Fleiri fréttir

Ofsóttur vegna hunds

Fyrir um þremur vikum síðar logaði netsamfélagið stafnanna á milli vegna ásakana á hendur Helga Rafn Brynjarssyni sem var sagður hafa misþyrmt hundinum Lúkasi og sparkað hann til dauða á bíladögum á Akureyri.

TF Sif líklega ónýt

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að TF Sif sé að öllum líkindum ónýt. Hann segist þegar vera búinn að gera ráðstafanir til að útvega nýja þyrlu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikil mildi að enginn hafi slasast.

Búið að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif

Búið er að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif þegar hún féll í sjóinn. Mennirnir eru allir heilir á húfi og ómeiddir samkvæmt heimildum Vísis. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið varð.

Heimilin skulda 86 milljarða í lánum í erlendri mynt

Heimilin í landinu skulda áttatíu og sex milljarða króna erlendri mynt en þetta er tólf prósent af heildarlánum heimilanna. Lánin geta stórhækkað ef gengi krónunnar fellur og hefur seðlabankastjóri varað við þeim.

Áhöfn slapp ómeidd eftir að TF Sif féll í sjóinn

TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, féll í sjóinn mitt á milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö í kvöld. Fjórir menn voru um borð en þeir sluppu allir ómeiddir. Þyrlan er enn á floti í sjónum og reynt verður að hífa hana upp.

Rekin frá Bandaríkjunum en barnið varð eftir

Dagbjört Rós Halldórsdóttir, fær ekki að snúa til Bandaríkjanna til að sækja sautján mánaða dóttur sína. Henni var vísað frá Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum en hún hafði þá ekki endurnýjað dvalarleyfi sitt. Dóttirin varð eftir í Bandaríkjunum, en Dagbjört fær ekki vegabréfsáritun til að hitta barnið.

Notuðu flygil fyrir kókaínsmygl

Fíkniefnasmyglarar leita ýmissa leiða til að koma eiturlyfjum framhjá tollvörðum. Í Kólumbíu þar sem framleiðsla kókaíns er mest á heimsvísu, munaði aðeins hársbreidd að smyglurum tækist að plata yfirvöld með því að koma á þriðja hundrað kílóum af kókaíni fyrir inni í flygli.

Eigandi Lúkasar ánægður og ringlaður yfir óvæntri upprisu hundsins

Hundurinn Lúkas er á lífi. Hann hefur nú verið týndur í tvo mánuði og var sú saga komin á kreik að tveir drengir hefðu sett hann í íþróttatösku og sparkað honum á milli sín þangað til hann drapst á Akureyri. Lögreglurannsókn var í fullum gangi þegar tíðindin bárust. Eigandi Lúkasar segist ánægður en einnig ringlaður.

Japan: Óttast geislavirkan leka úr kjarnorkuveri

Japanar óttast nú að geislavirk efni hafi lekið úr stærsta kjarnorkuveri heims í jarðskjálftanum í nótt sem var 6,8 á Richter. Annar jafnsterkur jafðskjálfti reið yfir sama svæði í dag. Að minnsta kosti sjö eru látnir og 800 slasaðir eftir jarðskjálftana.

Flutningabíll valt út í Eyjafjarðará

Betur fór en á horfðist þegar flutningabíll fór útaf vegi og valt út í Eyjafjarðará rétt innan við Hrafnagil síðdegis í dag. Bíllinn var við malarflutninga þegar slysið átti sér stað og var einn maður um borð. Hann sakaði ekki.

Um þrjú hundruð barrtré felld á Þingvöllum á næstu árum

Hátt í þrjú hundruð barrtré á Þingvöllum verða felld á næstu árum því þau teljast ekki upprunaleg samkvæmt Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Heimsminjaskrá setur það ekki að skilyrði að tréin verði felld en það verður engu að síður framkvæmt svo Þingvellir verði í sinni upprunalegu mynd frá þjóðveldistímanum.

