Fleiri fréttir Meira en tíu þúsund manns á þremur stöðum Þrjár útihátíðir náðu líklega því marki að fá tíu þúsund gesti. Flestir voru á Akureyri en mikið fjölmenni var einnig í Vestmannaeyjum og á Unglingalandsmóti UMFÍ að Laugum. 7.8.2006 19:15 Náttúrusamtök Íslands gangrýna framgöngu lögreglu Lektor við Háskólann í Reykjavík segir að lögregla megi hafa afskipti af mótmælendum, hindra ferðir þeirra eða leita í vistarverum þeirra ef hún telur að af þeim geti stafað einhver ógn eða hætta. Náttúruverndarsamtök Íslands eru þessu ósammála. 7.8.2006 19:00 Beðið eftir niðurstöðu friðarviðræðna Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsher myndi herða árásir á Hizbollah-samtökin ef niðurstaða fæst ekki innan skamms í friðarviðræðunum. Ráðherrar Arabalanda komu saman í dag í Beirút og ræddu átökin í Líbanon. 7.8.2006 18:47 Tjaldstæðið við Lindur rýmt Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur fjarlægt allt fólk af tjaldsvæðinu við Lindur að ósk Landsvirkjunar. Til átaka kom á svæðinu í nótt þegar lögregla handtók fjórtán mótmælendur. Sumir þeirra höfðu hlekkjað sig við stangir. 7.8.2006 18:45 Björgunarsveitarmenn grennslast fyrir um mann Lögreglan á Höfn í Hornafirði og um 20 björgunarsveitarmenn eru nú staddir í Skaftafelli þar sem þeir grennslast nú fyrir um mann sem ekkert hefur spurst til síðan um klukkan eitt í nótt. Enn sem komið er ekki um skipulagða leit að ræða 7.8.2006 16:10 Ætlar að fjarlægja mótmælendur af svæðinu Lögreglan ætlar að fjarlægja mótmælendur af Kárahnjúkasvæðinu. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði segir að framkvæmdaaðilar við Kárahnjúka hafi farið fram á þetta og hann hafi ákveðið að fara að þeirri ósk.Sýslumaður telur sig hafa lagaheimild til þessa á grundvelli lögreglulaga frá 1996. 7.8.2006 16:07 Marel kaupir danskan keppinaut Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. 7.8.2006 14:16 Vel heppnaður Innipúki Innipúkahátíðinni lauk í gærkvöldi með stórkostlegri tónleikaröð. Mugison kom, sá og sigraði og var mál manna að tónleikar hans hefðu verið það besta á innipúkanum í ár. 7.8.2006 12:45 Þétt umferð heim í gærkvöldi All nokkur umferð var um þjóðvegi landsins í gærkvöld og í nótt þegar fyrstu ferðalangarnir tóku að snúa heim af skemmtunum Verslunarmannahelgarinnar. 7.8.2006 12:30 Veittist að Árna Johnsen Þjóðhátíðargestur veittist að Árna Johnsen í brekkusöngnum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og hrifsaði af honum hljóðnemann. Litlu mátti muna að illa færi þegar flugeldur fór í tjald þar sem inni voru þrjú börn auk annarra. 7.8.2006 12:00 Íkveikja í Vogum Kveikt var í fiskikari við iðnaðarhúsnæði í Vogum á síðdegis í gær. Talsverður hiti myndaðist en eldurinn náði ekki að læsa sig í húsinu. 7.8.2006 10:45 Tekinn á ofsahraða með nýtt skírteini Ungur ökumaður, sem hefur haft ökuskírteini í ellefu daga, var stöðvaður á Reykjanesbraut í gærkvöldi eftir að bifreið hans hafði mælst á 141 kílómetra hraða, tvöfalt meira en leyfilegum 70 kílómetra hámarkshraða. 7.8.2006 10:30 Lopez Obrador vill endurtelja atkvæði að fullu Frambjóðandi vinstrimanna í nýafstöðnum forsetakosningum í Mexíkó hafnar niðurstöðu hæstaréttar landsins um að fyrirskipa endurtalningu atkvæða einungis að hluta. Andres Manuel Lopez Obrador hvatti stuðningsmenn sína í gær til þess að halda áfram mótmælaaðgerðum sínum í miðborg Mexíkóborgar, þar sem tugþúsundir manna hafa stöðvað bæjarlíf undanfarna daga. Kosningarnar fóru fram 2. júlí og samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut hægrimaðurinn Felipe Calderon nauman meirihluta. 