Fleiri fréttir Fimm unglingar skotnir í New Orleans Fimm unglingar voru skotnir til bana í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Þetta er versta fjöldamorð í sögu borgarinnar. 18.6.2006 12:15 Búið að handtaka fjóra vegna líkamsárásar Lögreglan í Keflavík hefur handtekið fjóra menn vegna alvarlegrar líkamsárásar í bænum í morgun. Ráðist var á tvo menn og þurfti að flytja annan þeirra á sjúkrahús í Reykjavík vegna áverka á höfði. 18.6.2006 12:00 Dvergþerna sést í fyrsta sinn á Íslandi Lítil þerna fannst við Mikley á Höfn fyrir helgi sem greind var sem dvergþerna, að því er fram kemur á fréttavefnum Horn.is. Þetta er í fyrsta sinn sem sú fuglategund sést hér á landi. 18.6.2006 11:30 Ætla ekki að steypa forsetanum af stóli Leiðtogi íslömsku skæruliðahreyfingarinnar sem lagði undir sig Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku hefur heitið því að samtök hans muni ekki steypa Abdullah Yusuf, forseta landsins, af stóli. 18.6.2006 11:00 Hátíðahöld fóru víðast hvar vel fram í gærkvöld Hátíðahöld virðast hafa farið vel fram víða um land þótt ölvun hafi verið töluverð á mörgum stöðum. Í höfuðborginni var erill hjá lögreglu allt fram til klukkan sjö í morgun og voru sex fluttir á slysadeild í nótt, tveir vegna minni háttar líkamsárása og fjórir eftir að hafa hrasað vegna ölvunar. 18.6.2006 10:30 Kvartettinn samþykkir neyðaraðstoð fyrir Palestínumenn Bandaríkin, Rússland, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið, eða kvartettinn svonefndi hefur samþykkt tilboð þeirra síðastnefndu um neyðaraðstoð til handa Palestínumönnum án milligöngu Hamas-stjórnarinnar. 18.6.2006 10:15 Alvarleg líkamsárás í Keflavík í morgun Alvarleg líkamsárás átti sér stað í Keflavík um sexleytið í nótt þegar ráðist var á tvo karlmenn á gangi í bænum. Bíl var ekið upp að mönnunum og stigu fjórir karlmenn út og réðust á tvímenningana. Annar þeirra hlaut alvarlega áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. 18.6.2006 10:00 Kveðst saklaus af hórmangi Ítalski konungssonurinn, Victor Emmanuel, var handtekinn á föstudag vegna gruns um glæpsamlegt athæfi. Er hann sakaður um spillingu í tengslum við spilavítisrekstur í Sviss og fyrir að hafa ráðið ítalskar vændiskonur til starfa á vegum þess. 18.6.2006 07:45 Dagblöðin fylla ekki tómarúmið eftir DV Lestur fyrsta fríblaðs landsins, Fréttablaðsins, jókst mun meira í fyrstu mælingunum á lestri þess en lestur Blaðsins. Lestur Fréttablaðsins nánast tvöfaldaðist samkvæmt fyrstu fimm fjölmiðlakönnununum sem gerðar voru eftir stofnun þess. 18.6.2006 07:45 Bangsi á flótta Um sunnanvert Þýskaland og í Austurríki standa leitarmenn í ströngu við að finna bjarndýr sem er á flótta. Björninn var næstum unninn aðfaranótt föstudags, en komst naumlega undan í náttmyrkrinu. Upphaflega átti að skjóta bangsa en dýravinir brugðust skjótt við og komu í veg fyrir það. Nú eru einungis svefnlyf í byssunum. 18.6.2006 07:30 Ný fyrirtæki spretta upp við hvert fótmál Atvinnulíf í Fjarðabyggð blómstrar þessa dagana og uppbyggingar sér víða merki. Búist er við mikilli fólksfjölgun sem sést í mikilli aukningu íbúðarhúsnæðis. Fólk brosir út að eyrum, segir bæjarstjórinn í Fjarðabyggð. 18.6.2006 07:30 Hvað er leiðtogaráð ESB? Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. 18.6.2006 07:15 Eru að friða kjósendur sína 18.6.2006 07:15 Lagði hníf að hálsi manns Maður á fertugsaldri lagði hníf að hálsi eins gesta hátíðarhaldanna í miðborg Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Sá sem varð fyrir árásinni hafði sjálfur samband við lögreglu. 18.6.2006 07:15 Íransforseti fær kaldar kveðjur Yfir þúsund manns tóku þátt í friðsömum mótmælum gegn forseta Írans um helgina þegar fótboltalandslið Írans lék annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Styr hefur staðið um forsetann, Mahmoud Ahmadinejad, vegna ítrekaðra ummæla hans í fjölmiðlum þar sem hann hefur afneitar helförinni gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni og efast um tilverurétt Ísraelsríkis. 