Herflugvél skreytt hakakrossum yfir Þýskalandi

Íbúum þýska smábæjarins Löpten brá heldur betur í brún í gær þegar herflugvél skreytt hakakrossum birtist skyndilega á flugi yfir bænum. Flugvélin er frá tímum seinni heimsstyrjaldar en flug hennar var í tengslum við tökur á kvikmyndinni Valkyrjur með Tom Cruise í aðalhlutverki. Málið hefur vakið nokkra athygli í Þýskalandi og birtust myndir af vélinni yfir bænum í þýska götublaðinu Bild í dag.

Tvö stærstu fljót Kína þorna upp

Dregið hefur umtalsvert úr vatnsmagni tveggja stærstu fljóta Kína, Huang He og Yangtze. Uppsprettur fljótanna í votlendi, jöklum og fljótum hafa gengið mikið til þurrðar undanfarna fjóra áratugi. Er þetta rakið til hækkunar hitastigs jarðar.

Bush vill friðarfund milli Ísraels og Palestínu

George Bush Bandaríkjaforseti boðaði í dag til alþjóðlegs leiðtogafundar til að finna leiðir til að hefja á ný friðarviðræður milli Ísraels og Palestínu. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði haldinn síðar á þessu ári með fulltrúum Bandaríkjnna, Ísraels, Palestínumanna og arabaríkja. Bush tilkynnti líka í ávarpi í Hvíta húsinu í dag um 190 milljóna dollara aðstoð við bráðabirgðaríkisstjórn Mahmoud Abbas.

Ný bók um Baug: Framgangur Baugs vandræðamál fyrir Ísland

Íslensk stjórnvöld töldu framgang Baugs á alþjóðavettvangi vandræðamál fyrir Ísland. Þetta segja höfundar bókar um Jón Ásgeir Jóhannesson og Baug, sem kemur út í Bretlandi í haust. Í bókinni, sem heitir, Sex, Lies and Supermarkets, er fjallað um Jón Ásgeir Jóhannesson og Baug.

Fellibylir við Miðjarðarhaf

Hækkun hitastigs jarðar gæti innan fárra ára skapað fellibyli við Miðjarðarhafið. Þetta er niðurstaða rannsóknar við Háskólann í Castilla-La Mancha í Toledo á Spáni.

Hundurinn Lúkas er sagður á lífi

Hundurinn Lúkas er að öllum líkindum á lífi. Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunar á Akureyri, segir að lögreglumenn hafi ásamt eiganda hundsins séð Lúkas fyrir ofan bæinn eftir ábendingar frá vegfaranda.

Kjarnorkuver skemmdist í jarðskjálfta

Leki kom að stærsta kjarnorkuveri í heimi í miklum jarðskjálfta sem varð í Japan í dag. Bandaríkjamenn hafa boðist til að senda sérfræðinga til að hjálpa til við viðgerðir. Þremur ofnum kjarnorkuversins var lokað eftir skjálftann og er nú verið að skoða aðstæður.

Á 160 kílómetra hraða á leið til kærustunnar

Tveir ökumenn á fertugsaldri voru teknir fyrir ofsaakstur í Reykjavík á laugardag. Annar ökumaðurinn sem var á um 160 kílómetra hraða gaf þá skýringu að hann þyrfti að koma farsíma kærustunnar sem hann hafði undir höndum til hennar og mátti það ekki þola neina bið.

Húsleit gerð hjá Newcastle, Portsmouth og Rangers

Lögreglan í Englandi gerði húsleit hjá þremur knattspyrnuliðum í morgun, Newcastle, Portsmouth og Rangers, vegna gruns um spillingu. Lögreglan staðfestir að húsleitir hafi verið framkvæmdar í morgun, en tekur fram að málið tengist ekki skýrslu Stevens lávarðs um ensku úrvalsdeildina.

Bretar reka rússneska diplómata úr landi

Bresk stjórnvöld hafa rekið fjóra rússneska diplomata úr landi, vegna tregðu Rússa til að framselja meintan morðingja Alexanders Litvinenkos. Litvinenko var myrtur með geislavirku eitri í Lundúnum á síðasta ári. Rússar segjast munu bregðast við þessu útspili Breta.

