessa olíuhéraðs eru undir vatni. 3.11.2007 09:57 Vítisenglar sendir heim í fylgd lögreglumanna Vítisenglarnir átta sem lögregla stöðvaði í Leifsstöð í gær við komuna til landsins voru fluttir til síns heima nú í morgunsárið. Tveir lögreglumenn munu fylgdu hverjum manni í flugvélunum. Sjö þeirra voru fluttir til Noregs en einn til Danmerkur og því munu alls sextán lögreglumenn halda utan með mótorhjólamönnunum. 3.11.2007 08:00 Enn einn engillinn stöðvaður Einn maður sem talinn er vera meðlimur í Vítisenglunum var handtekinn í Leifsstöð nú í kvöld en hann kom með flugi frá Kaupmannahöfn. Manninum verður að öllum líkindum synjað um landgöngu rétt eins og hinum vítisenglunum sjö sem teknir voru við komuna til landsins í dag. 2.11.2007 23:08 Sjö vítisenglum synjað um leyfi til landgöngu Íslensk lögregluyfirvöld synjuðu sjö norrænum félögum í vélhjólasamtökunum Hell’s Angels um leyfi til landgöngu við komu þeirra til landsins í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fólkið, sem kom hingað til lands með tveimur vélum frá Noregi, hafi ætlað að sækja veislu, sem vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur boðað til í miðborg Reykjavíkur um helgina. 2.11.2007 22:12 Myndband: Vísir vitni að Vítisenglahandtöku Vísir var við landganginn þegar Vítisenglarnir komu með seinni vélinni frá Osló í kvöld. Vélin lenti klukkan 18:26 og voru hátt í 50 lögreglumenn sem tóku á móti hópnum. Vísir náði upp á myndband þegar einn Vítisenglanna var leiddur á brott í lgreglufylgd. 2.11.2007 20:36 Handritshöfundar ætla í verkfall Samtök handritshöfunda í Hollywood tilkynntu í kvöld að þeir hyggist leggja niður vinnu sína frá og með næstkomandi mánudegi. Höfundarnir krefjast þess að fá stærri hlut af sölu á DVD diskum. 2.11.2007 22:52 Lögmaður Vítisengla hefur enn ekki hitt þá Oddgeir Einarsson, lögmaður tveggja vítisengla sem handteknir voru í Leifsstöð fyrr í dag hefur enn ekki fengið að hitta skjólstæðinga sína. Hann hefur engar upplýsingar fengið um málið og er farinn aftur til Reykjavíkur. Hann segir að ef svo fari að mönnunum verði vísað úr landi án þess að fá aðstoð lögfræðings væri það magnað. 2.11.2007 20:49 Tíu til tólf handteknir til viðbótar Tíu til tólf karlmenn voru handteknir á Keflavíkurflugvelli nú í kvöld þegar seinni vélin frá Osló lenti klukkan 18.26. Þeir eru grunaðir um að vera meðlimir í mótorhjólasamtökunum Hells' Angels og samkvæmt heimildum Vísis voru nokkrir þeirra í leðurvestum merktum samtökunum. Von er á fleiri vítisenglum í kvöld þegar vélin frá Kaupmannahöfn lendir klukkan tíu. 2.11.2007 19:29 Glitnir ásælist Þeistareyki Landsvirkjunarmenn og Húsvíkingar fóru í hart í vor gegn áformum Akureyringa um að hleypa Glitni að jarðhitanýtingu Þeystareykja. Landsvirkjun óttaðist að missa forystuhlutverk sitt og Húsvíkingar að orkuöflun vegna álvers á Bakka yrði ógnað. 2.11.2007 19:24 Hvarf hljóðfæra úr Smáraskóla kært til lögreglu Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær að vísa til opinberrar rannsóknar lögreglu hvarfi á hljóðfærum og hljómflutningstækjum úr Smáraskóla. 2.11.2007 19:22 Áhersla á launahækkanir sem tryggi kaupmátt Þingi Landsambands íslenzkra verzlunarmanna lauk í dag og en á þinginu var meðal annars ályktað um kjaramál. Landsambandið leggur áherslu á að í komandi kjarasamningum verði samið um launahækkanir sem tryggi launafólki aukinn kaupmátt. 