18.6.2006 07:00 Tvær sprengikúlur fundust Það er orðið að vana austur á Seyðisfirði að Árni Kópsson og föruneyti kafi niður að El Grillo, olíu- og flutningaskipinu, á þjóðhátíðardaginn. Þaðan var fjarlægð fallbyssa fyrir tveimur árum og nú á að ná í festingar sem tilheyra henni í skipið. 18.6.2006 07:00 Kerfið verður skilvirkara Aðkoma ríkisstjórnarinnar að endurskoðun kjarasamninga byggist að hluta eða öllu leyti á ákvörðun um lækkun á tekjuskattinum í staðinn fyrir lægra skattþrep. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að til álita kæmi að lækka tekjuskattinn um eitt prósent og fresta opinberum framkvæmdum. 18.6.2006 07:00 Umbótum verði hraðað Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að styðja áform Rúmena og Búlgara um að ganga í sambandið um næstu áramót, en þeir áminntu stjórnvöld í löndunum tveimur um að hraða umbótum sem þau hafa skuldbundið sig til að hrinda í framkvæmd áður en af aðildinni verður. 18.6.2006 06:45 Eþíópíski herinn við landamæri Sómalíu Líklegt þykir að herinn sé kominn til að vega á móti íslamistum og til varnar bráðabirgðastjórn landsins. Íslamistarnir vinna hvern sigurinn á fætur öðrum og hafa stökkt tveimur stríðsherrum á flótta. 18.6.2006 06:45 Varað við skelfiski í Hvalfirði Hafrannsóknastofnunin varar fólk við því að tína skelfisk í Hvalfirði sér til matar næstu vikurnar. Ástæðan er mikið magn eitraðra svifþörunga en fjöldi svonefndra Dinophysis spp-skoruþörunga er mjög mikill og við slíkar aðstæður er hætta á DSP-eitrun í skelfiski. 18.6.2006 06:45 Stunginn með hnífi í kviðinn Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn í kviðinn með hnífi á veitingastað ofarlega við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi og voru sár hans svo alvarleg að hann var lagður inn á gjörgæsludeild. 18.6.2006 06:45 Falleg athöfn á Bessastöðum Ellefu Íslendingar voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Á meðal þeirra sem hlutu orðuna voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, fyrir störf í þágu kirkju og samfélags og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, fyrir störf í þágu menningar og leiklistar. 18.6.2006 06:45 Kúrdasjónvarp veldur deilum Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, er hneykslaður á því að 56 tyrkneskir borgar- og bæjarstjórar, sem sendu honum bréf, skuli nú af þeim sökum sæta sakarannsókn af hálfu yfirvalda í Tyrklandi. 18.6.2006 06:30 Safna fé undir fölsku flaggi Dæmi eru um að svikahrappar hafi hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands sem er líknarfélag í þágu þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Svikahrapparnir bjóðast til að koma heim til fólks og sækja féð. 18.6.2006 06:15 Synti um 1.600 kílómetra leið Vísindamenn í Alaska ráku upp stór augu á dögunum þegar hvíthvalshræ fannst í þarlendri á, um 1.600 kílómetrum frá náttúrulegum dvalarstað tegundarinnar. Þeir telja ólíklegt að hræinu hafi verið komið þangað af mannavöldum og dettur helst í hug að hvalurinn, sem mældist tveir og hálfur metri á lengd, hafi synt upp ána í leit að mat en mjög óalgengt er að hvalir sem þessir syndi svo langt frá heimaslóðum sínum. Útivistarmenn á kanóum fundu hræið, en farið var með það á safn þar sem það verður úrbeinað og beinagrindin höfð til sýnis. 18.6.2006 06:00 Foreldrar fái eingreiðslu Markmið meirihlutasamstarfs Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Sveitarfélaginu Árborg er að byggja upp fjölskylduvænt sveitarfélag. Fram kemur í nýkynntum málefnasamningi þeirra að foreldrum þeim sem kjósa að vera heima með börn sín frá níu til átján mánaða aldurs bjóðist valgreiðsla að upphæð 20.000 krónur á mánuði. Ennfremur er stefnt að því að öllum börnum frá átján mánaða aldri verði tryggð leikskólavist á kjörtímabilinu. 