Fleiri fréttir

Mótorhjól og sendiferðabíll skullu saman

Mótorhjól og sendiferðabíll skullu saman við Gullinbrú nú í morgun. Lögregla er þegar kominn á staðinn. Sjúkrabílar eru þar einnig. Á þessari stundu er ekki vitað hvort einhver slasaðist. Töluverðar umferðartafir hafa hlotist af slysinu og lögregla biður fólk að sýna þolinmæði.

Þung umferð til Reykjavíkur

Gríðarmikil umferð er nú til Reykjavíkur. Umferð gengur hægt á Kjalarnesinu og Hvalfjarðargöngunum er sem stendur lokað vegna umferðarþunga. Það er í annað sinn í kvöld sem þeim er lokað vegna umferðarþungans.

Slökkvilið Borgarness kallað út vegna elds við Surtshelli

Slökkvilið Borgarness var í kvöld sent út að göngustíg við Surtshelli í kvöld til þess að slökkva eld sem þar hafði kviknað í útfrá sígarettum. Gróðurinn á svæðinu er gríðarlega þurr og slökkviliðið vill beina því til fólks að slökkva í sígarettum og ferðagrillum áður en það losar sig við slíka hluti.

Slökkviliðið notar dælubíla til að verjast ökuníðingum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið að grípa til þess verklags að senda stóra dælubíla á vettvang umferðarslysa. Það er gert til að verja líf og limi sjúkraflutningamanna fyrir tillitslausum ökuníðingum sem eiga leið hjá.

Í lagi að bandaríski herinn fari

Forsætisráðherra Íraka reynir að sannfæra umheiminn um að Írakar séu ekki eins háðir herliði Bandaríkjamanna og margir vilja láta. Á sama tíma eykst þrýstingur á bandaríkjaforseta heimafyrir að kalla herliðið sitt heim frá Írak.

Bitlaus peningastefna

Seðlabankinn bendir á að það dragi hægt og bítandi úr verðbólgu en vill annars ekki svara gagnrýni Jóhönnu Sigurðardórtur, félagsmálaráðherra á bitlausa hávaxtastefnu bankans. Jóhanna gagnrýnir einnig bankana fyrir að haga sér eins og ríki í ríkinu.

Ísfirðingar hafa ekki undan að framleiða fluguveiðihjól

Fyrirtækið Fossadalur á Ísafirði hefur nú vart undan við að framleiða ný fluguveiðihjól fyrir Íslandsmarkað. WISH fluguhjólin frá fyrirtækinu hafa slegið í gegn á Íslandi og markaðssetning er hafin á erlendum mörkuðum.

Álafossbúar reiðir því að ekið sé á frárennslislögn

Varmársamtökin gagnrýna harðlega með hvaða hætti verktakar við Helgarfell í Mosfellsbæ beina ökumönnum inn á byggingaland sitt. Íbúar í Álafosskvos segja að ökumenn aki eftir frárennslislögn en ekki vegi því vegur á þessum stað hafi aldrei verið samþykktur.

Tyrkjaránsins minnst í Vestmannaeyjum

Þess er nú minnst að þrjúhundruð og áttatíu ár eru liðin frá Tyrkjaráninu mesta sjóráni Íslandssögunnar. Af þessu tilefni var haldið þrælauppboð á þrælamarkaðinum framan við hið nýja Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum.

Slökkvilið Akraness berst við sinueld

Slökkviliðið á Akranesi reynir nú að ráða niðurlögum sinuelds nálægt járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Mikinn reyk leggur í átt að Akrafjalli en hann hefur þó ekki áhrif á umferð. Lögreglan segir hvorki mannvirkjum né fólki stafa hættu af sinubrunanum. Þá má geta þess að umferð er orðin afar þung á þessum slóðum og bíll við bíl á Kjalarnesi allt að Hvalfjarðargöngum.

Verslunin Sævar Karl seld

Erla Þórarinsdóttir og Sævar Karl Ólason klæðskeri hafa selt fataverslun sína, Sævar Karl Bankastræti. Hlutur hjónanna í Bankastræti 7 sem hýst hefur verslun Sævars Karls um árabil fylgir með í kaupunum. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi

Fjögurra bíla árekstur varð nú rétt fyrir klukkan sex á Vesturlandsvegi við Þingvallaveg. Minniháttar slys urðu á fólki. Búast má við einhverjum töfum á meðan verið er að koma bílunum í burtu en þeir skemmdust mikið.

Pólskar hjúkrunarkonur taka niður tjaldbúðir sínar

Hundruð pólskra hjúkrunarkvenna hættu í dag mótmælaaðgerðum sínum við skrifstofu pólska forsætisráðherrans. Þær höfðu sett upp tjaldbúðir fyrir utan skrifstofuna og eru nú að taka þær niður. Lögregla var með töluverðan viðbúnað þar sem hjúkrunarkonurnar áttu það til að stöðva umferð á svæðinu.