7.8.2006 10:15 Kviknaði í tjaldi í Eyjum Hátíðarhöldum á all flestum útihátíðum lauk formlega í gærkvöldi. Á Akureyri voru níu teknir með fíkniefni sem þýðir að alls hafa sextíu og fjögur fíkniefnamál komið upp þar um helgina. Í Vestmannaeyjum skall hurð nærri hælum þegar flugeldur lenti á einu tjaldanna í dalnum. 7.8.2006 10:08 Ellefu manns létust í Suður-Líbanon Friðarviðræðrur vegna átakanna Líbanon falla í skuggann af stanslausum árásum Hizbollah-liða og Ísraelshers. Ellefu óbreyttir borgarar létust í árásum Ísraelshers á Suður-Líbanon í morgun. 7.8.2006 10:04 Ráðist á konu og hún rænd Ráðist var á konu í Reykjavík í morgun, hún barin og rænd. Árásarmennirnir létu sig hverfa með veskið sem í voru peningar og kort. 7.8.2006 09:59 Átján slösuðust þegar stigi hrundi í Hollandi Að minnsta kosti átján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega, þegar stigi við skipaskurð í Hollandi hrundi í gærkvöldi. Fjöldi manns stóð í stiganum þegar slysið varð. 7.8.2006 09:20 Castro á batavegi Varaforseti Kúbu segir að Fídel Castro forseti sé á batavegi. Carlos Lage sagði í viðtali við fréttamenn í Bólivíu að Castro hefði gengist undir flókna skurðaðgerð vegna innvortist blæðinga. 7.8.2006 09:17 Tvöfalt fleiri á sjúkrahús á Akureyri en í fyrra Mikill erill var á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í nótt og komur á bráðamóttöku tvöfalt fleiri á miðað við sama dag í fyrra. Þá kom lögreglan upp um 27 fíkniefnamál í gær og í nótt. Annars staðar á landinu fór skemmtanahald vel fram. 6.8.2006 10:17 Skoða hvort aðgerðir lífeyrissjóðanna sé löglegar Öryrkjabandalag Íslands fundar í næstu viku með lögfræðingi til að fá úr því skorið hvort boðaðar aðgerðir lífeyrissjóðanna um niðurfellingu örorkulífeyris standist lög. Eins og fram hefur komið í fréttum fengu um 2500 öryrkjar bréf í síðustu viku þar sem þeim var tilkynnt að greiðslu örorkulífeyris til þeirra yrði hætt eða veruleg skerðing frá og með 1. nóvember næstkomandi. 6.8.2006 19:02 Vill útrýma kjarnorkuvopnum Borgarstjórinn í Hiroshima hvatti til þess í dag að öllum kjarnorkuvopnum yrði útrýmt. 61 ár er í dag liðið síðan kjarnorkusprengju var varpað á borgina. 6.8.2006 19:00 Segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkum ólöglegar Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. 6.8.2006 18:57 Ekkert lát á átökum Hizbollah og Ísraelshers Ekkert lát virðist vera á átökum Hizbollah-liða og Ísraelshers. Hizbollah-skæruliðar skutu fjölda eldflauga á norðurhluta Ísreals í morgun með þeim afleyðingum að tíu manns létu lífið og níu særðust. Seinni partinn í dag lést einn maður og 30 særðust í eldflaugaárás á borgina Haifa. 6.8.2006 18:51 Drasl í Raufarhólshelli Það er draslaralegt um að litast í Raufarhólshelli í Ölfushreppi sem er fullur af rusli og drasli eftir tökur á kvikmyndinni Astrópíu. Tiltekt stóð yfir í hellinum á sjötta tímanum í dag. Ekki er hægt að segja að fyrsti spölurinn um Raufarhólshelli hafi verið mjög grýttur í dag, líkt og varað er við á skilti fyrir utan hann. Innar í hellinum tók við spýtnabrak, stálull og trégrindur, plastpokar og gosflöskur. Yfir einu opi hellisins hafði einnig verið komið fyrir trégrind. Ferðamenn hafa ekki verið par ánægðir með þessa nýju ásýnd Raufarhólshellis. Lögreglan í Árborg kannaðist ekki við að hafa fengið neinar tilkynningar um þennan slælega frágang seinni partinn í dag og vísaði á landeigendur. Hellirinn er í eigu sveitarfélagsins Ölfus. Að sögn skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss fengu kvikmyndatökumennirnir leyfi til að nota hellinn svo fremi sem þeir gengju frá eftir sig. Ástæðan fyrir draslinu var að tekið var upp atriði fyrir kvikmyndina Astrópíu í