18.6.2006 06:00 Samkomulag um loftferðir Náðst hefur samkomulag milli Íslands og Indónesíu um loftferðir, sem mun veita íslenskum flugfélögum tækifæri til að stunda flug til og frá þremur borgum í landinu með tengingum við flug til annarra staða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 18.6.2006 06:00 Vill leita að samstarfsfleti Stefna Landspítala - háskólasjúkrahúss þess efnis að yfirmenn hjá sjúkrahúsinu séu í 100 prósenta starfshlutfalli og sinni ekki öðrum lækningastörfum þess utan mun standa óbreytt í máli Tómasar Zoëga læknis, sem og annarra á spítalanum. Reynt verður að fá Tómas til að starfa áfram. 18.6.2006 06:00 Grét og baðst afsökunar Með tárin í augunum hefur Hagamaðurinn, Niklas Lindgren, beðið þrjú af sex fórnarlömbum sínum afsökunar á að hafa ráðist á þau. Í einhverjum tilfellum hefur hann brostið í grát. Hagamaðurinn hefur viðurkennt að hafa ráðist á sex konur og er ákærður fyrir það. 18.6.2006 05:30 Vilja móta framtíðarsýn Fullt var út úr dyrum á stofnfundi samtakanna Framtíðarlandið, félags áhugafólks um framtíð Íslands, sem haldinn var í Austurbæ í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að fara í skrúðgönguna án þess að sýna sjálfstæði okkar í verki fyrst, sagði María Ellingsen, sem var kynnir á fundinum ásamt Margréti Vilhjálmsdóttur, í upphafi fundar. 18.6.2006 05:15 Tugþúsundir við hátíðahöld Talið er að á bilinu 50-60 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðbæinn í gær til þess að fylgjast með hátíðardagskrá í tilefni þjóðhátíðardagsins. 18.6.2006 05:00 Tugir teknir fyrir hraðakstur Lögreglan á Akureyri tók tæplega þrjátíu ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær. Þrír voru einnig teknir fyrir minniháttar fíkniefnabrot og þrjátíu útköll voru síðasta sólarhring sem tengdust skemmtanahaldi og ölvun. 18.6.2006 04:45 Sigldi úr höfn með 14 farþega Liðlega fertugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa í ágúst í fyrra lagt úr höfn á haffærislausu skemmtiskipi, Söndru RE, með fjórtán farþega. Í ákærunni kemur fram að einungis hafi verið einn fjögurra manna björgunarbátur um borð. Landhelgisgæslan stöðvaði för skipsins þar sem það var á suðurleið skammt vestur af Viðey. 18.6.2006 04:30 Fótboltinn sameinar Til átaka kom á milli palestínskra mótmælenda og ísraelskra hermanna í bænum Bílín á Vesturbakkanum í gær vegna múrsins sem verið er að reisa á landamærunum. Allt féll hins vegar í dúnalogn þegar deilendur töldu sig skyndilega hafa mikilvægari hnöppum að hneppa. 17.6.2006 20:00 Íranar eru jákvæðir Vonir glæddust um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana vegna yfirlýsinga um að þeir vilji skoða sáttatilboð Vesturveldanna af mikilli alvöru. Fregnir af eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna vekja hins vegar talsverðan ugg 17.6.2006 19:00 Segja framtíð landsins ráðast á næstu misserum Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands, í Austurbæ í hádeginu. Talsmenn félagsins telja að framtíð landsins muni ráðast á næstu mánuðum eða misserum og vilja hafa áhrif á hana og gera Ísland að draumalandi. 