Á fleygiferð um Norðurhöf

Stærsta endurgerð víkingaskips sem smíðuð hefur verið liggur nú við landfestar í Kirkwall, höfuðstað Orkneyja. Á næstu dögum heldur fleyið úr höfn og siglir suður til Skotlands.

Passið ykkur í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur varað við hrottalegum erlendum vasaþjófum sem stunda iðju sína á járnbrautarstöðinni í hjarta borgarinnar. Þjófarnir rekast harkalega utan í fólk í rúllustigunum. Fólkið ber fyrir sig hendurnar til þess að detta ekki og í látunum hreinsa þjófarnir af því veski og önnur verðmæti.

Ökumenn og bíll í annarlegu ástandi

Nítján ára piltur var tekinn í miðborginni á föstudag fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna. Með honum í bílnum voru tveir piltar og ein stúlka. Ungmennin voru öll í annarlegu ástandi og voru flutt á lögreglustöð. Ökumaður bílsins reyndist þegar hafa verið sviptur ökuleyfi og bíll hans var auk þess búinn nagladekkjum.

Beljuhlaupið í Pamplona?

Spænskar stúdínur segja að mikið kynjamisrétti felist í hinu árlega nautahlaupi í Pamplona. Þáttakendur þar séu nær eingöngu karlmenn. Þær krefjast þess að tekið verði upp sérstakt konuhlaup þar sem nautunum verður jafnframt skipt út fyrir kýr.

Leki í heimsins stærsta kjarnorkuveri

Jarðskjálftinn sem skók Japan í nótt orsakaði leka í kjarnorkuverinu Kashiwazaki-Kariwa þar í landi. Kjarnaofn í verinu sprakk og vökvi sem inniheldur geislavirk efni lak úr honum.

Deyr Harry Potter?

Útgefendur Harry Potter bókanna munu verja yfir milljarði króna til þess að tryggja að örlögum galdrastráksins verði ekki lekið út áður en síðasta bókin um hann kemur út, eftir viku. Höfundurinn J. K. Rowling upplýsti á síðasta ári að tvær aðalpersónurnar myndu týna lífinu.

Dauðadómar fyrir hópnauðganir

Fimm unglingspiltar hafa verið dæmdir til dauða í Kína fyrir að nauðga yfir fjörutíu unglingsstúlkum á þriggja ára tímabili. Margir félagar þeirra fengu langa fangelsisdóma en yfir þrjátíu piltar voru í genginu.

Keppt í kleinubakstri á Egilstöðum

Fjórðungsmót Minjasafns Austurlands í kleinubakstri var haldið á Egilstöðum í gær, en þá var jafnframt íslenski safnadagurinn. Voru keppendur beðnir um að koma með 15 bakaðar kleinur sem yrðu dæmdar eftir útliti, bragði og áferð.

Eitraður kræklingur

Kræklingur í Hvalfirði er að öllum líkindum eitraður um þessar mundir og varar Umhverfisstofnun fólk við að tína hann sér til matar. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að mælingar sýni að magn eitraðra svifþörunga sé yfir viðmiðunarmörkum og skelfiskurinn sé því óætur.

Ernir fær nýja vél

Flugfélagið Ernir er að fá nýja flugvél til landsins í dag. Ernir halda uppi áætlunarflugi til Hafnar, Sauðárkróks, Bíldudals og Gjögurs. Þetta er 19 sæta Jet Stream -vél, samskonar og félagið á fyrir.

Sinueldar á Grundartanga

Slökkviliðinu á Akranesi, ásamt björgunarsveitarmönnum þaðan, lögreglunni í Borgarnesi og bændum, sem mættu á vettvang með haugsugur, tókst í gærkvöldi að ráða niðurlögum sinuelda sem blossuðu upp í grennd við álverið á Grundartanga um sexleytið í gærkvöldi.