2.11.2007 19:16 Hættir hjá LHG eftir 35 ára starf Í dag lét Tómas Helgason flugstjóri af störfum eftir tæplega 35 ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslu Íslands. „Tómas hóf störf hjá Landhelgisgæslunni í febrúar árið 1973 og starfaði þá á fyrstu Fokker flugvélinni, TF-SYR. Eftir um 15 ára starf á flugvélinni starfaði hann sem þyrluflugmaður og flugstjóri í allnokkur ár, þar til hann snéri sér alfarið að flugi á núverandi Fokker vél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN. Þeirri vél hafði hann jafnframt flogið samhliða þyrlufluginu,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 2.11.2007 19:10 Áhyggur af framhaldinu á Srí Lanka Blikur eru á lofti á Srí Lanka eftir að helsti samningamaður skæruliða Tamíltígra féll ásamt fimm öðrum háttsettum mönnum í loftárás stjórnarhersins í morgun. 2.11.2007 19:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ósátt um jafnréttisfrumvarp Jóhönnu Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við að hann og nokkrir aðrir þingmenn flokksins greiði atkvæði gegn ýmsum ákvæðum nýs frumvarps Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um jafnréttismál, eða sitji hjá við atkvæðagreiðslu þeirra. 4.11.2007 13:16
Hermönnum skilað Skæruliðar Kúrda létu í morgun lausa átta tyrkneska hermenn sem þeir tóku höndum í umsátri í síðasta mánuði. Óvíst er hvort það dugar til að koma í veg fyrir innrás Tyrkja í Norður-Írak. 4.11.2007 12:08
Þingkosningum frestað Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun. 4.11.2007 11:56
Bifhjólamaður féll í götuna Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjólinu á Sandgerðisvegi rétt við Sandgerði um hálftvöleytið í nótt og féll í götuna. Hann kvartaði undan meiðslum í mjöðm, baki og hendi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á Landsspítalann til skoðunar. Hjólið hafnaði utan vegar og var fjarlægt af vettvangi með kranabifreið. Þá stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum tvo ökumenn, grunaða um ölvun við akstur, á Njarðarbraut í Reykjanesbæ nú undir morgunsárið. 4.11.2007 10:55
Annríki hjá Selfosslögreglu Karlmaður var fluttur á slysadeild Landspítalans með höfuðhögg eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í sumarbústað skammt frá Selfossi rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. 4.11.2007 10:41
Björgunarsveitin Þorbjörn er 60 ára Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er 60 ára um þessar mundir. Hún hefur bjargað rúmlega 230 mannslífum úr sjávarháska á þeim tíma og síðastliðin ár hefur hún verið kölluð út að meðaltali 38 sinnum á ári. 4.11.2007 10:35
Landsbjörg stendur í ströngu vegna rjúpnaveiðimanna Björgunarsveitir Landsbjargar hafa staðið í ströngu vegna rjúpnaveiðimanna í uppsveitum Árnessýslu síðustu tvo sólarhringa. 4.11.2007 10:28
Kúrdar slepptu átta tyrkneskum hermönnum Skæruliðar Kúrda létu í morgun lausa átta tyrkneska hermenn sem þeir tóku höndum í umsátri í síðasta mánuði. 4.11.2007 10:22
Sarkozy er farinn til Tjad Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hélt í morgun af stað til Afríkuríkisins Tjad til að semja um lausn sautján Evrópubúa sem eru þar í haldi - sakaðir um tilraun til að ræna fjölda barna þaðan. 4.11.2007 10:02
Borgarneslögreglan leitaði týnds manns Lögreglan í Borgarnesi var kölluð út klukkan ellefu í gærkvöld vegna manns sem hafði ekki skilað sér í bústað í Húsafelli. Lögreglan hóf þá leit að manninum og um hálf tvö í nótt var Björgunarsveitin Ok í Reykholtsdal kölluð út. 4.11.2007 09:59
Stjórnarandstæðingar handteknir í Pakistan Fjölmargir stjórnarandstæðingar í Pakistan hafa verið handteknir í gær og í nótt eftir að Pervez Musharraf, forseti, tók sér alræðisvald um leið og neyðarlög voru sett í landinu í gær. 4.11.2007 09:54