17.6.2006 19:00 Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 23. júní vegna hnífsstungu á veitingastað við Laugaveginn í nótt. 17.6.2006 17:42 Átök og innbyrðis deilur meðal ástæðna afsagnar Átök og innbyrðis deilur í Framsóknarflokknum eru meðal ástæðna þess að Halldór Ásgrímsson hættir í pólitík að mati Björns Inga Hrafnssonar, fyrrverandi aðstoðamanns hans. 17.6.2006 16:24 Ættjarðarstemmning hjá Íslendingum í Kaupmannahöfn Ættjarðarstemmningin sveif yfir vötnum á 17. júní hátíðahöldum Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar komu Íslendingar saman á Amager-ströndinni að því er greint er frá á fréttavefnum Suðurnland.net. 17.6.2006 15:46 Ellefu Íslendingar sæmdir fálkaorðunni Ellefu Íslendingar voru sæmdir heiðursorðu hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, sex karlar og fimm konur. Þar á meðal voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur fyrir störf í þágu kirkju og samfélags, Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar svokölluðu, fyrir frumkvæði í menntamálum. 17.6.2006 15:45 Sonur síðasta konungs Ítalíu handtekinn Ítalska lögreglan handtók í gær Viktor Emmanuel, son Umberto annars, síðasta konungs Ítalíu. Emmanuel er grunaður um að hafa tekið þátt í skipulagðri glæpastarfsemi sem talin er teygja anga sína víða um lönd, meðal annars á sviði vændis. 17.6.2006 15:00 Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu felldur Tsjetsjenski stjórnarherinn felldi í morgun Abdul-Kalim Saidulajeff, leiðtoga aðskilnaðarsinna í landinu, í bænum Argun, skammt austur af höfuðborginni Grosní 17.6.2006 14:45 Húsfyllir á fundi Framtíðarlandsins í Austurbæ Um 600 manns sóttu stofnfund Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands. Fundurinn var haldinn í Austurbæ í hádeginu. Aðstandendur félagsins telja að framtíð landsins ráðist á næstu mánuðum eða misserum. 17.6.2006 14:30 Vill að Framsókn endurskoði stóriðjustefnu sína Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, sagðist í Skaftahlíðinni í hádeginu vilja að Framsóknarflokkurinn endurskoðaði stóriðjustefnu sína. 17.6.2006 14:00 N-Kóreumenn prófa eldflaug um helgina Norður-Kóreumenn hyggjast um helgina skjóta á loft langdrægri tilraunaeldflaug sem getur borið kjarnaodda. Eldflaugin er af tegundinni Taepodong-2 og getur dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. 17.6.2006 13:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fimm unglingar skotnir í New Orleans Fimm unglingar voru skotnir til bana í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Þetta er versta fjöldamorð í sögu borgarinnar. 18.6.2006 12:15
Búið að handtaka fjóra vegna líkamsárásar Lögreglan í Keflavík hefur handtekið fjóra menn vegna alvarlegrar líkamsárásar í bænum í morgun. Ráðist var á tvo menn og þurfti að flytja annan þeirra á sjúkrahús í Reykjavík vegna áverka á höfði. 18.6.2006 12:00
Dvergþerna sést í fyrsta sinn á Íslandi Lítil þerna fannst við Mikley á Höfn fyrir helgi sem greind var sem dvergþerna, að því er fram kemur á fréttavefnum Horn.is. Þetta er í fyrsta sinn sem sú fuglategund sést hér á landi. 18.6.2006 11:30
Ætla ekki að steypa forsetanum af stóli Leiðtogi íslömsku skæruliðahreyfingarinnar sem lagði undir sig Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku hefur heitið því að samtök hans muni ekki steypa Abdullah Yusuf, forseta landsins, af stóli. 18.6.2006 11:00
Hátíðahöld fóru víðast hvar vel fram í gærkvöld Hátíðahöld virðast hafa farið vel fram víða um land þótt ölvun hafi verið töluverð á mörgum stöðum. Í höfuðborginni var erill hjá lögreglu allt fram til klukkan sjö í morgun og voru sex fluttir á slysadeild í nótt, tveir vegna minni háttar líkamsárása og fjórir eftir að hafa hrasað vegna ölvunar. 18.6.2006 10:30
Kvartettinn samþykkir neyðaraðstoð fyrir Palestínumenn Bandaríkin, Rússland, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið, eða kvartettinn svonefndi hefur samþykkt tilboð þeirra síðastnefndu um neyðaraðstoð til handa Palestínumönnum án milligöngu Hamas-stjórnarinnar. 18.6.2006 10:15
Alvarleg líkamsárás í Keflavík í morgun Alvarleg líkamsárás átti sér stað í Keflavík um sexleytið í nótt þegar ráðist var á tvo karlmenn á gangi í bænum. Bíl var ekið upp að mönnunum og stigu fjórir karlmenn út og réðust á tvímenningana. Annar þeirra hlaut alvarlega áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. 18.6.2006 10:00
