Fleiri fréttir

Fé kastað á glæ og orðsporið skaðað

„Þessi afdráttarlausa niðurstaða kemur mér á óvart og veldur mér vonbrigðum,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnar­formaður Reykjavik Energy Invest (REI). „Nú þurfum við að fara yfir afleiðingar þessarar niðurstöðu og skoða hver staða REI er í ljósi hennar.“

Fíkniefnin í flotholtum

Hluti fíkniefnanna sem tekin voru í skútu í Fáskrúðs­fjarðarhöfn á dögunum var falinn í flotholtum. Önnur efni voru geymd í töskum um borð.

Vill nafn sitt afmáð úr fréttum

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögfræðingur Loga Freys Einarssonar, sem grunaður var um að hafa átt aðild að Pólstjörnumálinu á Fáskrúðsfirði, hefur farið fram á það við ritstjóra Vísis að nafn Loga verði afmáð úr öllum fréttum í fréttasafni Vísis.

Ritstjóri DV ekki hafður með í ráðum

Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri DV, var ekki hafður með í ráðum þegar ákveðið var að sameina fréttastofur DV, dv.is og tímaritsins Mannlífs. Þetta kom fram í máli hans í útvarpsþættinum Kvöldsögur á Bylgjunni með Önnu Kristine, sem einnig er starfsmaður DV.

Vopn og fíkniefni fundust hjá Fáfnismönnum

Samkvæmt heimildum Vísis lagði lögreglan hald á tölvur, vopn og fíkniefni í húsleit sinni hjá mótorhjólaklúbbi Fáfnis í dag. Húsleitin tengist rannsókn á fíkniefnamáli en lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu.

Þrír menn úrskurðaðir í farbann vegna nauðgunarmáls

Þrír menn voru úrskurðaðir í farbann til 17. desember næstkomandi að beiðni lögreglustjórans á Selfossi vegna rannsókn nauðgunarmálsins. Sakborningar voru leiddir fyrir dómara síðdegis í dag þar sem þeir gáfu skýrslu.

Herjólfur fastur í Þorlákshöfn

Herjólfur er fastur í Þorlákshöfn þessa stundina. Skipstjóri Herjólfs vill ekki leggja í hann vegna veðurs og ætlar að bíða þar til lægir. 8 metra ölduhæð er á milli lands og eyja.

Björgunarsveitir aðstoða fleiri rjúpnaskyttur

Björgunarsveitirnar Biskup og Ingunn aðstoðuðu í dag rjúpnaskyttur sem sátu fastar í mikilli aurbleytu við Bláfellsháls. Sveitirnar voru kallaðar út um klukkan tvö í dag en aðgerðum lauk um áttaleytið í kvöld.

Giuliani móðgar Breta

Alan Johnson, heilbrigðismálaráðherra Bretlands, gagnrýndi í dag auglýsingar sem Rudy Giuliani hefur notað til að kynna forsetaframboð sitt í Bandaríkjunum. Í auglýsingunum lofar Guiliani bandaríska heilbrigðiskerfið á kostnað þess breska.

Stálu bíl foreldranna og keyrðu þúsund kílómetra

Tveir fjórtán ára gamlir drengir sem hurfu sporlaust í bænum Ry í Danmörku á þriðjudaginn fundust við landamærastöð í Sviss í dag. Drengirnir stálu bíl foreldra sinna og keyrðu nærri eitt þúsund kílómetra í gegnum að minnsta kosti þrjú lönd.

Brunaútkall á Akureyri

Slökkvilið Akureyrar var kallað að Verkmenntaskólanum þar í bæ um klukkan sjö í kvöld eftir að eldur kviknaði í sagi á trésmíðaverkstæði skólans. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Reyndi að smygla steralyfjum inn til landsins

Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag gert að greiða 120 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa flutt lyf ólöglega til landsins. Þá var manninum einnig gert að greiða 340 þúsund krónur í sakarkostnað.

Stýrivaxtahækkun kom mörgum á óvart

Ákvörðun Seðlabankans í morgun um að hækka stýrivexti kom mörgum á óvart en vextir höfðu verið óbreyttir frá því í desember á síðasta ári.

Útafakstur á Hellisheiði

Útafakstur varð á Suðurlandsvegi á Hellisheiði um klukkan 18.40 í dag. Engan sakaði að sögn lögreglu.

Minni áhrif en almennt var talið

Ákvörðun Kaupþings um að taka upp Evru hefur ekki almennt þær stórkostlegu afleiðingar sem ýmsir hafa talið segir Davíð Oddsson. Um miðjan september tók hann þó nokkuð dýpra í árina.

Tala látinna vegna Noels hækkar

Hitabeltisstormurinn Noel hefur nú orðið að minnsta kosti 100 manns að bana í Karabíska hafinu. Storminum hafa fylgt mikil flóð og í Dóminíska lýðveldinu hafa 25 þúsund manns þurft að flýja heimili sín.

Stöðvaði 15 ára ökumann

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði 15 ára ökumann við almennt umferðareftirlit í nótt. Eigandi bifreiðarinnar sat í farþegasæti bifreiðarinnar og hafði veitt þeim unga til að aka eins og segir í frétt lögreglunnar. Báðir eiga von á kæru fyrir athæfi sitt.

