Fleiri fréttir

Tony Blair hreinsaður af áburði

Breski ríkissaksóknarinn tilkynnti í dag að engar sannanir hefðu fundist fyrir því að Verkamannaflokkurinn hafi lofað auðkýfingum aðalstitlum í staðinn fyrir lán og annan fjárhagsstuðning. Því verði engar ákærur lagðar fram. Rannsókn á þessu máli hefur verið sem svart ský yfir ríkisstjórn Tony Blairs síðastliðna 16 mánuði.

Hæstiréttur Pakistan ógildir ákvörðun Musharraf

Hæstiréttur Pakistan ógilti í dag brottrekstur æðsta dómara landsins en Pervez Musharraf, forseti Pakistan, rak hann úr embætti fyrir fjórum mánuðum síðan. Iftikhar Chaudhry varð táknmynd og sameiningarafl andstæðinga Musharraf eftir að hann neitaði að samþykkja brottreksturinn.

Síðasti dagur vinnuferðar í Ísrael

Formlegri dagskrá í vinnuferð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra til Ísrael og Palestínu lauk nú rétt fyrir fréttir. Ráðherrann heimsótti Aida flóttamannabúðirnar utan við Betlehem í morgun. Búðirnar voru settar á stofn af flóttamannaaðstoð Palestínumanna á sjötta áratugnum.

Blair tekinn við friðarhlutverki

Tony Blair hóf formlega hlutverk sitt sem sérstakur sáttasemjari í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs í gær. Þá hélt hinn svokallaði Kvartett Mið-Austurlanda blaðamannafund í Lissabon í Portúgal. Blair vísaði á bug fullyrðingum um að takmarkað umboð hans, og vilji hópsins til að sniðganga Hamasliða, myndi gera verkefnið að engu.

Heimsmeistararnir komnir heim

Skáksveit Salaskóla sem varð heimsmeistarar í sveitaskák í Tékklandi í vikunni, kom heim til Íslands í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar verða heimsmeistarar í sveitaskák

Skvettu málningu á íslenska ræðismannsskrifstofu

Málningu var slett á á húsnæði íslensku ræðismannsskrifstofunnar í Edinborg klukkan hálfsex í morgun. Skrifað var með gulum stöfum að allur heimurinn væri að fylgjast með Íslandi. Á tröppur húsnæðisins var málað "Íslandi blæðir". Samkvæmt dagblaðinu Evening news í Skotlandi hafa samtökin Saving Iceland lýst verknaðinum á hendur sér.

Varar hjólhýsaeigendur við hvassviðri á Snæfellsnesi

Mikið hvassviðri gengur nú yfir Snæfellsnes og getur verið varhugavert fyrir hjólhýsaeigendur að vera á ferðinni. Vindhraði er víða um 20 metrar á sekúndu einkum á norðanverðu nesinu og í námunda við fjallaskörð.

Ná ekki að nýta ýsuna til fulls

Útgerðarmenn telja nánast útilokað að hægt verði að nýta allan ýsukvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Enn á eftir að veiða um fjórðung kvótans eða um 33 þúsund tonn.

Samtök atvinnulífsins vilja að Hagstofan taki við verðlagseftirliti

Samtök atvinnulífsins vilja að Hagstofa Íslands taki við verðlagseftirliti í matvöruverslunum af Alþýðusambandi Íslands. Samtökin hafa sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þessa efni. Þá kvarta þau ennfremur undan óvönduðum vinnubrögðum verðlagseftirlits Alþýðusambandsins.

Varnarmálaráðuneytið húðskammar Hillary

Bandaríska varnarmálaráðuneytið gagnrýnir Hillary Clinton harkalega í svari við bréfi sem hún sendi ráðuneytinu vegna Íraksstríðsins. Í svarinu er hún sögð leggja óvinum Bandaríkjanna lið í áróðursstríði þeirra.

Evrópusambandið reynir að fá sexmenninga til Búlgaríu

Evrópusambandið reynir nú hvað það getur til þess að fá fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og einn lækni til Búlgaríu. Fólkið á að afplána lífstíðardóm og Evrópusambandið vill að það afpláni í Búlgaríu. Einnig gæti forseti Búlgaríu náðað fólkið ef það fær að afplána dóma sína þar.

Vegslóða um Öskjuhlíð lokað að hluta

Vegslóða um Öskjuhlíð frá Hlíðarfæti að Kirkjugörðum Reykjavíkur hefur verið lokað vegna framkvæmda við lóð Háskólans í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður til haustsins 2009 eða þar til byggingaframkvæmdum lýkur.

Steikin mengar jafn mikið og heimilisbíllinn

Framleiðsla á kílói af nautakjöti losar um það bil sama magn gróðurhúsalofttegunda og að keyra heimilisbílinn frá Reykjavík til Blönduóss. Japanskir vísindamenn komust að þessu með útreikningum á ýmsum þáttum nautakjötsframleiðslu.