Ísland fremst Evrópulanda í lífsgæðum

Ísland leiðir lista yfir þau Evrópulönd sem eru færust um að sjá þegnum sínum fyrir löngu og hamingjusömu lífi. Könnunin á þrjátíu löndum álfunnar leiddi í ljós að lífshamingja Evrópubúa er ekki háð neyslu. Samtökin New Economics Foundation stóðu að könnuninni og tóku tillit til kolefnisútblásturs, hversu ánægt fólk var með lífið og lífslíkur.

Útskrifuð af spítala eftir bílslys

Kona, sem slasaðist í umferðarslysi á Gjábakkavegi í gærdag, verður væntanlega útskrifuð af Landsspítalanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir henni á vettvang þar sem í fyrstu var óttast að konan væri mjög alvarlega slösuð, en annað kom í ljós.

Slasaðist eftir slys á Gullinbrú

Sautján ára ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann lenti í hörðum árekstri við sendibíl skammt frá Gullinbrú í Reykjavík í morgun. Í fyrstu var óttast að pilturinn væri lífshættulega slasaður, en svo reyndist ekki. Hann brotnaði meðal annars á úlnlið og ökkla og var fluttur með sjúkrabíl á slysdeild Landspítalans. Ökumann sendibílsins sakaði ekki.

Sjö látnir eftir jarðskjálftann í Japan

Að minnsta kosti sjö létust og 700 slösuðust þegar jarðskjálfti 6,8 á Richter skók norðvesturhluta Japan. Skjálftinn varð klukkan rúmlega eitt í nótt að íslenskum tíma. Almenningssamgöngur eru í lamasessi á svæðinu og átján þúsund heimili eru án rafmagns.

Verð á þorski mun hækka

Verð á þorskafurðum á eftir að hækka í Bretlandi í kjölfar niðurskurðar á þorskveiðiheimildum við Ísland. Bretar þurfa að fara að læra að borða aðrar fisktegundir, segir Bill Hobson, stjórnarformaður samtaka fiskkaupmanna í Grimsby.

Utanríkisráðherra hittir Shimon Peres á morgun

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt í gær í vinnuferð til Mið-Austurlanda. Ferðinni er heitið til Ísraels, á heimastjórnarsvæði Palestínumanna og til Jórdaníu. Á morgun mun hún eiga fund með Shimon Peres, nýkjörnum forseta Ísraels.

Vill tryggja að orkufyrirtæki haldist í almannaeigu

Vinstrihreyfingin - grænt framboðs vill að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafi frumkvæði að umræðu á milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig megi tryggja að orkufyrirtæki haldist í almannaeigu.

Dómstólaráð Líbíu frestar ákvörðun til fjögur í dag

Dómstólaráð Líbíu hefur frestað ákvörðun sinni um örlög heilbrigðisstarfsfólks sem dæmt var til dauða í síðustu viku fyrir að hafa smitað um 430 börn viljandi af HIV veirunni. Fólkið heldur fram sakleysi sínu og segist hafa verið pyntað þangað til það játaði. Úrskurður ráðsins verður kunngjörður klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma. Engin útskýring hefur verið gefin á frestuninni.

Heræfingar bandamanna og sérsveitar í ágúst

Þrjú hundruð manns taka þátt í varnaræfingu sem haldin verður á Íslandi dagana 13. - 16. ágúst næstkomandi. Æfingin er sú fyrsta sem fram fer á Íslandi á grundvelli samkomulags íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 11. október, 2006.

35 stjórnarandstæðingar dæmdir í lífstíðarfangelsi í Eþíópíu

Eþíópískur dómstóll dæmdi í morgun 35 stjórnarandstæðinga í fangelsi fyrir lífstíð fyrir aðild sína að mótmælum tengdum kosningunum árið 2005. Hundruð létu lífið í mótmælunum. Saksóknari hafði farið fram á dauðadóm í málinu en dómarinn tók þá ósk ekki til greina. Átta menn til viðbótar voru dæmdir í fangelsi frá 18 mánuðum til 18 ára.

Sjá næstu 50 fréttir