hellinum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Nú stuttu fyrir fréttir náðist í annan framleiðanda myndarinnar, Júlíus Kemp, þar sem hann var í Raufarhólshelli við tiltektir. Myndin er ævintýragrínmynd sem tekin var upp á ýmsum fallegum stöðum, þar á meðal í Heiðmörkinni og við Kleifarvatn. Búið var að ganga frá á öllum öðrum stöðum en farið var í Raufarhólshellinn í dag. Það er því hægt að róa göngumenn með því að hellirinn verður bráðum sjálfum sér líkur á ný. Myndin Astrópía verður frumsýnd á næsta ári. 6.8.2006 18:45 Rigning og ein nauðgunartilraun Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt. 6.8.2006 18:45 Þrjár leitað hjálpar eftir nauðgun Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu. 6.8.2006 18:24 Íslenskur eftirlitsmaður lenti í skotárás á Sri Lanka Sigurður Hrafn Gíslason friðargæsluliði, var á meðal norrænna eftirlitsmanna sem lentu í skotárás stjórnarhersins á Sri Lanka í dag. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu sakaði hann ekki. 6.8.2006 16:10 Mikið hvassviðri á Tjörnesi Fellihýsi tókst á loft í miklu hvassviðri á Tjörnesi í dag. Hvort tveggja bíllinn og fellihýsið ultu og urðu minniháttar meiðsl á fólki. Lögreglan á Húsavík varar vegfarendur við hvassviðrinu og ræður fólki frá því að vera þar á ferð með hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagna. 6.8.2006 15:07 Náðu aftur stjórn yfir Muttur Stjórnarherinn í Sri Lanka segist vera búinn að ná stjórn yfir bænum Muttur í norðausturhluta landsins en harðir bardagar hafa geysað þar á milli stjórnarhersins og Tamíl-Tígranna undanfarna daga. Rún Ingvarsdóttir. 6.8.2006 12:25 Sautján manns létust í átökum Ísraelshers og Líbanons í morgun Alls dóu sautján manns í átökum Ísrealshers og Hizbollah-skæruliða í morgun. Ísraelar segja tillögu Bandaríkjamanna og Frakka um að binda endi á átökin vera mikilvæga. Þó segjast þeir ekki munu stöðva árásirnar á næstu dögum. 6.8.2006 12:09 Óásættanlegt að hætta að auðga úran Stjórnvöld í Íran segja nýjustu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna varðandi kjarnorkuáætlun landsins vera óásættanlega. Í ályktuninni er þess krafist að Íranar hætti að auðga úran. Stjórnvöldum er gefinn frestur til ágústloka til að hætta við kjarnorkuáætlun sína, ella verði landið beitt efnahagslegum og pólitískum þvingunum. Asefi, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, sagði ályktunina ólöglega og ganga gegn réttindum Írans. Hann sagði þó að Íranar myndu taka þátt í samningaviðræðum til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Hins vegar sagði Ali Larijani, yfirmaður samninganefndar Írana, í dag að stjórnvöld myndu frekar víkka út kjarnorkuáætlun sína en hætta við hana, í mótmælaskyni við ályktunina. 6.8.2006 11:59 Hátíðahöld ganga víðast vel fyrir sig Hátíðahöld hafa víðast hvar gengið vel fyrir sig um helgina. Nokkur erill hefur þó verið í sjúkratjöldum og á heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum þar sem væta hefur sett nokkuð strik í reikninginn. 6.8.2006 11:55 Flóð í Eþíópíu Sjötíu manns létust í morgun í Eþíópíu þegar áin Dire Dawa flæddi yfir bakka sína. Að minnsta kosti fimmtíu manns slösuðust alvarlega og yfir hundrað hús eyðilöggðust. Unnið er að björgun íbúa í þorpum í nágrenni árinnar. 6.8.2006 11:00 Átök í rénum í bænum Muttur Stjórnarherinn í Sri Lanka segist vera búinn að ná stjórn yfir bænum Muttur í norðausturhluta landsins. Þúsundir hafa flúið bæinn eftir harða bardaga þar síðustu daga. Í síðustu viku lokuðu Tamíl tígrarnir fyrir vatn til bæja sem stjórnarherinn ræður yfir í norðausturhlutanum. Seinni partinn í gær dró úr átökunum en enn er ekki búið að leysa vandamál varðandi vatnsskort. Stjórnarherinn og Tamíl tígrarnir undirrituðu samning um vopnahlé árið 2002 eftir tæplega tveggja áratuga borgarastríð þar í landi. Bardagar hafa þó verið tíðir, sérstaklega í kringum bæinn Muttur sem er undir stjórn hersins en á svæði Tamíl tígranna. 