Fangageymslur fylltust í nótt Alls gistu sautján manns fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur fullar. Mikill erill var hjá lögreglunni. Talsvert var um minniháttar slagsmál og pústra. 4.11.2007 09:51
Bretar áhyggjufullir yfir ástandinu í Pakistan Stjórnvöld í Bretlandi segjast áhyggjufull yfir neyðarlögunum sem Musharraf forseti lýsti yfir í Pakistan í dag. 3.11.2007 22:45
Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli: Aðgerðir báru tilætlaðan árangur Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Vísi fyrir fáeinum mínútum að þeir Vítisenglar sem búist hafi verið við að kæmu í dag hefðu ekki skilað sér. Enn eiga flugvélar eftir að koma frá Osló og Kaupmannahöfn í kvöld en Jóhann segir ósennilegt að nokkrir Vítisenglar séu í þeim. 3.11.2007 19:54
Segir Musharraf vilja seinka kosningum Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, sagði í dag að hún héldi að með því að setja neyðarlög í landinu vilji Pervez Musharraf vilja seinka kosningum í að minnsta kosti tvö ár. 3.11.2007 20:13
Eldur á Austurströnd Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Austurströnd á Seltjarnarnesi klukkan tuttugu mínútur yfir sex í dag. Talið er að kveiknað hafi í á svölum húss. Að sögn slökkviliðsmanna er eldurinn minniháttar og gengur greiðlega að slökkva hann. Búist er við að slökkvistarfi ljúki fljótlega. 3.11.2007 18:46
Segir grundvallarmannréttindi ekki hafa verið brotin Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafnar því alfarið að grundvallarmannréttindi Vítisenglanna sem vísað var úr landi í dag hafi verið brotin. Vítisenglar stundi glæpastarfsemi um allan heim sem beri að vernda almenning fyrir. 3.11.2007 19:23
Verstu flóð í hálfa öld Nærri milljón íbúar í Tabasco-héraði í Suður-Mexíkó hafa misst heimili sín í einhverjum mestu flóðum í landinu í hálfa öld. Um 80% héraðsins eru undir vatni. Mikilli rigningu er spáð á svæðinu um helgina. 3.11.2007 18:45
Neyðarlög í Pakistan Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum. 3.11.2007 18:30
Deilt um starfsemi REI á Filippseyjum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur gagnrýna meirihluta stjórnarinnar fyrir skamman fyrirvara sem stjórnarmönnum var gefin til að taka afstöðu til áframhaldandi stuðnings Orkuveitunnar við útrásarverkefni Reykjavik Energy Invest á Filipseyjum. 3.11.2007 17:07
Vítisenglar íhuga málssókn Oddgeir Einarsson, lögmaður Vítisengla, segir að þeir félagar úr mótorhjólasamtökunum sem stöðvaðir voru í Leifsstöð í gær, íhugi þann möguleika að stefna íslenskum yfirvöldum vegna aðgerða þeirra. „Við erum með þetta mál í skoðun athuga hvort það sé grundvöllur fyrir málsókn,“ segir Oddgeir. 3.11.2007 16:31
Áfram eftirlit vegna Vítisengla Aðgerð lögregluyfirvalda vegna komu norrænna félaga í Vítisenglum hingað til lands er ekki lokið. Fylgst verður með komuflugi til landsins um helgina og samkvæmi sem vélhjólaklúbburinn Fafner-MC Iceland hafði boðað til í Reykjavík. 3.11.2007 14:23
Bandarískt sjónvarp í óvissu Framtíð margra þekktustu sjónvarpsþátta Bandaríkjanna er í óvissu eftir að bandlag handritshöfunda í Hollywood samþykkti í gærkvöldi að boða til verkfalls á mánudag. Viðræður samningsaðila hafa siglt í strand og ólíklegt talið að verkfalli verði forðað. 3.11.2007 13:20
Mills missir sig Fyrirsætan fyrrverandi Heather Mills óttast um líf sitt og segist fá verri umfjöllun í fjölmiðlum en barnaníðingar. Mills stendur í ljótum skilnaði við Bítilinn Paul McCartney og hefur hafið sjarmasókn í sjónvarpi beggja vegna Atlantshafsins. 3.11.2007 13:16