Peres orðinn forseti Ísraels

Shimon Peres tók í dag við embætti sem forseti Ísraels. Embættið er ekki ósvipað því íslenska að því leyti að um heiðursstöðu með takmarkað vald er að ræða. Peres hefur meðal annars fengið Friðarverðlaun Nóbels á löngum ferli sínum sem stjórnmálamaður.

Harry Potter og Fönixreglan ráða Bandaríkjunum

„Harry Potter og Fönixreglan“ náði toppnum í Bandaríkjunum um helgina og tók alls inn 77,4 milljónir dollara, eða um 4,7 milljarða íslenskra króna. Alls hefur myndin tekið inn, þá fimm daga sem hún hefur verið í sýningu, rúmlega 140 milljónir dollara, eða um 8,5 milljarða íslenskra króna.

Alvarlegt umferðarslys varð við Gjábakka í dag

Alvarlegt umferðarslys varð á Gjábakkavegi skammt frá Þingvöllum um eittleytið í dag. Kallað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar þar sem óttast var að kona sem í slysinu lenti hefði innvortis blæðingar. Þyrlan fór með hana á Landsspítalann í Fossvogi. Ekki er vitað um ástand hennar að svo stöddu.

Sáttaráðstefnu frestað fram á fimmtudag

Umfangsmikilli sáttaráðstefnu sem fram átti að fara í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag hefur verið frestað fram á fimmtudag. Skipuleggjendur ákváðu að fresta henni þar sem enn vantaði marga fundarmenn.

66 handteknir í barnaklámsmáli á Spáni

Lögreglan á Spáni skýrði frá því í dag að hún hefði lagt hald á 48 milljónir tölvumynda og myndbanda og handtekið 66 manns í tengslum við rannsókn á barnaklámi. Lögreglan vann með Interpol í málinu og fylgdist með þegar 5 þúsund skrám var hlaðið niður af netþjónum í Þýskalandi.

Fóstureyðingar löglegar í Portúgal

Lög sem heimila fóstureyðingu tóku gildi í Portúgal í dag. Nú mega konur láta eyða fóstri á fyrstu tíu vikum meðgöngu. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um lögin í febrúar síðastliðnum en hún var ógild vegna þess hversu fáir tóku þátt. Engu að síður tóku stjórnvöld tillit til úrslita kosninganna en 59,25% þeirra sem greiddu atkvæði vildu aflétta banninu.

Gleymdu börnunum vegna tölvuleikjafíknar

Ungt par sem var handtekið fyrir að vanrækja börnin sín tvö sagði tölvuleiki og internetið vera ástæðurnar fyrir vanrækslunni. Börnin, sem eru 22 mánaða strákur og 11 mánaða stúlka, voru alvarlega vannærð og nær dauða en lífi þegar þau voru færð á sjúkrahús.

Gagnrýna að fyrrverandi starfsmaður Hafró meti rannsóknir

Það orkar tvímælis að sjávarútvegsráðherra hafi fengið einstakling sem starfað hefur hjá Hafró til að stýra nefnd sem meðal annars á að benda á hvaða rannsóknir á þorskstofninum skorti. Þetta segir reynslumikill skipstjóri sem segir ljóst að ráðgjöf stofnunarinnar hafi ekki skilað sér.

Slökkviliðið biður fólk að fara varlega með eld

Slökkvilið Borgarness var kallað út tvisvar í nótt vegna sinuelda og tókst í báðum tilvikum að slökkva áður en eldurinn næði útbreiðslu. Allur jarðvegur á svæðinu er mjög þurr og eldfimur og báða sinueldana má rekja til kæruleysis ferðamanna. Slökkviliðið hvetur fólk því til þess að fara varlega með allan eld á svæðinu.Annar eldurinn kviknaði út frá grilli sem skilið var eftir og hinn útfrá sígarettu sem einhver hafði kastað frá sér.

Félagsmálaráðherra gagnrýnir hávaxtastefnu Seðlabankans

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra gagnrýnir hávaxtastefnu Seðlabankans og segir að hún gangi ekki til lengdar. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir hún að háir stýrivextir séu íþyngjandi fyrir almenning og smá og meðalastór fyrirtæki. Aftur á móti geti stórfyrirtækin að mestu leyti fjármagnað sig með erlendum lánum og sleppi því við háu vextina.

Talibanar í Pakistan rifta friðarsamkomulagi við stjórnvöld

Herskáir stuðningsmenn talibana í Waziristan í norðvesturhluta Pakistan sögðu í dag að þeir hefðu rift friðarsamkomulagi sínu við stjórnvöld. Þeir saka stjórnvöld um að hafa brotið skilmála þess með því að gera áhlaup á Rauðu moskuna. Talibanar og al-Kaída njóta mikils stuðnings á svæðinu.

Kínversk stjórnvöld passa upp á ástalíf námsmanna

Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að breyta skipulagi danskennslu í skólum landsins til þess að koma í veg fyrir að nemendurnir verði ástfangnir og spilli þannig náminu. Dans var gerður að skyldufagi í kínverskum skólum til þess að reyna að stemma stigu við offitu.