Kveðst saklaus af hórmangi Ítalski konungssonurinn, Victor Emmanuel, var handtekinn á föstudag vegna gruns um glæpsamlegt athæfi. Er hann sakaður um spillingu í tengslum við spilavítisrekstur í Sviss og fyrir að hafa ráðið ítalskar vændiskonur til starfa á vegum þess. 18.6.2006 07:45
Dagblöðin fylla ekki tómarúmið eftir DV Lestur fyrsta fríblaðs landsins, Fréttablaðsins, jókst mun meira í fyrstu mælingunum á lestri þess en lestur Blaðsins. Lestur Fréttablaðsins nánast tvöfaldaðist samkvæmt fyrstu fimm fjölmiðlakönnununum sem gerðar voru eftir stofnun þess. 18.6.2006 07:45
Bangsi á flótta Um sunnanvert Þýskaland og í Austurríki standa leitarmenn í ströngu við að finna bjarndýr sem er á flótta. Björninn var næstum unninn aðfaranótt föstudags, en komst naumlega undan í náttmyrkrinu. Upphaflega átti að skjóta bangsa en dýravinir brugðust skjótt við og komu í veg fyrir það. Nú eru einungis svefnlyf í byssunum. 18.6.2006 07:30
Ný fyrirtæki spretta upp við hvert fótmál Atvinnulíf í Fjarðabyggð blómstrar þessa dagana og uppbyggingar sér víða merki. Búist er við mikilli fólksfjölgun sem sést í mikilli aukningu íbúðarhúsnæðis. Fólk brosir út að eyrum, segir bæjarstjórinn í Fjarðabyggð. 18.6.2006 07:30
Hvað er leiðtogaráð ESB? Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. 18.6.2006 07:15
Lagði hníf að hálsi manns Maður á fertugsaldri lagði hníf að hálsi eins gesta hátíðarhaldanna í miðborg Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Sá sem varð fyrir árásinni hafði sjálfur samband við lögreglu. 18.6.2006 07:15
Íransforseti fær kaldar kveðjur Yfir þúsund manns tóku þátt í friðsömum mótmælum gegn forseta Írans um helgina þegar fótboltalandslið Írans lék annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Styr hefur staðið um forsetann, Mahmoud Ahmadinejad, vegna ítrekaðra ummæla hans í fjölmiðlum þar sem hann hefur afneitar helförinni gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni og efast um tilverurétt Ísraelsríkis. 18.6.2006 07:00
Tvær sprengikúlur fundust Það er orðið að vana austur á Seyðisfirði að Árni Kópsson og föruneyti kafi niður að El Grillo, olíu- og flutningaskipinu, á þjóðhátíðardaginn. Þaðan var fjarlægð fallbyssa fyrir tveimur árum og nú á að ná í festingar sem tilheyra henni í skipið. 18.6.2006 07:00
Kerfið verður skilvirkara Aðkoma ríkisstjórnarinnar að endurskoðun kjarasamninga byggist að hluta eða öllu leyti á ákvörðun um lækkun á tekjuskattinum í staðinn fyrir lægra skattþrep. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að til álita kæmi að lækka tekjuskattinn um eitt prósent og fresta opinberum framkvæmdum. 18.6.2006 07:00
Umbótum verði hraðað Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að styðja áform Rúmena og Búlgara um að ganga í sambandið um næstu áramót, en þeir áminntu stjórnvöld í löndunum tveimur um að hraða umbótum sem þau hafa skuldbundið sig til að hrinda í framkvæmd áður en af aðildinni verður. 18.6.2006 06:45
Eþíópíski herinn við landamæri Sómalíu Líklegt þykir að herinn sé kominn til að vega á móti íslamistum og til varnar bráðabirgðastjórn landsins. Íslamistarnir vinna hvern sigurinn á fætur öðrum og hafa stökkt tveimur stríðsherrum á flótta. 18.6.2006 06:45
Varað við skelfiski í Hvalfirði Hafrannsóknastofnunin varar fólk við því að tína skelfisk í Hvalfirði sér til matar næstu vikurnar. Ástæðan er mikið magn eitraðra svifþörunga en fjöldi svonefndra Dinophysis spp-skoruþörunga er mjög mikill og við slíkar aðstæður er hætta á DSP-eitrun í skelfiski. 18.6.2006 06:45