Kjarnorkusérfræðingar í Norður-Kóreu Bandarískir kjarnorkusérfræðingar skoða í dag kjarnakljúfinn í Yongbyon í Norður-Kóreu. Þeirra verk verður að rífa hann og hefjast þeir handa við það á mánudaginn. Það er stórt skref fyrir ráðamenn í Pyongyang - sem hafa heitið því að leggja kjarnorkuáætlun sína á hilluna. 3.11.2007 13:07
Ráðist gegn PKK Hérðasstjórn Kúrda lét í morgun loka skrifstofum skæruliðahóps aðskilnaðarsinna í norðurhluta Íraks. Forsætisráðherra landsins sagði í morgun að allt yrði gert til að stöðva skæruliðana og koma í veg fyrir innrás Tyrkja. 3.11.2007 12:14
Fleiri Vítisenglar væntanlegir Lögreglan á von á fleiri Vítisenglum til landsins síðar í dag. Það eru grundvallarmannréttindi að menn fái að ræða við lögmann þegar þeim er haldið gegn vilja sínum, segir lögmaður tveggja Vítisengla sem komu til landsins í gær. 3.11.2007 12:00
Forsætisráðherra Íraks vill harðar aðgerðir gegn skæruliðum Kúrda Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, heitir því að hart verði tekið á skæruliðum Kúrda í norðurhluta landsins. 3.11.2007 10:50
Talsverður eldur í Mörkinni Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað að nýbyggingu í Mörkinni um klukkan hálf tvö í nótt. Talsverður eldur logaði í rafmagnstöflu í kjallara byggingarinnar og lagði mikinn reyk um allt húsið. 3.11.2007 10:35
Krefjast þess að stjórnvöld efni loforð sín Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis krefst þess að stjórnvöld efni loforð um aðgerðir í atvinnumálum í ályktun þar sem félagið harmar uppsagnir nærri tuttugu starfsmanna hjá GPG Fiskverkun og Sniðlum síðustu daga á Raufarhöfn og í Mývatnssveit. 3.11.2007 10:25
Fundu töluvert fíkniefnamagn á Selfossi Mikill erill var hjá lögreglunni á Selfossi í nótt. Sex voru handteknir við húsleit lögreglu í heimahúsi á Selfossi um þrjú leytið. Þar fannst töluvert af fíkniefnum og gistu allir fangageymslur í nótt. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Að sögn lögreglu eru hinir handteknu allir á tvítugs-og þrítugsaldri. 3.11.2007 10:19
Ellefu gistu fangageymslur í Reykjavík Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Ellefu gistu fangageymslur vegna ölvunar og sjö manns voru teknir fyrir brot á lögreglusamþykkt. Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þá var talsvert um útköll hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og óspekta en mikil sýnileg ölvun var í miðbænum þar í nótt. 3.11.2007 10:06
Heitir stuðningi við íbúa í Tabasco héraði Felipe Calderon, forseti Mexíkó, hefur heitið ríflegum opinberum stuðningi til íbúa í Tabaskó-héraði þar sem einhver verstu flóð Mexíkó í hálfa öld hafa hrifsað heimili af rúmlega átta hundruð þúsund manns. Áttatíu prósent þessa olíuhéraðs eru undir vatni. 3.11.2007 09:57
Vítisenglar sendir heim í fylgd lögreglumanna Vítisenglarnir átta sem lögregla stöðvaði í Leifsstöð í gær við komuna til landsins voru fluttir til síns heima nú í morgunsárið. Tveir lögreglumenn munu fylgdu hverjum manni í flugvélunum. Sjö þeirra voru fluttir til Noregs en einn til Danmerkur og því munu alls sextán lögreglumenn halda utan með mótorhjólamönnunum. 3.11.2007 08:00
Enn einn engillinn stöðvaður Einn maður sem talinn er vera meðlimur í Vítisenglunum var handtekinn í Leifsstöð nú í kvöld en hann kom með flugi frá Kaupmannahöfn. Manninum verður að öllum líkindum synjað um landgöngu rétt eins og hinum vítisenglunum sjö sem teknir voru við komuna til landsins í dag. 2.11.2007 23:08