6.8.2006 10:16 Brúnni yfir Jökulsá á Dal lokað Loka þurfti brúnni yfir Jökulsá á Dal vegna vatnavaxta síðdegis í gær. Þetta hefur þó ekki mikil áhrif á framkvæmdir á Kárahnjúkasvæðinu. Hvort tveggja er að vatnshæðin er ekki meiri en svo að vaða má yfir ána og svo eru menn viðbúnir vatnavöxtunum. 6.8.2006 09:55 Fjölmenni á unglingalandsmóti Milli átta og tíu þúsund manns eru samankomnir á ungmennamóti UMFÍ á Laugum í Þingeyjarsveit. Mótshaldið hefur gengið mjög vel að sögn Björns Jónssonar, forseta UMFÍ, hann segir að það eina sem hafi komið upp á hafi verið að þrír piltar sáust drekka áfengi og voru þeir þá sendir heim. 6.8.2006 09:52 Tveir teknir eftir líkamsárás Tveir menn voru handteknir eftir að þeir réðust á þann þriðja í Austurstræti í Reykjavík í nótt. Sá sem ráðist var á slasaðist nokkuð á höfði og var sendur á sjúkrahús en árásarmennirnir í fangaklefa lögreglunnar. 6.8.2006 09:37 Árni hættir sem kynnir þjóðhátíðar Fjölmenni er á skemmtunum víða um land en tíðindi helgarinnar koma sennilega frá Vestmannaeyjum þar sem Árni Johnsen er nú kynnir á Þjóðhátíð í síðasta sinn. Sá sem tekur við af honum er Bjarni Ólafur Guðmundsson, oft kallaður Daddi diskó. 5.8.2006 19:00 Samkomulag sem miðar að friði Sendiherrar Frakka og Bandaríkjanna náðu samkomulagi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag um ályktanartillögu sem miðar að því að binda endi á átökin í Líbanon. 5.8.2006 18:53 Allt fullt á Akureyri nema búðarhillurnar Akureyri er vinsælasti staðurinn þessa verslunarmannahelgina en þangað hafa átján þúsund manns lagt leið sína. Öll tjaldstæði eru fullnýtt og farið að bera á vöruskorti í höfuðstað Norðurlands. 5.8.2006 18:45 Ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir á slysstað Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir. 5.8.2006 18:30 Piltar grunaðir um íkveikju Grunur leikur á að tíu til tólf ára piltar hafi verið að verki þegar kveiktur var eldur í Síldarvinnslu HB Granda á Akranesi í gær. Það hefur þó ekki verið staðfest og á eftir að ræða við piltana. 5.8.2006 18:15 Búið að opna Suðurlandsveginn Suðurlandsvegur hefur verið opnaður fyrir umferð að nýju, en honum þurfti að loka vegna fjögurra bíla áreksturs sem varð við Sandskeið um klukkan hálf tvö. Hummer jeppi, sem ók eftir Suðurlandsvegi í átt til Reykjavíkur, ók inn í hliðina á Yaris smábíl sem kom á móti. Smábíllinn hentist til á veginum og við það skemmdust tveir fóksbílar. Í smábílnum voru hjón með barn, en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild eru þau ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu eru að segja af fullorðinni konu, sem keyrði annan fólksbílinn. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund sem varð til þess að langar bílalestir mynduðust og var erfiðleikum bundið að koma dráttarbílum á slysstað. Lögreglu fannst ökumenn ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að árangur af því væri sýnilegur. 5.8.2006 16:13 Fjögurra bíla árekstur Árekstur varð við Sandskeið á öðrum tímanum í dag. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglu lentu fjórir bílar í árekstrinum en ekki er vitað hversu alvarleg slys á fólki eru. 5.8.2006 14:17 Ísraelsher herðir árásir sínar Ísraelsher herti árásir sínar í Líbanon í morgun. Að minnsta kosti fjórir létust í loftárásum á suðurhluta Beirúts og sjö létust í árásum í hafnarborginni Týrus. 5.8.2006 12:41 Sjá næstu 50 fréttir