Vatnsfjarðarvegur lokaður vegna framkvæmda

Vatnsfjarðarvegur númer 633 verður lokaður til hádegis á morgun vegna vegaframkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá er í gildi viðvörun vegna tjörublæðinga í slitlagi á Kræklingarhlíð norðan Akureyrar. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og fylgja fyrirmælum um lækkun á umferðarhraða.

Brown og Sarkozy funduðu í morgun

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakka, hittust í morgun í fyrsta sinn síðan þeir tóku við embættum sínum. Á fréttamannafundi sem þeir héldu, sem var í beinni útsendingu hér á Vísi, ræddu þeir um loftslagsbreytingar og þróun mála í Afríku.

Forsætisráðherra Kosovo vill sjálfstæði

Forsætisráðherra Kosovo, Agim Ceku, sagði í dag að héraðið ætti að lýsa einhliða yfir sjálfstæði sínu frá Serbíu þann 28. nóvember næstkomandi. Ceku sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu brugðist Kosovo og því væri þetta eina leiðin.

Laun hækkuðu í júnímánuði

Laun hækkuðu að meðaltali um 0,6 prósent í síðasta mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar á launavísitölunni. Frá áramótum hafa laun hækkað um 2,4 prósent.

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar

Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,3 prósentur frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Reiknuð eftir verðlagi um miðjan júlí mældist vísitalan 372 stig. Vísitalan gildir fyrir ágúst.

Stjórnvöld í Eþíópíu náða 38 stjórnarandstæðinga

Stjórnvöld í Eþíópíu frelsuðu í morgun 38 stjórnarandstæðinga sem voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í liðinni viku fyrir að efna til mótmæla og ofbeldis í kringum kosningarnar sem fram fóru árið 2005. Gagnrýnendur stjórnvalda í landinu segja að málið hafi verið af pólitískt.

Tveir meintir hryðjuverkamenn handteknir í Bretlandi

Breska lögreglan handtók í morgun tvo menn vegna gruns um að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Mennirnir voru handteknir í Bristol en í íbúð þeirra fann lögreglan um 50 lítra af efni sem nota má til að búa til sprengju. Efnið er af svipaðri gerð og það sem notað var í sjálfsmorðssprengjuárásunum í London árið 2005.

Fjórir láta lífið í sjálfsmorðsárás í Pakistan

Fjórir létust og að minnsta kosti sex særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðurhluta Waziristan héraðsins í Pakistan í dag. Talið er að árásin sé hefndaraðgerð vegna umsáturs stjórnvalda um Rauðu moskuna í Islamabad fyrr í þessum mánuði.

Japanir þurfa að draga úr rafmagnsnotkun

Akira Amari, iðnaðar og viðskiptaráðherran Japans, hvatti í morgun japönsk fyrirtæki til að draga verulega úr rafmagnsnotkun á næstu mánuðum. Stór jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Japans á mánudaginn með þeim afleiðingum að loka þurfti stærsta kjarnorkuveri landsins.

Áhrif Uriah Heep á fiska

Finnskur vísindamaður er með heldur athyglisverða rannsókn í burðarliðnum. Á tónleikum bresku rokksveitarinnar Uriah Heep hyggst hann koma upp fimmhundruð þúsund lítra fiskabúri, fullu af fiskum, við hlið sviðsins. Á meðan tónleikum stendur ætlar hann sér að fylgjast grannt með áhrifum dynjandi þungarokksins á heilsu og atferli fiskanna.

Blair bjartsýnn á friðarviðræður

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og nýskipaður sáttasemjari Mið-Austurlanda, segist bjartsýnn á að hægt verði að koma skriði á friðarferli á milli Ísraels og Palestínu. Á fyrsta fundi sínum með Málamiðlunarkvartettinum svokallaða í Lissabon sagði hann að ekkert væri jafn mikilvægt til að tryggja frið og öryggi í heiminum.

Conrad Black frjáls þar til dómur verður kveðinn upp

Fyrrverandi fjölmiðlakóngurinn Condrad Black þarf ekki að dúsa bak við lás og slá á meðan hann bíður eftir dómsuppkvaðningu, að því er dómari í Chicago hefur úrskurðað. Black, sem var fyrir viku síðan sakfelldur af kviðdómi fyrir fjársvik og hindrun á framgangi réttvísinnar, þarf að bíða fram í nóvember eftir dómsuppkvaðningu.

Sofið fyrir utan Nexus í nótt

Þrjár 17 ára stúlkur eru búnar að koma sér fyrir fyrir utan verslunina Nexus á Hverfisgötu og ætla að vera fyrstar til að kaupa nýjustu Harry Potter bókina. Byrjað verður að selja bókina klukkan 23:01 annað kvöld.

Heilbrigðisráðherra vill bæta þjónustuna

Landsspítalinn hefur undanfarin misseri glímt við margþættan rekstrar- og starfsmannavanda, á sama tíma og stjórnvöld eyða púðrinu í að skipuleggja nýtt hátæknisjúkrahús.