Sjö vítisenglum synjað um leyfi til landgöngu Íslensk lögregluyfirvöld synjuðu sjö norrænum félögum í vélhjólasamtökunum Hell’s Angels um leyfi til landgöngu við komu þeirra til landsins í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fólkið, sem kom hingað til lands með tveimur vélum frá Noregi, hafi ætlað að sækja veislu, sem vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur boðað til í miðborg Reykjavíkur um helgina. 2.11.2007 22:12
Myndband: Vísir vitni að Vítisenglahandtöku Vísir var við landganginn þegar Vítisenglarnir komu með seinni vélinni frá Osló í kvöld. Vélin lenti klukkan 18:26 og voru hátt í 50 lögreglumenn sem tóku á móti hópnum. Vísir náði upp á myndband þegar einn Vítisenglanna var leiddur á brott í lgreglufylgd. 2.11.2007 20:36
Handritshöfundar ætla í verkfall Samtök handritshöfunda í Hollywood tilkynntu í kvöld að þeir hyggist leggja niður vinnu sína frá og með næstkomandi mánudegi. Höfundarnir krefjast þess að fá stærri hlut af sölu á DVD diskum. 2.11.2007 22:52
Lögmaður Vítisengla hefur enn ekki hitt þá Oddgeir Einarsson, lögmaður tveggja vítisengla sem handteknir voru í Leifsstöð fyrr í dag hefur enn ekki fengið að hitta skjólstæðinga sína. Hann hefur engar upplýsingar fengið um málið og er farinn aftur til Reykjavíkur. Hann segir að ef svo fari að mönnunum verði vísað úr landi án þess að fá aðstoð lögfræðings væri það magnað. 2.11.2007 20:49
Tíu til tólf handteknir til viðbótar Tíu til tólf karlmenn voru handteknir á Keflavíkurflugvelli nú í kvöld þegar seinni vélin frá Osló lenti klukkan 18.26. Þeir eru grunaðir um að vera meðlimir í mótorhjólasamtökunum Hells' Angels og samkvæmt heimildum Vísis voru nokkrir þeirra í leðurvestum merktum samtökunum. Von er á fleiri vítisenglum í kvöld þegar vélin frá Kaupmannahöfn lendir klukkan tíu. 2.11.2007 19:29
Glitnir ásælist Þeistareyki Landsvirkjunarmenn og Húsvíkingar fóru í hart í vor gegn áformum Akureyringa um að hleypa Glitni að jarðhitanýtingu Þeystareykja. Landsvirkjun óttaðist að missa forystuhlutverk sitt og Húsvíkingar að orkuöflun vegna álvers á Bakka yrði ógnað. 2.11.2007 19:24
Hvarf hljóðfæra úr Smáraskóla kært til lögreglu Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær að vísa til opinberrar rannsóknar lögreglu hvarfi á hljóðfærum og hljómflutningstækjum úr Smáraskóla. 2.11.2007 19:22
Áhersla á launahækkanir sem tryggi kaupmátt Þingi Landsambands íslenzkra verzlunarmanna lauk í dag og en á þinginu var meðal annars ályktað um kjaramál. Landsambandið leggur áherslu á að í komandi kjarasamningum verði samið um launahækkanir sem tryggi launafólki aukinn kaupmátt. 2.11.2007 19:16
Hættir hjá LHG eftir 35 ára starf Í dag lét Tómas Helgason flugstjóri af störfum eftir tæplega 35 ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslu Íslands. „Tómas hóf störf hjá Landhelgisgæslunni í febrúar árið 1973 og starfaði þá á fyrstu Fokker flugvélinni, TF-SYR. Eftir um 15 ára starf á flugvélinni starfaði hann sem þyrluflugmaður og flugstjóri í allnokkur ár, þar til hann snéri sér alfarið að flugi á núverandi Fokker vél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN. Þeirri vél hafði hann jafnframt flogið samhliða þyrlufluginu,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 2.11.2007 19:10
Áhyggur af framhaldinu á Srí Lanka Blikur eru á lofti á Srí Lanka eftir að helsti samningamaður skæruliða Tamíltígra féll ásamt fimm öðrum háttsettum mönnum í loftárás stjórnarhersins í morgun. 2.11.2007 19:00