Meira en tíu þúsund manns á þremur stöðum Þrjár útihátíðir náðu líklega því marki að fá tíu þúsund gesti. Flestir voru á Akureyri en mikið fjölmenni var einnig í Vestmannaeyjum og á Unglingalandsmóti UMFÍ að Laugum. 7.8.2006 19:15
Náttúrusamtök Íslands gangrýna framgöngu lögreglu Lektor við Háskólann í Reykjavík segir að lögregla megi hafa afskipti af mótmælendum, hindra ferðir þeirra eða leita í vistarverum þeirra ef hún telur að af þeim geti stafað einhver ógn eða hætta. Náttúruverndarsamtök Íslands eru þessu ósammála. 7.8.2006 19:00
Beðið eftir niðurstöðu friðarviðræðna Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsher myndi herða árásir á Hizbollah-samtökin ef niðurstaða fæst ekki innan skamms í friðarviðræðunum. Ráðherrar Arabalanda komu saman í dag í Beirút og ræddu átökin í Líbanon. 7.8.2006 18:47
Tjaldstæðið við Lindur rýmt Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur fjarlægt allt fólk af tjaldsvæðinu við Lindur að ósk Landsvirkjunar. Til átaka kom á svæðinu í nótt þegar lögregla handtók fjórtán mótmælendur. Sumir þeirra höfðu hlekkjað sig við stangir. 7.8.2006 18:45
Björgunarsveitarmenn grennslast fyrir um mann Lögreglan á Höfn í Hornafirði og um 20 björgunarsveitarmenn eru nú staddir í Skaftafelli þar sem þeir grennslast nú fyrir um mann sem ekkert hefur spurst til síðan um klukkan eitt í nótt. Enn sem komið er ekki um skipulagða leit að ræða 7.8.2006 16:10
Ætlar að fjarlægja mótmælendur af svæðinu Lögreglan ætlar að fjarlægja mótmælendur af Kárahnjúkasvæðinu. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði segir að framkvæmdaaðilar við Kárahnjúka hafi farið fram á þetta og hann hafi ákveðið að fara að þeirri ósk.Sýslumaður telur sig hafa lagaheimild til þessa á grundvelli lögreglulaga frá 1996. 7.8.2006 16:07
Marel kaupir danskan keppinaut Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. 7.8.2006 14:16
Vel heppnaður Innipúki Innipúkahátíðinni lauk í gærkvöldi með stórkostlegri tónleikaröð. Mugison kom, sá og sigraði og var mál manna að tónleikar hans hefðu verið það besta á innipúkanum í ár. 7.8.2006 12:45
Þétt umferð heim í gærkvöldi All nokkur umferð var um þjóðvegi landsins í gærkvöld og í nótt þegar fyrstu ferðalangarnir tóku að snúa heim af skemmtunum Verslunarmannahelgarinnar. 7.8.2006 12:30
Veittist að Árna Johnsen Þjóðhátíðargestur veittist að Árna Johnsen í brekkusöngnum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og hrifsaði af honum hljóðnemann. Litlu mátti muna að illa færi þegar flugeldur fór í tjald þar sem inni voru þrjú börn auk annarra. 7.8.2006 12:00
Íkveikja í Vogum Kveikt var í fiskikari við iðnaðarhúsnæði í Vogum á síðdegis í gær. Talsverður hiti myndaðist en eldurinn náði ekki að læsa sig í húsinu. 7.8.2006 10:45
Tekinn á ofsahraða með nýtt skírteini Ungur ökumaður, sem hefur haft ökuskírteini í ellefu daga, var stöðvaður á Reykjanesbraut í gærkvöldi eftir að bifreið hans hafði mælst á 141 kílómetra hraða, tvöfalt meira en leyfilegum 70 kílómetra hámarkshraða. 7.8.2006 10:30
Lopez Obrador vill endurtelja atkvæði að fullu Frambjóðandi vinstrimanna í nýafstöðnum forsetakosningum í Mexíkó hafnar niðurstöðu hæstaréttar landsins um að fyrirskipa endurtalningu atkvæða einungis að hluta. Andres Manuel Lopez Obrador hvatti stuðningsmenn sína í gær til þess að halda áfram mótmælaaðgerðum sínum í miðborg Mexíkóborgar, þar sem tugþúsundir manna hafa stöðvað bæjarlíf undanfarna daga. Kosningarnar fóru fram 2. júlí og samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut hægrimaðurinn Felipe Calderon nauman meirihluta. 7.8.2006 10:15