Stunginn með hnífi í kviðinn Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn í kviðinn með hnífi á veitingastað ofarlega við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi og voru sár hans svo alvarleg að hann var lagður inn á gjörgæsludeild. 18.6.2006 06:45
Falleg athöfn á Bessastöðum Ellefu Íslendingar voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Á meðal þeirra sem hlutu orðuna voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, fyrir störf í þágu kirkju og samfélags og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, fyrir störf í þágu menningar og leiklistar. 18.6.2006 06:45
Kúrdasjónvarp veldur deilum Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, er hneykslaður á því að 56 tyrkneskir borgar- og bæjarstjórar, sem sendu honum bréf, skuli nú af þeim sökum sæta sakarannsókn af hálfu yfirvalda í Tyrklandi. 18.6.2006 06:30
Safna fé undir fölsku flaggi Dæmi eru um að svikahrappar hafi hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands sem er líknarfélag í þágu þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Svikahrapparnir bjóðast til að koma heim til fólks og sækja féð. 18.6.2006 06:15
Synti um 1.600 kílómetra leið Vísindamenn í Alaska ráku upp stór augu á dögunum þegar hvíthvalshræ fannst í þarlendri á, um 1.600 kílómetrum frá náttúrulegum dvalarstað tegundarinnar. Þeir telja ólíklegt að hræinu hafi verið komið þangað af mannavöldum og dettur helst í hug að hvalurinn, sem mældist tveir og hálfur metri á lengd, hafi synt upp ána í leit að mat en mjög óalgengt er að hvalir sem þessir syndi svo langt frá heimaslóðum sínum. Útivistarmenn á kanóum fundu hræið, en farið var með það á safn þar sem það verður úrbeinað og beinagrindin höfð til sýnis. 18.6.2006 06:00
Foreldrar fái eingreiðslu Markmið meirihlutasamstarfs Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Sveitarfélaginu Árborg er að byggja upp fjölskylduvænt sveitarfélag. Fram kemur í nýkynntum málefnasamningi þeirra að foreldrum þeim sem kjósa að vera heima með börn sín frá níu til átján mánaða aldurs bjóðist valgreiðsla að upphæð 20.000 krónur á mánuði. Ennfremur er stefnt að því að öllum börnum frá átján mánaða aldri verði tryggð leikskólavist á kjörtímabilinu. 18.6.2006 06:00
Samkomulag um loftferðir Náðst hefur samkomulag milli Íslands og Indónesíu um loftferðir, sem mun veita íslenskum flugfélögum tækifæri til að stunda flug til og frá þremur borgum í landinu með tengingum við flug til annarra staða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 18.6.2006 06:00
Vill leita að samstarfsfleti Stefna Landspítala - háskólasjúkrahúss þess efnis að yfirmenn hjá sjúkrahúsinu séu í 100 prósenta starfshlutfalli og sinni ekki öðrum lækningastörfum þess utan mun standa óbreytt í máli Tómasar Zoëga læknis, sem og annarra á spítalanum. Reynt verður að fá Tómas til að starfa áfram. 18.6.2006 06:00
Grét og baðst afsökunar Með tárin í augunum hefur Hagamaðurinn, Niklas Lindgren, beðið þrjú af sex fórnarlömbum sínum afsökunar á að hafa ráðist á þau. Í einhverjum tilfellum hefur hann brostið í grát. Hagamaðurinn hefur viðurkennt að hafa ráðist á sex konur og er ákærður fyrir það. 18.6.2006 05:30
Vilja móta framtíðarsýn Fullt var út úr dyrum á stofnfundi samtakanna Framtíðarlandið, félags áhugafólks um framtíð Íslands, sem haldinn var í Austurbæ í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að fara í skrúðgönguna án þess að sýna sjálfstæði okkar í verki fyrst, sagði María Ellingsen, sem var kynnir á fundinum ásamt Margréti Vilhjálmsdóttur, í upphafi fundar. 18.6.2006 05:15
Tugþúsundir við hátíðahöld Talið er að á bilinu 50-60 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðbæinn í gær til þess að fylgjast með hátíðardagskrá í tilefni þjóðhátíðardagsins. 18.6.2006 05:00