Líbanski herinn inn í Nahr al-Bared

Líbanskar hersveitir fóru í fyrsta sinn inn í flóttamannabúðirnar Nahr al-Bared í morgun. Vitni sögðust hafa séð fána hersins yfir nokkrum sundurskotnum húsum í búðunum. Átökin á milli hersins og uppreisnarmanna í Fatah al-Islam hafa nú staðið í níu vikur.

14 láta lífið í sprengjuárás í Pakistan

Átök halda áfram að magnast í norðvesturhluta Pakistan en 14 manns létu lífið í fyrirsátri uppreisnarmanna í nótt. 38 hafa því látið lífið í árásum á svæðinu á síðasta sólarhring. Þær virðast vera hluti af hefndaraðgerðum vegna áhlaups hersins á Rauðu moskuna í síðastliðinni viku.

Hæstu skaðabætur sem kaþólska kirkjan hefur greitt

Kaþólska kirkjan í Los Angales í Bandaríkjunum hefur samið við yfir fimm hundruð meint fórnarlömb kynferðisofbeldis presta um að greiða þeim bætur. Alls greiðir kirkjan yfir fjörtíu milljarða króna í bætur.

Flassari á ferð í Víðidal í gærkvöldi

Karlmaður var handtekinn í Víðidal í Reykjavík í gærkvöldi eftir að hafa sært blygðunarsemi konu, með því að bera kynfæri sín í þann mund að þau mættust á gangstíg í dalnum. Manninum var sleppt að yfirheyrslum loknum, en verður kærður fyrir blygðunarsemisbrot.

Óttuðust heilablóðfall

Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja konu að Arnarstapa á Snæfellsnesi, þar sem óttast var að hún hefði fengið heilablóðfall. Læknir var sendur frá Ólafsvík og eftir að hann hafði skoðað konuna var aðstoð þyrlunnar afturkölluð og konan flutt á heilsugæslustöð, þar sem hún náði sér.

Slökkviliðið tók pottinn af hellunni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að fjölbýlishúsi við Kjarrhólma undir morgun þar sem reykjarlykt lagði frá íbúð og barst um stigaganginn. Lögeglumenn sem komu fyrstir á vettvang brutu sér leið inn í íbúðina, sem reyndist mannlaus, en reykjarbræla stóð upp úr potti, sem gleymst hafði á logandi eldavélarhellu. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og stigaganginn, en skemmdir urðu í íbúðinni af völdum reyks.

Þrír rotuðu einn í miðbænum í nótt

Þrír karlmenn réðust að manni fyrir utan veitingahús við Tryggvagötu í Reykjavík upp úr klukkan fimm í morgun og rotuðu hann. Lögregla kom á vettvang og náði að handtaka tvo árásarmannanna, en sá rotaði var fluttur á Slysadeild Landsspítalans, þar sem hann komst til meðvitundar og jafnaði sig. Hann mun ekki vera alvarlega meiddur.

Tveir mótmælendur enn í haldi lögreglu

Tveir mótmælendur, á vegum samtakanna Saving Iceland, eru enn í haldi lögreglunnar eftir átök milli þeirra og lögreglu í gær. Alls voru fimm handteknir eftir að hópurinn stöðvaði umferð í miðborg Reykjavíkur. Lögregla sleppti tveimur nú rétt eftir hádegið í dag.

Tesco búðir opnaðar á ný

Breska lögreglan hefur opnað fjórtán Tesco verslanir sem lokað var af öryggisástæðum í framhaldi af hótunum sem bárust lögreglu og fyrirtækinu.

Nýtt myndband með Osama

Nýtt myndband Osama Bin Laden, leiðtoga Al-Kaída samtakanna, var birt á netinu í gær. Ekki er vitað hvenær myndbandið var útbúið en þar upphefur Bin Laden píslarvættisdauða og talar um Múhameð spámann.

Einar Oddur Kristjánsson látinn

Einar Oddur Kristjánsson Alþingismaður er látinn. Hann varð bráðkvaddur í fjallgöngu á Kaldbak, á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, laust fyrir hádegi í gær. Geir H. Haarde forsætirráðherra minnist Einars Odds sem baráttumanns og áhrifamanns í stjórnmálum og atvinnulífi.

Forseti Tanzaníu undirgengst alnæmispróf

Forseti Tanzaníu og leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu fóru í dag í opinbert alnæmispróf. Þjóðaráták gegn HIV/AIDS er nú að hefjast í landinu og með þessu vildu þeir hvetja landsmenn til þess að gangast undir sams konar próf.

Fagnaðarfundir á Grensásdeild

Það var hógvær en tilfinningarík stund þegar þau Þráinn og Valgerður hittust á Grensásdeild í dag - í fyrsta sinn eftir slysið í vetur og Valgerður sá nú bjargvætt sinn í fyrsta sinn, svo hún muni.

Óttaðist um líf sitt vegna umferðar

Vegfarandi, sem bjargaði lífi liðlega tvítugrar konu, þar sem hún sat föst í bílflaki sínu eftir árekstur, segist sjálfur hafa verið farinn að óttast um líf sitt vegna skeytingaleysis annarra vegfarenda, sem óku hjá á fullri ferð.

Sjá næstu 50 fréttir