Kviknaði í tjaldi í Eyjum Hátíðarhöldum á all flestum útihátíðum lauk formlega í gærkvöldi. Á Akureyri voru níu teknir með fíkniefni sem þýðir að alls hafa sextíu og fjögur fíkniefnamál komið upp þar um helgina. Í Vestmannaeyjum skall hurð nærri hælum þegar flugeldur lenti á einu tjaldanna í dalnum. 7.8.2006 10:08
Ellefu manns létust í Suður-Líbanon Friðarviðræðrur vegna átakanna Líbanon falla í skuggann af stanslausum árásum Hizbollah-liða og Ísraelshers. Ellefu óbreyttir borgarar létust í árásum Ísraelshers á Suður-Líbanon í morgun. 7.8.2006 10:04
Ráðist á konu og hún rænd Ráðist var á konu í Reykjavík í morgun, hún barin og rænd. Árásarmennirnir létu sig hverfa með veskið sem í voru peningar og kort. 7.8.2006 09:59
Átján slösuðust þegar stigi hrundi í Hollandi Að minnsta kosti átján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega, þegar stigi við skipaskurð í Hollandi hrundi í gærkvöldi. Fjöldi manns stóð í stiganum þegar slysið varð. 7.8.2006 09:20
Castro á batavegi Varaforseti Kúbu segir að Fídel Castro forseti sé á batavegi. Carlos Lage sagði í viðtali við fréttamenn í Bólivíu að Castro hefði gengist undir flókna skurðaðgerð vegna innvortist blæðinga. 7.8.2006 09:17
Tvöfalt fleiri á sjúkrahús á Akureyri en í fyrra Mikill erill var á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í nótt og komur á bráðamóttöku tvöfalt fleiri á miðað við sama dag í fyrra. Þá kom lögreglan upp um 27 fíkniefnamál í gær og í nótt. Annars staðar á landinu fór skemmtanahald vel fram. 6.8.2006 10:17
Skoða hvort aðgerðir lífeyrissjóðanna sé löglegar Öryrkjabandalag Íslands fundar í næstu viku með lögfræðingi til að fá úr því skorið hvort boðaðar aðgerðir lífeyrissjóðanna um niðurfellingu örorkulífeyris standist lög. Eins og fram hefur komið í fréttum fengu um 2500 öryrkjar bréf í síðustu viku þar sem þeim var tilkynnt að greiðslu örorkulífeyris til þeirra yrði hætt eða veruleg skerðing frá og með 1. nóvember næstkomandi. 6.8.2006 19:02
Vill útrýma kjarnorkuvopnum Borgarstjórinn í Hiroshima hvatti til þess í dag að öllum kjarnorkuvopnum yrði útrýmt. 61 ár er í dag liðið síðan kjarnorkusprengju var varpað á borgina. 6.8.2006 19:00
Segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkum ólöglegar Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. 6.8.2006 18:57
Ekkert lát á átökum Hizbollah og Ísraelshers Ekkert lát virðist vera á átökum Hizbollah-liða og Ísraelshers. Hizbollah-skæruliðar skutu fjölda eldflauga á norðurhluta Ísreals í morgun með þeim afleyðingum að tíu manns létu lífið og níu særðust. Seinni partinn í dag lést einn maður og 30 særðust í eldflaugaárás á borgina Haifa. 6.8.2006 18:51
Drasl í Raufarhólshelli Það er draslaralegt um að litast í Raufarhólshelli í Ölfushreppi sem er fullur af rusli og drasli eftir tökur á kvikmyndinni Astrópíu. Tiltekt stóð yfir í hellinum á sjötta tímanum í dag. Ekki er hægt að segja að fyrsti spölurinn um Raufarhólshelli hafi verið mjög grýttur í dag, líkt og varað er við á skilti fyrir utan hann. Innar í hellinum tók við spýtnabrak, stálull og trégrindur, plastpokar og gosflöskur. Yfir einu opi hellisins hafði einnig verið komið fyrir trégrind. Ferðamenn hafa ekki verið par ánægðir með þessa nýju ásýnd Raufarhólshellis. Lögreglan í Árborg kannaðist ekki við að hafa fengið neinar tilkynningar um þennan slælega frágang seinni partinn í dag og vísaði á landeigendur. Hellirinn er í eigu sveitarfélagsins Ölfus. Að sögn skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss fengu kvikmyndatökumennirnir leyfi til að nota hellinn svo fremi sem þeir gengju frá eftir sig. Ástæðan fyrir draslinu var að tekið var upp atriði fyrir kvikmyndina Astrópíu í hellinum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Nú stuttu fyrir fréttir náðist í annan framleiðanda myndarinnar, Júlíus Kemp, þar sem hann var í Raufarhólshelli við tiltektir. Myndin er ævintýragrínmynd sem tekin var upp á ýmsum fallegum stöðum, þar á meðal í Heiðmörkinni og við Kleifarvatn. Búið var að ganga frá á öllum öðrum stöðum en farið var í Raufarhólshellinn í dag. Það er því hægt að róa göngumenn með því að hellirinn verður bráðum sjálfum sér líkur á ný. Myndin Astrópía verður frumsýnd á næsta ári. 6.8.2006 18:45