Tugir teknir fyrir hraðakstur Lögreglan á Akureyri tók tæplega þrjátíu ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær. Þrír voru einnig teknir fyrir minniháttar fíkniefnabrot og þrjátíu útköll voru síðasta sólarhring sem tengdust skemmtanahaldi og ölvun. 18.6.2006 04:45
Sigldi úr höfn með 14 farþega Liðlega fertugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa í ágúst í fyrra lagt úr höfn á haffærislausu skemmtiskipi, Söndru RE, með fjórtán farþega. Í ákærunni kemur fram að einungis hafi verið einn fjögurra manna björgunarbátur um borð. Landhelgisgæslan stöðvaði för skipsins þar sem það var á suðurleið skammt vestur af Viðey. 18.6.2006 04:30
Fótboltinn sameinar Til átaka kom á milli palestínskra mótmælenda og ísraelskra hermanna í bænum Bílín á Vesturbakkanum í gær vegna múrsins sem verið er að reisa á landamærunum. Allt féll hins vegar í dúnalogn þegar deilendur töldu sig skyndilega hafa mikilvægari hnöppum að hneppa. 17.6.2006 20:00
Íranar eru jákvæðir Vonir glæddust um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana vegna yfirlýsinga um að þeir vilji skoða sáttatilboð Vesturveldanna af mikilli alvöru. Fregnir af eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna vekja hins vegar talsverðan ugg 17.6.2006 19:00
Segja framtíð landsins ráðast á næstu misserum Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands, í Austurbæ í hádeginu. Talsmenn félagsins telja að framtíð landsins muni ráðast á næstu mánuðum eða misserum og vilja hafa áhrif á hana og gera Ísland að draumalandi. 17.6.2006 19:00
Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 23. júní vegna hnífsstungu á veitingastað við Laugaveginn í nótt. 17.6.2006 17:42
Átök og innbyrðis deilur meðal ástæðna afsagnar Átök og innbyrðis deilur í Framsóknarflokknum eru meðal ástæðna þess að Halldór Ásgrímsson hættir í pólitík að mati Björns Inga Hrafnssonar, fyrrverandi aðstoðamanns hans. 17.6.2006 16:24
Ættjarðarstemmning hjá Íslendingum í Kaupmannahöfn Ættjarðarstemmningin sveif yfir vötnum á 17. júní hátíðahöldum Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar komu Íslendingar saman á Amager-ströndinni að því er greint er frá á fréttavefnum Suðurnland.net. 17.6.2006 15:46
Ellefu Íslendingar sæmdir fálkaorðunni Ellefu Íslendingar voru sæmdir heiðursorðu hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, sex karlar og fimm konur. Þar á meðal voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur fyrir störf í þágu kirkju og samfélags, Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar svokölluðu, fyrir frumkvæði í menntamálum. 17.6.2006 15:45
Sonur síðasta konungs Ítalíu handtekinn Ítalska lögreglan handtók í gær Viktor Emmanuel, son Umberto annars, síðasta konungs Ítalíu. Emmanuel er grunaður um að hafa tekið þátt í skipulagðri glæpastarfsemi sem talin er teygja anga sína víða um lönd, meðal annars á sviði vændis. 17.6.2006 15:00
Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu felldur Tsjetsjenski stjórnarherinn felldi í morgun Abdul-Kalim Saidulajeff, leiðtoga aðskilnaðarsinna í landinu, í bænum Argun, skammt austur af höfuðborginni Grosní 17.6.2006 14:45
Húsfyllir á fundi Framtíðarlandsins í Austurbæ Um 600 manns sóttu stofnfund Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands. Fundurinn var haldinn í Austurbæ í hádeginu. Aðstandendur félagsins telja að framtíð landsins ráðist á næstu mánuðum eða misserum. 17.6.2006 14:30
Vill að Framsókn endurskoði stóriðjustefnu sína Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, sagðist í Skaftahlíðinni í hádeginu vilja að Framsóknarflokkurinn endurskoðaði stóriðjustefnu sína. 17.6.2006 14:00
N-Kóreumenn prófa eldflaug um helgina Norður-Kóreumenn hyggjast um helgina skjóta á loft langdrægri tilraunaeldflaug sem getur borið kjarnaodda. Eldflaugin er af tegundinni Taepodong-2 og getur dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. 17.6.2006 13:00