Fyrsta raforkan frá Kárahnjúkum

Orkan frá Kárahnjúkum var í fyrsta sinn notuð til að framleiða rafmagn í dag, - í tilraunaskyni, en stefnt er að því virkjunin verði gangsett eftir helgi.

Djúpivogur vill sameinast Egilsstöðum

Sveitarstjórnir Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs hafa ákveðið að hefja viðræður um sameiningu. Minni sveitarfélög eru svelt til hlýðni, segir sveitarstjóri Djúpavogs.

Tugir falla í átökum á Sri Lanka

Að minnsta kosti 31 Tamil tígri féll í átökum milli þeirra og stjórnarhermanna á Sri Lanka í dag. Talsmenn Tamil tígra segjast hafa fellt 25 stjórnarhermenn í átökunum en yfirmenn hersins segja tvo hermenn hafa fallið.

Hagar biðja Samkeppniseftirlitið að rannsaka áskanir um samráð

Hagar, sem meðal annars reka Bónus og Hagkaup, hafa sent Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem fyrirtækið óskar eftir því að stofnunin hefji nú þegar rannsókn á tilhæfulausum ásökunum á hendur fyrirtækjum Haga þess efnis að fyrirtækin séu aðilar að ólögmætu samráði á matvörumarkaðnum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Harma fundarhöld stjórnenda í ógeðfelldum iðnaði

Fundir og kaupstefnur vopnaframleiðenda hér á landi samrýmast ekki því markmiði að kynna Reykjavík sem miðstöð friðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu borgarstjórnarflokks Vinstri grænna. Flokkurinn harmar að Reykjavík sé gerð að vettvangi fundarhalda stjórnenda í þessum ógeðfellda iðnaði.

Þrettán Litháar áfram í farbanni

Þrettán Litháar, sem grunaðir eru um stófelldan þjófnað úr fjölmörgum verslunum á höfuðborgarsvæðinu, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi farbann til 13. nóvember.

Sýknaðir af því að grípa í pung skipsfélaga síns

Tveir togarasjómenn voru í dag sýknaðir af því að grípa harkalega í pung skipsfélaga síns með þeim afleiðingum að hann lá sár eftir. Héraðsdómur hafði sakfellt mennina fyrir verknaðinn og dæmt þá í þriggja og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en Hæstiréttur koms að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri mennina.

50 þúsund krónur í bætur fyrir hlerun

Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða karlmanni 50 þúsund krónur í skaðabætur vegna vegna þess að sími hans var hleraður í tvær vikur í tengslum við bruna á Sauðárkróki fyrir um þremur árum.

Húsleit í klúbbhúsi Fáfnismanna

Lögreglan í Reykjavík gerði húsleit í klúbbhúsi Fáfnismanna við Frakkastíg fyrir hálftíma síðan. Voru um tuttugu sérsveitarmenn sem brutust inn í húsið þar sem Jón Trausti Lúthersson meðlimur samtakanna var innan dyra.

Níu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot og fyrir bensínstuld. Var það sami dómur og hann fékk í héraðsdómi.

Ráðuneytisstjóri fauk eftir koss

Ráðuneytisstjóri í sænska forsætisráðuneytinu hefur sagt af sér eftir að myndir birtust af henni ölvaðri að kyssa sjónvarpsfréttamann á krá í Stokkhólmi.

Ekki von á viðbrögðum frá Geysi Green að svo stöddu

Engin viðbrögð hafa borist frá Geysi Green Energy í kjölfar þess að borgarráð samþykkti að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og GGE. Auður Nanna Baldvinsdóttir, kynningarfulltrúi GGE, segir að ekki sé von á viðbrögðum í dag.

Vilja færa ákvæði stjórnarskrár til nútímans

Þrír þingmenn Samfylkingarinnar, Ellert B. Schram, Gunnar Svavarsson og Katrín Júlíusdóttir, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem snúa að forsetanum.

Fiskvinnslufólk fær 217 milljónir í aukabætur

Stjórnarfrumvarp hefur verið lagt fram á alþingi sem gerir ráð fyrir aukagreiðslum til þess fiskvinnslufólks sem verður atvinnulaust vegna kvótaskerðingarinnar. Er gert ráð fyrir að eyða 77 milljónum kr. á þessu ári og 140 milljónum kr. á næsta ári úr ríkissjóði sökum þessa eða samtals 217 milljónum kr.

Kráareigendur safna undirskriftum

Félag kráareigenda í Reykjavík hefur hafið undirskriftasöfnun á netinu þar sem fyrirætlunum borgaryfirvalda um að stytta opnunartíma nokkurra skemmtistaða í miðbænum er mótmælt. Í tilkynningu frá félaginu segir að kráareigendur hafi fyrir því áreiðanlegar heimildir að fyrirhuguð stytting opnunartíma staðanna Q-bar, Mónakó og Monte Carlo sé „einungis byrjunin á því að stytta opnunartíma skemmtistaða," í borginni.

Menn njóti rjúpnaveiða

Varaformaður Skotveiðifélags Íslands segir nýhafið rjúpnaveiðitímabil leggjast vel í veiðimenn og að félagið sé fylgjandi þeirri aðferðafræði sem stjórnvöld noti við ákvörðun um rjúpnaveiðar. Hann leggur áherslu á að menn njóti þess að vera á veiðum og segir veiðimenn almennt jákvæða gagnvart hófsamlegum veiðum.

Sjá næstu 50 fréttir