Rigning og ein nauðgunartilraun Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt. 6.8.2006 18:45
Þrjár leitað hjálpar eftir nauðgun Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu. 6.8.2006 18:24
Íslenskur eftirlitsmaður lenti í skotárás á Sri Lanka Sigurður Hrafn Gíslason friðargæsluliði, var á meðal norrænna eftirlitsmanna sem lentu í skotárás stjórnarhersins á Sri Lanka í dag. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu sakaði hann ekki. 6.8.2006 16:10
Mikið hvassviðri á Tjörnesi Fellihýsi tókst á loft í miklu hvassviðri á Tjörnesi í dag. Hvort tveggja bíllinn og fellihýsið ultu og urðu minniháttar meiðsl á fólki. Lögreglan á Húsavík varar vegfarendur við hvassviðrinu og ræður fólki frá því að vera þar á ferð með hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagna. 6.8.2006 15:07
Náðu aftur stjórn yfir Muttur Stjórnarherinn í Sri Lanka segist vera búinn að ná stjórn yfir bænum Muttur í norðausturhluta landsins en harðir bardagar hafa geysað þar á milli stjórnarhersins og Tamíl-Tígranna undanfarna daga. Rún Ingvarsdóttir. 6.8.2006 12:25
Sautján manns létust í átökum Ísraelshers og Líbanons í morgun Alls dóu sautján manns í átökum Ísrealshers og Hizbollah-skæruliða í morgun. Ísraelar segja tillögu Bandaríkjamanna og Frakka um að binda endi á átökin vera mikilvæga. Þó segjast þeir ekki munu stöðva árásirnar á næstu dögum. 6.8.2006 12:09
Óásættanlegt að hætta að auðga úran Stjórnvöld í Íran segja nýjustu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna varðandi kjarnorkuáætlun landsins vera óásættanlega. Í ályktuninni er þess krafist að Íranar hætti að auðga úran. Stjórnvöldum er gefinn frestur til ágústloka til að hætta við kjarnorkuáætlun sína, ella verði landið beitt efnahagslegum og pólitískum þvingunum. Asefi, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, sagði ályktunina ólöglega og ganga gegn réttindum Írans. Hann sagði þó að Íranar myndu taka þátt í samningaviðræðum til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Hins vegar sagði Ali Larijani, yfirmaður samninganefndar Írana, í dag að stjórnvöld myndu frekar víkka út kjarnorkuáætlun sína en hætta við hana, í mótmælaskyni við ályktunina. 6.8.2006 11:59
Hátíðahöld ganga víðast vel fyrir sig Hátíðahöld hafa víðast hvar gengið vel fyrir sig um helgina. Nokkur erill hefur þó verið í sjúkratjöldum og á heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum þar sem væta hefur sett nokkuð strik í reikninginn. 6.8.2006 11:55
Flóð í Eþíópíu Sjötíu manns létust í morgun í Eþíópíu þegar áin Dire Dawa flæddi yfir bakka sína. Að minnsta kosti fimmtíu manns slösuðust alvarlega og yfir hundrað hús eyðilöggðust. Unnið er að björgun íbúa í þorpum í nágrenni árinnar. 6.8.2006 11:00
Átök í rénum í bænum Muttur Stjórnarherinn í Sri Lanka segist vera búinn að ná stjórn yfir bænum Muttur í norðausturhluta landsins. Þúsundir hafa flúið bæinn eftir harða bardaga þar síðustu daga. Í síðustu viku lokuðu Tamíl tígrarnir fyrir vatn til bæja sem stjórnarherinn ræður yfir í norðausturhlutanum. Seinni partinn í gær dró úr átökunum en enn er ekki búið að leysa vandamál varðandi vatnsskort. Stjórnarherinn og Tamíl tígrarnir undirrituðu samning um vopnahlé árið 2002 eftir tæplega tveggja áratuga borgarastríð þar í landi. Bardagar hafa þó verið tíðir, sérstaklega í kringum bæinn Muttur sem er undir stjórn hersins en á svæði Tamíl tígranna. 6.8.2006 10:16