Fordómar í leikskólum

Móðir einhverfs drengs segir að á þeim hafi verið brotin lög þegar syni hennar var hafnað leikskólaplássi. Hún gagnrýnir ákvörðun leikskólastjóra og segir að fordómar og geðþóttarákvörðun hafi ráðið för.

Fjöldi fólks hefur leitað aðhlynningar í kjölfar eiturefnaslyss í Úkraínu

Um 140 manns, þar af 43 börn, hafa leitað aðhlynningar á sjúkrahúsi með einkenni eitrunar í kjölfar lestarslyss sem varð nærri bænum Lviv í Úkraínu á miðvikudag. Lest, sem flutti mikið magn eiturefna, fór út af sporinu og í kjölfarið kviknaði í henni. Við það lagði þykkt eiturefnaský yfir stórt svæði.

Snæfellsjökull getur horfið á einni mannsævi

Jöklar landsins hafa rýrnað mikið á síðustu tíu árin. Haldist veðurfar óbreytt munu stærstu jöklar Íslands ekki endast nema tvö hundruð ár og Snæfellsjökull hverfa á einni mannsævi.

ASÍ segir gagnrýni Haga ómálefnalega

Forstjóri Haga segir lítið að marka verðkannanir ASÍ og telur vinnubrögð sambandsins óvönduð. Dómskvaddir matsmenn verði fengnir til að meta málflutning ASÍ af verðlagi í matvöruverslunum. Hagfræðingur ASÍ segir gagnrýni Haga vart svaraverðar og þykir ómálefnalegt af fyrirtækinu að ráðast gegn sambandinu með slíkum gífuryrðum.

Grænt samfélag og álver geta farið saman, segir bæjarstjóri.

Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjórinn í Ölfusi fagnar velgengni vatnsverksmiðju Jóns Ólafssonar og fjörutíu nýjum störfum samhliða henni. Búast má við að eitthundrað störf við fiskvinnslu fari forgörðum í Þorlákshöfn vegna skerðingar aflaheimilda.

Saksóknari efnahagsbrota heldur að sér höndum

Saksóknari efnahagsbrota gefur ekki út neinar ákærur fyrr en Hæstiréttur hefur fjallað um dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í gær. Þetta er í annað sinn sem máli er vísað frá á grundvelli þess að ekki sé heimild til þess í lögreglulögum að fela saksóknaranum sjálfstætt ákæruvald.

Tækifæri til að ná sáttum milli stríðandi fylkinga

Ráðamenn í Ísrael og Palestínu telja ákveðið tækifæri núna til að ná samningum milli stríðandi fylkinga. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem fundaði með forseta Palestínu í morgun.

Mikill hiti í jarðstreng Orkuveitunnar vegna þurrka

Jarðstrengur Orkuveitu Reykjavíkur frá Nesjavallavirkjun hefur hitnað svo mikið í þurrkunum að starfsmenn orkuveitunnar voru farnir að íhuga að vökva hann. Rigningin í nótt og í morgun dró aðeins úr spennunni hjá Orkuveitunni.

52 létu lífið í sjálfsmorðsárás í Pakistan í dag

Þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir urðu að minnsta kosti 52 að bana í Pakistan í dag. Er þetta mesta mannfall sem orðið hefur á einum degi síðan alda sjálfsmorðssprengjuárása hófst í kjölfar umsáturs stjórnvalda um Rauðu moskuna í Islamabad fyrr í þessum mánuði.

Maður talinn lærbrotinn eftir vélhjólaslys

Vélhjólamaður slasaðist á æfingabraut fyrir krossara í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var maðurinn fluttur á slysadeild og talið var að hann hefði lærbrotnað.

SVÞ taka undir með Högum hf

Samtök verslunar og þjónustu taka undir með Högum í deilum sem staðið hafa um matvöruverð að undanförnu. Forstjóri Haga sagði í dag að Alþýðusamband Íslands stundaaði atvinnuróg gegn verslunum Haga og sagði að kallaðir yrðu til dómskvaddir matsmenn til að meta fréttaflutning ASÍ af verðlagi í verslunum.

Þingmenn í Ísrael telja Ísland hafa hlutverki að gegna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir að þingmenn í Knesset, ísraelska þinginu telji Ísland hafa hlutverki að gegna í friðarumleitunum milli Ísraels og Palestínu. Ingibjörg sagði í samtali við Stöð 2 í dag, að þeir höfðu mjög ákveðnar hugmyndir um það að Ísland gæti gegnt hlutverki, rétt eins og Noregur og Sviss.

Óttast var um þýsk hjón fyrir vestan

Björgunarsveitir á vestfjörðum voru kallaðar út vegna þýskra hjóna sem voru í siglingu frá Bolungarvíkur til Súðavíkur, en leitin var afturkölluð þegar þau fundust rétt fyrir utan Súðavík. Óttast var í fyrstu að báturinn væri skemmdur, og þegar ekki náðist samband við hjónin var hafin allsherjarleit. Hjónin sigldu í litlum sjóstangveiðibát.

Sjá næstu 50 fréttir