Brúnni yfir Jökulsá á Dal lokað Loka þurfti brúnni yfir Jökulsá á Dal vegna vatnavaxta síðdegis í gær. Þetta hefur þó ekki mikil áhrif á framkvæmdir á Kárahnjúkasvæðinu. Hvort tveggja er að vatnshæðin er ekki meiri en svo að vaða má yfir ána og svo eru menn viðbúnir vatnavöxtunum. 6.8.2006 09:55
Fjölmenni á unglingalandsmóti Milli átta og tíu þúsund manns eru samankomnir á ungmennamóti UMFÍ á Laugum í Þingeyjarsveit. Mótshaldið hefur gengið mjög vel að sögn Björns Jónssonar, forseta UMFÍ, hann segir að það eina sem hafi komið upp á hafi verið að þrír piltar sáust drekka áfengi og voru þeir þá sendir heim. 6.8.2006 09:52
Tveir teknir eftir líkamsárás Tveir menn voru handteknir eftir að þeir réðust á þann þriðja í Austurstræti í Reykjavík í nótt. Sá sem ráðist var á slasaðist nokkuð á höfði og var sendur á sjúkrahús en árásarmennirnir í fangaklefa lögreglunnar. 6.8.2006 09:37
Árni hættir sem kynnir þjóðhátíðar Fjölmenni er á skemmtunum víða um land en tíðindi helgarinnar koma sennilega frá Vestmannaeyjum þar sem Árni Johnsen er nú kynnir á Þjóðhátíð í síðasta sinn. Sá sem tekur við af honum er Bjarni Ólafur Guðmundsson, oft kallaður Daddi diskó. 5.8.2006 19:00
Samkomulag sem miðar að friði Sendiherrar Frakka og Bandaríkjanna náðu samkomulagi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag um ályktanartillögu sem miðar að því að binda endi á átökin í Líbanon. 5.8.2006 18:53
Allt fullt á Akureyri nema búðarhillurnar Akureyri er vinsælasti staðurinn þessa verslunarmannahelgina en þangað hafa átján þúsund manns lagt leið sína. Öll tjaldstæði eru fullnýtt og farið að bera á vöruskorti í höfuðstað Norðurlands. 5.8.2006 18:45
Ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir á slysstað Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir. 5.8.2006 18:30
Piltar grunaðir um íkveikju Grunur leikur á að tíu til tólf ára piltar hafi verið að verki þegar kveiktur var eldur í Síldarvinnslu HB Granda á Akranesi í gær. Það hefur þó ekki verið staðfest og á eftir að ræða við piltana. 5.8.2006 18:15
Búið að opna Suðurlandsveginn Suðurlandsvegur hefur verið opnaður fyrir umferð að nýju, en honum þurfti að loka vegna fjögurra bíla áreksturs sem varð við Sandskeið um klukkan hálf tvö. Hummer jeppi, sem ók eftir Suðurlandsvegi í átt til Reykjavíkur, ók inn í hliðina á Yaris smábíl sem kom á móti. Smábíllinn hentist til á veginum og við það skemmdust tveir fóksbílar. Í smábílnum voru hjón með barn, en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild eru þau ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu eru að segja af fullorðinni konu, sem keyrði annan fólksbílinn. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund sem varð til þess að langar bílalestir mynduðust og var erfiðleikum bundið að koma dráttarbílum á slysstað. Lögreglu fannst ökumenn ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að árangur af því væri sýnilegur. 5.8.2006 16:13
Fjögurra bíla árekstur Árekstur varð við Sandskeið á öðrum tímanum í dag. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglu lentu fjórir bílar í árekstrinum en ekki er vitað hversu alvarleg slys á fólki eru. 5.8.2006 14:17
Ísraelsher herðir árásir sínar Ísraelsher herti árásir sínar í Líbanon í morgun. Að minnsta kosti fjórir létust í loftárásum á suðurhluta Beirúts og sjö létust í árásum í hafnarborginni Týrus. 5.8.2006 12:41